Morgunblaðið - 27.03.1994, Page 13

Morgunblaðið - 27.03.1994, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MARZ 1994 13 FORINCJAR FLOKKANNA Athafnamaðurinn Pjölmiðlajöfur- inn og auðkýfing- urinn Silvio Ber- luseoni, leiðtogi Forza Italia (57 ára), hefur sópað til sín fylgi með loforðum um að blása lífí í efna- haginn, lækka skatta og draga úr atvinnuleysinu. Margir kjósendur líta á hann sem ímynd hins dugandi athafnamanns. Aðrir segja hann afsprengi spillta kerfísins, sem leggja á niður, og telja hann hafa boðið sig fram til að bjarga eigin fjölmiðlaveldi, sem honum tókst að byggja upp í skjóii vináttu sinnar við leiðtoga gömlu valdaflokkanna. Berlusconi hefur tekið gífurleg lán til að auka umsvif fyrirtækja sinna en hann hefur ekki enn sýnt fæmi í að draga saman seglin og spara. Er hann fær um að stjóma ríki með hrikalegan skuldavanda? Villti maðurinn Umberto Bossi, leiðtoga Norðursam- bandsins (52 ára), er lýst sem villta manninum í ítölskum stjórn- málum. Hann berst fyrir auk- inni sjálfstjórn Norður-Italíu, æsir sig upp þegar talið berst að forystumönnum flokk- anna í Róm og úthúðar „banda- mönnum“ sínum. Ólíklegt er að Bossi geti starfað í stjórn með Ber- lusconi, sem hann telur skjólstæð- ing gömlu valdaklíkunnar, og enn síður ný-fasistum úr suðurhlutan- um. Fasistinn (fyrrverandi?) Gianfranco Fini, leiðtogi Þjóðarbanda- lagsins (42 ára), er einnig for- ystumaður MSI, hreyfingar sem hefur hneigst tij ný-fasisma. í kosningabarátt- unni hefur hann þó leitast við að þvo hendur sínar af fasismanum og jafnvel farið niðrandi orðum um unga snoðinkolla í MSI sem dýrka Mussolini. Endurskoðunarsinninn Achille Occ- hetto, 58 ára leiðtogi Lýðræð- isflokks vinstri- manna, komm- únistaflokksins fyrrverandi, hef- ur afneitað marxismanum og þjóðnýtingu en kveðst stoltur af fortíð flokks- ins. Hann er nú hlynntur einkavæð- ingu stórra ríkisfyrirtækja. Sak- sóknarar tilkynntu honum fyrir tveimur vikum að verið væri að rannsaka meinta aðild hans að spill- ingarmáli. Hetjan fyrrverandi Mario Segni, leiðtogi ítalsks sáttmála (54 ára), var í Kristi- lega demókrata- flokknum og átti mestan þátt í því að knýja fram þjóðaratkvæði um umbætur á kosningalöggjöfinni í apríl f fyrra. Þá þótti hann líklegur til mikils frama í stjórnmálunum. Hetjuljóm- inn varaði þó ekki lengi og hann þótti glutra tækifæri til að byggja upp sterkan miðflokk. SVONA AUGLÝSA ERLENDIR LYFJAFRAM- LEIÐENDUR Svona auglýsingar hafa ítrekað birst í síðustu tölubiöðum Læknablaðsins. Þær eru frá þremur tiigreindum, eriendum iyfjaframleiðendum. Ekki er heimilt að birta nöfn þeirra hér, vegna ákvæða í siðareglum um auglýsingar. Merki læknir bókstaflnn (R) við lyfjaheiti á lyfseðli, fær sjúklingur eingöngu afgreitt tiitekið lyf. Merki læknir hins vegar bókstafinn (S) við lyfjaheiti, fær sjúklingur afgreitt ódýrasta samheitalyf í sama lyfjaflokki. Heildarkostnaður við lyfjanotkun á íslandi árið 1993 nam tæpum 5,1 milljarði króna. Verulegur hluti lyfjanna eru erlend, innflutt eftir umboðs- mannakerfi, samkvæmt viðteknum viðskiptaháttum. Hér er um gífurlega fjárhagslega hagsmuni að tefla. Það sýnir birting og framsetning auglýsinganna sem hér eru sýndar á síðunni og er beint til íslenskra lækna. Annarsvegar eru hagsmunir hinna erlendu lyfjaframleiðenda og umboðsmanna þeirra, hinsvegar hagsmunir kaupenda, þ.e. íslenskra sjúklinga og samfélagsins. Þessa upphæð, 5,1 milljarð króna, er mögulegt að lækka verulega, án þess að draga úr gæðum eða magni lyfja. Það er einfaldlega gert með því að læknar heimili afgreiðslu ódýrustu samheitalyfja og merki © í stað ®við lyfjaheiti, ætíð þegar mögulegt er. Læknar, sjúklingar, almenningur, tökum höndum saman, lækkum lyfjakostnað! Aðhald og sparnaður í rekstri veitir aukið svigrúm til betri heilbrigðisþjónustu. HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLA- RÁÐUNEYTIÐ TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.