Morgunblaðið - 27.03.1994, Side 14

Morgunblaðið - 27.03.1994, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MARZ 1994 Texti: Guðni Einarsson Myndir: Ragnar Axelsson ÞAÐ ER komið á elleftu eða tólftu stund hvað varðar veið- ar í þessu landi,“ segir Frið- rik Baldvin Jónsson þar sem við sitjum í stofunni í Hraun- koti í Lóni. „Þetta er orðinn svo ofboðslegur fjöldi sem stundar veiðar.“ Friðrik telur að veiðimönnum hafi fjölgað með árunum, einfaldlega vegna þess að fólki hefur fjölgað. Nú til dags eru flestir sportveiðimenn, fengurinn skiptir ekki sköpum um hvort þeir leggjast svangir til hvílu eða ekki, ólíkt því sem var þegar Friðrik var að alast upp. Friðrik er annálaður veiðimaður en er nú aðeins farinn að hægja á ferðinni enda á 78. aldursári. Arið í fyrra var það fyrsta um áratuga skeið sem hann hvorki iagðist í grenjaleitir né skaut hreindýr eða ijúpur. Friðrik á heima í Hraunkoti og býr þar ásamt syni sínum Friðrik hjá hjónunum Sigurlaugu Árnadótt- ur og Skapta Benediktssyni. Friðrik á ekki mikið safn af byss- um og segist aldrei hafa viljað eiga FRIÐRIK Baldvin Jónsson og Sigurlaug Árnadóttir húsfreyja í for- stofunni í Hraunkoti. Friðrik Baldvin Jðnsson hefur verið veiöimað- ur til sjós og lands trá unga aldri. Hann hetur dregið úr skotveiðum en ieggur enn gildrur tyrir ál og mink meira en hann hefur þurft á hveijum tíma. Hann gaf til dæmis vini sínum og veiðifélaga, sem er byssusafnari, gömlu haglabyssuna. Fyrir honum eni þetta bara verkfæri, en engir dýrgripir. „Ég hef aldrei farið vel með byssur, mér er alveg sama þótt á þeim sjái, skeptið rispist og svoleið- is,“ segir Friðrik. Veitt til matar Friðrik ólst upp á Eskifirði á fyrri- hiuta aldarinnar. Lífsbaráttan var háð hvern dag og viðurværis þurra- búðarmanna að mestu aflað með veiðum. Friðrik fór ungur að leggja hrognkelsanet, línu og kolanet. Byss- an var jafnan nærtæk og dijúg bú- bót af því sem snjallar skyttur drógu heim úr veiðiferðum. Nýskotinn fugl þótti veislumatur á heimili hans. „Það voru allir með byssur og menn lifðu á þessu mikið til, við gerðum allt til þess að ná í mat,“ segir Frið- rik. Hann ólst upp í hópi sjö fóstur- systkina og helsti veiðifélagi hans var fósturbróðirinn Hilmar Bjarna- son. Friðrik hóf sjómennsku aðeins 10 ára gamall á línuveiðaranum Sæfara frá Eskifirði. Þegar Friðrik komst á fullorðinsár fór hann í verið, var bæði landmaður og sjómaður á vetr- ar- og síldarvertíðum. Hann reri frá Sandgerði, Reykjavík, Vestmanna- eyjum og ýmsum plássum fyrir aust- an. Veiðiár Friðriks var í grófum dráttum þannig að það hófst með vetrarvertíð. Þegar heim var komið að vori fór hann að huga að tófunni. í Hraunkoti var sá háttur hafður á að reka ærnar óbornar á afrétt í Kollumúla sem er í fjalllendinu upp af Lóninu. Friðrik tók þátt í rekstrin- um og varð eftir á fjöllum til grenja- leitar þegar aðrir rekstrarmenn sneru til byggða. Grenjalegurnar hófust í maí og stóðu allt fram í júlí. Friðrik leitaði allt Lónið og stundum líka í Álftafirði. „Það var mjög gaman að vera þarna, þá voru engir ferðamenn farnir að leggja leið sína á þessar slóðir og landið alveg ósnortið," segir hann og ekki laust við að gæti saknaðar í rómnum. Nú er kominn akvegur inn á Illakamb, sem er gegnt gangna- mannakofanum í Kollumúla og mikið um mannaferðir í ljallaparadísinni. Tóían er vör um sig Friðrik þekkir Lónsfjöllin eins og lófann á sér. Hann Iærði á háttu tófunnar og vissi um helstu grenja- svæðin, urðir þar sem tófan bjó sér oftast greni. Friðrik segir að auðvelt hafi verið að komast að því hvort tófa var á svæðinu. „Jökulsáin renn- ur rétt við gangnamannakofann í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.