Morgunblaðið - 27.03.1994, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 27.03.1994, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MARZ 1994 15 Kollumúla og þegar maður fór í grenjaleitir varð maður alltaf að ganga inn með ánni. Víða með ánni eru fínir aurar og sandur og þar er auðvelt að sjá brautir eftir tófu. Ef maður sá engar brautir þá var ekki mikil von tófu þeim megin við ána, en hún gat þá verið í Víðidalnum." Friðrik yljar sér við minningarnar af ijöllum, „það er ansi gaman að vera við svona veiðar. Alltaf spenn- andi að veiða tófu, þær eru svo var- ar um sig“. Aldrei segist hann hafa komist í hann krappan eða lent í teljandi ævintýrum í veiðiferðum, enda bæði vanur og vel búinn. Einu sinni var hann á göngu á milli grenja og villtist, enda svarta þoka og há- nótt, en það stóð ekki lengi. Öðru sinni skrikaði honum fótur og hann hrapaði niður fjallshlíð. Friðrik'fínnst ekki taka því að ræða það nánar, því hann lenti í skafli sem tók af honum fallið. Það kom fyrir að nestið gekk til þurrðar ef grenjaleit dróst umfram það sem áætlað var í fyrstu. Stundum brá tófan út af vananum og holaði sér niður á nýjum stað. „Oftast fór maður með þriggja til fjögurra daga nesti en einu sinni var ég að í tólf daga, það tók mig ellefu daga að finna grenið.“ Friðrik skaut læðuna, hvíta tófu, langt frá greninu. Hann sá að hún var nýgotin og því ljóst að einhvers staðar voru yrðlingar í nágrenninu. „Ég hafði heyrt það eft- ir fólki sem bjó í Víðidalnum forðum daga að það hefði einhvern tímann fundist greni á fjallinu, en enginn vissi lengur hvar það hafði verið. Ég fann greni tófunnar í skúta uppi á Kollumúlaljallinu og það bar voða- lega lítið á því, í greninu voru sex yrðlingar. Rétt þar hjá fann ég holu og þar hafði ábyggilega einhvern tíma verið svæld út tófa, því það voru viðarkol í munnunum." Var aldrei óttast um þig, þegar þú tafðist á fjöllum? „Nei, ég held það hafi aldrei verið óttast um mig. Ég var svo vanur að bjarga mér sjálfur. Ég skaut bæði ijúpur og endur mér til matar og var með eldunartæki. Inni í Skógum hafði ég kofa sem var mjög miðsvæð- is og svo gat ég verið í gagnamanna- kofanum í Kollumúla, stundum hafði ég með mér tjald. Það er allt undir því komið að vera vel búinn í grenja- legu.“ Opinber hreindýraskytta Þegar kom fram í ágúst hófust hreindýraveiðar. Hveijum hreppi var úthlutað veiðikvóta og um árabil var Friðrik opinber hreindýraskytta sinn- ar sveitar. Hann veiddi þá dýrin og skipti fengnum niður á bæina til þeirra sem vildu. „Okkur var úthlut- að allt frá 8 dýrum og upp í 35, ég held að ég hafi náð kvótanum alltaf nema einu sinni eða tvisvar. Ef ekki náðist í kvótann um haustið fékkst yfirleitt leyfi til að skjóta það sem á vantaði á veturna. Þá koma hreindýr- in niður í sveitina og sækja í ræktað land. Þau voru ekki velkomin þar sem var garð- eða tijárækt því þau skemmdu mikið.“ Þegar hreindýrin koma í byggð eiga þau til að naga börk og eyðileggja trén. Hreindýrin sækjast einkum eftir berki af lerki og- ösp. Talið berst að hugmyndum um aukna skýrslugerð og veiðileyfaút- gerð á sviði skotveiði. Slíkt vafðist ekki fyrir mönnum á Eskifirði fyrr á öldinni. „Menn vissu nú lítið um hvað mátti skjóta og ekki skjóta hér í gamla daga,“ segir Friðrik og hlær við. Honum finnst líka ráðamenn í veiðimálum orðnir heldur vitlausir að þurfa að sækja það til útlanda hvernig byssur eigi að nota til hrein- dýraveiða. Friðrik segir að hér sé búið að veiða hreindýr áratugum saman og mönnum hafi lærst i gegn- um tíðina hvaða vopn henti best í þeim tilgangi. Nú er búið að fyrir- skipa svo öfluga riffla að Friðrik telur þá skemma bráðina. „Ef menn geta ekki skotið hreindýr með .222 kúlu eiga þeir ekkert að fást við hreindýraveiðar." Þegar veiðitími hreindýra hefst eru þau á fjöllum. Farið var á bíl svo langt sem hægt var að komast og gengið þaðan til veiðanna. Venjulega var gert að dýrunum á veiðislóð og ef hún var mjög langt frá farartæk- inu var kjötið úrbeinað á staðnum svo byrðin væri léttari. Stundum var Friðrik með menn með sér við veiði- skapinn og sóttust margir eftir því að fara með honum, en oftast var hann einn. Lengi vel gat Friðrik næstum gengið að dýrunum vísum, hann þekkti hvar þau héldu sig eftir því hvenær veiðitímans var. „Það er eins og þetta hafi breyst,“ segir Friðrik. „Ég heid að þau séu búin með fóðrið sem þau sækjast eftir á þeim slóðum, bæði íjallagrös og hreindýramosa. Þau hreinsa þetta alveg upp.“ Fljúgandi bráð Friðrik segist yfirleitt hafa látið gæsina eiga sig fram eftir hausti þangað til hreindýraveiðinni var að mestu lokið. Gæsin var ekki einung- is veidd til matar, heldur og til að vernda ræktarlandið. „Það var oft svo þakið af gæs að það var ekki nokkurt viðlit að láta hana vera í túnunum. Álftin hefur líka sótt svo í túnin að það hefur horft til vand- ræða, en það er bannað að skjóta hana.“ Hefur gæsinni fækkað? „Nei, henni hefur stórijölgað. Ég held að allt þetta ræktaða land, stór- ar spildur hingað og þangað, eigi sinn þátt í því.“ Þegar leið lengra fram á haustið tók ijúpnaveiðin við og segir Friðrik hógvær að hann hafi stundað ijúpuna nokkuð mikið. Nú hefur verið mikil umræða um fækkun ijúpunnar, hvað segir hann um það? „Ég hef ekki gengið til ijúpna seinustu árin, en mér fannst alltaf ákaflega miklar sveiflur í ijúpna- stofninum. Haustið 1957 skaut ég til dæmis 1100 ijúpur en haustið á eftir ekki nema kannski 300. Það er enginn vafi á því að svona 10. hvert ár ijölgar henni mikið, svo er lítið eða ekkert á milli. Haustið 1966 fékk ég 1600 íjúpur og hefði getað skotið miklu meira, en árið eftir fékk ég ekki nema 95. Sveiflurnar eru svona skarpar á milli ára. Ég gat ekki merkt það að það væri neitt veðráttunni að kenna, hvorki snjóa- lögum né öðru.“ Álaveiðar í Lóni Hin síðari ár hefur Friðrik einkum veitt fisk og mink. Minkinn veiðir hann í gildrur sem hann smíðaði eft- ir teikningu úr Handbók bænda, eins sendi Sveinn Einarsson veiðistjóri honum fyrirjnynd að gildru. Þetta eru felligildrur sem aflífa minkinn um leið og hann veiðist. í vötnum í Lóninu stundar Friðrik veiðar bæði á áli, silungi og laxi. Byssan er og alltaf við höndina, ef bráð gefur á sér færi. Lónið er mikið vatnasvæði og ágætis veiðivötn í sveitinni. Á vorin og sumrin leggur Friðrik net og veið- ir silung og stundum slæðist með lax. í landi Hraunkots er Himbrima- tjörn, á henni hefur ekki sést him- brimi í manna minnum, en flestir vatnafuglar aðrir. Friðrik nefnir tjörnina til marks um fjölskrúðugt vatnalífríki sveitarinnar. Úr þessari tjörn hefur hann fengið tíu fiskteg- undir, bleikju, urriða, lax, kola eða lúru, ufsa, þorskseiði, marhnút, ál, sandsíli og loðnu, auk þess sem þar hafa sést selkópar. Fyrir rúmum 30 árum komu Hol- lendingar í Lónið og gerðu tilraunir með veiðar á áli, tók Friðrik þátt í þeim veiðum. Lagðar voru 300 ála- gildrur víðsvegar í Lóninu og yfir sumarið veiddust um 15 tonn af áli. Töldu Hollendingarnir að veiða mætti tífalt meira af áli á svæðinu. Friðrik eignaðist nokkrar álagildrur og lærði hvernig á að bera sig að við veiðarn- ar. Fram að því að Hollendingarnir komu höfðu menn til dæmist ekki kunnað að farga álnum svo liann væri tryggilega dauður. Það skipti engu þótt hann væri hausaður, slægður og bútaður niður. Állinn spriklaði frísklega um steikarpönnur húsfreyjanna í Lóninu. Hollendingr arnir settu lifandi álinn í fötu og stráðu nokkrum lúkuin af grófu salti yfir kösina og þá drapst állinn örugg- lega. Állinn sem veiddist meðan á til- raununum stóð var geymdur í kerum og fluttur Iifandi til Hollands. Að sögn Friðriks þótti aflinn yfirleitt of smár og ekki nema um fimmtungur sem þótti nógu vænn til að reykjast. Enn leggur Friðrik álagildrurnar og veiðir til heimilisins, þykir steiktur áll hið mesta lostæti í Hraunkoti. Fjölskyldutilboð til Kartarí 23. mai 10 vlðbótarhús á Turbo Club Heimsferðir bjóða glæsilegan aðbúnað fyrir fjölskyiduna á Kanarí í sumar í nýjum smáhýsum, Turbo Club í Maspalomas. Við höfum nú fengið 10 viðbótarhús á þessum frábæra gististað, en öll gisting seldist strax upp þegar þæklingurinn okkar kom út. Bókaðu strax og tryggðu þér fráþært sumarleyfi á vinsælasta áfangastað íslendinga. 23. maí - 18 dagar/17 nætur Verð kr. 47.500,- pr. mann m.v. hjón með 2 börn, 2-14 ára, Turbo Club Verð kr. 59.100,- pr. mann m.v. 2 f fbúð, Turbo Club 9. júní - 3 vikur Brottfarir: 13. aprfl 23. maí 9. júní 30. júní 21. júlí 11. ágúst 1. sept. aír europa B IURAU1A Verð kr. 49.800,- pr. mann m.v. hjón með 2 börn. 2-14 ára. Turbo Club. Verð kr. 59.900,- pr. mann m.v. 2 f íbúð Las Isas. Flugvallaskattar og forfallagjald fullorðinna kr. 3.660, barna kr. 2.405 Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600 Vantar þig rafmagn í sumarbústaðinn? Afsláttur tengigjalda 1994 Rafmagnsveitur ríkisins hafa undanfarin tvö ár veitt afslátt á tengigjöldum í sumarhús í skipulögðum hverfum a^ uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Nú hefur verið ákveðið að veita slíkan afslátt í þriðja og síðasta sinn sumarið 1994. Meginforsendur þessa af- sláttar eru sem fyrr, að hægt sé í samráði við umsækjendur að ná fram aukinni hag- kvæmni í framkvæmdum. Lágmarksgjald, kr. 167.000 (án vsk) lækkar um 32.000 kr, í 135.000 kr eða um tæp 20%. Eftirfarandi skilyrði eru sett fyrir afslættinum: 1. Afsláttur er aðeins veittur ef um er að ræða skipulagt sumarhúsahverfi sem þegar hefur verið rafvætt að einhverju leyti. 2. Um ný hverfi sem ekki hafa verið rafvædd enn, verður fjallað sérstaklega og fer ákvörðun um afslátt m.a. eftir fjölda umsækjanda í hverju tilviki og þéttleika byggðar. 3. Umsókn um heimtaug þarf að berast fyrir 15. maí 1994. 4. Rafmagnsveiturnar munu yfirfara umsóknir og gefa svör um afslátt í lok maí. 5. Ganga þarf frá greiðslu tengigjalda fyrir 10. júní 1994. Auk staðgreiðslu, er umsækj- endum boðið að greiða tengigjöld með raðgreiðslum (VISA/EURO) á allt að 18 mánuðum. 6. Verktími (dagsetning) verði ákveðinn í samráði umsækjenda og Rafmagnsveitn- anna. Umsækjendur í hverju hverfi tilnefni tengilið. 7. Umsækjendur munu sjá til þess að nauðsynlegum frágangi innan lóðarmarka, sam- kvæmt gildandi skilmálum í gjaldskrá, sé lokið á réttum tíma, sbr. lið 5. 8. Afsláttur þessi gildir til haustsins 1994, meðan aðstæður vegna tíðarfars o.fl. leyfa að mati Rafmagnsveitnanna. Umsækjendum frá fyrra ári sem ekki fengu afgreiðslu 1993, er bent á að endurnýja umsóknir sínar. 20. mars 1994 RAFMAGNSVEITUR RIKISINS lifandiafl

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.