Morgunblaðið - 27.03.1994, Síða 16

Morgunblaðið - 27.03.1994, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MARZ 1994 Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Helmatilb íiin n vandi hrekur fólldö úr landi eftir Hjört Gíslason FÓLKSFÆKKUN í Færeyjum síðustu árin hefur verið gífurleg. Frá upphafi árs 1990 til loka síðasta árs hafði Færeyingum fækk- að um 2.413, en það svarar til þess að margar smærri byggðir hafi lagzt af eða nærri öll byggð á Vogey; Sörvogur, Miðvogur, Sandavogur, Böur og Gásadalur, og enn flytur fólk brott af eyjun- um. I skýrslu frá endurreisnarnefnd landstjórnarinnar sem ný- lega kom út, er sagt að þessi fólksflótti sé mesta röskun á íbúa- tali Færeyja síðan svartidauði geisaði á fjórtándu öld. Fyrsta manntalið í Færeyjum var tekið árið 1801 og reyndust Færeyingar þá um 5.000. A næstu hundrað árum þrefaldaðist fólks- Ijöldinn og voru íbúar eyjanna um 15.000 um síðustu aldamót. Fram til ársins 1985 þrefaldaðist íbúa- íjöldinn á ný og voru Færeyingar orðnir 47.838 í lok ársins 1989, en þá fór að halla undan fæti. „Munur- inn á fólksfækkuninni nú og þegar svartidauði herjaði á eyjamar er sá, að þá var um að ræða drepsótt, en nú eru það meira eða minna heima- tilbúnir félagslegir erfiðleikar, sem hrekja fólk úr landi í þúsundavís,“ segir i skýrslu endurreisnarnefnd- arinnar. Flciri flytja burl o« fæóingum fækkar Breytingar á fólksfjölda ráðast af fjórum meginþáttum; annars vegar fæðingum og flutningi fólks til landsins og hins vegar af dauða og brottflutningi. Þannig er síðan fundinn mismunur milli fæðinga og dauða til að finna út eiginlega fólks- fjölgun og mismunurinn milli að- fluttra og brottfluttra. Fram til árs- ins 1989 fæddust fleiri Færeyingar en dóu, og er svo reyndar enn, og aðfluttir voru fleiri en brottfluttir. Eftir 1989 hefur hvort tveggja gerzt, að brottfluttir eru mun fleiri en aðfluttir og hlutfall fæðinga á móti dauða hefur farið lækkandi. A undanförnum árum hefur dán- artíðni verið nokkuð jöfn, en hefur þó heldur aukizt síðustu 25 árin vegna breyttrar aldursamsetningar þjóðarinnar. Vaxandi hluti hennar er eldra fólk, meðal annars vegna þess að það er yngra fólkið, sem flytur burt. Tíðni fæðinga er hins vegar breytilegri og á síðasta ári var fjöldi fæðinga sem hlutfall af fólksfjölda hærra í Færeyjum en nágrannalöndunum. Síðan hefur dregið úr fæðingum og stafar það einnig af því að yngra fólkið hefur flutt burt, en erfitt efnahagsástand hvetur fólk auk þess ekki til barn- eigna. Yngra fólkib flylur burl Fólksflutningar til og frá Færeyj- um eru mjög breytilegir, en tengj- ast þó mest efnahagsástandinu. Þegar vel hefur gengið á því sviði hafa brottfluttir Færeyingar komið heim aftur, en jafnframt hefur ver- ið nokkuð um að Danir og íslend- ingar hafi flutzt þangað búferlum. Það er fyrst og fremst unga fólkið, sem hefur yfirgefið eyjarnar. Sé lit- ið á tímabilið frá miðju ári 1992 til miðs síðasta árs, ltemur í ljós að langflestir sem fóru á brott voru á aldrinum 20 til 24 ára. Konur flytja helzt frá eyjunum á aldrinum 15 til 24 ára, en karlar á aldrinum 20 til 29 ára. Þetta veldur því að höggvið er skarð í þá aldurshópa, sem eru að koma inn í atvinnulífið og því verður lítil endurnýjun þar. Eftir verður eldra fólk og yngra og fyrir vikið verður afkoman erfiðari, framfærslan hlutfallslega þyngri. Þá dregur verulega úr fæðingum og dánartíðni eykst hlutfallslega. Atgcrvi minnkar Á móti vinnst að atvinnulausum fækkar og því minnka útgjöld vegna atvinnuleysisbóta. Það er þó talinn skammgóður vermir, því at- gervið í þjóðfélaginu minnkar og ekki er við því að búast að fólk, sem einu sinni er flutt á brott, komi strax aftur þegar og ef úr rætist heima fyrir. Því verður hlutfallið milli þeirra, sem vinna að fram- leiðslunni og hinna, sem það gera ekki, óhagstætt. Þeir, sem eiga að halda s'amfélaginu gangandi, skól- um, sjúkrahúsum, félagsmálum og þvílíku, með skattgreiðslum, fækk- ar. Fólk flytur á brott vegna þess að aðstæður eru víðast betri annars staðar. Þegar vegnir og metnir eru kostir þess og gallar að búa í Fær- eyjum annars vegar og einhverju öðru landi hins vegar, verða útlönd yfirleitt ofan á. Þar eru meiri mögu- leikar á atvinnu og menntun, annar lífsmáti og betra veðurfar. Þá eru atvinnuleysisbætur í Danmörku, til dæmis, mun skárri en í Færeyjum. Það er fyrst og fremst hið gífurlega atvinnuleysi, sem að minnsta kosti er 20%, í raun líklega nær 30%, sem hrekur fólkið að heiman. Hefði brottfluttum Færeyingum síðustu fimm árin verið bætt á atvinnuleys- isskrána hefði fjölgað þar um helm- ing. Mógulcg fækkun 18% lii árins 1977 Sé reynt að rýna í mögulega framvindu búsetu í Færeyjum, þarf að taka ýmsa þætti inn í dæmið. í skýrslu endurreisnarnefndarinnar er þróunin frá 1990 rekin, næsta viðmiðun er 1997 og loks árið 2002. í framreiknaðri fólksfjöldaspá er miðað við fjóra kosti, að árlega flytj- ist á brott 500, 1.000, 1.500 og 2.000 manns. Sé miðað við að 500 flytjist á brott árlega fram til ársins 1997, verða Færeyingar alls 46.325 það ár, en fari 2.000 manns árlega burt, verða Færeyingar aðeins tæp- lega 39.000 eftir ijögur ár. Sé enn á ný reynt að meta stöðuna og tek- ið dæmi að frá árinu 1997 fari ekki fleiri en 500 úr landi á ári fram til 2002, verða Færeyingar það ár í bezta falli tæplega 45.000, en versta falli 36.000. Miðað við verstu útkomu hefur fullorðnum Færey- ingum þá fækkað um 7.000 inanns og verða þá nánast engir í aldurs- hópnum 24 til 30 ára. Frfill aó slóóva flóttanii Framtíðin er ekki björt. Fólks- flóttinn lieldur enn áfram, ekkert bendir til þess að dragi úr atvinnu- leysi. Þrátt fyrir endurskipulagn- ingu í fiskvinnslu, sem hefur aukið afkastagetuna, verður þar ekki um fleiri störf að ræða. Ekki er að búast við aukinni atvinnu á fiski- skipaflotanum. Hæpið er að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, fjölgi starfsfólki og bönkum fækkar. Verzlun, húsbyggingar og viðhald er í algjöru lágmarki. Straumurinn liggur því áfram frá Færeyjum og reynslan sýnir, að þegar svo er komið, en erfitt að stöðva flóttann í bráð. Miðað við verstu stöðuna fækkar Færeyingum alls um 8.450 frá 1992 til 1997 eða 18%. Það svarar til þess að allir íbúar Suður- eyjar og Vogeyjar flyttu á brott. FÆREYJAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.