Morgunblaðið - 27.03.1994, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 27.03.1994, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MARZ 1994 SMR yil) KALLITUMAN8 INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir þingmaður Kvennalistans snýr sér aftur að borgarmálunum. Eftir vandlega umhugsun ákvað hún að gefa kost á sér í 8. sæti Reykjavíkurlistans í borgar- stjórnarkosningunum í vor, baráttusætið. Hún ætlar sér að verða borgarstjóri en sitja ella áfram á þingi. Hún segir að það verði að dæma Sjálfstæðisflokkinn af verkunum. Það þýði ekki fyrir flokkinn að bjóða bót og betrun núna. Hann hafi fengið sitt tækifæri en klúðrað því. „Reykjavíkurlistinn er svar við kalli tímans,“ segir hún í samtali við blaðamann á skrifstofu sinni, Austurstræti 14. Viðtal: Póll Þórhallsson. Ljósmyndir: Sverrir Vilhelmsson. Ingibjörg Sólrún er borinn og bamfædd- ur Reykvíkingur. Móðir hennar, Ingi- björg Níelsdóttir húsmóðir, er ættuð úr Vatnsdalnum. Faðir hennar heitir Gísli Gíslason verslunarmaður, ættað- ur úr Flóanum. Ingibjörg er yngst fímm systk- ina. Elstur er Kristinn vélstjóri svo Halldóra kennari, þá Kjartan rekstrarstjóri hjá Gatna- málastjóra, og loks Óskar stýrimaður. Ingibjörg er fædd á gamlársdag 1954. Hún er alin upp inni í Vogum, sem var nýbygging- arsvæði þess tíma. „Mjög margir sem ég þekki í dag voru í Vogaskóla þá,“ segir hún. Þé kveðst hún ekki muna eftir Árna Sigfússyni borgarstjóra úr skólanum, líklega vegna þess að hann er tveimur árum yngri. Að loknu stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Tjömina fór Ingibjörg í sagnfræði. Hún er spurð hvað hafi ráðið því vali. „Það vom áhrif frá Sigga sögu, Sigurði Ragnarssyni, sem nú er rektor Mennta- skólans við Sund. Reyndar hef ég alltaf haft þennan áhuga, en hann ýtti enn frekar undir hann. Ekki svo að skilja að ég hafi ekki getað hugsað mér að læra margt annað, en þetta varð svona niðurstaðan eftir að ég hafði hugs- að um ýmsa hluti. Mér fannst þetta vera víð- tæk almenn menntun og hún hefur nýst mér vel sem slík. Mér hefur hins vegar aldrei dottið í hug að leggja þessi fræði fyrir mig. Eg er ekki nógu mikill grúskari í eðli mínu þó að mér finnist gaman að sökkva mér ofan í mál, hvort sem það er í sagnfræðinni eða einhvetju öðm, en það kemur í skorpum. Þess á milli hef ég mikla þörf fyrir að fá útrás fyrir at- hafnasemi mína.“ Einkalífió ekki fyrir fjólmióla Ingibjörg Sólrún fór síðan út til Danmerkur og var þar gestanemandi við Kaupmannahafn- arháskóla í tvö ár. Hún stundaði aðallega nám í hugmyndasögu. „Með námi vann ég hjá dönsku póstþjónustunni. Það var mikil gósen- tíð. Bæði að komast í þetta nám sem var mjög nýtt fyrir mér og ögrandi og vera í þessari vinnu, því ég hafði aldrei haft svona góð laun. En eftir tvö ár var mig farið að ianga heim aftur. Ég var útlendingur, gestkomandi, og það gerir það að verkum að maður kemst aldr- ei almennilega inn í það sem er að gerast, hvort sem það er pólitíkin eða annað. Mér fannst mjög erfitt að vera áhorfandi fremur en þátttakandi. Það kom visst óþol i mig eftir tvö ár.“ Þegar Ingibjörg Sólrún kom heim var byijað að vinna að sérstöku kvennaframboði vegna borgarstjórnarkosninganna 1982. „Eiginlega stökk ég beint inn í pólitíkina þegar ég kom heim og lenti svona á bólakafi í henni,“ segir Ingibjörg. „Um þetta Ieyti kynntist ég einmitt núverandi manni mínum sem þá var sjálfur nýkominn að utan. Hann kom frá Kína þar sem hann var búinn að vera í fimm ár.“ Mað- ur Ingibjargar heitir Hjörleifur Sveinbjömsson, fræðslu- og kynningarfulltrúi hjá BSRB, og „stundar Kínafræði í hjáverkum". Ingibjörg er spurð hvort þau hafi farið til Kína saman, en svo er ekki. En það standi til bóta. „Við höfum bara alltaf verið svo blönk. Við höfum ekki haft efni á því, þetta er svo langt ferða- lag og dýrt. Frá því við kynntumst höfum við verið að basla í íbúðarkaupum og lent í öllu hugsanlegu misgengi í húsnæðismálunum. Svo höfum við líka verið að koma upp börnum og svona." Strákarnir eru tveir, ellefu og átta ára, Sveinbjöm og Hrafnkell. Ingibjörg biðst annars undan því að fjölskylda hennar verði dregin mikið inn í kosningabaráttuna. Einkalíf- ið sé ekki fyrir fjölmiðla. Hún sé í framboði en hvorki börn hennar né maki. Ingibjörg Sólrún var borgarfulltrúi í 6 ár og átti þá m.a. sæti í skipulagsnefnd, félags- málaráði og borgarráði. Auk þess hefur hún starfað að blaðamennsku og fyrir jólin 1992 kom út bók eftir hana, ævisaga Sigurveigar Guðmundsdóttur, kennara í Hafnarfirði. „Núna er ákveðin tilhneiging til þess í kvenna- sagnfræði að skoða hvemig samfélagsþróunin endurspeglast í lífi einnar konu og það var þetta sem ég var að reyna að gera,“ segir hún. 1991 var Ingibjörg Sólrún svo kosin á þing fyrir Kvennalistann. Pólitísk liluró Ingibjörg Sólrún segir að snemma hafi orð- ið vart stjómmálaáhuga hjá sér. „Pabbi er sjálfstæðismaður. Hann var í verkalýðsarmi flokksins og vann fyrir flokkinn í kosningum. Ég fylgdist auðvitað með því. Ég tók- þessa pólitík inn sem barn en fór að endurskoða hana mikið á unglingsárunum og gerði þá upp afstöðu mína tii þeirrar hugmyndafræði sem mér fannst Sjálfstæðisflokkurinn byggjast á. í orði kveðnu hljómaði hún ekki illa en fram- kvæmdin samræmdist ekki réttlætiskennd rninni." Ingibjörg er spurð hvar hún hafi stað- ið í pólitík á árum áður. „í menntaskóla tók ég ekki virkan þátt í pólitísku starfi. í háskól- anum var ég í stúdentapólitíkinni og var þar á lista vinstri manna. Ég átti mikið af vinum og kunningjum í hópum á vinstri vængnum, sem þá voru fjölmargir. En sjálf fann ég mér aldrei stað í pólitíkinni fyrr en með kvenna- framboðinu. Það var í fyrsta skipti sem ég upplifði það að geta sagt: Þetta er mín hreyf- ing.“ — Varstu sósíalisti á þessum árum í háskól- anum? „Ég myndi segja að ég hafi haft sósíalískar hugmyndir en samt ekki þannig að þær gætu rúmast innan þess flokkakerfis sem var og ekki heldur í þessum hópum sem þá voru á vinstri vængnum og mér fannst oftast vera að karpa um keisarans skegg.“ — En myndirðu lýsa þinni stjórnmálaaf- stöðu nú þannig að hún væri sósíalísk? „Nei, ég myndi lýsa henni þannig að hún væri kvennapólitísk, sem er allt annað en sós- íalísk." — Hvenær varð breytingin? „Á þessum tveimur árum sem ég var í Dan- mörku sá ég pólitíkina hér heima í vissri fjar- lægð og fékk meiri tíma til að velta vöngum yfir hlutunum og kynna mér þá. Það gerði það að verkum að ég tók mína pólitísku afstöðu talsvert til endurmats. Eiginlega gerist þetta í gegnum það að ég fer að velta kvennasögu mun meira fyrir mér og sé að allar hefðbundn- ar stjómmálastefnur eiga það sameiginlegt að þær hafa lítið að bjóða konum. Þegar ég kem heim er þessi umræða um kvennaframboð byijuð og mér fannst þetta vera eins og endur- fæðing. Mér fannst ég verða til pólitískt. Fram að þeim tíma hafði ég fyrst og fremst verið að leita." — Varstu utarlega á vinstri vængnum á háskólaárunum? „Nei, þessi hópur sem ég tilheyrði var yfír- leitt kallaður munaðarleysingjar á þessum árum. Þetta var fólk eins og ég, Össur Skarp- héðinsson og Gestur Guðmundsson, sem öll höfum verið formenn Stúdentaráðs og fleiri slíkir. Má þar nefna m.a. Guðmund Magnússon núverandi þjóðminjavörð. Annars er flókið að fara út í þessa umræðu vegna þess að veru- leiki þessara ára laut sínum lögmálum. Að reyna að skilja og skilgreina umræðuna sem þá var er svolítið erfítt í yfirborðskenndu spjalli." — Eru það endalok kalda stríðsins sem hafa breytt svona miklu? „Hver tími lýtur sínum lögmálum. Ef maður ætlar að skilja þankagang fólks á tilteknu tímabili verður maður að setja sig inní atburði og tíðaranda. Maður getur ekki lagt mæli- kvarða dagsins í dag á alla hluti. Endalok kalda stríðsins marka auðvitað alger þáttaskil og veröldin og þankagangur fólks er sem bet- ur fer annar en áður var.“ Mikil pólilísk endurskoóun > «angi — Hvaða mælikvarðar eiga við núna? „Ég veit það ekki, það er svo erfítt að átta sig á þeim. Þetta er svo mikil deigla, það er svo mikil pólitísk endurskoðun í gangi, línum- ar eru lítið farnar að skýrast. Ég er sannfærð um það að gömlu pólitísku flokkarnir duga ekki í nútímasamfélagi því þeir endurspegla allt annað samfélag. Hugmyndafræði þeirra byggir á þeim veruleika sem var í upphafi þessarar aldar en svo fara þeir að lifa sjálf- stæðu Iífi. Þess vegna eru að minnsta kosti tveir flokkar í hveijum einasta flokki. Kvenna- framboðið og Kvennalistinn eru fyrsti vísirinn að endurskoðun flokkakerfisins. Þetta eru einu samtökin sem hafa komið ný til sögunnar og lifað af þetta lengi. Það er engin tilviljun. Það er vegna þess að Kvennalistinn endurspeglar raunverulega hagsmuni og raunverulegar hug- myndir fjölda fólks héma fyrir utan,“ segir Ingibjörg og bendir út í Pósthússtrætið. „Flokkarnir hafa gert þau mistök oft á tíðum að þeir hafa litið á okkur sem tímabundið fyrir- brigði sem myndi hverfa af sjónarsviðinu, hverfa til síns heima. Hver flokkur fengi sinn skerf af þessu dánarbúi. Það er bara ekki þannig og það er löngu tímabært að menn átti sig á því. Það verður svo að segjast vinstri flokkunum í Reykjavík til hróss að þeir virð- ast hafa áttað sig á nýjum pólitískum hræring- um. Þannig er Reykjavíkurlistinn svar við kalli tímans eftir nýrri og öflugri pólitískri hreyf- ingu.“ — En er mikið nýtt og kröftugt í stefnuyf- irlýsingu R-listans? „í sjálfu sér er erfitt að koma með eitthvað algerlega nýtt inn í borgarpólitíkina eins og málin eru núna. Fjölskyldumálefnin, atvinnu- málin, skólamálin og dagvistarmálin eru mál málanna. Við höfum engar töfralausnir frekar en aðrir á þeim uppsafnaða vanda sem við er að glíma. Það þarf að taka á þessum málum á mörgum stöðum með mörgum smáum að- gerðum. Tími hinna stóru lausna er liðinn. Hvað atvinnuleysið snertir þá geta tímabundn- ar aðgerðir eins og Reykjavíkurborg hefur staðið fyrir átt rétt á sér. En þar er ekki um atvinnusköpun að ræða. Það er mikill vaxtar- broddur í litlum og meðalstórum fyrirtækjum ef marka má reynslu annarra þjóða. Þar hafa störfín orðið til. Þau hafa ekki sjálf burði til að þróa eigin hugmyndir. Þar kemur atvinnu- þróunarsjóðurinn sem við stöndum fyrir til sögunnar. Við viljum einnig breyta reglum um framkvæmdir á vegum borgarinnar á þann veg að fyrst séu til dæmis innréttingar í hús hann- aðar og svo sé efnt til útboðs. Þetta gefur innlendum fyrirtækjum kost á að keppa við erlend á jafnréttisgrundvelli. Ef einungis eru til dæmis boðin út kaup á hillum án þess að hönnun liggi fyrir þá standa fyrirtæki sem eiga til fjöldaframleiddar hillur betur að vígi en litlu fyrirtækin okkar.“ Lýóræói í slaó llokksræóis — Hver er veigamesta ástæðan fyrir því að fólk ætti að kjósa R-listann? „Það er löngu kominn tími til að skipta um stjórnendur í borgarstjórn Reykjavík. Það er andstætt lýðræðinu að einn og sami flokkurinn fari með svo viðamikið valdakerfí eins og borg- in er í nánast sextíu ár. Vald spillir og algert vald spillir algerlega. Viðhorfin inni í borgar- kerfinu eru orðin þau að Sjálfstæðisflokkurinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.