Morgunblaðið - 27.03.1994, Page 19

Morgunblaðið - 27.03.1994, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MARZ 1994 19 ( r: eigi þetta kerfi og getið ráðskast með það eins og flokknum hentar best. Þetta er í raun hálfsovéskt kerfí. Og þegar menn segja að sjálfstæðismenn í borginni hafi framkvæmt ýmislegt segi ég: Þakka skyidi þeim. Þeir eru búnir að ráða þessu kerfi í öll þessi ár og það er eðlilegt að þeir fái einhveiju áorkað. Þetta sama sögðu valdhafar í Sovétríkjunum og þetta segja stjórnvöld í Kína en sæta samt ámæli á ýmsum sviðum. I Reykjavík ríkir flokksræði og ég hef kynnst því mjög áþreifanlega. Þegar ég kom á þing eftir sex ára starf að borgarmál- um rann það upp fyrir mér hvað ég hafði í raun upplifað að ég væri réttlaus inni í borgar- kerfinu. Þar fara að ríkja ákveðin lögmál sem bæði meirihluti og minnihluti undirgangast. Meirihlutinn gengst undir að hann ráði og hann ráði einn og minnihlutinn að hann geti engu ráðið. Það er löngu tímabært að breyta þessu.“ — Hvernig lýsir þetta „hálfsovéska" borg- arkerfi sér? „Meirihlutanum finnst að hann þurfi ekki að taka tillit til eins né neins og hann gerir engan greinarmun á hagsmunum Sjálfstæðis- flokksins og hagsmunum borgarbúa. í stíl Loðvíks fjórtánda gætu þeir sagt: Borgin, það erum við. Það er opinbert leyndarmál að við stöðuráðningar skiptir verulegu máli að vera með rétt flokksskírteini. Allir helstu embætt- ismenn í borgarkerfinu hafa verið dyggir sjálf- stæðismenn. Þeir eru vanir að vinna eins og vel smurð maskína fyrir einn flokk. Það er öðruvísi en í ráðuneytunum. þar sem embættis- mennirnir eru vanir að starfa undir mismun- andi mönnum og hafa lært að þeir verða að taka tillit til fleiri sjónarmiða. Svo er kerfið afskaplega fornfálegt og lokað gagnvart al- menningi. Það hefur aldrei verið gerður neinn skurkur þarna.“ — Hvað um þau fjögur ár er vinstri flokk- arnir stjórnuðu borginni? „Borgin vannst óvart 1978. Það voru allir óviðbúnir og þeir sem unnu voru ekki búnir að hugsa nógu vel hvað þeir ætluðu að gera. Mikið til settust þeir inn í óbreytt kerfi.“ llópur scm vinnur vel saman — Nú heyrir maður þær raddir að fólk geti hugsað sér þig sem borgarstjóra en spyiji hvernig ganga muni með hitt fólkið á listan- um. Hver yrðu þín áhrif? „Ég yrði pólitískur borgarstjóri, pólitískur verkstjóri þessa hóps. Ég hefði aldrei farið á þennan lista ef ég hefði ekki trúað því að þetta væri vel vinnandi fólk og þetta gæti orðið vel starfhæfur hópur sem myndi vinna vel saman í borgarmálum." — Hvað hefurðu fyrir þér í því að svo verði? „Ég hef unnið með þessu fólki frá áramót- um. Það treystir mér og ég treysti því til að vinna vel saman. Við erum búin að vinna mikla undirbúningsvinnu og ætlum að láta hendur standa fram úr ermum þegar við komumst í meirihluta." — Höfuðrök andstæðinga ykkar verða lík- lega vísan til glundroða og reynslu fortíðar. „Á kjörtímabilinu 1978-1982 voru ákveðin vandamál, en ég held að svona vandamál séu oft persónuleg fremur en pólitísk og þau geta komið upp í öllum flokkum líkt og sannast hefur í Sjálfstæðisflokknum á þessu kjörtíma- bili.“ — Hvert verður hlutverk flokkanna sem á bak við standa? . „Þetta er einn listi sem mun hafa einn borg- arstjórnarflokk. í honum verða bæði aðal- og varafulltrúar R-listans. Og þar verða ákvarð- hafa óþijótandi tækifæri til að breyta stöðunni í þessum málaflokkum. Það er einfaldlega orð- ið of seint að koma núna og lofa þessu. Þeir eru búnir að fá sitt tækifæri og þeir klúðruðu því. Það er of seint að bjóða bót og betrun, breytta stefnu og nýja menn á toppnum í anda perestrojkunnar í Sovét. Á bak við þetta er sami flokkur og áður sem á sér núna það eina markmið að halda völdum.“ Kvenfrelsi frcmur en jainrélli Tilgangur kvenna- framboósins 1982 var aó gefa mál- efnum fjölskyld- unnar og barna forgang í borgar- kerfinu. Síóan eru lióin tólf ár og núna koma menn fram á sjónarsvió- ió, berja sér á br jóst og láta sem þetta séu þeirra helstu baráttumál. anirnar teknar í borgarmálum. Hvernig þetta fólk starfar svo úti í sínum flokkum er þeirra mál.“ — Þýðir þetta ekki að flokkarnir sem að framboðinu standa verða stikkfrí? „Nei, þeir bera auðvitað ábyrgð á því vegna þess að þeir eru aðilar að því. Þeir hafa tekið á sig þá ábyrgð að styrkja það og styðja." — Én verða þeir í aðstöðu til að íjúfa sam- starfið? „Nei, ekki ef þeir einstaklingar sem þarna eiga í hlut vilja starfa saman. Þetta verða ekki kjörnir fulltrúar flokkanna heldut- Reykja- víkurlistans og bera ábyrgð gagnvart honum og kjósendum." Býsl viA yfirboðum — En hvað skilur á milli Reykjavíkurlistans og Sjálfstæðisflokksins í stefnumálum? „Við erum ekki farin að sjá nokkurn skap- aðan hlut frá Sjálfstæðisflokknum, enga stefnuyfirlýsingu. Ég vænti þess að þeir muni reyna að nálgast Reykjavíkurlistann og jafnvel yfirbjóða hann til þess að reyna að draga úr hinni pólitísku sérstöðu sem hann hefur. Við höfum hins vegar oft áður séð fögur fyrirheit hjá Sjáifstæðisflokknum. Þeir hafa kannski staðið við einstök kosningaloforð sem flest hver eru útlátalítil en þau fyrirheit sem þeir hafa gefið hafa ekki gengið eftir. Kvennafram- boðið í Reykjavík varð beinlínis til árið 1982 til þess að reyna að gefa málefnum fjölskyld- unnar og barna forgang í borgarkerfinu. Síðan eru liðin tólf ár og núna koma menn fram sjónarsviðið, betja sér á brjóst og láta sem þetta séu þeirra helstu baráttumál. Þetta er ekki boðlegt. Við höfum Sjálfstæðisflokkinn fyrir augunum og hvað hann hefur verið að gera allan þennan tíma. Hann er búinn að — í stefnuskrá ykkar er talað um féiags- hyggju, umhverfisvernd og kvenfrelsi. Af hveiju kvenfrelsi en ekki jafnrétti? „Þetta má rekja til þess viðhorfs okkar hjá Kvennalistanum að forðast vísvitandi jafnrétt- ishugtakið. Það hefur mikið verið notað á þann máta að konur eigi að taka þátt í öllu á forsendum karla. Karl- mennirnir séu viðmiðið og konur öðruvísi og eigi að aðlaga sig veröld karla. Þær eigi að koma til leiks, hvort sem er í atvinnulífí eða stjórnmálum, og fara eftir leikreglum sem karlar hafa sett. Það þarf í staðinn að breyta leikreglunum þannig að þær henti konum betur. Ég á til dæmis við að at- vinnulífið taki mið af því að fólk hefur margvíslega fjöl- skylduábyrgð. Kynferði má heldur ekki marka fólki bás. Fólk á að geta fundið sér stað í tilverunni óháð því hvort það er karl eða kona. Konur eru hópur í samfélag- inu sem eru miklu verr settur en karlar. Við þurfum ekki annað en líta á tölfræðina, við vit- um hveijir ráða og hvemig laun og eignir skipt- ast. Hugmyndafræði kvenfrelsis gengur út á að afnema þessa mismunun og breyta leikreglum, hugarfari og hefðum sem viðhalda henni.“ En er það ekki mismunum af hálfu Kvennalistans að bjóða eingöngu fram konur? „Við erum að reyna að fjölga konum í stjórn- málum. Það er krafa lýðræðsins og það skipt- ir verulegu máli fyrir sjálfsímynd kvenna að konur séu mjög sýnilegar á öllum stöðum. Fyrir vikið hefur umræðan breyst. Konur al- mennt eru farnar að taka miklu kvennapólitísk- ari afstöðu. Þær eru farnar að taka áfstöðu með sjálfum sér og sínum hagsmunum." — Þú talar um að konur þurfi að vera sýni- legar. Hver er afstaða Kvennalistans til þess að ein kona úr þeirra röðum verði mjög áber- andi? „Kvennalistinn á rætur sínar í kvennahreyf- ingunni sem byggist á því að vera mjög vald- dreifð, að koma sem flestum konum að, sem flestum sjónarmiðum og sýna mörg andiit. Síðan gerist það þegar við förum að starfa að við áttum okkur á því að hæfileikar kvenna liggja á mismunandi sviðum. Það er líka mjög erfitt að eiga við það í stjórnmálum að skipta eins oft út og við gerðum. Almenningur er kannski búinn að fá traust á tiltekinni konu og svo er hún tekin úr leik. Við ætluðum okk- ur auðvitað að gera miklu meira í svona út- skiptum í upphafi heldur en varð raunin. Við höfum áttað okkur á því að reynslan er mikil- væg og það má ekki leggja hana fyrir róða. Maður flytur ekki reynsluna frá einum ein- staklingi til annars." Ingibjörg segist sjálf hafa verið ósátt við það að henni var skipt út úr utanríkismálanefnd Alþingis á miðju kjör- tímabili og Anna Ólafsdóttir Bjömsson kom inn í staðinn. „En þetta hafði verið ákveðið í upphafí þings og þingflokkurinn stóð við sína samþykkt. Inn í þetta blandaðist að ég hafði haft ákveðna sérstöðu í EES-málinu og það hjálpaði mér ekkert.“ — Konur hafa óvíða náð jafnlangt og í Noregi þar sem er þó enginn kvennalisti. „Það er enginn að segja að kvennalisti sé eina færa leiðin. Og kannski hefði Kvennalist- inn aldrei orðið til ef stjórnmálaflokkarnir hér hefðu rankað fyrr við sér eins og þeir gerðu á Norðurlöndunum. Þeir skynjuðu bara ekki sinn vitjunartíma. Besta dæmið um það er Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili sem hafði rakið tækifæri til að gera konu að borgarstjóra, Katrínu Fjeldsted. En vegna öfundarhyggju og innbyrðis átaka gerðist það ekki. 1 staðinn var Markús Örn sóttur og hann hefur nú afhent Árna Sigfús- syni keflið. Katrín Fjeldsted er úr leik að sinni. Það sama á við um ríkisstjórnina. Alþýðuflokk- urinn hafði kjörið tækifæri til að gera Rann- veigu Guðmundsdóttur að ráðherra og verða fyrsti flokkurinn til þess að eiga tvær konur í ráðherrastól. Það gekk ekki upp vegna þess að tilteknum körlum var ætlaður bitinn.“ — Er það alveg víst að það séu veigamikil sjónarmið við val á ráðherra eða borgarstjóra hvort um karl eða konu sé að ræða? „Það er ekki eina sjónarmiðið, en það er mjög mikilvægt að hafa það sjónannið í huga, ekki síst þegar í boði eru mjög hæfar konur. Það verður að bijóta í blað í þessum málum. Þarna höfðu flokkarnir söguleg tækifæri sem þeir nýttu ekki.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.