Morgunblaðið - 27.03.1994, Side 20

Morgunblaðið - 27.03.1994, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MARZ 1994 Morgunblaðið/RAX Jón Ásbjörnsson eftir Guðrúnu Guðlougsdóttur r Arangur Jóns Ásbjörns- sonar í sölu saltfisks hefur vakið athygli, Fyrirtæki hans seldi 2.582 tonn af saltfiski á Spánar- og Portúgalsmarkað í fyrra og var söluverðmætið 819 milljónir króna. Jón er ekki mjög gamall í hettunni sem fiskframleiðandi. Hann hóf útflutning á grásleppu- hrognum til Bandaríkjanna árið 1976, fyrir tilstilli Þórodds Jóns- sonar móðurbróður síns. „Það gekk vel og smám saman hefur þetta hlaðið utan á sig,“ segir Jón þar sem hann situr við skrifborð sitt í hinum myndarlegu húsa- kynnum fyrirtækisins við Geirs- götu 11 í Reykjavík. „Nú er ég kominn með talsvert mikinn fisk- útflutning, jafnframt því sem ég er með nokkurn innflutning á veið- arfærum,“ segir Jón í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. „Þetta gengur ágætlega en helsta vandamáiið er að fiskveiðistefnan vmsnpn/JiiviNNinJF ÁSUIMNUDEGI ► Jón Ásbjörnsson er fæddur í Reykjavík árið 1938. Hann ólst upp hjá afa sínum í Múlasveit til níu ára aldurs en var eftir það hjá foreldrum sínum í Reykja- vík. Hann stundaði nám í Verslunarskólanum og vann síðan um tíma á Veðurstofu íslands. í tengslum við það starf kynntist hann Höllu Daníelsdóttur, sem hann kvæntist 19 ára gamall. Þau eiga tvö börn, Ás- björn, sem er framkvæmdastjóri í fyrirtæki föður síns og dótturina Ásdísi, sem er flugfreyja. Tengdasonur Jóns, Árni Rudolf Rudolfsson, starfar einnig við rekst- ur fyrirtækis hans. Rösklega tvítugur fór Jón í lþrótta- kennaraskólann á Laugarvatni og lauk þaðan prófi. Jón starfaði sem íþróttakennari í sextán vetur og sótti jafnframt sjó á sumrin. Jón var líka ákafur brids- spilari, var m.a. forseti Bridgesambandsins um tíma. hér á landi er að drepa niður alia fiskvinnslu í landi. Þróunin annars staðar hefur orðið sú að útgerðin hefur orðið viðskila við framleiðs!- una, en hér á landi hafa stjórn- völd gengið ötullega fram í því að viðhalda þeirri samtengingu sem lengst af hefur verið hér á milli útgerðar og vinnslu fisks. Þetta veldur því, að fyrirtæki sem ekki eiga útgerð og kvóta eiga í miklum erfiðleikum með að fá fisk til að vinna úr. Frumforsenda þessarar þróunar er núverandi kvótastefna. Hún hefur gert sterkum aðilum kleift að kaupa til sín æ meiri fiskkvóta frá hinum ýmsu stöðum af landinu. Fiskinn láta þeir svo frystitogara veiða og láta vinna aflann um borð. Þetta veldur því að æ minni fiskur kemur á fisk- markaðina sem svo aftur veldur atvinnuleysi í fískvinnslu víða um land. Þessi þróun skapar beinlínis atvinnuleysi. Þessi stefna er þjóðhagslega óhagkvæm en skapar mikinn gróða hjá þeim fáu sem „eiga“ umtalsverðan fiskkvóta. Þorpin sem missa leýfi til veiða missa þar með lífsbjörg sína. Mér finnst stappa glæpi næst að stuðla þann- ig að stórgróða fárra á kostnað lífsbjargar margra. En slíkt er ástandið í hnotskurn núna. Við búum við kerfi sem gefur hinum sterku góð tækifæri til að kaupa upp þá veiku. Þetta endar með ósköpum ef stefnunni í fiskveiði- málum verður ekki breytt fljót- lega. Hefðu tillögur Tvíhöfðanefndar- innar svokölluðu náð tafarlaust fram að ganga hefði hún sett alla landsbyggðina nánast í rúst. Nefndin vildi afnema línutvöföld- un, þá fá línubátar að veiða tvö kíló fyrir eitt af kvóta á alversta sjósóknartíma en besta markaðs- tíma nóv.-febrúar. Lína er mjög dýrt veiðarfæri en hún skilar al- bestum fiski. Vestfirsku sjávar- þorpin byggja t.d. á þessum veið- um. Línufiskurinn og smábáta- fiskurinn hafa haldið þessu fyrir- tæki mínu uppi og mörgum öðrum, án þeirra veiða fengjum við engan fisk. Smábátarnir hafa svokallað krókaleyfi sem Tvíhöfðanefndin vildi afnema líka. Það var komin pólitísk samstaða um að afnema þetta hvort tveggja og létu þeir sem það vildu sér í léttu rúmi liggja þótt almenningur væri því alger- lega andsnúinn. Vegna þessa máls eru komin upp ákveðin illindi milli LÍÚ-forystunnar og Landssam- bands smábátaeigenda. Einnig milli LÍÚ og sveitarstjórnarmanna í litlu sjávarþorpunum um allt land. Þegar þetta mál var tekið fyrir á Alþingi risu þar menn upp til andstöðu svo það er hreint ekki víst að það takist að afnema línu- tvöföldunina eða krókaleyfin. Samhliða þessu hefur komið upp mikil andstaða meðal sjómanna við ríkjandi kvótakerfi, þessi mál eru því öll í deiglunni núna. Ótrúlega undarlegt íslenskir stjómmálamenn bjuggu til kvótann fyrir orð út- gerðarauðvaldsins og á vissan hátt með blessun fiskifræðinga. Þannig voru sköpuð mikil verðmæti fyrir útgerðarmenn, sem þeir versla svo blygðunarlaust með, þótt fiskimið- in séu samkvæmt stjórnarskránni sameign allrar þjóðarinnar. Svona fyrirkomulag viðgengst hvergi nema á íslandi. Þetta er ótrúlega undarlegt allt saman. Ef ég t.d. fer í viðskipti við útgerðarmann til þess að fá fisk til vinnslu í mínu fyrirtæki byijar hann á að selja mér kvóta, síðan færi ég kvótann yfir á bátinn hans, sem þýðir að ef fiskurinn kostar segjum 100 krónur þá borga ég 50 krónur til útgerðarmannsins og 50 krónur til sjómannanna til skipta. Þannig eru þær leikreglur sem íslenskir stjórnmálamenn hafa búið til og útgerðarmennirnir vinna eftir. Vísindamenn vilja umfram allt friða fiskimiðin svo ekki gangi um of á fiskistofnana. Þeir láta sér hins vegar minna skipta hvernig kerfi það er sem þessu markmiði er náð með. Þegar kvótakerfið er gagnrýnt segja menn gjarnan: Víst er þetta gallað kerfi, en það er það skársta sem völ er á. Ég tel hins vegar að það sé hægt að friða fiskimiðin á annari hátt, til dæmis með banni veiða á uppeld- is- og hrygningarstöðvum mikil- vægra fisktegunda eins og aðrar þjóðir hafa gert, og taka fiskinn með vistvænum veiðarfærum, helst með krókum en sem minnst með botntrollum." Helptu markaðir þeir sem Jón hefur selt fisk sinn til eru í Ka- talóníu á Norður-Spáni. „Við gerð- umst umboðssalar fyrir gámafisk fyrir allmörgum árum og kom- umst þannig inn á þennan mark- að,“ segir Jón. „Forsaga þess j

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.