Morgunblaðið - 27.03.1994, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 27.03.1994, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MARZ 1994 21 Jón Ásbjörnsson fiskverkandi og heildsali segir að núverandi fisk- veiðistefna skapi beinlínis at- vinnuleysi og telur því brýnt að breyta um stefnu sem fyrst máls er að þegar Sölusamtök ís- lenskra fiskframleiðenda ætluðu að skipta við fleiri innflytjendur á Spáni en áður hafði verið gert, varð sá umboðsaðili, sem þeir höfðu skipt við, ævareiður. Hann hét Fransico Sainz og var marg- faldur milljónamæringur. Hann sendi hingað skeyti og vildi fá keyptan ferskan físk. Eg svaraði þessu skeyti og við sendum honum í framhaldi af því ferskan físk í flugi til Amsterdam vorið 1988. Um haustið sendum við honum físk í kæligámum til Spánar og hann saltaði fískinn þar. Þá hafði SÍF einkaleyfí á sölu saltfísks, en öllum var leyfílegt að senda út ferskan físk. Danir fóru einnig að kaupa fisk ísaðan í körum og salta úti. Þannig var farið framhjá kerf- inu hjá SIF. Það mæltist svo illa fyrir að Halldór Ásgrímsson þá- verandi sjávarútvegsráðherra lét tilleiðast að stöðva þennan útflutn- ing fyrir orð forystumanna SÍF. Þá leyfði Jón Baldvin okkur að senda út hálfsaltaðan físk á með- an. Við settum saltpækil í körin hjá fískinum, þannig flokkaðist hann hvorki sem ferskfískur né heldur sem saltfiskur. Nokkru seinna hætti þessi umboðsaðili öll- um saltfískkaupum, hvernig sem þeim var fyrir komið. Dreifingar- aðila hans í Barcelona, sem ég hafði kynnst, vantaði hins vegar saltfísk til að selja. Við bárum saman bækur okkar og niðurstað- an varð að fá danskan aðila til þess að salta fískinn fyrir okkur og ganga frá honum í Hanstholm haustið 1989. Nokkru síðar keypti ég fyrirtæki í Hull í Englandi og þar tókum við að salta ferskan físk héðan og ganga frá honum til flutnings til Spánar. Okkur vantar meiri fisk Þar kom að Jón Baldvin Hanni- balsson gaf mér leyfí til þess að selja saltfískflök út og seinni hluta árs 1992 gaf hann mér tilrauna- leyfí til útflutnings á öllum salt- físki og þá lokaði ég fyrirtækinu í Hull, enda var þá komin fram áskorun frá forystumönnum Dagsbrúnar um að gera það, svo ég væri ekki að flytja atvinnutæki- færi til útlanda. Þá keypti ég salt- fískverkun í Ólafsvík og gat farið að verka saltfískinn hér í stað þess að senda hann hálfunninn úr landi. Þetta var bylting í kjölfar mikillar baráttu sem ég tók þátt í af lífi og sál. Fyrsta janúar 1993 var svo útflutningur á sáltfiski gefínn frjáls í kjölfar EES-samn- inganna og einokun SÍF þannig aflétt.“ Fyrir ári keypti Jón Ásbjörnsson hús Rikisskipa á Geirsgötu 11 og flutti rekstur og fískvinnslu þang- að úr Grófínni 1, þar sem fyrir- tæki hans hafði áður verið til húsa. Hin nýju húsakynni eru rúm og aðstaða þar öll til fyrirmyndar. Þegar Jón gekk með blaðamanni um hús fyrirtækisins var ekki unnið í fískvinnslusalnum á fullum afköstum. „Okkur vantar meiri fisk, helst svona stóran," segir Jón og bendir á heljarstóra golþorska sem horfa freðnum augum á hand- flakarana sem senn munu sníða hvítt fiskholdið frá hrygglengjum þeirra. Fiskhausarnir eru sendir í bræðslu eða herðingu eftir að skorinn hefur verið af þeim allur nýtanlegur fískur, sem er kinnfísk- ur, gella, fés og klumbra. Eftir söltun er gengið frá fískinum í hvíta kassa sem merktir eru fram- leiðslunafni fyrirtækisins Sagu. „Svona er þetta, hér vantar físk- inn, hann er veiddur á frystitogur- um útgerðarauðvaldsins og gert að honum þar. Við höfum orðið að segja upp fólki þótt nógir mark- aðir séu fyrir góðan fisk,“ segir Jón og bendir á auð framleiðslu- borðin. „Fyrir hvert starf á frysti- togurunum kæmu tíu störf í landi. Frystitogararnir leggja því má segja dauða hönd yfír atvinnulíf í landi. Afli frystitogara hefur auk- ist um 30 prósent á sama tíma og heildarafli við íslandsstrendur hefur verið minnkaður um 20 pró- sent síðan í fyrra. Auk þess að þetta hefur leiþt til atvinnuleysis í landi hefur orðið offramboð og vérðlækkun á sjófrystum fískflök- um, ég á hins vegar auðvelt með að selja saltfískinn af því að það er svo lítið framboð af þannig verkuðum físki. Á sextíu ára ein- okunartíma SÍF hefur þurrkun á físki nánast verið hætt. Við seljum núna stærstan hluta af okkar salt- físki til þurrkunar erlendis. Við erum reyndar nokkrir aðilar með í undirbúningi fyrirtæki sem mun þurrka físk, en undirbúningurinn er skammt á veg kominn enn. Ég er ekki að mæla á móti því að frystitogarar sé gerðir út, þeir eru komnir til að vera, en þeir eiga að stunda djúpmið, grunnmið landsins á að nýta fyrir dagróðra- báta. Útgerð frystitogaranna má ekki verða á kostnað þess að keypt sé upp lífsbjörg hins vinnandi manns í landi. Nú stefnir allt í hreinan bardaga milli þeirra sem reka og starfa við fiskvinnslu og þeirra sem eiga kvóta. Hinir fyrr- nefndu eru valdalitlir því þeir síð- arnefndu hafa í skjóli auðs og valda töglin og hagldirnar hjá yfir- völdum. Ég fyrir mitt leyti er ekki að óska eftir neinum forréttindum. Ef þessu verður ekki breytt eigum við varla annarra kosta völ en að gerast útgerðarmenn. Miklu held- ur vildi ég þó geta keypt físk á fískmörkuðum. Fiystitogararnir kasta miklum verðmætum í sjóinn þegar þeir gera að afla sínum. Slík verðmæti mætti nýta þjóðinni til hagsbóta með öðru fiskveiðafyrirkomulagi. Fiskur sem sle^pur í gegnum möskva á trolli, sem er veiðarfæri togara, missir oft allt sitt hreistur og deyr. Þannig fer fyrir ótrúlega miklu magni af físki við núverandi fyrirkomulag á veiðum. Afli þeirra sem stunda línuveiðar eða hafa krókaleyfí er hins vegar fyrsta flokks fiskur sem nýtist allur í vinnslu og fískvinnsla í landi skap- ar þeim atvinnu sem nú ganga um atvinnulausir. Hér er því um hags- muni margra að tefla.“ ÍSLAN DSBAN Kl Nú geta œttingjar og abrir velunnarar gefiö fallegt gjafabréf frá íslandsbanka en þaö er gjöf sem gefur arö. Gjafabréfiö er tilvalin gjöf sem leggur grunn aö framtíöar- sparnaöi fermingarbarnsins, afmœlisbarnsins, stúdentsins, brúöhjónanna og allra hinna. Upphœðinni rœður gefandinn og fœst gjafabréfiö í nœsta útibúi íslands- banka. Haföu gjafabréf frá íslandsbanka í huga nœst þegar þú vilt gefa tœkifœrisgjöf sem gefur ávöxt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.