Morgunblaðið - 27.03.1994, Síða 22

Morgunblaðið - 27.03.1994, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MARZ 1994 f Kapphlaupið eftir Hildi Friðriksdóttur EKKI er óalgengt hér á landi að konur og það jafnvel ungar þurfi að léttast um 25-36 kíló. Fléstar eiga það sameiginlegt að hafa verið feitar sem unglingar og því er margt í hinu daglega lífi sem þær hafa aldrei prófað. Þegar takmarkinu er náð líður þeim eins og þær séu að sleppa úr fangelsi og tilfinningin er því sterkari sem þær hafa losnað við fleiri kíló. Fæstar þeirra hafa haft kjark til að fara á kaffi- hús, í verslanir, á böll, í veislur, hvað þá á skauta eða skíði og því bíða þeirra ýmiss konar spennandi tækifæri. Ein þeirra sem hefur stutt dyggilega hóp of þungra kvenna og hvatt þær áfram í átt að frelsi undanfarna áratugi er Bára Magnúsdóttir jassballettkennari. Sjálf segist hún aldrei hafa ætlað að fara út á þessa braut heldur hafi jassballettinn átt hug hennar allan. Hins vegar hafi þörfin verið fyrir hendi og því hafi hún einnig snúið sér að leikfimikennslu. Morgunblaðið/Kristinn Bóra Magnúsdóttir hefur kennt jassballett og leikfimi í 27 ór. Hún segir þaó bull aó of þungt fólk sé kótt aó eólisfari, þvi liói illa vegna þess aó aukakilóin séu ekki heilsusamleg. ^Jvo einkennilega vill til að enda þótt upphafleg ætlun Báru hafi ekki verið að sinna leikfimi hafa margir haft orð á, að sama hversu margar líkamsræktarstöðvar hafi verið opnaðar alltaf sé Bára á sínum stað. Hún hefur haldið sínu striki og fengið mikla aðsókn, þrátt fyrir að aðrir hafi lagt áherslu á tísku- strauma eins og tækjaleikfimi, þol- fími, fítubrennslu og hvaða nöfnum sem þeir nefnast. „Eg þekkti ekki aðra línu en þessa og sé hún sígild er ég ánægð með það. Ég held að ef fólk leggur sig fram við eitthvað sem það kann standist það tímans tönn. Kennslan hjá okkur byggist fyrst og fremst á þjálfun dansara og þaðan' kemur allur okkar fróðleikur. Þegar nýjar tískubólur lfta dags- ins ljós er oft freistandi að fara út í það sem talið er hafa meira auglýs- ingagildi, en þá kemur að því að vera sannur sjálfum sér. Ég hef oft sagt gegnum tíðina, að líkaminn hafí ekki breyst, ekki heldur aðferð- in til að þjálfa hann, hins vegar breytist tískan sífellt. Sumt af því sem kemur nýtt fram stríðir gegn því sem við höfum lært. Færum við að kenna það sem við hefðum ekki trú á værum við komnar út á hálan ís. * Vissulega hafa þjálfun og aðferð- ir breyst, en það eru ákveðnar grunnreglur sem ekki má víkja frá. Oþjálfuð manneskja er eins nú og fyrir 30 árum. Það verður alltaf að byija hægt og byggja upp, alveg sama hvaða tíska er ríkjandi." Barðist sjálf við aukakíló Bára segist ekki hafa farið var- hluta af aukakílóunum sjálf eins og eftir að hún átti yngsta barnið sitt, en þá þurfti hún að glíma við tutt- ugu kíló. „Strax eftir fæðingu bað ég um vigt og sá þessa tölu sem ég hafði aldrei séð. Mér fannst ég óskaplega heft með öll þessi auka- kíló og allt var ljótt sem ég fór í. Þetta var mjög sérkennileg reynsla en rannsóknarmanninum í mér fannst hún svolítið spennandi." — Setti þessi reynsla ekki mark á viðhorf þitt og hvernig þú ráðlagð- ir konunum þegar þú komst aftur til vinnu? „Jú, það getur vel verið að það hafi skapað betri skilning og sam- kennd,“ svarar hún eftir stutta um- hugsun. „Ég veit það ekki. Ég held í raun að þegar fólk starfar svona lengi við eitthvað sem snýr að mann- legu hliðinni kemst viðkomandi ekki hjá því að upplifa það sem hinir ganga í gegnum. Þegar kona gefst upp og hættir að mæta í tima á ég erfitt með mig. Ég er sífellt að velta fyrir mér hvort hún komi aftur. Ég veit að hún er einhvers staðar þarna úti og eyðir dýrmætum tíma í að vera óánægð og óhamingjusöm, því hún er það. Það er algjört bull að of þungt fólk sé svo kátt. Því líður illa vegna þess að aukakílóin eru ekki heilsusamleg. Það eru margir fylgikvillar offitu, of hár blóðþrýstingur, bjúgur, verkir í fótum, vöðvabólga um allan skrokk og vanlíðan. Með hveiju kílói sem færist niður plokkast fylgikvillarnir af eins og verið sé að tína rúsínur úr jólaköku. Þegar komið er niður í ákveðna þyngd eru kvillarnir horfn- ir.“ Bára segir að minnimáttarkennd og offita fylgist oft að. Hún hafí ung séð hvernig konur urðu vanmáttugar og treystu sér ekki til að taka að sér verkefni. „Það þótti hins vegar hálfgert feimnismál þegar þær fóru að losa sig við aukakílóin og voru ásakaðar um að vilja verða kyntákn. Það fannst mér leiðinleg athuga- semd, því ég sá hvernig konurnar efldust þegar þær fóru að þjálfa og fundu líkamlegan styrk sinn. Styrk- ur líkamans skiptir óskaplega miklu máli, enda segja sálfræðingar að börn sem þjálfa reglulega séu skýr- ari í kollinum og það hjálpi þeim í gegnum allt nám.“ Stuðningshópar fyrir þær þungu — Varst þú fyrst til að auglýsa sérstök megrunarnámskeið? „Konur hafa sagt mér að þegar við auglýstum í upphafi hafi slík námskeið ekki staðið til boða fyrr. Ég hugsaði eiginlega ekki um það, heldur vakti fyrir mér að mynda stuðningshóp, þannig að þær sem kæmu gagngert til að losa sig við k?íó væru saman í hóp. Reynslan hefur sýnt okkur að þetta er nærri því eina formið sem virkar. Það verð- ur að mynda sérstaka samstöðu og aga.“ Ég hef fylgst í laumi með þegar Bára fær sér sykurmola út í kaffið og get nú ekki orðið bundist. „Þú færð þér sykur út í kaffíð?“ „Já, þegar ég borða brauð,“ segir Rætt vió Bóru Magnúsdóttur jassballettkenn- ara um aukakíló, minnimóttar- kennd og bar- óttuþrek. „Vió getum aldrei f itn- aó af því sem föó- urbróóir okkar boróar," segir hún meóal annars i viótalinu. hún blákalt og ég hugsa með mér hvernig hún fari að því að halda líkama sínum svo grönnum og stælt- um. Spyr svo hvort ekki sé mikil pressa á henni að vera alltaf í formi og hugsa um mataræðið. „Ég starfa við að hreyfa mig mikið og þess vegna kemst ég upp með meira. Oft tek ég mig taki, því ég get borðað óreglulega og misboð- ið líkamanum. Já, í raun unnið á móti því sem ég er að kenna." „Það er nú mannlegt," skýt ég inn í dauðfegin að heyra að jafnvel eigandi líkamsræktarstöðvar sé haldin slíkum breyskleika. „Já, þetta er eins og kona smiðs- ins, sem býr við allt í ólagi. Líkami minn vildi kannski stundum óska þess að hann ætti annan stjórn- anda,“ segir hún. Mataræði er mál málanna Bára kveðst þó alltaf elda þann mat sem hún prédikar yfir konunum og telur að þörf sé á breyttum matarvenjum almennings. „Þær hafa reyndar breyst á undanförnum árum. Eg sé það meðal annars hjá 16 ára syni mínum að hann athugar gaumgæfilega hvað hann lætur ofan í sig og fylgist vel með kólestróli og slíku. Eg vona að þetta sé vís- bending um að annað ungt fólk hafi mataræði í huga dags daglega.11 Hún leggur áherslu á að ungvið- inu sé til dæmis strax kennt að grænmeti sé matur. Hún segir að eðlilegur hlutur í mataræði sé að nota ekki ijóma í sósur nema í und- antekningartilvikum, nota olíur í stað harðrar feiti og kjöt eigi ekki i t i b I í I L i I I i í i > p > [ > > \ > ) í > I \ > i \ i i I V

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.