Morgunblaðið - 27.03.1994, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 27.03.1994, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MARZ 1994 23 að borða nema tvisvar í viku, svo dæmi séu tekin. — Hvað finnst þér um kven- ímyndina sem er áberandi núna? Þessar grönnu fyrirsætur sem sjást alls staðar? „Fyrirsætur hafa alltaf verið grannar. Þær eru meira að segja að taka á sig aðeins hold núna mið- að við til dæmis Twiggy-tímabiiið. Ég vil ekki nota þær sem viðmiðun og yfírhöfuð vil ég alls ekki að talað sé illa um að vera grannur. Fyrir mér er samasemmerki að vera grannur og heilbrigður. Allir þola að vera um það bil 10 kflóum þyngri en æskileg kjörþyngd er. Það sést varla, nema þegar farið er í bikini. Það má kannski segja að þar liggi mörkin hvað við viljum vera stífar á kröfunum. Mér finnst skiljanlegt að 18 ára stúlka viljí taka af sér nokkur kfló sé hún að fara í fegurðarsam- keppni, þannig að fitumagnið sé eins lítið og hægt er. En það er ekki æskilegt að fara langt undir kjörþynd sína.“ að gera,“ heldur Bára áfram. „Það er mikill misskilningur, en mistökin sem flestir gera er að fara ekki alla leið heldur stoppa þegar einhver árangur hefur náðst. Segjum að ég þurfi að léttast um 36 kg. Þegar 18 kg eru farin er ég þokkalega ánægð og hætti megrun- inni. Enn er ég langt yfir mörkum og þau kfló sem eru farin gera ekki annað en láta mér Iíða ofurlítið bet- ur í örstuttan tíma, því þyngdin helst ekki og allt fer í sama horf. í raun þarf að telja í aukakílóum hversu margar vikur eru eftir. Það er engin stoppistöð á leiðinni," seg- ir hún ákveðinni röddu og í kjölfar- ið fylgir skemmtilegt og auðskiljan- legt dæmi, en fyrir það er hún ein- mitt þekkt innan sinna raða. „Þetta er ekkert óréttlátara held- ur en ef allar tennurnar skemmast og gert er við allar nema tvær vegna þess að viðkomandi var búinn að fá nóg. Eftir ár kemur hann til tann- læknis og segir: „Oskaplega er þetta óréttíátt. Ég lét gera við 22 tennur og samt er ég kominn hér aftur Bára segir ad fálk geti ekki skýlt sér á bak við aá fitan sé i ættinni. Það erw allir aé upplagi eins, segir hún og þvi sé eina ráéiá aá hreyfa sig meira og borða minna. Grobbar ekki yfír velgengni annarra Bára byijaði fyrir þremur árum með námskeið sem hún kallar Frá toppi til táar eða TT. Hefur árang- ur kvenna sem þangað hafa sótt þótt mjög góður. Bára er ekki tilbú- in að ræða einstök tilfelli, því henni fínnst það vera mál hverrar konu fyrir sig. „Væri það ég sem hefði lést um 40 kfló vildi ég geta komið einhvers staðar án þess að aðrir væru að grobba yfir árangri mínum. Mér er ekki vel við slíkar auglýsing- ar. Sé árangur góður kemst hann til skila án slíkra herferða," segir hún og undirstrikar þannig það. trúnaðartraust sem ríkir milli henn- ar og kvennanna. Hún segir að oft fínnist konum sem þurfi að losa sig við tugi kílóa ógnvekjandi að hugsa til þess að missa einungis eitt á viku. Þá seg- ist hún gjaman nota þau rök að fáir geti ekki leyst vanda sinn á einu ári. „Fólki líður vel að taka til hjá sér, setja sér nýjar, endurskoðaðar reglur og byggja sig upp aftur. Þegar yfírþyngd er komin yfir visst hámark vinnur líkaminn ekki rétt. Allir eiga sína hæstu tölu sem lík- aminn getur borið. Þegar komið er upp yfir þá þyngd fer viðkomandi að þyngjast mjög hratt og allt fer úr böndunum, alveg sama hvort um er að ræða mig eða þig.“ Ekki hætta eftir 18 kíló „Sumir halda að aukakílóin séu hefndargjöf og við þeim sé ekkert ysA með fullt af skemmdum tönnum. Hver er skýringin?" Hún er ekki sú að gert var við svo margar tennur, heldur sú að tvær voru skildar eftir og þær skemma út frá sér. Á sama hátt notar fólk þetta með kílóin og segist hafa náð af sér 18 kg, en þau komi alltaf aftur. Þá koma afsakanir eins og að þetta sé ekkí því að kenna heldur sé fitan ættgeng. Þetta er ekki rétt. Það eru allir að upplagi eins,“ segir hún fast- mælt og leggur áherslu á allir. „Það er bara til ein uppskrift af manninum og hún kemur beint frá guði. Beina- grind getur verið há, lág, breið eða smá. Vöðvarnir geta verið smáir og grannir, eða stórir og breiðir, en alltaf í hlutfalli hvað við annað. Það eru ekki til sérstakar ættir sem eru öðruvísi en annað fólk.“ — Þannig að það þýðir ekkert að segja, afi og pabbi eru svona og þess vegna er ég það líka? „Nei, en það getur verið margt annað sem erfist. Barnið getur ver- ið sælkeri eins og pabbinn eða ró- legt og nennt ekki að hreyfa sig, en við getum aldrei fítnað af því sem föðurbróðir okkar borðar. Ef við ætlum að ná árangri verðum við að einskorða okkur við þær staðreynd- ir sem við ráðum við. Það er búið að sanna kenninguna, að þetta er í höndum hvers og eins,“ segir Bára um leið og hún stendur upp, enda að verða of sein í kennslu. Mér verð- ur litið á diskinn hennar, þar sem hún hefur skilið eftir hálft rún- stykki og á minn sem er tómur. Kannski liggur munurinn einmitt þama? í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI Pullhomlega frjáls! M eð Freeway 450 frá simqnsen V.ó\asVót vasa\ats\m 09 bWasrn \s\enska \a'ís\maVart\ti StoVut, \é\Vut og m\ög meWætWegut UatQttþæq;Weo[« etqttWéto UotsV.Vtöt\t\ut\ og WapöttsV, qæba WattWetbsla VWjt\t\\ti þét V.osWt\a Í1 htei QQQ 33® ® OS3S) æaa 9I)S Síöumúla 37- 108 Reykjavík S. 91-687570 - Fax.91-687447 MNN FYRIR AÐEINS 59507 kr. I Nú gefst þér kostur á að eignast Motorola Associate 2000 farsíma á góðu verði, aðeins kr. 59.507* staðgreitt m.vsk. Hann fæst einnig á frábærum greiðslukjörum, afborgunarverðið er kr. 63.611 m.vsk. Nú er tækifærið að slást í hóp þeirra þúsunda íslendinga sem nota Motorola farsímann daglega í leik og starfi. Gríptu tækifærið! Tilboðið stendur aðeins til 8. apríl nk. PÓSTUR OG SÍMI Söludeild Ármúla 27, slmi 91-63 66 80 Söludeild Kringlunni, sími 91-63 66 90 Söludeild í Kirkjustræti, sími 91-63 66 70 og á póst- og símstöövum um land allt. - traustur tengiliöur. —rr-rtri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.