Morgunblaðið - 27.03.1994, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 27.03.1994, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MARZ 1994 KVIKMYNDIR/LAUGARÁSBÍÓ hefur tekið til sýninga myndina Tombstone sem Qallar um frægasta skotbardaga Yillta vestursins, aðdraganda hans og eftirmál. Hetjurnar eru hinir sögufrægu Wyatt Earp og Doc Holliday, leiknir af Kurt Russel og Val Kilmer. Þeir góðu WYATT Earp, bræður hans og Doc Holliday á leið að O.K. Corrall, til sögufrægs uppgjörs við hina illræmdu kúreka.. Vígaferli og viðskipti í Villta vestrinu „LEIKURINN gerist í litlum bæ þar sem lögum og reglu er kastað á glæ,“ sagði skáldið og gæti hafa verið með kvikmyndina Tombstone í huga. Hún gerist í samnefndum og sögufrægum bæ í eyðimörkinni vest- ur i Arizona. Árið er 1880 og Villta vestrið stendur undir nafni. Á skömmum tíma hefur Tombstone breyst úr tjaldbúðum í 10 þúsund manna bæ því silfurnámur er að finna í grenndinni. Þarna er misjafn sauður í mörgu fé. Flestir skotglöðustu, skotvissustu og við- skotaverstu ribbaldar og útlagar á þessum landnema- slóðum hafa tekið saman höndum og kalla söfnuð sinn Kúrekana. Tilgangur félagsskaparins er að sitja yfir hlut manna, stunda ójöfnuð og vega mann og annan. Lögreglusljórinn er flúinn úr bænum og búið að hengja stjörnu hans á gamlan kall sem hefur lítinn strák sér til aðstoðar og ræður hvorki við eitt né neitt. En þeg- ar neyðin er stærst er hjálpin næst. Ríður í bæinn Wyatt Earp (Kurt Russel), víðfrægur löggæslumaður frá Dodge City í Kansas. Sá hefur lagt sitt af mörkum í erfiðri og mannskæðri bar- áttu fyrir lögum og reglu en gengur nú með þá snjöllu hugmynd að setjast í helgan stein í Tombstone, Arizona, leggja frá sér byssuhólkinn og ieggja fyrir sig viðskipti. Með Wyatt í för eru bræður hans tveir, Virgil (Sam Elli- ott) og Morgan (Bill Paxton) og konur þeirra. Einnig vild- arvinur og fóstbróðir Wy- atts, hinn harðskeytti og vígfimi Doc Holliday (Val Kilmer). Doc er tannlæknir, kominn af hefðarfólki úr Suðurríkjunum, en kann vel að nota blýfyllingar frá Colt til kvalafyllri hluta en tann- viðgerða. Margt fer á annan veg en ætlað er og ekki virðist það eiga fyrir Wyatt Earp að liggja að hasla sér völl í viðskiptalífinu. Hann reynir að leiða óöldina hjá sér og gera hosur sínar grænar fyrir Josephine — hún syng- ur og dansar á kránni — en örlögin spinna sinn vef. Einn góðan veðurdag ganga Virgil og Morgan til liðs við lögreglustjórann (Harry Carey jr.) og strákinn (Ja- son Priestley) og sverja þess eið að knésetja Kúrekana. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi og þar kem- ur að Wyatt Earp stenst ekki frýjunarorð bræðra sinna. Doc Holliday hefur haldið til við spilaborðið en jafnskjótt og Wyatt spennir á sig byssubeltið stendur hann upp og gerir slíkt hið sama. Nauðugur viljugur er Wyatt Earp orðinn lögga á ný og nú dregur til tíðinda. I hópi hinna vondu eru þeir verstir Curly Bill Broc- ius (Powers Booth), Johnny Ringo (Michael Biehn) og Clanton-bræður. Eftir skærur og taugastríð lýstur fylkingum saman, 26. októ- ber 1881. Vettvangur upp- gjörsins er við rétt í útjaðri bæjarins. Þar heitir O.K. Corrall. Þrátt fyrir sigur í fræg- asta skotbardaga í sögu Villta vestursins er fullnað- arsigur ekki unninn. Nokkrir Kúrekanna leika lausum hala og hafa í hótunum við bræðurna Earp og íjölskyld- ur þeirra. Þegar Morgan bróðir fellur fyrir föntunum safnar Wyatt harðskeyttu liði og strengir þess heit að hreinsa þessa óværu úr bæn- um í eitt skipti fyrir öll, hvattur tii dáða af landeig- andanum Henry Hooker (Charlton Heston!). Nú berst leikurinn upp til fjalla og þar falla margir úr hvoru liði. Johnny Ringo stendur uppi sem foringi Kúrekanna og skorar á Wy- att í einvígi. Wyatt Earp veit að strákurinn er sneggri en sjálfur er hann reyndari, klókari og ósigraður enn. Auk þess er hann með Doc Holliday í sínu liði. Svona. var sagan í raun og veru, ef marka frásögn Wyatt Earp. Hann bar ekki beinin í Tombstone heldur varð að flýja þaðan ásamt Josephine sinni til að komast undan ákæru fyrir morðið á Johnny Ringo. Síðar fluttist Wyatt Earp til Hollywood og meðal vina hans þar voru fyrstu vestra- hetjur hvíta tjaldsins, leik- arnir Tom Mix og William Hart. Wyatt Earp var tækni- legur ráðgjafi við gerð fyrstu vestranna sem gerðir voru í Hollywood. Hann lést í hárri elli árið 1929. Leiða má getum að því að dvölin í kvikmyndabæn- um hafi ráðið miklu um það að meiri ljómi er yfir minn- ingu Wyatt Earps en ann- arra vígamanna Villta vest- ursins. Til dagsins í dag munu 22 kvikmyndir hafa verið gerðar um Wyatt Earp og skotbardagann við O.K. Corrall og í öðrum er fjallað um daga hans í Dodge City. Auk Tombstone er um þess- ar mundir verið að frumsýna mynd eftir Kevin Costner um ævi kappans. Aðstandendur Tombstone segja myndina hafa sér- stöðu. Annars vegar vegna þess að nú sé í fyrsta skipti rakið það sem gerðist eftir bardagann við O.K. Corrall. Hins vegar vegna þess að ekki sé sami helgiljóminn yfir hetjunni í þessari mynd og hinum fyrri. Tombstone sé í raunsæisanda Dances with Wolves og Unforgiven, myndanna sem gáfu Villta vestrinu nýtt líf á hvíta tjaldinu. Þá styðst sagan við frásagnir Wyatt Earp II, aldraðs bróðursonar hetj- unnar, sem sagði sögurna eins og frændi hafði sagt frá, og fer að auki með smáhlutverk í myndinni. Helstu hvatamenn að gerð myndarinnar voru Kurt Russel og handritshöfund- urinn Kevin Jarre, sem var leikstjóri þegar tökur hófust en fljótlega tók George Cos- matos við leikstjórninni. Til að myndin næði að blanda andrúmi og umgjörð gömlu vestranna frá sjötta áratugnum við nýja raun- sæið var lögð áhersla á að tökur færu fram á söguslóð- unum. Því var myndin tekin í Tombstone. í Tombstone, Arizona, hefur tíminn staðið í stað síðan Wyatt Earp reið í vest- urátt. Þótt silfumámurnar séu löngu tæmdar búa þar enn nokkur hundruð manns. Hins vegar fór það aldrei svo að Wyatt Earp næði ekki að setja svip sinn á viðskiptalíf bæjarins. Til Tombstone koma árlega tugþúsundir ferðamanna að feta í fótspor hetjunnar og skoða O.K. Corrall. Sumir taka með sér byssur og skjóta upp í loft, fullir lotn- ingar. Á hveijum sunnu- degi, klukkan þijú, ganga fjórir svartklæddir heima- menn eftir aðalgötunni, nema staðar hjá réttinni við hæjarmörkin, draga upp byssur sínar og skjótast á við bófana, vinnufélaga sína að viðstöddum fjölda áhorf- enda. Sviðssetningin er samkvæmt frásögn sjónar- votta. Skothvellirnir glymja um bæinn. Það flýgur ekk- ert blý úr byssunum en vas- ar áhorfendanna eru fullir af silfri. PG Frá blautu barns- beini KURT Russel erfædd- ur í Springfield í Massachusetts árið 1951 og lékísinni fyrstu kvikmynd 12 ára gamall þegar hann fékk það hlutverk að sparka í sköflunginn á Elvis Presley í mynd- inni What happened at the World’s Fair. Áður hafði hann leikið í sjón- varpi um tíma og hélt áfram að leika óslitið fram á fullorðinsár, framan af ferlinum einkum í kvikmyndum frá Disney. Árið 1979 komst Kurt Russel svo á ný í tæri við Presley en með öðrum hætti. Þá lék hann Elvis í sjónvarpskvikmynd sem John Carpenter gerði um ævi Elvis. Þeim féll samstarfið vel og Russel fékk skömmu síðar aðal- hlutverk í mynd Car- penters, Escape From New York. Aðrar helstu, myndir Kurt Russels á fullorðinsárum eru: Charley and the Angels (1974), Superdad (1978), The One and Only (1979), Used Cars (1980), The Thing (1982), Silkwood (1983), Swing Shift (1984), The Mean Season (1985), The Best of the Times (1986), Big Trouble in Little China (1986), Overboard (1987), Tequ- ila Sunrise (1988), Wint- er People (1989), Tango & Cash (1990) og Backd- raft (1991). Alls hefur Russel leik- ið í um það bil 30 kvik- myndum. Kurt Russel er giftur gamanleikkonunni Goldie Hawn en þau léku m.a. saman í myndinni Overboard. Goðsögnin KURT Russel leikur Wyatt Earp, eina sögu- frægustu helju Villta vestursins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.