Morgunblaðið - 27.03.1994, Side 26

Morgunblaðið - 27.03.1994, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MARZ 1994 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MARZ 1994 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands.. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Vandamál á Vesturlandi Umræður um vandamál sjávar- útvegsfyrirtækja á Vest- ijörðum hafa leitt í ljós, að ekki er ástandið betra á Vesturlandi, raunar verra, hvort sem litið er til hallareksturs eða eiginfjárstöðu fyrirtækjanna. Þetta vekur at- hygli ekki sízt vegna þess, að tals- menn sjávarútvegsfyrirtækja á Vesturlandi hafa lítið látið í sér heyra fram að þessu, þrátt fyrir þetta ástand. í samtali við Morgunblaðið sl. fimmtudag, benti Guðmundur Smári Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sæfangs í Grundar- fírði, á, að verstöðvar á útnesinu væru að verulegu leyti háðar þorskveiðum og sagði: „Það hefur komið mjög bagalega niður, eins og sést bezt á atvinnulífínu í Ólafsvík, en öll stóru fyrirtækin þar eru horfín. Á Hellissandi og Rifí voru geysilega öflug og sterk fyrirtæki fyrir, sem þoldu þetta, en ég veit ekki hvað þau gera það lengi.“ Ólafur Rögnvaldsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands hf., sagði í samtali við Morgunblaðið sl. fímmtudag, að engin byggðarlög á Isiandi væru jafn háð þorskveiðum og Hellis- sandur, Rif og Ólafsvík. „Hvernig eigum við að geta haldið uppi at- vinnu fyrir fólkið? .. . Við erum að kaupa kvóta á okurverði, kaupa dýrt á mörkuðunum, bara til að halda uppi atvinnu fyrir fólkið." í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Ólafur Rögnvaldsson, að hann vildi heldur taka undir með þeim, sem aðhyllist gjaldtöku í sjávarútvegi en að láta núver- andi kerfí viðgangast: „Ekki er heilbrigt að búa við gjöfulustu fískimið á íslandi, Breiðafjörðinn, og þurfa að horfa á eftir 60-70% af afla svæðisins út og suður til aðila, sem braska á svívirðilegan hátt með kvóta ... Sumir kalla þetta hagræðingu en hvers konar hagræðing er það að leggja heilu byggðarlögin fullkomlega í eyði? ... Tonn á móti tonni eru engin kvótaskipti heldur kúgun á físk- verði, það er verið að gera sjó- menn að algjörum leiguliðum og neyða þá til að landa hjá einhveij- um kvótafurstum ...“ Sturla Böðvarsson, alþingis- maður, hefur rétt fyrir sér er hann segir í samtali við Morgunblaðið sl. fimmtudag: „Ég held, að í framhaldi af þessu þá eigi öllum að vera ljóst, að það þurfi að bregðast við gagnvart sjávar- byggðum á Vesturlandi með mjög ámóta, svipuðum hætti og verið er að tala um gagnvart byggðun- um á Vestfjörðum." Á SÍNUM •tíma þýddi ég ljóð eftir þýzka skáld- ið Paul Celan. Hann er innhverft og lokað skáld. Sjálfur lýsti hann því yfír að hann væri ekki innhverft skáld. Þvert á móti væru ljóð hans “skilaboð“ eins- og flöskuskeyti sem menn kasta í hafíð. En kannski hafi einhver skeytanna týnzt. Mér þótti athyglisvert þegar ég las umsögn um þýðingar á ljóðum hans í janúarhefti The New York Review ’93 þarsem sagt var hann hafí átt erfíð og óhamingjusöm ár undir lokin og þjáðst af ofsóknar- æði með köflum. Síðan er því bætt við að ofsóknaræði sé sjaldnast al- veg ástæðulaust og það hafi verið rétt hjá Celan, aðminnstakosti ekki út í hött, að veröldin hafi snúizt gegn honum. Sérstaklega tók hann það nærri sér þegar hann var sakað- ur um ritstuld á verkum Yvan Golls. Ef Celan hefði ekki haft til- hneigingu til ofsóknaræðis og þunglyndis hefði hann hrist af sér þessar fáránlegu ásakanir, en heilsa hans var með þeim hætti að hann varð fómarlamb þeirra. Það getur verið ábyrgðarhluti að stunda gágnrýni og bókmennta- greiningu. Skáld eru viðkvæm og þanþol þeirra er ekki ávallt einsog annarra manna. SJALDNAST FÆ ÉG • samúð með persónum í ís- lenzkum skáldverkum. Ég veit ekki af hveiju en hef velt ástæðunni fyrir mér. Þessar sögur eru oft uppfullar af spýtukörlum; einhveiju fólki sem manni kemur ekkert við; snertir mann ekki; tilbúnu fólki í plastumbúðum; vandamálafólki án lífsháska. Sérstæðu tilbúnu fólki einsog útúr ævintýri hæfír tilbúin veröld skrifuð útúr draumi. Annars verða árekstrar sem eyðileggja skáldverk. Kristnihaldið er rétt og raunsæ umgjörð utanum þá fjallræðuper- sónu sem allt snýst um og hefur búið um sig í tilbúnum heimi þarsem dæmisagan er ígildi veruleikans; hráefni í helgisögu. Ýkjusagan og bessastaðafyndni Heljarslóðarorr- ustu á næstu grösum. Skáldskapur útúr ýkjusögu en ekki veruleika sem kálar öllum ævintýrum. Því er erf- itt að koma þessari veröld til skila í kvikmynd. Og útlendingar eiga bágt með að skilja svona veröld. Komisch, sögðu gömlu Þjóðveijarnir sem minntust á ís- lenzkt fjallræðufólk við mig. Ungt fólk skilur betur vegna núnings og nálgunar í gjörbreyttum heimi. OLL LISTAVERK LIFA í • andrúmi sínu og umhverfi. Þau eru einsog dýr. Það er vandi að flytja þau inní annað umhverfi en það sem þeim er eiginlegt. Þau geta veslazt upp við framandlegar aðstæður, jafnvel þótt reynt sé að líkja eftir náttúrunni til að halda í þeim líftórunni. AÐVENTA ER SKRIFUÐ •inn í „réttan" veruleika og trúverðugan. Þess vegna fær maður samúð með Bensa. Barátta hans verður eftirminnileg dæmisaga um fagnaðarerindið. En það er guð- spjall hversdagsleikans og fer vel á þ\d. Það eru engin sirkustjöld í kringum Bensa. Við kynnumst hon- um í þessu „rétta“ umhverfí sem er honum eðlilegt. Það var áreiðan- lega mikill vandi að flytja Fjalla- Bensa úr Ódáðahrauni inní Að- ventu. Katrín tengdamóðir mín mundi vel eftir Fjalla-Bensa og Ingólfur maður hennar hafði verið með hon- um á fjöllum. Lýsing hennar á Bensa kom heim og saman við Aðventu. Því mætti spyija um mörk skáldskapar og veruleika. í minningargrein sem ég skrifaði um Gunnar Gunnarsson látinn og birtist í Morgunblaðinu 27. nóv. 1975 vitna ég til lýsingar Katrínar og þar segir m.a. um Bensa: „Hann var vinnumaður á Grímsstöðum, stundaði heyskap á sumrin og skepnuhöld á vetuma; stóð yfír fé, var beitarhúsamaður í mörg ár. Hann átti alltaf kindur sjálfur, eins og raunar segir einnig í sögunni, var mikill dýravinur, það fundu skepnurnar fljótt. Hundarnir gátu ekki við hann skilið. Skrámur hét uppáhaldshundurinn hans í lífínu, en Leó í sögunni. Hann fór suður á öræfin þegar líða tók að jólum og vetrarbyljir byrgðu útsýn til fjalla. Hann hafði sérstakt uppáhald á Herðubreiðar- lindum og leit þær eins og hvern annan sælureit, jafnvel þegar þær lágu undir endalausri, hvítri snjó- breiðu og hvönn og grös voru horf- in himni og jörð. Heima á bænum var hann fálát- ur. Einhveiju sinni þegar kvartað var yfir því að byijað hafí verið að banka og beija þegar setjast átti að, sagði hann með jafnaðargeði öræfamannsins, „Ég hef aldrei orð- ið fyrir slíku ónæði“. Dagfarsprúður og fáskiptinn á heimili. Æðrulaus á öræfum. Oftast nær fór hann einn með hund, kannski hest ef færi var. Oftast þreyttur, jafnvel úr- vinda, þegar heim kom, kvartaði þó aldrei. Oft kom fyrir að hann teymdi með sér eina skepnu, þegar hann kom úr beitarhúsunum til að vera ekki einn, þá valdi hann kind sem hann bar sérstakt traust til. Oftast kom hann heim fyrir jól og stundaði beitarhúsin yfir hátíðir. „Hann var þrekmikill meðalmað- ur á vöxt, frekar fríður sýnum og viðkunnanlegur í framkomu og samtali,“ sagði Katrín." MIKIL SAGNALIST ER •fágæt. Stóri rómaninn er enn fullgildur (t.a.m. Germinal eftir Zola) og gott hráefni í kvikmyndir, en sjálfur sækist ég eftir stuttum, þéttum skáldsögum sem búa yfir leyndardómum lífsins; ljóðrænum snilldarverkum, prósa einsog Sidd- harta eftir Hesse og Maríamna eft- ir Lagerkvist. Við eigum sem betur fer nokkrar góðar sögur í þessum anda. Ég hef ekki áhuga á því sem Kristján Karlsson kallaði í nýlegu samtali okkar „dauðþreytandi sam- félagslega blaðamennsku í skáld- sagnagerð um merkingarlausa hegðun fólks eða mannasiði". En slíkar sögur þykja nú um stundir hvað athyglisverðastar bæði hér og í nágrannalöndum. Og fá gjaman verðlaun sem hægt er að ofnota í auglýsingum. (Mér skilst það séu veitt 160 bókmenntaverðlaun í Bretlandi einu, eða því sem næst ein verðlaun annan hvern dag!) Þessar löngu sögur þarsem allt þarf helzt að gerast á einu bretti einsog í Húsi andanna geta minnt á reyfarakenndar metsölubók- menntir. En þá þurfa þær helzt að lifa í fínum stíl og listrænu andrúmi sem erfitt er að koma til skila í þýðingum. Boðskapur allra góðra bókmennta á að vera ritlistin sjálf. Þess vegna er Kierkegaard meiri listamaður en mörg ljóðskáld og skáldsagnahöfundar. En hann er líka sannleiksvitni, þótt hann neit- aði því í miskunnarlausri og sárs- aukafullri herferð sinni fyrir stríð- andi kristindómi. M (meira næsta sunnudag) HELGI spjoll 27 SÍÐASTLIÐINN MIÐVIKU- dag var skipstjóri togarans Rex dæmdur af umdæmis- dómara í Stomoway í Skotlandi til þess að greiða um 1.350 þúsund króna sekt vegna þess, að togar- inn hafði verið að veiðum 170 mflur vestur af Rockall nokkrum dög- um áður. Togarinn Rex er sem kunnugt er í íslenzkri eigu en skráður á Kýpur. í frétt frá fréttaritara Morgunblaðsins í Stomoway, sem birtist hér í blaðinu sl. fimmtudag, sagði m.a.: „Dómarinn sagði hins vegar, að upp hefði komið mjög óvenjuleg staða, þar sem sáttmáli Samein- uðu þjóðanna, sem tæki gildi í nóvember, stangaðist á við brezk lög og samkvæmt honum væri ekki um refsivert athæfí að ræða. Þar vísar dómarinn til Hafréttarsátt- mála SÞ, en íslendingar hafa löngum hald- ið því fram, að samkvæmt honum eigi Bretar ekki rétt til veiða á þessu haf- svæði... Þegar umdæmisdómarinn Ian Cameron kvað upp dóminn sagði hann að staðan væri mjög óvenjuleg: „Mál af þessu tagi gæti verið ógilt, ef á þau brezku lög, sem hér eiga við, verður látið reyna fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag.“ Þessi ummæli hins skozka dómara eru fyrsta vísbending, sem borizt hefur frá Bretlandi, um það, að barátta Eyjólfs Konráðs Jónssonar alþingismanns, sem í rúman einn og hálfan áratug hefur barizt fyrir viðurkenningu á réttindum íslendinga á þessu svæði, kunni að bera árangur. Þingmaðurinn hefur á þessum tíma beitt sér fyrir þingsályktunum á Alþingi um þetta mál og rekið á eftir því að íslenzk stjórnvöld fylgdu þeim ályktunum eftir. Utanríkisráðuneytið hefur aldrei haft sterka sannfæringu fyrir málinu og fram- kvæmdin verið í samræmi við það. Þó hafa farið fram viðræður á milli íslendinga og Dana fyrir hönd Færeyinga svo og við íra og Breta. Sú ákvörðun útgerðaraðila togarans Rex að láta reyna á rétt til veiða á þessu svæði hefur bersýnilega mikla pólitíska þýðingu og kann að valda þáttaskilum í málinu. Annars vegar vegna þess, að veið- ar togarans á svæðinu hafa skyndilega orðið til þess að opna augu íslenzkra ráða- manna fyrir þeim möguleikum, sem við kunnum að hafa á þessu svæði, og hins vegar vegna ummæla skozka dómarans þess efnis, að hér væri ekki um refsivert athæfí að ræða skv. hafréttarsáttmála, sem taki gildi síðar á þessu ári. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, hefur lýst því yfir, að íslendingar hljóti að mótmæla afstöðu Breta til svæðisins og að þeir hafí enga þjóðréttarlega stoð fyrir lögsögu, sem þeir í raun ákvarði 400 mílur. Hin upphaflega tillaga, sem Eyjólfur Konráð Jónsson lagði fyrir Alþingi haustið 1978, var svohljóðandi: „Alþingi lýsir því yfír, að ytri landgrunnsmörk Islands til suðurs verði ákveðin án tillits til klettsins Rockall og að samvinna verði höfð við Færeyinga til að tryggja sameiginleg rétt- indi á landgrunnssvæðinu utan 200 sjó- mílna marka landanna." Þessi tillaga var samþykkt og málinu vísað til ríkisstjórnar- innar í desember 1978. Eyjólfur Konráð Jónsson flutti ári síðar ásamt fleirum aðra tillögu, þar sem ríkis- stjórn var hvött til þess að fylgja fast eft- ir hinni fyrri samþykkt Alþingis. í greinar- gerð með þeirri tillögu sagði m.a.: „Reglur um hafsbotnsréttindi strandríkja utan 200 sjómflna efnahagslögsögu eru nú í mótun m.a. á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna. Ljóst er, að um víðtæk réttindi verð- ur að ræða, sem skipt geta íslendinga miklu máli á svæðinu suður af íslandi. Rétt er því, að við mörkum skýra og ákveðna stefnu á þessu sviði hafréttarmál- anna, svo að engum geti dulizt hvaða kröf- um við hyggjumst fylgja fram.“ Utanríkismálanefnd, sem þá starfaði undir formennsku Geirs Hallgrímssonar, fékk málið til meðferðar og ákvað að flytja sameiginlega sjálfstæða tillögu um málið þar sem hvatt var til viðræðna við aðrar REYKJAVIKURBRÉF Laugardagur 26. marz Morgunblaðið/RAX þjóðir, sem geri kröfur á þessu svæði. Ennfremur sagði: „Jafnframt er mótmælt hvers kyns tilraunum Breta og íra til að taka sér réttindi vestan svonefnds Rockall- trogs, utan 200 mílna þeirra, þar á meðal á Hatton-banka, enda mæla jarðfræðileg og önnur rök eindregið gegn slíku og þarna um að ræða svæði, sem íslendingar og Færeyingar telja tilheyra sér. Alþingi lýsir yfir, að það telur fyrir sitt leyti unnt að leysa mál varðandi yfírráðarétt þessa hafs- botnssvæðis milli íslendinga og Færey- inga, annaðhvort með sameiginlegum yfír- ráðum eða skiptingu svæðisins." Tillaga utanríkismálanefndar var samþykkt sem ályktun Alþingis 19. maí 1980. Enn flutti Eyjólfur Konráð Jónsson til- lögu um þetta mál á Alþingi ásamt fleirum á því þingi sem sat 1982-1983. Þar var hvatt til samkomulags við Færeyinga um sameiginlega réttargæzlu á Rockall-svæð- inu og að haldið yrði áfram tilraunum til þess að ná samkomulagi við Breta og íra um eignar- og umráðarétt hafsbotnsins á Rockallsléttunni. í greinargerð með þess- ari tillögu sagði m.a.: „Strandþjóðir víða um heim eru nú sem óðast að tiyggja hafsbotnsréttindi sín utan 200 mflna efna- hagslögsögu samkvæmt hinum nýja haf- réttarsáttmála. Beinna aðgerða er þörf af strandríkisins hálfu samkvæmt 76. gr. hafréttarsáttmálans til að það öðlist þessi réttindi. Fyrir löngu er því ljóst orðið, að íslendingar þurfa að fylgja fram ályktun- um Alþingis frá 22. desember 1978 og 19. maí 1980 af festu og engum tíma má lengur glata.“ Utanríkismálanefnd breytti þessari tillögu lítillega og með þeim breyt- ingum var hún samþykkt 14. marz 1983. Með þessum málatilbúnaði Eyjólfs Kon- ráðs Jónssonar á Alþingi frá árinu 1978 hefur grundvöllur verið lagður að kröfum íslendinga til réttinda á þessu svæði. Með þvf að láta reyna á rétt til fiskveiða á þessu svæði hafa eigendur togarans Rex knúið fram yfirlýsingu frá skozkum dóm- ara, sem hlýtur að verða til þess að allt þetta mál verði nú tekið til meðferðar á ný í utanríkisráðuneytinu og fylgt fast eftir. Athygli manna hér beinist nú í vaxandi mæli að réttindum til fiskveiða utan 200 mílna lögsögu íslands. Tillöguflutningur Eyjólfs Konráðs Jónssonar hefur að vísu beinzt að víðtækari réttindum en fískveið- um einum, svo sem til auðlinda, sem kunna að fínnast á hafsbotni á þessu svæði og þá ekki sízt olíu. Engu að síður eru mögu- leikar á fiskveiðum á þessu svæði mikil- vægir fyrir okkur nú. Það mundi auðvitað gjörbreyta viðhorfum til þess fjölda físki- skipa, sem við eigum og eru alltof mörg miðað við veiðimöguleika innan íslenzkrar lögsögu, ef okkur tækist að hasla okkur völl í fiskveiðum á fjarlægari miðum. Allt er þetta þó tvíbent. í Morgunblaðinu í gær, föstudag, var frá því skýrt, að vertíð- arbáturinn Jóhann Gíslason, sem gerður var út til veiða við Kolaskaga í samvinnu íslenzkra og rússneskra aðila, lægi nú við bryggju í Reykjavík vegna þess að rúss- neska sjávarútvegsráðuneytið hefði aftur- kallað leyfi bátsins til veiða. Ástæða þeirr- ar afturköllunar eru veiðamar í Smugunni. En hvað sem því líður er nauðsynlegt að fylgja fast eftir kröfum okkar til rétt- inda á svæðum á borð við Roekall-svæðið, sem Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismað- ur hefur af mikilli framsýni vakið athygli á í einn og hálfan áratug og talað fyrir daufum eyrum þar til nú, að íslenzkir eig- endur togarans Rex og skozkur dómari verða til að varpa nýju ljósi á allt þetta mál. Viðvörunar- orð Econ- omist HIÐ VIRTA brezka vikurit, The Economist, fjallaði ítarlega um stöðu fiskveiða í heimin- um í forystugrein í síðustu viku. Blaðið heldur því fram, að ofveiði og rányrkja sé að eyðileg;gja físki- mið um allan heim. Ofveiði fylgi gífurleg sóun, þar sem alltof fáir og smáir fiskar séu eltir af alltof mörgum og stórum skip- um. Economist kemst að þeirri niðurstöðu, að vandann megi að miklu leyti rekja til niðurgreiðslna og styrkja í sjávarútvegi, ríkisstjómir hafí beinlínis borgað sjómönn- um fyrir að eyðileggja auðlindina. Þessi ummæli Economist hljóma kunn- uglega. Þetta eru út af fyrir sig alveg sömu röksemdir og notaðar hafa verið hér á landi í umræðum um ofljárfestingu í sjávarútvegi og þann mikla kostnað, sem því er samfara að veiða minnkandi afla með sífellt stærri skipum. Raunar segir Economist. „Fiskiskipaflotar ríku þjóðanna hafa gengið svo nærri fískstofnunum, að þótt Islendingar og Evrópusambandið, ESB, skæru flotann niður um 40% og Norðmenn um tvo þriðju, gæti aflinn samt verið jafn mikill og nú.“ Economist sagði m.a.: „Ofveiðin hefur í för með sér gífurlega sóun. í Bandaríkj- unum hefur verið reiknað út, að fengju stofnarnir tækifæri til að jafna sig myndi aflaverðmætið aukast um helming og í ESB er áætlað að það gæti aukizt um allt að 180 milljarða íslenzkra króna. Þorskafli við norðvesturströnd Ameríku komst í 800 þúsund tonn 1968 en 1992, þegar ekki var talið óhætt að veiða meira en 50 þúsund tonn, lokaði Kanadastjóm á veiðarnar. Hrygningarstofn þorsks í Norð- ursjó var aðeins 66 þúsund tonn 1990, þriðjungur af því, sem talið var óhætt, og lúðuveiðin við Alaska, sem áður stóð í fjóra mánuði, stendur nú í tvo sólarhringa. Sfld- veiði til hrognatöku við Alaska er nú opin í 40 mínútur á ári ... ... Margar ríkisstjómir leggja mikið á sig við eyðileggingarstarfíð. Japanar, Norðmenn qg Sovétríkin fyrrverandi hafa dælt peningum í fískiðnaðinn og ESB jók framlög til sjávarútvegsins úr 5,8 milljörð- um íslenzkra króna 1983 í 42 milljarða 1990. Þegar franskir sjómenn, sem em að eltast við smáfískinn með gífurlegum tilkostnaði, gripu til mótmæla var það strax ráðið að auka niðurgreiðslumar og vanda Spánveija vill ESB leysa með því að krefjast veiðiheimilda fyrir þá við Nor- eg. í stað þess að vemda auðlindirnar greiða ríkisstjómir niður eyðileggingu þeirra." Hvað er til ráða? ÞESSI LÝSING hins brezka viku- blaðs er hrollvekj- andi en hvað telur The Economist til ráða? Blaðið leggur til að þeir, sem nýta auðlindina, borgi samfélaginu fyrir aðgang að henni. Þannig segir þetta merka 150 ára gamla blað: „Ef takast á að nýta fiskstofnana með eðlilegum hætti verða ríkisstjórnir að hætta að borga fyrir eyðileggingu þeirra. Skynsamlegra væri að borga sjómönnum fyrir að hætta og þeir sem gera út áfram, eiga að greiða samfélaginu fyrir að fá aðgang að auðlindinni, ekki öfugt. f því sambandi má nefna að stjóm Falklands- eyja fór að ráðum fræðimanna við Lon- don’s Imperial College og krafðist gjalds fyrir aðgang að fiskimiðunum umhverfís eyjamar, allt að 28% af aflaverðmæti, og þótt eigendur útlendu skipanna mótmæltu hástöfum borguðu þeir samt. Þjóðartekj- umar stóijukust og stofnarnir eru ekki lengur í hættu.“ Af þessum tilvitnuðu orðum má sjá, að það er víðar en á íslandi, sem hvatt er til gjaldtöku af sjávarútvegi vegna veiða úr takmörkuðum auðlindum og að það em fleiri blöð en Morgunblaðið, sem mæla með slíkri gjaldtöku. Ummæli Economist vega þungt vegna þess, að þau byggjast á heilbrigðri skynsemi. Það er ekkert vit í að greiða fyrir því með fjárframlögum eins og gert er víða um heim, að fiskistofn- arnir séu eyðilagðir. Það segir sig sjálft að hyggilegt er að taka gjald fyrir nýtingu takmarkaðrar auðlindar. Með þeim hætti ganga menn bezt um auðlindina og vegna þess, að það kostar að nýta hana, leggja menn sig fram um að gera það á hag- kvæmasta hátt. Á Iðnþingi í gær, föstudag, ræddi Þórð- ur Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnun- ar, m.a. sambúðarvanda iðnaðar og sjávar- útvegs og sagði: „Enginn vafí er á því í mínum huga, að slík gjaldtaka í einhveiju formi hlýtur að verða þáttur í frambúðar- lausn þessa máls. Hvemig slíkri gjaldtöku verði komið á og útfærsla hennar skiptir iins vegar meginmáli. Sjávarútvegurinn verður að sjálfsögðu að fá ráðrúm til þess að koma fjárhagsstöðu sinni í viðunandi horf áður en þungar byrðar eru á hann lagðar í formi nýrrar gjaldtöku." Af sama tilefni sagði Haraldur Sumar- liðason, formaður Samtaka iðnaðarins: „Hins vegar á að setja á veiðileyfagjald til að stemma stigu við því, að uppsveiflan ijúki öll út í verðlagið ... Ég held raunar að það sé eina raunhæfa leiðin og hefði viljað vera búinn að koma umræðu um veiðileyfagjald miklu lengra. Eftir því sem árin líða og þessi mál festast meira og meira í sessi í útgerðinni þá verður erfíð- ara að breyta þessu til eðlilegs horfs.“ Á ársfundi Seðlabanka íslands sl. fimmtudag sagði Sighvatur Björgvinsson viðskiptaráðherra m.a.: „Ef við viljum skjóta fjölbreyttari. stoðum undir efnahags- starfsemi hér í landi með því að byggja upp öflugan innlendan iðnað og öflugar innlendar þjónustugreinar, t.d. ferða- mannaþjónustu, sem eiga að geta keppt við erlend fyrirtæki, hvort heldur á mark- aði hér á landi eða erlendis, verðum við að búa þessum greinum eðlileg starfsskil- yrði. í því felst m.a. að koma í veg fyrir þær miklu raungengissveiflur, sem eiga upptök sín í sjávarútvegi. Ein leið til þess, kannski einasta leiðin til þess, er að taka upp veiðileyfagjald, þegar hagur sjávarút- vegs batnar á ný.“ Hér ber allt að sama brunni. Það er tíma- bært fyrir forystumenn stjórnarflokkanna að taka þetta mál upp til nýrrar umræðu og leitast við að ná samkomulagi við sam- tök sjávarútvegsins um sanngjarna gjald- töku í sjávarútvegi að hæfilegum umþótt- unartíma liðnum. í því sambandi er ekki úr vegi að minna á þá hugmynd, sem sett var fram hér á þessum vettvangi, að sjáv- arútvegurinn hefði fijálsræði til þess að ákveða sjálfur án afskipta löggjafarvalds hvernig hann hagar veiðum og vinnslu innan þess ramma, sem gjaldtakan setur annars vegar og ákvarðanir Hafrann- sóknastofnunar og stjórnvalda um aflahá- mark hins vegar. „En hvað sem því líður er nauðsyn- legt að fylgja fast eftir kröfum okk- ar til réttinda á svæðum á borð við Rockall-svæð- ið, sem Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður hefur af mikilli framsýni vakið athygli á í einn og hálfan áratug og talað fyrir dauf- um eyrum þar til nú, að íslenzkir eigendur togar- ans Rex og skozk- ur dómari verða til að varpa nýju ljósi á allt þetta mál.“ +

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.