Morgunblaðið - 27.03.1994, Side 28

Morgunblaðið - 27.03.1994, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 27. MARZ 1994 Alfreð J. Jolson biskup — Muming Fæddur 18. júní 1928 Dáinn 21. mars 1994 Úti í Strassbourg var ég kallaður í símann. Þar var fundur stjómar og starfsliðs Rannsóknastofnunar lúterskra í guðfræði. Frá íslandi barst tilkynning inn á þessar höfuð- stöðvar lúterskra að Alfred Jolson kaþólskur biskup á íslandi væri dáinn. Tilfínningar voru síður tengdar fráfalli starfsbróður en andláti dýr- mæts vinar. Hann kom til íslands og þáði biskupsvígslu í kirkju Krists að Landakoti og vildi ekkert frekar en verða algjör Islendingur. Og síð- asta ósk hans var að ég skrifaði bréf til stuðnings því að hann fengi ríkisborgararétt í landi forfeðra sinna. Mér var ljúft að verða við beiðni hans. En ríkisborgarabréfið varð víst ekki skrifað og fellur þar í dilk með þrá hans eftir að ná valdi á íslandi. Hann hélt að mál feðra og mæðra um marga ættliði mundi lúta ljúfar að vilja hans en raun bar vitni. Þess vegna voru ár hins íslenska biskups kaþólskra erf- iðari en hann vænti. Hann vildi vera íslenskur kennimaður í þeirra sveit sem boðaði Krist á kærri ætt- jörð. En það er jafn erfitt að færa klukkuna til baka og fyrir fullorðinn að má út önnur áhrif uppeldis og menntunar en síðari tímar gera kröfur til. Þess vegna var hann gestur á heimaslóðum. O’Connor kardináli í New York heimsótti söfnuð kaþólskra og bisk- up þeirra í vetur. Hann lagði áherslu á að til væri tvenns konar samstarf kirkjudeilda. Annars vegar hið fræðilega þegar guðfræðikenningar væru lagðar til grundvallar og hins vegar hið mannlega í samskiptum og samstarfi. Alfred Jolson, hinn menntaði jesúíti, gerði ekki lítið úr fræðunum. En mest þótti honum um þau mannlegu samskipti sem lögðu áherslu á bróðurþel. Þannig vorum við biskuparnir á íslandi bræður. Sem slíkum fagnaði ég honum á Skálholtshátíð í sumar þar sem hann söng messu með prestum sínum. Sem slíkir stigum við hvor í ann- ars stól í dómkirkjum okkar á Þor- láksmessu í vetur, eða þeim sunnu- degi í aðventu sem næstur var. Og það vermdi að fínna hlýja vináttu bróður, er hann leiddi mig í biskups- stól sinn í Landakoti. Ég sakna Alfreds Jolsons ka- þólska biskupsins og hefði þegið að starfsár hans á íslandi hefðu orðið fleiri. En ég þakka Guði og leiðtogum í kaþólsku kirkjunni að hafa sent þennan mæta son Islands heim. Ég lagði símann á hérna í Strassbourg og gekk á ný til fund- ar. Og mér þótti það undarlegt við- fangsefni með minningar látins vin- ar í huga, að umræðuefnið var sam- ræður lúterskra og kaþólskra með réttlætingu af trú i öndvegi, þessi höfuðkenning Lúthers, sem ekki er lengur djúp gjá til aðskilnaðar okk- ar frá hinum kaþólsku. Brýr hafa verið byggðar og eru stöðugt smíð- aðar svo að bræður og systur fái mæst í miðri leið. Útrétt vinarhönd Alfreds Jolsons var þannig brú. Ég þakka störf hans og bið um að draumar hans um nána samvinnu allra kristinna manna á íslandi verði að veruleika fyrr en síðar. Þjóðkirkjan þakkar kaþólskum biskupi. Ég fel vin Guði á vald í djúpri virðingu. Olafur Skúlason. In memoriam Exeunt omnes — segir latneska máltækið. „Allir fara út“, hverfa á brott af leiksviði lífsins í líkingu talað. Við hverfum burt af sjónar- sviðínu, þegar þáttur jarðlífs okkar er á enda. Þannig er nú horfinn sjónum okkar kaþólski biskupinri í Landakoti, dr. Alfreð Jolson. Það er sjónarsviptir að þeim manni. Hann setti svip sinn á sérhvert mannamót með nærveru sinni, gjörvulegur að vallarsýn, íklæddur embættisskrúða sínum, glaður í bragði og hlýr í viðmóti. Laugardaginn 6. febrúar 1988 var mikil stund í dómkirkju Krists konungs í Landakoti. Þá var dr. Alfreð Jolson vígður biskup ka- þólsku kirkjunnar á íslandi af John O’Connor kardinála. Ekki hvarflaði þá að mér, að við Jolson ættum fyrir höndum mikið samstarf að merkum samkirkjulegum atburði, sem heimsókn páfans Jóhannesar Páls II. var til Islands í júníbyijun 1989. Þá kynntist ég Alfreð Jolson biskupi vel. Við héldum marga fundi og ræddum mikið saman um undir- búning heimsóknarinnar. Þær um- ræður snerust ekki einvörðungu um komu páfans, heldur um ýmis önn- ur atriði varðandi kirkjudeildirnar tvær, þá kaþólsku og lútersku. Samstarf okkar og þeirra, sem með okkur störfuðu frá báðum kirkju- deildum, átti sinn þátt í ánægju- legri heimsókn Jóhannesar Páls II. til lands og þjóðar. Aukið samstarf kirkjudeildanna á íslandi, Samkirkjuhreyfingin, er gleðilegt tákn um hollustu við orð Krists, er hann sagði í bæn sinni fyrir hinum kristnu: „Að allir séu þeir eitt, eins og þú faðir ert í mér og ég í þér, svo séu þeir einnig í okkur, til þess að heimurinn trúi, að þú hefur sent mig.“ (Jóh. 17:21) Kynni mín af Alfreð Jolson báru vott um þennan samhug. Við minn- inguna um Alfreð biskup flyt ég honum einlæga þökk fyrir öll hin góðu kynni og kærkomið samstarf. Dr. Alfreð Jolson var gagn- menntaður, mikill fræðimaður. Hann hafði mikla þekkingu og inn- sýn í alþjóðleg stjórnmál og hug- myndafræði ólíkra trúarhreyfinga, eins og greinar hans hér í blaðinu báru vott um. Alfreð Jolson var útlendingur, — heimsborgari, — fæddur, uppalinn og menntaður í Bandaríkjunum og bar þess jafnan merki. En hann var og íslenskrar ættar, þar sem afi hans Guðmundur Hjaltason (þar af dregið ættarnafnið Jolson) var alís- lenskur frá ísafjarðardjúpi. Römm var sú taug, sem batt dr. Alfreð ættfólki sínu. „Ég er hér sem ís- lendingur," mælti hann við vígslu sína. Hann kaus heldur að vera vígður hér í Reykjavík en í Róm. Hann lagði kapp á það að læra og að tala íslensku. Alfreð Jolson var aðþýðlegur og félagslyndur. Hann átti létt með að blanda geði við aðra og lagði rækt við að eiga góð samskipti við vini sína og kunn- ingja. Við Sólveig áttum hann að góðum vini. Við kveðjum hann með þakklæti og blessum minningu hans. Þegar á allt er litið erum við mennirnir í trúarlegum skilningi útlendingar, hvar sem við dveljum á jörðinni þar sem við munum allir hverfa sjónum eftir skammvinna ævidaga. Það er trú hinnar einu ósundruðu kristni, sem Páll postuli skrifar: „En föðurland vort er á himni, og frá himni væntum vér frelsarans Drottins Jesú Krists. Hann mun breyta veikum og for- gengilegum líkama vorum og gjöra hann líkan dýrðarlíkama sínum. (Fil 3:20) Með það í huga og sál er þessi góði íslandsvinur og trúi kirkjuleið- togi lagður til hinstu hvíldar að kórbaki dómkirkju Krists konungs, hans sem hefur kraftinn til að breyta hinu forgengilega jarðneska lífi í dýrðina með sér á himni. Pétur Sigurgeirsson. Kveðja frá Bergþórshvoli Kaþólski biskupinn Alfreð J. Jol- son, S.J. lést óvænt í Bandaríkjun- um hinn 21. þ.m. á 66. aldursári. Áður en hann fór utan var hann búinn að ákveða að koma aftur heim til síns safnaðar 26. mars. Okkur er sagt að þann dag verði jarðneskur líkami hans fluttur heim til íslands. Alfreð biskup var hámenntaður og víðlesinn eins og háttur er jesú- íta. Hann kenndi við margar virtar menntastofnanir víða um freim og verður allur sá merki ferill ekki rakinn í þessu máli og ekki heldur ættfræði hans. Við viljum fyrst og fremst dvelja við þær fögru minningar, sem við eigum um hann og það eftirminni- lega fordæmi sem hann gaf með ræðum sínum, breytni og starfi. Líf okkar auðgaðist mjög við að fá að kynnast þessum yndislega biskupi og fyrir það viljum við nú þakka honum, en fyrst og fremst þökkum við Guði, sem færði okkur hann sem sendiboða sinn. Alfreð Jolson biskup sáum við aldrei fara öðruvísi um en sem sann- ur friðarhöfðingi, hógvær og af hjarta lítillátur eins og Meistari hans, sem hann sór eitt sinn holl- ustu sína og þjónaði í samræmi við það. Gáfur Alfreðs, menntun og mannkærleikur hrifu okkur. Hann naut þess að koma til okkar að Bergþórshvoli og dveljast hjá okk- ur. Og Njálssögu þekkti hann eins og svo margir langt að komnir og átti þá bók a.m.k. á ensku. Hér miðlaði hann okkur kærleika sínum og góðvild. Það var því ómetanleg Guðs náð að fá að kynnast slíkum manni og eiga hann að einlægum heimilisvini. Fagrar bænir og bless- un streymdu til okkar frá hans göfuga og kærleiksríka hjarta. Þeg- ar hann sat hér og ræddi við okk- ur, var eins og kærleikur hans breiddist hér út um allt og himinn- inn væri í nánd. Og kannski var Alfreð biskup þá einmitt kominn miklu nær himninum, en okkur gat órað fyrir. Og síðasta kveðjan hans til okkar, er hann ræddi á sjúkra- beði við ritara sinn í síma, sýndi einmitt enn einu sinni hjartahlýju hans og göfuglyndi: Þar þakkaði hann sérstaklega bænir okkar, sem hann vissi að okkur var einkar kært að beina til Guðs honum til heilla. Þótt veikindi eða erfiðleikar mættu honum, heyrðum við hann aldrei kvarta, heldur jók hann þá bara kærleiksþjónustu sína um all- an helming. Það fundu líka þeir mörgu sjúku, bágstöddu og ein- mana, sem hann þreyttist aldrei á að heimsækja, sitja hjá og telja kjark í. Við heyrðum og lásum fyrr á árum sögurnar um Guðmund bisk- up góða. í hugum okkar bar Alfreð biskup alltaf sæmdar- og virðingar- heitið: Hinn góði. Um daginn stað- festi roskinn kaþólskur prestur skoðanir okkar á Alfreð biskupi með þessum orðum: „Hann var ekki bara yndislegur biskup, heldur líka mikill prestur, frábær vinur og alltaf tilbúinn að gleðja og hjálpa. Hann hugsaði aldrei um sjálfan sig, heldur aðra: Hvað get ég gert fyrir þennan? Eða hvað get ég gert fyrir hinn?“ Þetta er fögur og sönn lýsing. Alfreð biskup stýrði líka þeirri kirkju sem leggur mikið upp úr góðri breytni manna. Hann var varla fyrr tekinn til starfa á ís- landi, en hann tók að læra „ást- kæra ylhýra málið“, og flutti því snemma sínar snjöllu prédikanir á íslensku. Þar hitti hann venjulega naglann á höfuðið. Hann var ein- dreginn fylgjandi samkirkjulegs starfs og sýndi þar mikinn dreng- skap, víðsýni og umburðarlyndi. Það var eins og allt gott ynni með honum, þegar hann aflaði sér ótrú- lega margra vina frá hinum ólík- ustu stefnum og flokkum. Margir sjá því nú á bak miklum og eftir- minnilegum kirkjuhöfðingja, sem alltaf var tilbúinn að virða skoðanir annarra og gat tekið þátt í hinum ólíkustu guðsþjónustum. Skilningur hans á mannlífinu var afar næmur og skarpur. Stundum fannst manni í prédikunum hans, eins og hann væri gæddur yfirnátt- úrulegu innsæi og framsýni í sam- ræmi við það. Og alltaf kom þetta sama upp hjá honum aftur og aft- ur: Að hjálpa öðrum og gleðja aðra. En þrátt fyrir alla hæverskuna og ljúflyndið var hann sterkur persónu- leiki og glæsilegur fulltrúi sinnar kirkju. Við minnumst nú með djúpri virð- ingu og einlægasta þakklæti allrar góðseminnar sem ríkti hjá honum í hans biskupsgarði. Og þar skorti hvorki gestrisnina né rausnina. Eitt kveldverðarboð hans líður okkur aldrei úr minni. í heiðurssæti, þ.e. við borðsendann, setti hann aldraða móður sína, sem þá var á lífi og honum einkar kær. Við hinn endann sat ungur Islendingur og svo við og aðrir gestir við hliðar borðsins. Þegar allir voru sestir og borðbæn beðin, kom biskupinn sjálfur inn með hina ágætustu rétti og mælti: „Hér þjóna ég til borðs!“ Þetta var bæði lærdómsríkt og ógleymanlegt. Þetta höfðum við aldrei séð nokk- urn biskup gera og eigum kannski aldrei eftir að sjá slíkt aftur. Við allt annað tækifæri leiddi frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, hina öldnu móður biskupsins. Við þykjumst þess fullviss, að aldr- ei hafi Alfreð biskup gleymt þeim orðum, er Vigdís forseti sagði þá, svo vænt þótti biskupnum um þau: „Hún gaf íslandi son sinn.“ Fræði jesúíta settu að sjálfsögðu sterkan blæ á biskupinn. Ungur hermaður særðist. Hann bað um spennandi skáldsögu að lesa, sem engin var til, þar sem honum var hjúkrað. I staðinn fékk hann sögur af æviferli dýrliriga. Þetta gramdist honum. En smám saman fór for- dæmi dýrlínganna að hafa áhrif á hann og hann hugsaði með sér: Þetta voru bara menn á borð við mig. Hví skyldi ég ekki geta gert það sama og þeir? Þessi einbeitti eftirbreytandi helgra manna varð síðar kunnur sem Ignatius Loyola, siðar stofnandi og forvígismaður jesúítahreyfíngarinnar. Við þann mikla menntabrunn nam og mótað- ist Alfreð J. Jolson, S.J., biskup. Hann var mjög ósérhlífinn og afkastamikill í störfum sínum og vann gjarnan og bað, þegar aðrir vildu sofa. Og á ferðum sínum er- lendis var hann óþreytandi við að afla kirkju sinni hér heima á ís- landi virðingar og stuðnings. Hér skal svo aðeins gripið niður í hinar athyglisverðu prédikanir Alfreðs biskups: „Góðir og slæmir tímar líða." Konungsríki Krists lýsti hann með orðinu: Kærleikur. Og vegabréfið þangað nefndi hann einu orði: Trú. Þessa hvatningu gaf hann í sambandi við upprisuna og hinn upprisna Krist: „Kom rís upp, legg hönd þína í höndina mína.“ Þetta teljum við að hann hafi nú gert, enda boðaði hann hina bjargföstu sannfæringu um lífið eftir dauðann. Síðasta jólaræðan hans hófst svona: „Sól tér sortna,/ sígur fold í mar,/ hverfa af himni heiðar stjörnur." Nú finnst okkur hér heima, sem „heið stjarna sé horfin af hirnni". En Alfreð biskup prédikaði einnig: „Sér hún upp koma,/ öðru sinni/ jörð úr ægi/ iðjagræna.“ Hann kvað fæðingu Krists tákna, að upp væri risinn nýr heimur. Og í síðustu öskudagsræðu bisk- upsins sjáum við þessi orð: „Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Ef til vill gefst ekki sú stund að deila aftur neinu með Drottni. Þennan föstutíma ættum við að líta á sem þann fyrsta og þann síðasta.“ Og hinn 6. febrúar sl. er O’Connor kardínáli (sem vígði Alfreð til bisk- ups) kom, vitnaði biskupinn til þess- ara orða Ritningarinnar: „Dagar mínir eru hraðfleygari en vefjar: skyttan ... líf mitt er andgustur." í sömu prédikun gat hann þessa: „Það kom mér mjög á óvart að vera kallaður til íslands, nærri sex- tugur að aldri.“ 38 ára eða árið 1966, sagði hann, að litlu hefði mátt muna, að hann kæmi þá hing- að til starfa. Með breytni sinni og fordæmi meitlaði Alfreð biskup prédikanir sínar í traustan og óhagganlegan klett. Hann var fyrirmynd trúaðra í orði, hegðun, kærleika og trú. Hann „var fyrirmynd í góðum verk- um, grandvarléik og virðuleik". Hann hafði bætandi áhrif á aðra án þess endilega að vita af því sjálf- ur. Ljós hann lýsti mönnunum svo að þeir sáu góðverk hans og lofuðu Guð. Og enn eiga hér við fræg orð, sem Alfreð biskup hafði gjarnan á hraðbergi: „en orðstír/ deyr al- dregi( hveim sér góðan getur.“ Við endurtökum nú samúðar- kveðjur okkar til kaþólsku prest- anna, klaustrafólksins og til allra þeirra sem voru honum nánastir og kærastir og sakna hans mest. Guð blessi allt það fólk og skyldulið hans og blessi þeim hér og honum á himnum ríkulega komandi páska- hátíð. Friður Guðs umvefji biskup- inn. En fyrst og síðast þökkum við Guði og Alfreð sjálfum allan þann kærleika og þá góðsemi, er heimilið okkar naut frá kirkjuhöfðingjanum glaða og' ógleymanlega, sem gleymdi aldrei sálusorgarareglu postulans: „Gaudere cum gaudenti- bus, flere cum flentibus." Edda, Njáll og Páll á Bergþórshvoli. Kveðja frá Carítas á íslandi Mikill ágætismaður, Alfred J. Jolson, biskup kaþólsku kirkjunnar á íslandi, er fallinn frá aðeins 65 ára að aldri. Ég átti því láni að fagna að eiga vin í þessum umbúðalausa manni, þessu kvikusára næmi sem undir úfnu yfirbragði, kenndi svo til þeg- ar aðrir þjáðust eða voru sviptir mannlegri reisn að hann afbar það varla. Alfred Jolson var enginn hvers- dagsmaður. Ýmist þótti hann lyfta umhverfi sínu og gefa því virðulega reisn eða hið gagnstæða — allt eft- ir því í hvaða umhverfi hann var skoðaður og af hveijum. Þótt hann nyti veraldargengis og aðdáunar ( ( ( < ( ( < < ( < ( ( ( < < < ( < < < < < < < < < < < < <

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.