Morgunblaðið - 27.03.1994, Side 30

Morgunblaðið - 27.03.1994, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 27. MARZ 1994 máttfarinn. Þannig var hann, um- hyggja hans fyrir öðrum hafði allan forgang. Og þannig var hann ekki aðeins gagnvart mér heldur öllum, hann kom fram við alla eins og eigin -syni, dætur eða systkini. Hann var svo trúr í köllun sinni og átti svo mikinn kærleika að hann gaf alltaf öllum allt. Gilti þá einu hverrar trú- ar þeir voru: kaþólikkar, lútherskir, múslímar, gyðingar, efahyggju- menn eða jafnvel trúleysingjar. Alla elskaði hann eins og sjálfan sig. Ég átti oft bágt með að skilja hvemig hann gat gefið svona við- stöðulaust af sér, hvemig hann gat alltaf verið svo fuilur bjartsýni, ást- ar á náunganum og gleði yfir líf- inu. Hann minntist oft á það við mig hversu fagurt og yndislegt lífíð væri þegar hjarta manns væri hreint og réttlátt. Rót hins nei- kvæða og illa væri alltaf að fínna í okkur sjálfum og því skipti það svo miklu máli að vera opinn og einlægur, þannig gætu menn upp- rætt það. Hann viðurkenndi að til væri þjáning og óréttlæti, en sagði jafnframt að þjáningin og óréttlæt- ið væru bestu tækifæri okkar til að þroskast. Það væri einn mesti leyndardómur kristinnar trúar og lífssýnar. Nú fer ég að skilja hvað hann átti við. Eins og Alfreð biskup trúi ég staðfastlega á upprisu dauðra og eilíft líf. Fyrir þá sömu trú veit ég að Alfreð biskup er genginn inn í samfélag heilagra til samveru við Drottin sinn og meistara, Jesúm Krist. Hvers vegna kemst ég þá ekki hjá því að gráta þegar ég minnist hans? Ég hef ekkert að óttast fyrir hans hönd. Ef til vill er það af eigin- gimi minni yfír því að hafa hann ekki lengur? Ef til vill er það af einhvers konar sektarkennd yfir því að hafa aldrei þakkað honum al- mennilega fyrir það sem hann var mér. Hann bjargaði meira en lífi mínu, hann bjargaði sál minni. Þó held ég að ég, sem aðrir, gráti mest af undrun yfír því hversu hon- um var auðfundin leiðin til hjartans og hversu auðséð mynd Krists var á honum og framkomu hans. Dag- leg bæn hans var: Kæri Drottinn! Kenn mér að vera örlátur; Að gefa án þess að hugsa um tap Að beijast og hirða ekki um sársaukann Að strita þindarlaust. Að vinna og æskja einskis að launum nema vissunar um að ég sé að gera vilja þinn. Þannig bað hann, hugsaði og lifði alla ævi. Já, þótt ótrúlegt sé, þann- ig var Alfreð biskup. Og þó var hann miklu meira. Maður eins og Alfreð biskup er svo einstakur, góð- ur og sjaldgæfur í samfélagi okkar mannanna að aldrei hefur svo mik- ið sem eitt einasta orð verið hugsað upp sem væri nógu gott og fagurt til að lýsa því hvemig hann raun- verulega var. Ég þakka honum og Guði fyrir allt sem hann var, er og alltaf verður mér. Hvíli hann í friði. Kjartan Bjarni Björgvinsson. Það er svo sorglegt að Alfreð biskup skuli vera dáinn. Hann sem var alltaf svo góður og örlátur við alla. Hann sem ætlaði að ferma okkur báða. Hann sem átti að vera vinur fjölskyldunnar í mörg ár. Hvemig gat þetta gerst? Það er ekki mánuður síðan hann var hér í heimsókn hjá okkur og var svo hress, ánægður og kátur. Við hlökk- uðum mikið til þess að hann kæmi heim og urðum því fyrir miklum vonbrigðum þegar Kjartan bróðir sagði okkur að biskupinn hefði fengið hjartaáfall og lægi á sjúkra- húsi í Pittsburgh. Þótt við værum öll mjög áhyggjufull vorum við eig- inlega viss um að honum batnaði. Við ákváðum að skrifa honum kort með ósk um góðan bata og von um að sjá hann aftur sem fyrst. Síðan, tveimur dögum eftir að við settum kortið í póst, fréttum við að hann væri dáinn. Hann hefur ekki fengið kortið. En við vitum vel að hann lifir áfram þó að líf hans sé ekki lengur héma hjá okkur. Alfreð biskup er örugglega besti og skemmtilegasti maður sem við höfum kynnst. Það er svo ofsalega sorglegt að hann skuli vera dáinn og farinn frá okk- ur. Við þekktum hann svo stutt. Guð blessi hann og minningu hans. Ingvar og Sverrir. Þegar ég kvaddi Alfreð biskup á flugvellinum 2. mars sl. átti ég síst von á því að við myndum ekki sjást aftur. Han bar sig vel og hlakkaði til ferðarinnar. Hann fór oft utan og ferðir hans voru sjaldnast eins og við íslendingar hugsum okkur utanferðir. Þær voru ekki frí, heldur stöðug vinna og hann var í mjög góðu sambandi við söfnuðinn sinn meðan á ferðum hans stóð. Þegar ég frétti af því að hann hefði feng- ið hjartaáfall var mér mikið brugð- ið. Þó hefði kannski mátt gera ráð fyrir þessu, því hann vann langan vinnudag og hvfldist mjög lítið. Það hefði verið mjög erfítt fyrir hann að breyta lífsstíl sínum í kjölfar hjartaáfallsins, því hann var mjög framtakssamur og vann myrkranna á milli. Meðan á sjúkrahúsdvöl hans stóð var álitið að hann kæmist til heilsu á ný. Það var því mikið reið- arslag að frétta að hann hefði látist sl. mánudag. Herra Alfreð James Jolson var vígður Reykjavíkurbiskup af John O’Connor kardínála í Dómkirkju Krists konungs, Landakoti, 6. febr- úar 1988. Hann hafði því starfað hér í rétt rúm sex ár þegar hann var kvaddur á brott. Alfreð var Bandaríkjamaður af íslenskum ætt- um. Afí hans, Guðmundur Hjalta- son, var ættður frá Isafírði og kynntist hann konu sinni, Karólínu Amundsen, í Noregi. Þau fluttust til Bandaríkjanna árið 1907 og eignuðust fímm böm. Alfreð Hjalta- son vélvirki var eitt þeirra. Hann tók sér eftimafnið Jolson og kvænt- ist bandarískri konu af írskum ætt- um, Justin Houlihan. Þau eignuðust tvö börn, Alfreð, síðar biskup, f. 18. júní 1928, og Mary, sem er félagsráðgjafi. Samband Alfreðs við móður sína var mjög aðdáunarvert. Hann var henni stoð og stytta í veikindum hennar og veitti henni mikla gleði og hamingju. Hún var stolt af syni sínum og frú Vigdís Finnbogadóttir forseti lét svo um mælt að hún hafði gefíð íslandi son sinn. Justin lést í einni af heimsókn- um sínum tíl sonar síns, árið 1990, og var jarðsett í grafreit Dómkirkju Krists konungs. Þar verður og son- ur hennar lagður til hinstu hvfldar. Alfreð gekk í reglu jesúíta árið 1946, þá aðeins 17 ára gamall. Hann lauk guðfræðiprófi 12 ámm síðar og þáði prestvígslu 14. júní 1958. Hann var mikill námsmaður og lauk BA- og MA-prófí (Phil) frá Boston College ásamt Lic.Phil. og B.Theol-prófí frá Weston College í Boston. Hann lauk MBA-prófí með mjög góðum vitnisburði í Harvard Business School. Þar að auki hafði hann tvær doktorsgráður, Ph.D. (Soc.sc.) frá Gregorian University í Róm og Ph.D. (Hum. Litt.) frá Wheeling Jesuit College í Banda- ríkjunum. Samhliða námi stundaði hann ýmis störf. Hann starfaði mikið við kennslu og var prófessor og deildarforseti í Bandaríkjunum, írak og Rhódesíu. Jóhannes Páll II páfí veitti honum heiðursmerki, Riddari hinnar heilögu grafar, árið 1990. Alfreð var í biskuparáði Norðurlanda frá 1987. Ég átti þess kost að kynnast Alfreð biskupi mjög náið, bæði sem yfírmanni kaþólsku kirkjunnar hér á landi og einnig sem sérstaklega góðum vini. Við sóttum oft laugam- ar í frístundum okkar og áttum þar skemmtilegar samverustundir. Skopskyn Alfreðs var með eindæm- um gott og hann hafði alveg sér- stakt lag á að umgangast fólk og vekja það til umhugsunar um lífíð og tilveruna. Þegar hann var er- lendis sendi hann vinum og vanda- mönnumreglulega póstkort frá við- komustöðum sínum. Hann lagði mikinn metnað í að rækta sambönd sín við fólk, þrátt fyrir að hann uppskar ekki alltaf árangur erfíðis síns. Endrum og sinnum fékk að kenna á sannleiksgildi orðatiltækis- ins „enginn verður óbarinn biskup“. Starf hans náði út fyrir öll landa- mæri og hann vakti athygli á söfn- uðinum út á við og leitaði eftir stuðningi við hann. Bar margt til tíðinda meðan á veru Alfreðs biskups stóð hér á landi. Jóhannes Páll II páfí kom í heimsókn í júní 1989, samvinna milli kaþólsku kirkjunnar og þjóð- kirkjunnar jókst og John O’Connor kardínáli heimsótti okkur í annað sinn sl. janúar. St. Jósefskirkja var vígð að Jófríðarstöðum í Hafnar- fírði, kapella á ísafirði og í Kefla- vík, svo og nýbygging Landakots- skóla í Reykjavík. Otaldir eru hópar manna sem höfðu viðdvöl á biskups- setrinu við Hávallagötuna, enda var dvalarstaður biskupsins ávallt öllum opinn og margir nutu frábærrar gestrisni hans þar. Þegar páfínn kom til íslands lagði Alfreð biskup mikla áherslu á að unglingamir og aðrir leikmenn í söfnuðinum hefðu umsjón með kvöldverðarboðinu sem haldið var honum til heiðurs. Þetta mæltist mjög vel fyrir meðal páfa og fylgd- armanna hans. Páfínn var undrandi yfír því hvað biskupinn þekkti marga í söfnuðinum með nafni og vakti sérstaklega máls á því. „Bish- op, you know all the names, you know all the names.“ Alfreð gerði sér nefnilega far um að kynnast söfnuðinum sínum vel og vegna smæðar hans hér á landi átti hann hægar með að rækta samband sitt við hann. Það er sárt að hugsa til þess að fá ekki lengur notið nærveru vinar míns og frænda. Minningin um hann mun þó ávallt lifa. Gleðin yfír að hafa átt með honum samleið, þótt of stutt væri, mun í tímans rás ná yfirhönd yfir þeirri sorg og sökn- uði sem er ríkjandi í dag. Allt sem hann gaf samferðafólki sínu geym- um við í hjarta okkar og leyfum því að ávaxtast í kærleika til Guðs og manna. Innilega samúð votta ég Mary Kelly systur hans, bömum hennar, tengda- og bamabömum svo og öllum öðmm ættingjum, nánustu aðstandendum og vinum. Bið ég Guð að blessa þau í mikilli sorg þeirra. Guð blessi minningu Alfreðs biskups. Bjarni Sigm. Einarsson. Alfreð J. Jolson, jesúítaprestur, deildarforseti og prófessor við Wheeling Jesuit College í West- Virginia, var útnefndur sem biskup islíiiiclskostur Eriidrykkjur Verö frá 750 kr. á mann 6 1 48 49 V - -- Krossar á feiði I viðaHit og málaðir Mismunanai mynsíur, vönduo vinna. Siml 91-35929 t JÓN ÁRNASON frá Þverá ■ Reykjahverfi lést í Sjúkrahúsinu á Húsavík að morgni föstudagsins 25. mars 1994. Hrólfur Árnason og aðrir aðstandendur. t Fraenka mín, SÓLVEIG ANNA JÓNSDÓTTIR, Norðurbrún 1, sem lést í Skjóli 20. mars sl., verður jarðsungin frá Fossvogs- kapellu, þriðjudaginn 29. mars kl. 13.30. Ingibjörg Helgadóttir. Móðir okkar, t STEFANÍA ÓLAFSDÓTTIR frá Djúpavogi, Sörlaskjóli 88, er látin. Jarðarförin verður gerð frá Neskirkju þriðjudaginn 29. mars nk. kl. 15.00. Börnin. t Sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR ÞÓRÐARSON varaslökkviliðsstjóri f Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðar- kirkju miðvikudaginn 30. mars kl. 15.00. Þeim, sem víldu minnast hans, er bent á Þroskahjálp. Kristfn Friðriksdóttir, A. Wilhelm Sigurösson, Helga Þórunn Sigurðardóttir, Pétur Gunnarsson, Þórður Kr. Sigurðsson, Erna K. Sigurðardóttir, Haukur Leifs Hauksson og barnabörn. t Ástkær faðir minn, SIGFÚS HANSEN, sem lést á Dvalarheimilinu Hlíð 23. mars, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 30. mars kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður Hilmar Hansen. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langa- langamma, ÓLAFI'A ÞÓRÐARDÓTTIR, er lést á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi 21. mars, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 28. mars kl. 15.00. Stefán Hannesson, börn, tengdabörn, barnabörn, barna- barnabörn og barnabarnabarnabörn. t Herra ALFRED J. JOLSON S.J. Reykjavíkurbiskup, verður jarðsunginn frá Dómkirkju Krists Konungs, Landakoti, mánudaginn 28. mars 1994, kl. 13.30. Að athöfn lokinni er kirkjugestum boðið að þiggja veltingar í Perlunni. Prestarnir. t Elskuleg eíginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir og tengdadóttir, GUÐRÚN ALBERTSDÓTTIR, Dvergabakka 32, er lést í Landspítalanum 23. mars, verð- ur jarðsungin frá Bústaðakirkju, mið- vikudaginn 30. mars kl. 13.30. Edvard Pétur Ólafsson, Ólafur Pétur Edvardsson, Viktor Gunnar Edvardsson, Björn Ingi Edvardsson, Viktorfa Guðmundsdóttir, Kristbjörn Albertsson, Ólafur Jensen, Kristbjörg Jensen.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.