Morgunblaðið - 27.03.1994, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 27.03.1994, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 27. MARZ 1994 átti að þjóna. Þá rifjuðust upp orð- in, sem O’Connor kardínáli hafði mælt við biskupsvígsluna í Krists- kirkju: Það er einmanalegt starf að vera biskup. Fingurgullið, embætt- istákn biskups, staðfesti, að hér eftir væri Alfreð Jolson heitbundinn kaþólsku kirkjúnni á íslandi og ekki aðeins henni, heldur allri þjóð- inni. Hér mundi hann starfa og bera sinn kross og leggjast að lok- um til hinstu hvfldar í íslenskri fold. Þær sögusagnir komust á kreik, þegar Alfreð Jolson, hámenntaður jesúíti, var skipaður biskup, að ka- þólska kirkjan ætlaði að hefja stór- fellda sókn á íslandi. Því til stað- festingar var bent á, að von væri á páfa í heimsókn hingað til lands á næsta ári. En þetta var misskiln- ingur. Þvert á móti var það Alfreð biskupi sérstakt kappsmál að eiga gott samstarf við fulltrúa þjóðkirkj- unnar í anda vináttu og jafnræðis. Hitt er rétt, að hann var vel mennt- aður eins og algengt er um jesúíta. En hann var ekki fræðimaður í akademískum skilningi; hann hafði meira jmdi af því að vera innan um fólk en sitja yfir bókum. í predikun yfír fermingarbörnum sagði Alfreð biskup m.a.: „Himna- ríki er það að veita öðrum jafnan hlut, að taka þátt í lífí og starfí samfélagsins, að forðast eigingimi, að gefa öðrum af sjálfum sér. Það er þetta, sem í því feist að vera kristinn maður og fullgildur með- limur kirkjunnar." Alfreð biskup lifði sannarlega í samræmi við þessi orð sín. Hann fór á mannamót, fylgdist vel með því, sem var að gerast í þjóðfélaginu, og skrifaði greinar í dagblöð um margvísleg efni. Fyrir það hlaut hann gagn- rýni: Kaþólskur biskup átti ekki að blanda sér í málefni líðandi stundar. Þeir sem kynntust Alfreð náið, fundu, að hann var sífellt að skima eftir því, hvar hann gæti orðið að liði eða veitt öðrum gleði og var þá stundum harla uppfinningasam- ur. Hann átti það til að bjóða vinum sínum fyrirvaralítið út að borða, í kvikmyndahús eða ökuferð og kom upp körfuboltaneti við biskupshús- ið, svo að böm og unglingar í ná- grenninu gætu haft gaman af. Fyr- ir þremur ámm dvaldist ég um tíma í Kaupmannahöfn, og svo vildi til, að ég kom heim á afmælisdegi mín- um. Alfreð frétti af þessu, hringdi til móður minnar og bróður og spurði, hvort þau vildu ekki koma með sér til Keflavíkur að taka á móti ferðamanninum. A leiðinni keypti hann blómvönd, sem var síð- an afhentur mér í flugstöðinni með viðhöfn, eins og kominn væri þjóð- höfðingi til landsins. Ég veit, að margir fleiri gætu sagt svipaðar sögur. Oft vitjaði biskupinn bág- staddra, sem hann vissi engin deili á önnur en þau, að þeir voru ná- komnir einhveijum, sem hann þekkti. Eftir orðum hans að dæma, virtist hann eiga vini og ættingja um land allt. En við hér á þessu- ísakalda landi kunnum ekki alltaf að meta viðmót biskupsins, faðmlög hans, hlýlegt bros og hispursleysi. Athafnir hans voru ekki öllum að skapi, og talað var um „útlent" háttemi, sem væri ekki tilhlýðilegt í samfélagi okkar íslendinga. Samt reyndi Alfreð margsinnis að sann- færa fólkið um, að honum væri al- vara í því, sem hann sagði og gerði. Hann var hvað eftir annað í predik- unum sínum að minna á, að hann væri af íslensku bergi brotinn og hér vildi hann lifa og starfa sem íslendingur. Til að árétta þetta sótti hann um íslenskan ríkisborgararétt skömmu áður en hann féll frá með svo sviplegum hætti. En því miður var eins og þessi skilaboð færu fyr- ir ofan garð og neðan hjá sumum í söfnuðinum. Það var dapurlegt, því að Alfreð Jolson hafði eins og við flest mikla þörf fyrir ástúð og um- hyggju, ekki síst eftir að móðir hans dó, en á milli þeirra hafði verið ein- staklega kærleiksríkt samband. Ýmsir töldu, að tíðar utanlands- ferðir hans stöfuðu af því, að hann væri vansæll hér í þessu landi. Aldrei heyrði ég hann orða slíkt. Stundum var erindi hans út fyrir landsteinana að leita eftir stuðningi við kaþólska söfnuðinn á íslandi. En ástæður voru fleiri. í sögu Guð- mundar góða Hólabiskups lesum við, að hann eirði aldrei lengi heima á staðnum, heldur var sífellt á far- aldsfæti. Þannig var Alfreð biskup. Hann varð að komast út á meðal fólksins, sem hann hafði tekið ást- fóstri við, hvort sem það bjó hér á landi eða annars staðar. Alfreð var biskup yfír einhveijum fámennasta söfnuði kaþólsku kirkjunnar, en ætla mátti, að biskupsdæmi hans væri miklu stærra og næði yfir tvær heimsálfur austan hafs og vestan. Hann átti vini víða um lönd, og margir vildu fá hann til að skíra, ferma, gifta eða vinna önnur prest- verk, og öllum reyndi hann gott að gera. Alfreð Jolson vildi, að sín yrði minnst sem sáttasemjara í röðum kaþólskra biskupa á íslandi, og víst er, að hann græddi sár, sem grafíð höfðu um sig í söfnuðinum. Nú biðj- um við þess, að hlýjar minningar verði til að milda sársaukann í bijósti þeirra, sem syrgja góðan og göfugan mann. Hann hvíli í friði. Gunnar F. Guðmundsson. þetta brot úr laglínu sem aldrei hefur verið munað og aldrei hefur gleymzt. (Stefán Hðrður Grímsson.) Þetta er skrifað til þess að þakka fyrir að hafa orðið þess aðnjótandi að kynnast manni eins og Alfred Jolson biskup, kærleiksríkum, inni- legum, gáfuðum og vel menntuðum húmorista, sem hægt var að tala við um allt milli himins og jarðar. Við trúum því hér í þessu húsi að lífíð hafí tilgang og ekkert sé tilviljunum háð. Alfred biskup Jolson var okkur mikill og góður kennari. Það er erfítt að setja fíngur á það hvað það var nákvæmlega sem hann kenndi okkur, en eins og með alla góða kennara í lífínu, þá vitum við að það sem hann skildi eftir er dýrmætt og óhagganlegt og hefur tekið sér bólfestu í hjartanu. Við kveðjum þig Alfred með tárum sem eru okkur fjársjóður eins og minningamar. Guð blessi þig. Fólkið í sólarhúsinu, Bergstaðastræti 20: Einar Torfi Asgeirsson, Lind Völundardóttir, Perla T. Torfadóttir, Asgeir M. Einarsson, Fríða M. Torfadóttir. Með skyndilegu fráfalli Alfred J. Jolson biskups er horfínn af vett- vangi boðberi friðar og bræðralags milli þjóða, ötull stuðningsmaður aukinnar menntunar á öllum svið- um og virtur andlegur leiðtogi. Alfred J. Jolson settist fyrst í stjóm Menntastofnunar íslands og Bandaríkjanna fyrir tæpum fjórum ámm, og var frá þeim tíma dugmik- ill og áhugasamur um starf stofnun- arinnar á sviði samskipta þjóðarinn- ar í fræðslu- og menntamálum. Viðtæk reynsla hans af skólamál- um, jafnt sem kennari og stjórn- andi við menntastofnanir bæði í Bandaríkjunum og í öllum löndum skilaði sér ríkulega á þessum vett- vangi; víðsýni hans og meitluð kímnigáfa lífgaði oft upp á fundi stjómar stofnunarinnar þessi ár, og ráðleggingar hans til umsækjenda um Fulbright-námsstyrki, ábend- ingar varðandi umsóknargögn og persónuleg þekking á aðstæðum í bandarísku menntakerfí voru dýr- mætt framlag til starfsemi stofnun- arinnar. Fjörugar umræður á t Systir mín. MATTHILDUR KRISTJÁNSDÓTTIR PETERSEN, sem lést 21. mars, verður jarðsungin frá Neskirkju, miðvikudag- inn 30. mars kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Anton Kristjánsson. t Hjartkær eiginmaður minn og faðir, BRYNJÓLFUR MAGNÚSSON, Bústaðarvegi 85, andaðist í Borgarspítalanum 25. mars. Fyrir hönd aðstandenda, Jóna G. Sigurðardóttir, Sigurður Brynjólfsson. t Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður og ömmu, BERGUÓTAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Kársnesbraut 66, Kópavogi. Guðni Jónsson, Guðrún Guðnadóttir, Bergljót Steinsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför INGIBJARGAR ÓLAFSDÓTTU R, Skaftahlíð 13. Sérstakar þakkir til heimahjúkrunar, lækna og hjúkrunarfólks, sem sinnti henni í veikindum hennar. Ágúst Loftsson, Ólafur Ágústsson, Sigurður Ágústsson, Erla Eyjólfsdóttir, Loftur Ágústsson, Petrína Jensdóttir, Ingibjörg Ágústsdóttir, Árni Sigurjónsson, Svanhildur Agústsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Skjöldur Eiríks- son - Minning Fæddur 4. apríl 1917 Dáinn 20. marz 1994 Aðfaranótt sunnudagsins 20. marz sl. lézt á Vífilsstaðaspítala elskulegur mágur minn, Skjöldur Eiríksson. Nokkur síðustu ár þjáði hann sjúkdómur, er að lokum sigr- aði lífíð. Skjöldur var sérlega rólegur og prúður maður. Hann tók því, sem að höndum bar með yfírvegaðri skynsemi og stillingu. Skörp greind og kímnigáfa, sem hann átti í ríkum mæli, gerði hann vinmargan. Elsku- legt viðmót hans og einstök hjálp- semi við alla gerði hann sérstakan. Að mörgu leyti var Skjöldur mikill hugsjónamaður, og oft var hann á undan samtíð sinni. Hann átti sér drauma, en eins og við vitum, geta allir draumar aldrei ræzt. Snyrti- mennska og reglusemi einkenndi dagfar hans í hvívetna. Nú er ég einum vini fátækari við fráfall hans, en tími hans var kominn. Ég man, hvað ég hlakkaði til að sjá þann mann, er systir mín kynnti sem til- vonandi mág minn. En svo sannar- lega varð ég ekki fyrir vonbrigðum. Vinátta okkar hefur þróazt frá fyrstu tíð. Skjöldur var bókamaður og víð- lesinn. Ritfær í bezta lagi og skrif- aði nokkuð í blöð og tímarit. Þar ber og glöggt vitni BA-ritgerð hans í sagnfræði við Háskóla íslands. Yfir æskuheimili hans, að Skjöld- ólfsstöðum á Jökuldal, var ljómi gestrisni og menningar. Þar gerðu foreldrar hans garðinn frægan. Þar var þekktur áningarstaður við þjóð- braut þvera, enda þau hjónin Eirík- ur Sigfússon og Ragnhildur Stef- ánsdóttir (systir Amar skálds Arn- arsonar) héraðshöfðingjar. Skjöldur var fæddur að Skjöld- ólfsstöðum 4. apríl 1917. Hann ólst upp á fjölmennu heimili í hópi fimm systkina. Öll em þau látin, nema fóstursystirin Hulda, sem býr á Akranesi. Skjöldur var yngstur systkinanna. Hann stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri, og t Innilegar þakkir færum við þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, tengdasonar, mágs og svila, LAUST FREDERIKSEN, sdr. Ringvej 13, 9300 Sæby, Danmörku. Sóley B. Frederiksen, Jack og Stine, Rene og Gitte, Lára Loftsdóttir, Benjamin Sigurðsson, Pálfrfður Benjamfnsdóttir, Hákon Örn Halldórsson, Guðrún Benjamínsdóttir, Jörgen Pétursson. stjómarfundum um menntamál og samskipti þjóða á víðum gmnni verða ekki hinar sömu og honum gengnum. Fyrir hönd stjórnar Menntastofn- unar íslands og Bandaríkjanna vil ég votta starfsfólki biskupsstofu kaþólsku kirkjunnar og kaþólska söfnuðinum á Islandi innilega sam- úð og virðingu okkar vegna fráfalls dyggs samstarfsmanns og góðs vin- ar. Eiríkur Þorláksson. Fallinn er frá Alfred Jolson bisk- up. Alfred kynntumst við fyrst við vígslu hans. Við höfðum báðir frá unga aldri gegnt hlutverki messu- þjóna í kirkjunni þrátt fyrir lúth- erskan sið okkar. Mannkostir Al- freds urðu okkur strax augljósir. Hann var vingjarnlegur og laus við alla tilgerð. Þrátt fyrir ólíkan bak- gmnn, mikla menntun og virðulegt embætti var hann ætíð jafningi í samræðum við aðra. Hann var mjög umburðarlyndur þegar rætt var við hann um trúmál en jafnframt sterkur og rökviss málsvari kaþólsku kirkjunnar. Al- fred reyndi aldrei að snúa okkur til kaþólskrar trúar heldur hvatti hann okkur til að rækta okkar eigin sjálf- stæðu trú innan okkar kirkju. Við ræddum ekki einungis um trúmál heldur líka um annars konar hugð- arefni. Þrátt fyrir sannfæringu sína var hann laus við fordóma gagn- vart þjóðkirkjunni og grömdust aldagamlar eijur sem að hans mati voru trúnni ekki til framdráttar. Hempan gerði hann ekki að öðmm manni en hann var. Eitt af einkenn- um hans var litla japanska mynda- vélin sem ávallt var með honum og hikaði hann ekki við að draga hana upp á ólíklegustu stundum. Þótt störf hans væru gífurlega erilsöm gleymdi hann aldrei að rækja vináttuna. Okkur er minnis- varð stúdent þaðan 1940. Hann lauk fyrrihluta prófi í lögfræði við Háskóla íslands 1944. En um þess- ar mundir fluttist Skjöldur austur á Jökuldal, þar sem bróðir hans var um það leyti að flytja frá æskuheim- ilinu í annan landshluta. Þar kynnt- ist Skjöldur tilvonandi konu sinni, sem um þessar mundir var barna- kennari í sveitinni. Seinna fluttu þau að æskuheimili hennar, Húsey í Hróarstungu. Hann var farkenn- ari í Tunguhreppi um skeið og síðar skólastjóri við bamaskóla Jökul- dalshrepps. Kennaraprófí lauk hann 1951. Arið 1973 hóf Skjöldur aftur háskólanám og þá í sagnfræði og lauk prófí í þeirri grein. Hann flutti til Reykjavíkur á áttunda áratugn- um, og síðustu starfsár sín vann Skjöldur hjá Landsbóka- og Þjóð- skjalasafni, og var það starf vel við hæfi hans. Skjöldur kvæntist eftirlifandi konu sinni, Sesselju Níelsdóttur, sjúkraliða, árið 1946, og eignuðust þau hjónin fjögur börn. Þau eru: Ragnhildur skólastjóri, Níels kerfis- forritari, Eiríkur bóndi og Stefán stjórnmála- og mannfræðingur. Innilega samúð votta ég systur minni og fjölskyldu hennar. Soffía Níelsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.