Morgunblaðið - 27.03.1994, Síða 33

Morgunblaðið - 27.03.1994, Síða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR SUNNUDAGUR 27. MARZ 1994 stætt eitt sinn er við kepptum í ræðukeppni grunnskóla. Þangað mætti biskupinn í fullan sal af æpandi unglingum og sat í miðri þvögunni, klæddur svörtu emliætt- isfötunum og fylgdist með hinn rólegasti. Þótt keppnin hafi í sjálfu sér verið lítilvæg vissi hann hve mikilvæg hún var okkur ungum og óreyndum ræðumönnum. Slíkur stuðningur var ætíð vís hjá honum. Ófá eru þau hlýlegu kort sem hann sendi okkur héðan og þaðan úr heiminum. Ekki einungis kaþólsk kirkja heldur öll íslensk kirkja hefur misst dyggan þjón sem barðist gegn sundrungu og boðaði umburðar- lyndi. Fallinn er frá drengur góður og traustur vinur. Blessuð sé minn- ing hans. Þorlákur Einarsson, Ragnar Kjartansson. Hann var eins og af guði sendur hingað fyrir nokkrum árum til að þjóna kaþólska biskupsdæminu á Islandi. Alfred J. Jolson er harmdauði öllum þeim, sem áttu því láni að fagna að kynnast honum sem manni og andlegum leiðbeinanda. Nú er hann burt kallaður af guði — töluvert óvænt. Það skildi eftir tóm. Hann var mjög lifandi maður, blátt áfram og eðlilegur. Þannig var nærvera hans. Hann var eins og trúin sem er og verður hluti af daglegu lífi. Það var kaþólsku kirkj- unni — hinni almennu heilögu kirkju á íslandi — til heilla, þegar Jolson var skipaður leiðtogi hennar. Það var ekki síður íslandi og allri þjóð- inni til heilla, að Hann, sem öllu ræður, skyldi fela Jolson þetta mis- erfiða hlutverk að kenna fólki hér að virða guð og menn. íslenzka þjóðin er á stundum „erfitt lamb“ eins og við vitum öll — óþæg (mildi- lega orðað). Hann var hæfilega reyndur og víðsýnn til að inna af hendi hlutverkið. Hann gaf svo sannarlega gott fordæmi með nær- verunni einni. Jolson var gæddur mannlegum varma og útgeislan, sem stafaði af honum og mótaði messuhald hans meðal annars. Og eins og O’Connor kardínáli frá New York vinur hans sagði nýlega, þeg- ar hann var staddur hér á landi, þá er „messan hjarta og sál okkar trúar (kaþólsku)“. Jolson flutti nýjan tón inn í ka- þólsku kirkjuna á Islandi. Slíkt end- urspeglaði lífsstíl hans. Hann þekkti heiminn auðsjáanlega betur en margir aðrir og þrátt fyrir menntun hans og lærdóm (jesúíti með ótrú- lega langt akademískt nám að baki í ýmsum greinum og margþætta reynslu og starfsþjálfun um víða veröld m.a. í írak) bar hann það ekki með sér. Hann var stéttlaus eins og lífsbaráttan. Hann var mað- ur — karlmenni. Jolson var af íslenzku bergi brot- inn. Afi hans Guðmundur Hjaltason var ættaður að vestan, frá Naut- eyri við ísaijarðardjúp, en hann fór ungur til Ameríku. Að öðru leyti var Jolson af írskum og norskum uppruna. Þegar við fyrstu messu hans í Landakoti hér um árið, einkum við útdeilingu sakramentisins, fylgdi honum jákvæður kraftur, sem minnti á lífið og birtu, ljósið — „ljós trúarinnar". Orð O’Connors, sem hann við- hafði hér á landi í prédikun ekki alls fyrir löngu, sönnuðust ekki sízt á Jolson: „Við erum kaþólsk og við viljum, að heimurinn viti það. Við viljum vera ljósberar." Og O’Connor bætti svo við: „Látið ljós trúar ykk- ar lýsa öllum. Fólk á að geta litið til ykkar, hlustað á ykkur, horft á ykkur og sagt: Þessi maður eða þessi kona hlýtur að vera kaþólsk, því þau erU svo hlý, svo vingjarn- leg, svo veglynd gagnvart öðr- um...“ Svo hlýr, svo vingjarnlegur, svo veglyndur gagnvart öðrum. Það var fordæmi, sem Jolson gaf í blíðu og stríðu. Þannig gaf hann kaþólskt fordæmi meðal vor. Ljós trúarinnar stafaði af nærveru hans og mun aldrei deyja. Hvíl í friði. Steingrímur St. Th. Sigurðsson. Dasrar lífs osr lista Keflavík. tJ '—7 NEMENDUR og kennarar Fjölbrautaskóla Suðurnesja standa þessa vikuna fyrir starfsdögum í skólanum sem nemendur hafa kosið að kalla „daga lífs og lista.“ í framhaldi af því verður skólinn opinn almenningi um helgina þar sem starfsemi hans og það sem nemendur hafa verið að fást við í vetur verður kynnt. „Þetta er ákveðinn liður í skólastarfinu þar sem frumkvæðið er meira hjá okkur og um leið kærkomið tækifæri til að líta aðeins upp úr bókun- um og létta aðeins á andanum um leið,“ sagði Gestur Páll Reynis- son, formaður nemendafélagsins. Gestur Páll sagði að fram að helgi væru nemendur að vinna við ýmiskonar verkefni sem væru bæði í formi verklegra framkvæmda og fyrirlestra. Meðal námskeiða mætti nefna: málmsmíði, förðun, leirgerð, matreiðslu, skotveiði og söng svo eitthvað sé nefnt. Þá mætti nefna nokkra athyglisverða fyrirlestra svo sem um alnæmi, andleg málefni, hvað tekur við að loknu framhaldsnámi og um geim- verur. Meða! verkefna sem almenningi gest kostur á að skoða um helgina má nefna vélmenni sem nemendur og kennarar á II. stigi vélstjórnar- brautar hafa verið að smíða í vet- ur. Hann er loft og rafmagnsknú- inn og mun hann dreifa kynning- arbæklingum um brautina til gesta. -BB Morgunblaðið/Björn Blöndal Kennari og nemendur II. stigs vélstjórnarbrautar með vélmennið sem þeir hafa smíðað í tilefni af starfsdögunum. F.v. Magnús Karls- son kennari, Guðmundur Viðar Agústsson nemandi, Pálmi Þór Erl- ingsson nemandi, Pétur Steinþórsson nemandi, Bjarni E. Isleifsson nemandi og Atli Gunnarsson nemandi. VERÐIÐ €hielle VERSLUN, HJALLAHRAUNI8, HAFNARFIRÐI PYSIC GÆDI 41.890 Með þessari skjalatösku hefur þú röð og reglu á öllu. Talnalás, margvísleg innihólf, fóðruðað innan, slitsterkt efni í ytra borði. í skólann, í vinnuna og á heimilið. Stærð 45x32x11 cm. Verð kr. 1.890 Kventaska úr ledri Utvarpsvekiars FIW Ferdatöskusett 3 töskur í setti adeins kr. 1.490► Faileg útvarps- klukka sem vekur eftir vali með hringingu eða hljómlist. Hægt er _ _ _ _ að stilla á vakn- 1.490 ingu með hléi á milli hringinga og láta útvarpið slökkva sjálft á Falleg axlataska sér allt að klukkutíma eftir að þú ferð að sofa. Klukkan er með úr glansandi stillitökkum og sýnir 24 klst. i sólarhringnum og gengur rétt leðri. Með með rafhlöðum ef rafmagnið fer af. Verð kr. 1.490 segullás, góðum Fl’Vypnipn innihólfumog g rj TaBy^IIÍ.L'1 '•1' *j t fóðruð. Stærð ca r Óvenjuleg hugmynd. Falleg 18x15x9 cm. t ilmkerti fylla húsið sérstöku Verð kr. 1.490 L' -Æk. JSMtÉ andrúmslofti og gefa hverju hátíðarborði sinn svip. Þegar kertin eru brunnin upp má nota fallegar skálarnar úr möttu gleri undir alls konar smáhluti. Skálarnar hafa 3 mismunandi form og eru fallega skreyttar með blómum og slaufum. 5.990 Ferðatöskusett á hagstæðu verði, 100% nylon. Stærsta ferðataskan er u.þ.b. 75x49x21 cm á stærð og sú næsta 65x39x14 cm. Báðar ferðatöskurnar eru með rennilás, 2 stórum hjólum og ólum til tryggari lokunar. Þær eru með stórum framhólfum með rennilásum, dráttarlykkjum, þægilegu handfangi, styrktum hornum, 2 farangursböndum og töskunum er læst með stungulás. Botninn er meðfjórum hlífðartöppum. Stærð 30x40x14 cm. Litur: Svart/litaðar rendur. FYRIR PASKAIMA Pýskar gædaspólur frá Quelle. 10 í pakka. 180 mín. Verð kr. 2.990. 10 í pakka 240 mín. Verð kr. 3.890. PÖIUTUNARSÍMI 50200 ALLAR VÖRUR TIL AFGREIÐSLU STRAX - PAIUTIP EÐA KOIVHÐ Frábært: 1 verður 3. Hliðartaska og bakpoki með burðarólum og renndum hólfum. Þessi hentuga ferðataska heimshornaflakkarans, eða frítíma- taska fjölskyldumeðlimanna, er jafn handhæg á löngum sem stuttum ferðalögum. Hún er allt í senn falleg, sportleg og afar rúmgóð. En það allra besta við hana eru hliðarhólfin sem hægt er að renna af og breyta í fallega axlatösku og flottan bakpoka. Ferðataskan er úr nyloni, u.þ.b. 70x30x35 cm á stærð. “""42.490 EF ÞÚ KAUPIR EÐA PANTAR FÆRDU STÓRA QUELLE-LISTANN ÓKEYPIS! L I S T A KHXJP QUELLE Þýðingarlfsti - Inneignarávísun Vöruúrval á 1300 bls.Allt sem fjölskyldan og heimillð þarfnast. Fatnaður, skór, búsáhöld, gjafavara, heimilisvara, nytjavara, rafmagnstæki stór og smá, myndavélar, verkfæri. Listlnn kostar 700 kr. og honum fylgir islenskur þýðingarlisti og inneignarávísun fyrir verði listans. MADELEINE TÍSKULISTINN Glæsilegur tískufatnaður fyrir kvenfólk. Fatnaður, skór og fylgihlutir i algjörum sérflokki. Þetta er einstakur listi fyrir konur sem vilja fatnað eins og hann gerist bestur. Listinn er 160 bls. og kostar kr. 500. ICH IIIIAC'S ICH TRAC'S STÓR NÚMER Konur sem þurfa stór númergeta nú valið úr fallegum fatnaði skv. nýjustu tísku. i þessum lista eru númer a.m.k upp I stærð 54. Einnig undirfatnaður, baðfatnaður o.fl. Listi sem verður sífellt vinsælli. Listinn er 84 bls. og kostar kr. 300. Ef þú kaupir Quelle listann færðu þennan ókeypis. EURO KIDS BARNALISTI Barnalisti með skemmtilegum barnafatnaði, rúmfatnaði og margs konar aukahlutum og spennandi hugmyndum fyrir börn. Listinn kostar kr. 200. Fylgir Quelle listanum ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.