Morgunblaðið - 27.03.1994, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 27.03.1994, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 27. MARZ 1994 39 ATVINNUAUGÍ YSINGAR HJÚKRUNARHEIMILI VIÐ GAGNVEG í REYKJAVÍK Hjúkrunarfræðingar - hjúkrunarnemar takið eftir!!! Hjúkrunarfraeðinga og hjúkrunarnema vantar til starfa á allar vaktir á Hjúkrunarheimilinu EIR v/Gagnveg í Grafarvogi. Nánari upplýsingar veitir Birna Kr. Svavars- dóttir, hjúkrunarforstjóri í síma 683200. HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR BARÓNSSTÍG 47 Hálf staða sérfræðings í kvenlækningum við mæðradeild Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkur er laus til umsóknar. Upplýsingar gefur yfirlæknir mæðradeildar í síma 22400. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um læknismenntun og læknisstörf sendist stjórnsýslu á þartil gerðum eyðublöðum sem liggja frammi hjá starfsmannahaldi Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur fyrir 5. apríl nk. Heilsugæslan í Reykjavík, Stjórnsýsla. yoy Birgðastjóri Áhaldahúss Staða birgðastjóra Áhaldahúss Kópavogs er laus til umsóknar. Starfið er einkum fólgið í yfirumsjón með innkaupum, birgðavörslu, umsjón með áhöldum og viðhaldi þeirra. Iðnmenntun eða starfsreynsla við innkaup og birgðavörslu er áskilin. Nánari upplýsingar veitir yfirverksjóri í síma 41570 kl. 11-12 alla virka daga. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu tæknideildar Kópavogs, Fannborg 2, 3. hæð og skulu umsóknir berast þangað fyrir 11. apríl nk. Frá Fræðsluskrif- stofu Austurlands- umdæmis Lausar stöður við eftirtalda grunnskóla í Austurlandsumdæmi. Umsóknarfrestur er til 24. apríl 1994. Kennarastöður við eftirtalda grunnskóla: Egilsstaðaskóli: Meðal kennslugreina: Smíðakennsla. Djúpavogsskóli: Meðal kennslugreina: Kennsla yngri barna, myndmennt og íþróttir. Umsóknir sendist viðkomandi skólastjóra. Upplýsingar í síma 97-41211. FræðslustjóriAusturlandsumdæmis. IP Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða fóstrur og þroskaþjálfa í leik- skólann Vesturborg v/Hagamel, s. 22438. Þá óskast sérhæfðir starfsmenn til stuðn- ingsstarfa í leikskólann Suðurborg v/Suðurhóla, s. 73023. Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leik- skólastjórar. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. Ertu sterkur sölumaður? Þá höfum við rétta starfið fyrir þig, en við erum að leita að kröftugum og öflugum sölumanni. Æskilegt að viðkomandi hafi þekkingu á byggingavörum, hafi góð skil á ensku, einu Norðurlandamáli og sé vanur tölvum. Verksvið viðkomandi er að hafa heildaryfir- sýn yfir byggingamarkaðinn, heimsækja arki- tekta og verkfræðinga og afla verkefna fyrir fyrirtækið. Góð laun í boði fyrir réttan einstakling. Umsækjendur greini aldur og fyrri störf, gott að fá mynd með ef mögulegt. Tilboð merkt: „Hörku sala - 999“ sendist auglýsingadeild Mbl. Umsóknarfrestur er til 5. apríl. Heimilishjálp - barnagæsla Barngóð stúlka óskasttil léttra heimilisstarfa og barnagæslu (ungabarn) 15-20 tíma í viku eftir samkomulagi. Sími 17292. WÍÆ Æ h i: i r i k tMATREIÐSLUKLÚBBUR $ VÖKU-HELGAFELLS | Góð aukavinna! Nýir eftirlætisréttir er nýr og spennandi matreiðsluklúbbur þar sem boðið er uppá fjölbreyttar og Ijúffengar uppskriftir, ráðgjöf, námskeið, klúbbkort og ýmis fríðindi. Af því tilefni óskum við hjá Vöku-Helgafelli eftir að ráða áhugasamt fólk til sölu- og kynningar- v starfa í tengslum við klúbbinn. Vinsamlegast hafið samband við Hildi Hall- dórsdóttur í síma 688300 mánudag, þriðju- dag og miðvikudag milli kl. 9 og 13. Tekjutrygging og góðir tekjumöguleikar fyrir gott fólk! Vaka-Helgafell. Stuðnings- fjölskylda -fósturforeldrar Bæjarfélagið á Höfn óskar eftir stuðningsfjöl- skyldu á Reykjavíkursvæðinu. Starf stuðn- ingsfjölskyldunnar felur í sér að vista ungling eina til tvær helgar í mánuði. Einnig er leitað eftir fósturforeldrum fyrir sama einstakling frá og með haustinu 1994. Þess vegna væri æskilegt að stuðningsfjölskyldan hefði einnig áhuga á því verkefni. Nánari upplýsingar gefur félagsmálastjóri Hafnar í síma 97-81222. Landgræðsla ríkisins - Skógrækt ríkisins Héraðsfulltrúi á Norðausturlandi Landgræðsla ríkisins og Skógrækt ríkisins óska eftir að ráða héraðsfulltrúa fyrir Norð- austurland með aðsetur á Húsavík. Umsækjandi skal hafa tekið háskólapróf í líf- fræði eða búfræði. Sérmenntun á sviði land- græðslu, vistfræði, landnýtingar er æskileg. Auk þess þarf umsækjandi að hafa góða hæfileika til samskipta við fólk og geta unn- ið sjálfstætt að verkefnum. Starfið felst í vinnu með bændum, áhugahóp- um og sveitarfélögum að landgræðsluverk- efnum, einnig skipulagi, verkstjórn og skrán- ingu verkefna og takmörkuðum rannsóknum. Umsóknir, með ítarlegum upplýsingum um nám og starfsferil, sendist landgræðslu- stjóra, Landgræðslu'ríkisins, Gunnarsholti, 850 Hella fyrir 15. apríl 1994. Nánari upplýsingar veitir Þröstur Eysteins- son í síma 96-41924. Landgræðsla ríkisins, Skógrækt ríkisins. Verkefnisstjóri til undirbúnings fræðslustofnunar um náttúru íslands Samstarfshópur á sviði náttúruverndar, ferðaþjónustu og fræðslu vill ráða verkefnis- stjóra til að undirbúa starfsemi fræðslustofn- unar á háskólastigi sem ætlað er að bjóða erlendum vísindamönnum, námsmönnum og áhugafólki fræðslu um náttúru íslands og e.t.v. síðar um önnur efni. Verkefnisstjórinn skal hafa staðgóða þekk- ingu á náttúru íslands, helst vera menntaður í náttúrufræðum eða hafa aflað sér þekking- ar á því sviði með öðrum hætti. Hann skal vera framtakssamur, vanur að vinna sjálf- stætt og hafa reynslu af alþjóðlegum sam- skiptum. Starfið er tímabundið, miðað ervið að undir- búningur verkefnis hefjist í apríl (hlutastarf e.t.v. í byrjun) og verkefninu verði lokið í desember 1994. Launakjör miðast við laun háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Umsóknarfrestur er til 5. apríl. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í Tæknigarði, Dunhaga 5,107 Reykjavík. Sími 694920. fBORGARSPÍTAIINN Skurðstofur - Hjúkrunarstjóri á skurðdeild - skurðhjúkrun - Staða hjúkrunarstjóra á skurðdeild E-5, er laus til umsóknar. Skurðgangur þjónarfimm sérgreinum skurð- lækninga, á 7 skurðstofum. Starfssvið hjúkrunarstjóra felst meðal annars í eftirfarandi: Almennri stjórnun; - starfsmannahald og áætlanagerð. Hjúkrunarstjórnun; - verkefnastjórnun, gæðaeftirlit, eftirlit með skipulagningu, fram- kvæmd og skráningu hjúkrunar og umsjón með þróunarvinnu. Hjúkrunarforstjóri skal hafa víðtæka starfs- reynslu og þekkingu í skurðhjúkrun og reynslu í stjórnun. Staðan veitist frá 1. maí 1994. Umsóknir skulu hafa borist til Sigríðar Snæbjörnsdótt- ur, hjúkrunarforstjóra Borgarspítalans, fyrir 30. mars 1994. Gyða Halldórsdóttir, hjúkrunarframkvæmda- stjóri veitir frekari upplýsingar. 4- vmmmsmmasmam HKcmsri I ~ ■ - ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.