Morgunblaðið - 27.03.1994, Side 51

Morgunblaðið - 27.03.1994, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MARZ 1994 51 Gárur eftir Eltnu Pálmadóttur SVEIGJANLEIKI Sveigjanleiki er orðið orð orð- anna. Þeim mun tíðar nefnt sem meira liggur við. Og engu hægt að hnika vegna, ja vegna hvers? Gamiar reglur frá allt öðrum aðstæðum og gamall vani, sem ekki verður hristur upp úr hjólförunum. Sveigjan- leiki bar býsna víða á góma í Mbl. síðastliðinn sunnudag. Á merkilegum fundi iðnríkja heims í Detroit um hið skelfilega atvinnuleysi sem ógnar Evrópu og Bandaríkjunum lögðu spek- ingamir í efna- hagsmálum áherslu á sveigjanleika á vinnumarkaði sem úrræði. Það var líka eitt af fleiri hugs- anlegum úr- ræðum nýja borgarstjórans okkar Áma Sigfússonar til að útrýma bið- listum um leik- skólapláss, sveigjanlegur vinnutími kynni að geta komið þar til. Gott ef sá sveigjanleiki er ekki líka á stefnuskrá nýja sameiningar- flokksins. Ég fór að velta því fyrir mér af hveiju þessi sveigj- anleiki á vinnutíma væri ekki fyrir löngu kominn í gagnið. Kvennaráðstefnur hafa stans- laust í tvo áratugi talað um sveigjanlegan vinnutíma sem úrræði til að hjón geti skipt með sér tímanum með bömum sín- um. Er þessi skrifari sat í borgar- stjóm Reykjavíkur á 8. áratugn- um, var þetta mjög á dagskrá. Þá flutti ég tillögu sem borgar- stjóm samþykkti einróma um að starfsfólki yrði gefinn kostur á sveigjanlegum vinnutíma á öllum borgarstofnunum, þar sem hægt væri að koma því við. Um sama leyti var sam- þykkt á alþingi þingsályktunar- | tillaga frá Friðriki Sophussyni um að unnið yrði að því að koma á sveigjanlegum vinnutíma. Ég hélt satt að segja að með þess- ari samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur mundi starfsfólk, einkum konumar sem háværar höfðu kvartað undan erfiðleik- um með bömin meðan báðir foreldrar ynnu á sama tíma, bregðast við hver á sínum stað og ganga á eftir þessu. Enda I hlýtur að vera kostur á barna- heimilum ef annað foreldanna byijar fyrr og kemur fyrr heim og hitt fer seinna til vinnu og kemur seinna. Styttri tími að brúa og lengur einhver heima þegar börn koma og fara í skóla. En það fór ekki svo. Starfsfólk lét ekkert á þetta reyna. Óskaði | ekki eftir að fá sveigjanlegan i vinnutíma á sínum stað. Ekki minnist ég þess að neinn léti á 1 reyna nema hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkurborgar. Yfirmenn þar voru með á nótunum og það gekk ágætlega. Starfsmannafé- lag Reykjavíkurborgar tók þetta mál ekki upp á sína arma, kannski ekki von ef viðkomandi starfsmenn þrýstu ekki á. Og | ekki reyndi á liðlegheit vinnu- málastjóra, sem útaf fyrir sig J var ékkerí hrifinn. Samþykkt I allrar borgarstjórnar hefði átt gildi. Bara ganga í það. Til að koma slíku í fram- kvæmd og upp úr hjólfari fastn- jörvaðs vinnutíma hafa opinber- ar stofnanir auðvitað besta möguleika. Kannski einu mögu- leikana, þar sem verkalýðs- hreyfingin virðist illfær um að laga sig að breyttum aðstæðum. í öllum samningaviðræðum er. t.d. haft hátt um að jafna kjör- in en alltaf endað með að kjara- bilið breikkar, þar sem hærra launaðir eru líka í félögunum. Þetta er ekki bara á íslandi heldur í öllum nágrannríkj- um. Eins og óumbreytan- legt náttúru- lögmál. Ballad- ur forsætisráð- herra Frakka ætlaði í 12% atvinnuleysi að auka sveigjan- leikann á vinnumarkað- inum, en varð að gefast upp. -Kom í ljós að félög vinnandi fólks vildu eng- an sveigjan- leika. Menn eru bara ófærir um að koma sveigj- anleika lengra en sem frómri ósk í ræðustól á tyllidögum. Þama kom þó óvænt glæta um daginn. Misjöfn kjör vinn- andi fólks hjá opinberum stofn- unum og úti á vinnumarkaðin- um hafa iengi verið í brenni- depli. Þegar opinberri stofnun var breytt í hlutfélag, kom svart á hvítu í ljós að kjörin voru miklu betri undir vernd Reykja- víkurborgar, að því er starf- menn og félag þeirra fullyrtu og vildu auðvitað ekki neina breytingu. Eftir mikið japl og jaml og fuður var fallist á að þó þeir væm úti á hinum al- menna vinnumarkaði mættu þeir enn vera í Starfsmannafé- lagi Reykjavíkurborgar, sem barðist harkalega fyrir að svo mætti verða. Þama er því opnuð leið fyrir almenning til að kom- ast í félag sem hefur betri samn- inga. Það sem gildir fyrir nokkra hlýtur að gilda fyrir okkur öll hin, eða hvað? Og þama var semsagt starfs- mannafélag opinberrar stofnun- ar sem barðist fyrir því að svo mætti verða. Lengi hefur verið rætt um að mesta svínaríið í okkar vel- ferðarkerfi sé mismunun á líf- eyrisréttindum aldraðra eftir því hvaða lífeyrissjóði þeir eru í og hafa verið þvingaðir í með lög- um. Greiða meira að segja enn í sjóði sem aldrei munu geta staðið við skuldbindingar. Varia verður hægt. að standa lengi gegn því að fólk geti greitt í þann lífeyrirsjóð sem það helst kýs. Og í samræmi við það að fólk geti gengið í það starfs- mannafélag sem það kýs, eins og strætisvagnastjóramir í starfsmannafélag Reykjavíkur, þá hljótum við vinnandi fólk í þessu landi líka að mega velja okkur þann lífeyrissjóð sem er sjóða bestur og gulltryggður með skattpeningum okkar allra. Þarna hefur Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar af kjarki rið- ið á vaðið og af mikilli hörku kippt jafnlaunamálunum upp úr gamla farinu. Fundið leið og opnað smugu í harðan vegginn, eða hvað? að duga. Og ég veit ekki til þess að hún hafí nokkurn tíma verið tekin aftur. Sé því í fullu Mál: 262x193x40/33 Litir: Beyki, svart með bláum eða beykihurðum. HIRZLAN Lyngási 10, Garðabæ. Sími 654535. FAGOR Þ’Ö'bWA'Ú'F/kflW & FB$S' Magn afþvotti 5 kg Þvottakerfi 17 Hitar síðasta skolvatn Sér hitastillir 0-9CPC Ryöfrí tromla og belgur Hraðþvottakerfi Áfangaþeytivinda Sjálfvirkt vatnsmagn Hæg vatnskæling Sparneytin Hljóðlát VINSAMLEGAST ATHUGIÐ NÝTT HEIMIUSFANG RÖNNING BORGARTÚNI 24 SÍMI Ó8 58 68 Deloitte & Touche ^ | Alþjóðleg tengsl Frá og með 15. mars 1994 er Endurskoðun Sig. Stefánsson hf. hluti afhinu alþjóða endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtœki Deloitte Touche Tohmatsu Intemational (DTTI). Fyrirtœkið starfar nú undir nafninu Endurskoðun Sig. Stefánsson - Deloitte & Touche. DeloitteTouche Tohmatsu International DTTI starfar í 116 löndum og er eitt afstœrstu endurskoðunarfyrirtœkjum í heimi og leiðandi á sviði endurskoðunar og ráðgjafaþjónustu. Fjölþcett þjónusta Við kappkostum að veita trausta oggóða þjónustu og önnumst eftir sem áður: ■ Endurskoðun ■ Reikningsskil ■ Skattskil og skattaráðgjöf ■ Rekstrarráðgjöf og áœtlanagerð ■ Stofnun og sameiningu félaga ■ Bókhalds- og tölvuþjónustu Endurskoðun Sig. Stefánsson Deloitte & Touche. Ármúla 40 108 Reykjavík Sími 677622 Fax 677632 Útibú: Tengd fyrirtœki: Vestmannaeyjar Endurskoðun Akureyri hf. Keflavík Endurskoðun Austfjarða sf. Eigendur: Sigurður Stefánsson, Magnús Elíasson, Þorvarður Gunnarsson, Ólafur Elíssen, Lárus Finnbogason, Guðmundur Kjartansson, Björg Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.