Morgunblaðið - 27.03.1994, Page 52

Morgunblaðið - 27.03.1994, Page 52
varða víðtæk f jármálaþjónusta Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna MORGVNBLAÐID, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 8040/ AKllREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 27. MARZ1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. íslenskt-nam- ibískt samstarf Þrírtogarar veiða 11.000 tonna kvóta GENGIÐ verður frá samningum um stofnun íslensks-namibísks. sjávarútvegsfyrirtækis undir nafninu Seaflower Whitefish Corp. í Liideritz í Namibíu í næsta mánuði. Ráðgjafarfyrir- tækið Nýsir hf. hefur staðið að undirbúningi og skipulagningu fyrirtækisins. Sigfús Jónsson, stjórnarformaður Nýsis, segir að stærsti namibíski hluthafinn sé ríkisfyrirtækið Fishcor og stærsti íslenski hluthafinn séu íslenskar sjávarafurðir. Fyrir- tækið hefur starfað undir merki Fishcors og rekið tvo togara. Fengist hefur kvóti fyrir þriðja togarann og fer hann frá Islandi fljótlega. Nýja fyrirtækið gerir út á lýsipg og hefur 11.000 tonna kvóta. Áætlað er að starfsmenn verði á bilinu 100 til 150 á þessu ári. Framkvæmdastjóri er Sig- urður Bogason fyrrum starfs- maður Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna. „Namibíumennirnir stofnuðu rík- isútgerðarfyrirtæki utan um tvo togara og keyptu upp humarfyrir- tækið Seaflower Lobster Corp. Síð- an leituðu þeir til okkar um sam- starfsaðila með þekkingu og reynslu í sjávarútvegi. Þeir vildu að þessir aðilar væru trúverðugir, ekki of stórir og hefðu hag af sam- vinnu við sig. Við gerðum síðan hagkvæmniútreikninga á þessu öllu saman, leituðum samstarfsaðila og réðum starfsmenn. Svo þegar fyrir- tækið verður formlega stofnað í næsta mánuði verður okkar hlut- verki að mestu lokið," sagði Sigfús. íslenskar sjávarafurðir verða vænt- anlega stærsti íslenski hluthafinn og munu sjá um sölu afurða félags- ins. 15 íslendingar Sigfús sagði að um hefðbundið sjávarútvegsfyrirtæki yrði að ræða. Þijá togara þyrfti til að nýta 11.000 tonna kvóta og gert væri ráð fyrir að helmingur afla yrði unninn á hafi úti. Hinn helmingurinn yrði hins vegar unninn í fiskvinnslu í landi. Yfirmenn á togurunum væru íslenskir og samtals yrði um 15 íslendingar í vinnu hjá fyrirtækinu. Lífshætta að Fjallabaki Vegna fannfergis á Fjallabaksleið nyrðri hefur Landsvirkjun vakið athygli á hættu sem getur skap- ast af nálægð við háspennulínur, en á nokkrum stöðum á leiðinni frá Landmannalaugum i Jökuldali er mjög lágt orðið undir línuna. Meðfylgjandi mynd var tekin þeg- ar starfsmenn Landsvirkjunar voru við viðgerðir á línunni síðast- liðinn föstudag, en þá var línan straumlaus og jarðbundin. Við það tækifæri merktu þeir þann stað þar sem lægst er undir línuna, eða tæplega þrír metrar. Spenna á lín- unni er 130 kílóvolt og því lífs- hættulegt að nálgast hana. Olíufélögin þurfa að endumýja birgðastöðvar vegna olíumengunarvama Morgunblaðið/RAX SÓLSKINSFLUG Áætlanir gerðn ráð fyr- ir milljarða kr. kostnaði Dreifingarkerfi félaganna verða endurskoðuð og einhverjar stöðvar sameinaðar OLÍUFÉLÖGIN vinna nú að gerð áætlana um endurbyggingu birgða- stöðva um allt land og aðrar úrbætur vegna krafna um varnir gegn olíumengun á landi. Þurfa áætlanirnar að liggja fyrir 1. júlí næstkom- andi. 19. janúar sl. gekk í gildi ný reglugerð umhverfisráðuneytisins um varnir gegn olíumengun frá starfsemi i landi, sem nær til olíu- birgðastöðva, bensínstöðva, olíugeyma og mannvirkja þar sem olía er geymd. Félögin fá að dreifa framkvæmdum við oliumannvirkin jafnt og þétt yfir 12 ára aðlögunartímabil til að uppfylla skilyrði reglugerðarinnar. Kristján Loftsson, stjórnarformaður Oliufélagsins hf., sagði á aðalfundi félagsins á fimmtudag að ljóst væri að veija þyrfti miklum fjármunum í endurbyggingu birgðastöðva félagsins á næstu árum vegna þessara krafna. Morgunblaðið/Eyjólfur Óskarsson Talsmenn olíufélaganna; sem Morgunblaðið talaði við, sögðu var- hugavert að nefna kostnaðartölur vegna úrbótanna á þessu stigi en skv. heimildum Morgunblaðsins var upphaflega áætlað að endurbygg- ing olíumannvirkja í landinu gæti kostað félögin nær tvo milljarða króna. Olíufélögin þijú eiga sam- tals rúmlega 100 birgðastöðvar, sem eru reknar á 50-60 stöðum í kringum landið og munu félögin m.a. reyna að draga úr kostnaði vegna þessara breytinga með því að endurskoða dreifingarkerfi og flutningaskipulag á næstu árum og sameina stöðvar með það að mark- miði að ná fram lækkun kostnaðar. Það mun þýða að starfsemi á ein- hverjum stöðum verður lögð niður þar sem ekki er talið svara kostn- aði að ráðast í dýra endurbyggingu. Auk endurbygginga birgða- stöðva þurfa félögin m.a. að gera varnarþrær umhverfis alla olíu- geyma ofanjarðar, byggja varnar- þiljur, breyta frágangi olíugeyma neðanjarðar og gera ráðstafanir vegna flutnings og losunar olíu. Setja þarf upp olíuskiljur á frá- rennsliskerfi og reisa styrkt plön umhverfis niðurföll. 90 millj. kr. endurbygging á ísafirði „Með hliðsjón af þessari nýju reglugerð verður að endurskoða allar bensínstöðvar, alla olíugeyma hjá viðskiptamönnum félagsins, en þó einkum og sér í lagi verður að endurbyggja margar birgðastöðvar félagsins. Fyrir 1. júlí næstkomandi ber að leggja fram áætlun um end- urbyggingu birgðastöðva. Við gerð þeirrar áætlunar verður hag- kvæmni dreifikerfisins höfð að leið- arljósi og því allt eins víst að ein- hveijar birgðastöðvar verði samein- aðar, fremur en að ráðast í endur- byggingu þeirra allra,“ sagði Krist- ján Loftsson í ræðu sinni á aðal- fundi Olíufélagsins. Geir Magnússon, forstjóri Olíufé- lagsins, sagði ljóst að um miklar framkvæmdir yrði að ræða þótt ekki lægi fyrir hver kostnaður við þær yrði. Sem dæmi nefndi hann að áætlað væri að endurbygging birgðastöðva olíufélaganna þriggja á Isafirði, á sameiginlegri lóð, myndi ein og sér kosta 85-90 millj- ónir króna. Tómas Möller, framkvæmda- stjóri rekstrarsviðs Olíuverslunar íslands, segir forsvarsmenn félags- ins ekki sjá neinum ofsjónum yfir þessu verkefni því félögin fengju að vinna að þessum breytingum á 12 árum. „Á sama tíma munum við endurskoða flutningakerfið með hagræðingu að leiðarljósi, því það er ekki víst að allar stöðvar verði endurbyggðar," sagði hann. Að sögn Ólafs Jónssonar, for- stöðumanns öryggismáladeildar Skeljungs, er ekki eingöngu unnið að endurbyggingu og kerfislegum vörnum heldur verður einnig lögð áhersla á innra öryggiseftirlit í stöðvunum á hveijum stað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.