Morgunblaðið - 29.03.1994, Síða 5

Morgunblaðið - 29.03.1994, Síða 5
B 5 h MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 vádandi Morgunblaðið/Bj ami gana Guðmund Bragason og Nökkva Má Jóns- i á Skaganum á sunnudaginn og Grindvíkingar Grayer óstödvandi Skagamenn einráðiríframlengingunni. Grayergerði þá öll stig ÍA SKAGAMENN með Steve Grayer í broddi fylkingar sigruðu Grind- víkinga í öðrum undanúrslitateik liðanna í úrvalsdeildinni á sunnu- daginn. Úrslit leiksins urðu 90:80 eftir framlengingu en staðan var 77:77 eftir venjulegan leiktíma. Skagamenn voru miklu sterkari í framlengingunni og því þurfa liðin að mætast þriðja sinni, í Grinda- vík á morgun. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Það er óhætt að segja að Banda- rikjamaðurin í liði Skagamanna hafi farið á kostum. Steve Grayer gerði 40 stig auk þess sem hann tók 10 vamarfráköst og 11 sóknarfráköst. Grind- víkingar áttu einfald- lega ekkert svar við stórleik hans og urðu að játa sig sigraða. En það var fleira sem kom til; það er ekki nóg að einn maður leiki vel. ívar Ásgríms- son átti einnig mjög góðan leik og hann var mjög ákveðinn og grimmur á lokamínútunum þegar IA náði að jafna og tryggja framlengingu. Eins og í fyrri leikjum undanúrslit- anna var mikill hraði í upphafi. Leik- menn hittu vel enda var varnarleikur- inn ekki til að hrópa húrra fyrir, en hann átti eftir að lagast. Einar Ein- arsson og Haraldur Leifsson léku raunar einstaklega góða vörn. Þeir skiptust á að gæta Wayne Casey með þeim árangri að hann gerði „að- eins“ 19 stig, en hann var með 24,4 stig að meðaltali í vetur. Grindvíkingar reyndu einu sinni pressuvörn sem mistókst herfilega. Haraldur skilinn einn eftir og tróð með tilþrifum. Þetta ýtti undir heimamenn sem komust í 39:32 þeg- ar skammt var til leikhlés en með mikilli baráttu tókst Grindvíkingum að komast yfir fyrir hlé. Skagamenn komu boltanum ekki inní teiginn til Grayer og langskotin misfórust. Grindvíkingar náðu undirtökunum smátt og smátt í síðari hálfleik og var þróunin svipuð og í fyrri leik lið- anna. En Skagamenn gættu sín á að missa þá ekki eins langt framúr að þessu sinni og varð munurinn mestur 9 stig, 59:68, þegar átta mínútur voru eftir. Þá tóku heimamenn sig til, léku gríðarlega sterka vöm og gerðu sex stig í röð og vora allt í einu komnir inní leikinn á ný. Þegar 5 mín. vora eftir og staðan 69:75 vora fjórir leikmenn IA komnir með fjórar villur. Þar á meðal vora ívar og Grayer. Úrslitakeppnin í körfwknattleik 1994 Annar leikurliðanm í undanúrslitum úrvalsdeildaritmar. Leikið á Akranesi. 90 ÚRSLIT 80 20/27 Viti 24/31 4/19 3ja etiga 5/27 41 Fráköst 41 22 (vamar) 20 19 (sóknar) 21 5 Boltanáð 4 10 Bolta tapað 14 7 Stoðsendingar 5 26 Vlllur 23 Síðasta mínútan var lengi að líða. Staðan var jöfn, 77:77, og UMFG Altt Skagaliðið lék stórkostlega Þetta var mjög erfíður leikur. Grindvíkingar eru með gott lið og leika vel bæði heima og á úti- velli. Ég er ánægður með minn leik og sérstaklega fráköstin því liðið hefur þörf fyrir að ég taki fráköst. Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af því hvað ég skora mikið, fráköst- in eru það sem liðið þarfnast mest af mér, enda erum við með frekar lágvaxið lið,“ sagði Steve Grayer eftir sigurinn gegn Grindavík. „Það var gaman að fást við varn- armenn Grindvíkinga. Ég held að baráttan um að ná fráköstunum ráðist mikið á því hver hefur meiri vilja til þess hveiju sinni. Ég hafði svo sannarlega viljan til þess núna,“ sagði Grayer alsæll. ívar Ásgrímsson þjálfari ÍA var ánægður. „Við misstum þá ekki eins langt frá okkur núna og í fyrri leiknum. Þegar þeir skiptu yfír í svæðisvörnina byijuðum við að bijótast meira inní teiginn og ég held að það hafi gengið ágætlega. Þegar við keyrum inní vörnina losn- ar aðeins um Grayer og þegar hann fær boltann eru það örugg stig og ætti að vera villa líka því það er alltaf brotið á honum. Mér fanst við vera of staðir í sókinni framan af leiknum en síðan lagaðist það og Steve átti frábæran leik. Annars leikur hann ekki vel nema við leikum vel og allt Skaga- liðið lék stórkostlega. Okkur tókst að stöðva Casey og það var mikil- vægt. Við sigrum á miðvikudag- inn,“ sagði ívar. „Við töpuðum orustunni en stríð- inu lýkur á miðvikudaginn með sigri okkar,“ sagði Guðmundur Braga- son þjálfari og leikmaður UMFG eftir tapið á Akranesi. „Við verðum að koma í veg fyrir að þeir taki svona mörg sóknarfráköst og þá aðallega Grayer. Hann skoraði mik- ið og mest eftir að hafa tekið frá- köst. Við náðum eiginlega aldrei að komast alveg í takt við leikinn, kanski var það vanmat eftir sigur- inn heima, en ég lofa þér þvi að við vanmetum þá ekki á miðviku- daginn,“ sagði Guðmundur. k leika þriðja undanúrslitaleikinn í kvöld eftir að UMFN jafnaði metin á laugardaginn sar og talsverð harka þegar kingar sigruðu Keflvíkinga með bónusrétt eftir tíu mínútur. Hraðinn í sóknarleiknum var einn- ig mikill; fullmikill fyrir bæði lið því það var alveg á mörkunum að þau réðu við hraðann. Þar sem Njarðvík- ingar léku mjög grimma vörn hljóp nokkur harka í leikinn strax í upp- hafi og það má þakka frábærum dómurum leiksins að ekki fór allt í vitleysu. Síðari hálfleikur byijaði eins og sá fyrri, með geysilegum hraða sem menn réðu ekki við. Það kom fyrir að leikmenn voru að skjóta langskot- um úr hraðaupphlaupum þegar sam- heijarnir voru allir víðsfjarri. Eftir mikið fum og fát í sókninni var staðan orðin 72:63 þegar átta mínútur voru eftir og Brown kominn með fjórar villur. Keflvíkingar gerðu tíu stig gegn einu og jöfnuðu en Rúnar var ekki á því að láta þá kom- ast upp með neitt múður. Lokasekúndurnar voru spennandi og lengi að líða. Þegar 20 sekúndur voru eftir skoraði Kristinn þriggja stiga körfu langt utan af velli. Stað- an 82:81. ÍBK braut á ísak er 18,9 sekúndur voru eftir. ísak hafði ekki gert stig í leiknum og hann hitti ekki úr bónusskotinu. ÍBK náði bolt- anum en réttilega voru dæmd skref á Kristinn. Þegar 11,1 sekúnda lifði af leiknum tókst ÍBK að brjóta aftur á ísak. Spennan var gríðarleg en lsak lét það ekki á sig fá heldur skoraði úr báðum bónusskotunum. ÍBK reyndi þriggja stiga skot en hitti ekki og Njarðvíkingar fögnuðu sigri. Njarðvíkingar léku mjög fast og stundum fullfast. Rondey Robinson lék gríðarlega vel ef vítanýtingin er frátalin. Hann tók 21 frákast, þar af 12 í sókninni og hafði betur í ein- víginu við Mike Brown. Valur var traustur og tók 11 fráköst. Rúnar lék vel og var með mjög góða nýtingu í skotum sínum og Isak var mikilvæg- ur liðinu. Hann róaði sóknarleikinn þegar á þurfti að halda og lék frá- bæra vörn. Þáttar Ásþórs er áður getið. Brown átti ágætan leik en hann lenti í villuvandræðum. Kristinn átti einnig góðan leik og Guðjón byijaði mjög vel. Albert átti ágæta spretti eins og Kristján, sem var þó full kappsamur í vörninni. Úrslitakeppnin i körfuknattleik 1' Annar leikur liðanna i undanúrslitum úrvalsdeildarinnar. Leikið i Njarðvik. 84 ÚRSUT 81 19/37 Viti 17/23 7/24 3ja stiga 6/17 55 Frákóst 40 34 (varnar) 31 21 (sóknar) 9 12 Boltanáð 6 15 Bolta tapað 13 16 Stoðsendingar 8 24 Villur 31 með knöttinn en tókst ekki að skora. Á tók tíma er 6,2 sek. voru eftir en sóknin var ekki nægilega vel skipulögð og Grindavík var dæmdur boltinn er 1 sekúnda var eftir. Sá tími nægði ekki til að skora þrátt fyrir að liðið tæki leikhlé. Það er skemmst frá því að segja að í framlengingunni var Grayer frá- bær, gerði öll 13 stig ÍA og nýtingin í vítunum var einstök. Grindvíkingar gerðu hins vegar aðeins þrjú stig. Stór dagur í sögu körfuknattleiksins í knattspyrnubænum Akranesi var að kveldi kominn og stuðningsmenn héldu sælir heim. Grayer var maður vallarins. Þegar hann fékk boltann skoraði hann eða dæmd var villa á Grindvíkinga. Hann fór oft illa með varnarmenn UMFG þegar hann snéri þá af sér í teignum. Ivar var einnig gríðarlega sterkur og varnarleikur Einars og Haraldar öflugur. Jón Þór átti frábæra spretti og sýndi að margur er knár þó hann sé smár. Annars lék allt Skagaliðið með miklum ágætum þó svo Grayer og Ivar hafi skorað mest. Hjá Grindvíkingum munaði miklu hvað Casey var haldið niðri. Guð- mundur átti góðan dag, Nökkvi góða spretti eins og Marel og Pétur. ÉfÚHR FOLK ■ UMGJÖRÐ leiksins á Akranesi var öll hin glæsilegasta. Tíu mínút- um fyrir leik voru Iiðin kölluð af velli og ljósin slökt. Sterkum ljós- geisla var beint að Skagaliðinu sem hljóp inná völlinn í einni röð og blök- uðu knettinum í körfuspjaldið. Síð- astur fór Steve Grayer sem tróð knettinum í körfuna. ■ LJÓSIN voru einnig slökt þegar liðin voru kynnt, það er að segja þegar kom að liði heimamanna. Ljóskastaranum var þá beint að þeim sem kynntur var. Ætlunin var að varpa mynd af viðkomandi upp á stóran sjónvarpsskjá, en það fórst fyrir einhverra hluta vegna. ■ SKAGAMENN létu vel í sér heyra á sunnudaginn, eins og raunar í Grindavík á föstudaginn. Þegar lið UMFG var kynnt púuðu áhorf- endur á hvern einn og einasta leik- mann gestanna. Einnig var áberandi hversu hátt hljómkerfi hússins var stillt þegar liðin tóku leikhlé, og sumir af fylgismönnum UMFG sögðu að það heyrðist aðeins úr þeim hátalara sem var fyrir aftan vara- mannabekk UMFG. ■ GRINDVÍKINGAR tóku í notk- un nýja klukku í fyrsta leiknum gegn IA á föstudaginn. Fjögur fyr- irtækiý bænum gáfu klukkuna. ■ RÁÐIST var í að koma síðustu tveimur bekkjaröðunum fyrir og nú komast um 800-850 áhorfendur í sæti í Grindavík. ■ FORRÁÐAMENN fyrirtækisins Stakkavíkur hétu á lið UMFG fyrir leikinn við KR í deildinni að ef liðið yrði deildarmeistari þá fengi deildin 100 þúsund krónur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.