Morgunblaðið - 20.04.1994, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 20.04.1994, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1994 Sumardagurinn fyrsti Átta íslenskir óperusöngvarar á dagskrá Rásar 1 HINN 21. apríl á sumardaginn fyrsta kl. 13. verður flutt á Rás 1 dagskrá með átta íslenskum óperusöngvurum, sem tekin var upp í Háskólabíói dagana 5.-8. apríl. Undirleik annaðist Sinfóníuhljóm- sveit íslands undir stjórn Alvaro Manzano, en hann á rætur sínar að rekja til Ekvador. í fréttatilkynningu segir: „Dag- skrá þessi á sér tæplega tveggja ára langan aðdraganda, en það var á haustmánuðum 1992 að stjórn óperudeildar Félags íslenskra leikara hóf sérstakt átak með það markmið fyrir augum að heíja starfsemi deild- arinnar upp úr þeirri ládeyðu sem hún hafði verið í um nokkurt skeið. Var það álit manna að ef deildinni tækist að stuðla að sköpun verkefna fyrir félagsmenn sína, yrði það mikil- vægt framtak í baráttunni fyrir bættum hag óperusöngvara hér á landi. Stjórn deildarinnar sneri sér til Guðmundar Emilssonar tónlistar- stjóra Ríkisútvarpsins með það fyrir augum að hugsanlega væri grund- völlur fyrir útvarpsdagskrá þar sem fram kæmu söngvarar frá óperu- deildinni. Guðmundur tók þesari málaleitan vel. Var ljóst að á þeim bæ ríkti skilningur fyrir hagsmunum íslenskra söngvara og ákveðið að tekin yrði upp dagskrá þar sem fram kæmu átta söngvarar frá óperudeild FÍL og yrði sú dagskrá flutt í tilefni af hálfrar aldar afmæli íslenska lýð- veldisins. Þeir söngvarar sem fram koma fyrir hönd óperudeildar FÍL eru: Sig- ríður Gröndal, sópran, Elín Ósk Ósk- arsdóttir, sópran, Ingibjörg Mar- teinsdóttir, sópran, Dúfa Einarsdótt- ir, mezzo-sópran, Þorgeir J. Andrés- son, tenór, Sigurður Bragason, bari- tón, Magnús Torfason, bassi og Stef- án Arngrímsson, bassi. í efnisskrá dagskrárinnar er að finna margar af skærustu perlum óperubókmenntanna, úr verkum tón- skálda á borð við Gluck, Mozart, Verdi, Wagner, Tsjajkovskíj og Puccini. Þá frumflytur Þorgeir Andr- ésson aríu úr óperunni Galdra-Lofti eftir Jón Ásgeirsson, en tónskáldið lauk við þá óperu fyrir íjórum árum. Sumarfagnaður Bama- bókaráðsins - Is- landsdeildar IBBY BARNABÓKARÁÐIÐ - íslands- deild IBBY — heldur árlegan sum- arfagnað sinn í Norræna húsinu á sumardaginn fyrsta kl. 15. Þar verða veittar viðurkenningar Bamabókaráðsins fyrir framlag til bamamenningar, en slíkar viður- kenningar hafa verið veittar árlega allt frá árinu 1986. Að venju verður einnig fjölbreytt skemmtidagsrká á boðstólum: Nem- endur úr Fósturskóla íslands koma með brúðuleikhús. Kór Kársnesskóla syngur undir stjóm Þórannar Bjöms- dóttur. Baldvin Halldórsson leikari les smásöguna „Sumardagurinn fyrsti" eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Nú eru liðin 60 ár frá því að sagan birtist í smásagnasafninu Við Álfta- vatn. Atriði úr leikritinu Óvitum eftir Guðrúnu Helgadóttur. Börn úr Snæ- landsskóla leika, undir stjórn Rann- veigar Haraldsdóttur. Að lokum verður almennur söngur. Allir era velkomnir og er aðgangur ókeypis. F.v. Sigr'íður Gröndal, Þorgeir Andrésson, Dúfa Einarsdóttir, Alvaro Manzano, Stefán Arngrímsson, Elín Ósk Óskarsdóttir, Magnús Torfason, Ingibjörg Marteinsdóttir og Sigurður Bragason. Mál og menning gefur út ljóðabókina ísfrétt eftir Gerði Kristnýju Kaðall undinn úr orðum GERÐUR Kristný er ungur blaðamaður sem yrkir blóði drifin dimm ljóð við sjónvarpið. Hún ætlar ekki að verða skáld en hefur leikið sér að ljóðagerð siðan hún var krakki. Fyrst orti hún hefðbundnar vísur, síðan í fornum hætti og síðast með frjálsari brag. Þannig er hún ströng en segist þó ekki taka ljóðin alvarlega. Þau séu tóm- stundagaman. Tengist því sem hún hefur reynt, einhveijum ástum helst, eða setningu sem verður henni hugstæð. Að taka út, til dæm- is. Eða hugmynd eins og að kyrkja með hárinu. Mál og menning hefur gefíð út bókina Isfrétt með tuttugu ljóðum Gerðar. „Þetta er allt sem ég á,“ segir hún, „ég er bara svo seinvirk. Ljóðin eru frá síðustu þrem fjórum árum - upplifanir, hugmyndir og setningar sem ég raða saman í sög- ur. Þær verða að hljóma vel, ég hef stuðla þótt strangur háttur sé ekki nema á einum stað.“ Gerður á við „Vísur Hallgerðar" og hefur kannski þótt viðeigandi að fleipra þeim ekki óbundnum. Vísar í Njálu og hefur raunar víðar hugmyndir úr fornsögunum. „Þar eigum við svo flottan arf sem alltaf er hægt að leita í. Finnst þér ekki til dæmis góður þessi útfararsiður að senda menn burt í brennandi skipi? Með eld legg eld i skipið ýti frá landi augu mín svartar læður elta þig alla leið þú líður burt í logni með etd fyrir seglum þokan slæðir vatnið Gerði finnst engin mótsögn í að yrkja dramatísk ljóð við sjónvarpið. „Er ekki oft svoleiðis í sjónvarpinu? Til dæmis í fréttatímanum. Svo hentar mér vel að gera tvennt í einu, skrifa bréf eða ljóð yfir þætti um líferni minka. Ég hef svo lítið ímyndunarafl að yrkisefnið tengist oft upplifunum mínum - eitt ljóð í bókinni er beint upp úr dagbókinni. Annað sprottin úr heimildarmynd um greftrunarsiði víkinga." Ástarkveðja Orðin grafa dimmar holur þar sem áður sátu augu mín vindar leika um varir þínar og þreifa eftir æðaslætti á þrælnum sem heigður skal með herra sínum kaðli undnum úr orðum er brugðið um bita þá sest þögnin að fögur og köld sem kal í jörð Hefur skáldið annars átt í svona mörgum ævintýrum? Ekki segir hún, þótt ástin og háskinn séu í uppáhaldi. „Maður þarf ekki að leita langt, bara líta í kringum sig.“ Þ.Þ. Nokkrar þýddar barna- og unglingabækur Bókmenntir Sigrún Klara Hannesdóttir Þrátt fyrir alla okkar viðleitni til að gefa út lesefni fyrir börn og ungl- inga er ekki hægt að fylla markaðinn með bókum íslenskra höfunda ein- göngu. Þýddar erlendar barna- og unglingabækur ættu að eiga greiða leið inn á íslenskan markað enda af nógu að taka alls staðar að úr heim- inum. Það hefur oft vakið furðu hversu lítil fjölbreytni er í þessum þýðingum. Undantekning er ef um- talaðar erlendar verðlaunabækur eru þýddar á íslensku og miklu algeng- ara er að þangað komist eitthvert ómerkilegt fjölþjóðaprent. Það er til dæmis merkilegt að íslenskir bókaút- gefendur skuli ekki grípa tækifærið og þýða bækur höfunda sem fá hin heimsþekktu H.C. Andersen verð- laun sem hafa oft verið kölluð Nób- elsverðlaun bamabókmenntanna. Hér verður þó iíka að geta þess sem vel er gert. Einkum er nú tilefni til að. nefna þijár bækur sem komu út á síðastliðnu ári. Allar era þessar sögur gefnar út af Máli og menningu sem segja má að beri nú höfuð og herðar yfir aðra bókaútgáfu hér á landi. Brennd á báli eftir Leif Esper Andersen sækir efnivið tii þess tíma er galdrafárið mikla gekk yfir og allir sem töldust galdramenn vora umsvifalaust brenndir á báli. Dreng- urinn horfir á móður sína brennda vegna þess að hún hefur hjúkrað og læknað en skilningslaus almenningur dæmir hann til dauða. Hann flýr í dauðans ofboði frá þessum voðalega vettvangi og kynnist þá einsetu- manni sem er ýmist kallaður Stóri- Hans eða Galdra-Hans. Hann kennir drengnum og leiðbeinir og smátt og smátt sættir hann sig við tilveruna en sagan á eftir að endurtaka sig. Efnið er óvenjulegt viðfangsefni í bamabók en bókin er tilvalin sem grundvöllur að umræðuefni um við- horf og sannleika, réttlæti og það að vera maður og haga sér í sam- ræmi við sannfæringu sína. Húsbóndinn eftir Mats Wahl sæk- ir einnig efnivið sögu sinnar í gamla tíma og lætur höfundur söguhetju sína vera fædda 1789. Sagan er byggð upp sem dagbók þar sem sagt er frá lífí og lífsbaráttu ungs drengs sem á sér í raun hvergi samastað í tilveranni. Hann er elstur þriggja systkina, móðir hans deyr af barns- förum og faðir hans missir móðinn og deyr líka skömmu síðar og þar með er heimilið leyst upp. Nú má hann sjá um sig sjálfur, fer fyrst í vist hjá prestinum en sú dvöl endar með ósköpum og hann er sendur á braut. Þá kemst hann í vist hjá Pétri Gothberg á Sandey. Húsbóndinn og dætur hans eru viðriðin glæpsamlegt athæfi og svo grimmúðlegt að varla eru mörg dæmi um slíkt í barnabók- um. Sagan er spennandi og ógnvekj- andi og sýnir hversu varnarlaus lítil- magninn var á þessum tímum og hversu illa var hægt að fara með fólk áður en samfélagið tók að sér að vemda mannréttindi einstaklings- ins óháð efnahagslegri stöðu hans. Loks má nefna bókina Úifur, úlfur eftir Gillian Cross sem fékk Carnegie-verðlaunin. Um hana hefur áður verið fjallað í Morgunblaðinu. Sagan gerist í Bretiandi. Kata er alin upp hjá föðurömmu sinni Nönnu en heldur samt sambandi við mömmu sína, Súsí sem virðist býsna ábyrgð- arlaust kvendi. Pabbi Kötu er horfinn sporlaust en Kata hefur samt ein- hveijar óljósar minningar um hann. Margt er einnkennilegt við uppeldi Kötu, en einkum það að með vissu millibili sendir amma hennar hana í heimsókn til Súsíar án þess að tilefn- ið sé Kötu Ijóst. í síðustu ferðinni gerast dularfullir atburðir og Kata lendir inn í einkennilegum leik, sem hefur þó í sér alls kyns tákn og tilvís- anir. Ulfurinn leikur þar stórt hlut- verk bæði sem miðpunktur skólverk- efnis og lífsviðurværis Súsíar og sambýlismanns hennar, en einnig i Mats Wahl hefur úlfurinn annað og hættulegra hlutverk í sögunni sem tengir hann hryðjuverkasamtökum. Sagan er mjög vel skrifuð og dulúðug og er jafnframt saga fólks sem býr við aðstæður sem eru ákaflega frá- bragðnar því sem íslensk nútímaböm búa við. Allar hafa þessar sögur það sam- merkt að sögusviðið er heimur sem er íslenskum börnum framandi. Þær eru vel skrifaðar g eftirtektarverðar sem bókmenntaverk. Þær geta líka þjónað þeim tilgangi að vera nokkurs konar viðbót við margs konar kennslu, kennslu í sagnfræði, heim- speki og stjórnmálum. Hægt er að kynna ýmsar hliðar heimsmyndar- innar í gegnum barnabækur og skoða aðstæður og viðhorf í gegnum skemmtilega lesningu. Nýjung á Hótel Höfn Höfn. SU nýbreytni er hjá Hótel Höfn að bjóða myndlistar- mönnum á Höfn og í ná- grenni að sýna og selja myndir sínar í neðri sal hótelsins. Hver listamðaur fær inni fyrir myndir sínar í um tvo mánuði. Gísli Eysteinn Aðalsteins- son er fimmtugur bygginga- meistari og sýnir blýants- teikningar sínar þar um þess- ar mundir. Gísli er illa farinn af baksjúkdómi og er að lang- mestu leyti rúmfastur og hef- ur verið síðustu 16 árin. Hann hefur verið til lækninga í Uppsölum í Svíþjóð og eftir síðustu ferð hans út fyrir rúmum tveimur árum fór hann að teikna og gerir hann allar myndir sínar liggjandi í rúmi sínu og hefur þetta áhugamál stytt honum stund- ir í hans miklu veikindum. Myndir hans eru unnar með styrkri hönd og þeir sem ekki vita sögu Gísla gætu alls ekki ímyndað sér að þessi miklu listaverk sem hanga uppi á Hótel Höfn séu unnar eins og raun ber vitni. S.Sv.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.