Morgunblaðið - 20.04.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.04.1994, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1994 Perry vantreyst- ir Kim WILLIAM Perry, vamarmála- ráðherra Bandaríkjanna, kvaðst í gær fagna yfirlýsingu Kims Il-sungs, leiðtoga N- Kóreu, frá því á mánudag um að þar í landi væru ekki fram- leidd kjarnavopn. „Þetta væru dásamleg tíðindi ef rétt væri,“ sagði Perry en lagði áherslu á að Norður-Kóreumenn yrðu að heimila eftirlitsmönnum Al- þjóðakjarnorkumálastofn- unarinnar að staðfesta að Kim færi með rétt mál. Balladur lítt vinsælli AÐEINS um þriðjungur kjós- enda í Frakklandi telur að hægristjórn Edouards Ballad- urs hafí staðið sig betur en síð- asta stjórn sósíalista, sem fór frá í fyrra, ef marka má skoð- anakönnun sem birt var í Le Monde í gær. 32% sögðu hægri- stjómina hafa náð meiri árangri og aðeins 23% voru hlynntari stjóm sósíalista. 45% sögðu engan mun á þessum stjórnum eða voru óákveðin. De Michelis aftur kennari GIANNI De Michelis, fyrrver- andi utanríkisráðherra Ítalíu, sem varð að segja af sér vegna spill- - ingarmála, hefur snúið sér að fyrri störfum sín- um, sem efna- fræðikennari við Feneyja- háskóla. „Ég er orðinn svolítið ryðgaður í fræðunum," segir De Michelis sem verður nú að rifja upp efnafræðina eftir 17 ára stjórn- málavafstur. Hafa atvinnu af leikurum? BRESKIR leikarar hafa hvatt stjómmálamenn til að hætta að leika í sjónvarpsþáttum og taka þannig störf frá atvinnu- leikurum. Á meðal breskra þingmanna sem hafa leikið í sjónvarpsþáttum er Neil Kinnock, fyrrverandi leiðtogi Verkamannaflokksins, sem kom fram í gamanþætti. Fleiri njósnar- ar afhjúpaðir? JAMES Woolsey, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, sagði í gær að fleiri njósnamál yrðu afhjúpuð í Bandaríkjunum á næstunni. Hann sagði að CIA væri ekki eina stofnunin þar sem Sovét- menn hefðu haft njósnara og verið væri að rannsaka meintar njósnir starfandi og fyrrverandi embættismanna í þágu Sovét- ríkjanna fyrrverandi. Rann- sóknin væri byggð á gögnum sem borist hefðu frá Austur- Evrópu eftir hrun kommúnism- ans. WTO í Bonn? GUNTER Rexrodt, efnahags- málaráðherra Þýskalands, sagði í gær að Þjóðveijar myndu líklega sækja formlega um að höfuðstöðvar Heimsvið- skiptastofnunarinnar (WTO), arftaki GATT, yrðu í Bonn. Hann sagði miklar líkur á því að borgin yrði fyrir valinu. De Michelis Ansjósu- stríð við Frakkland París. Reuter. JEAN Pech, sjávarútvegsráð- herra Frakklands, skoraði í gær á spænsk stjómvöld að sefa sjó- menn sína en í fyrradag réðust þeir gegn frönskum starfsbræðr- um sínum, sem þeir saka um ólög- legar ansjósuveiðar. Spænskir sjómenn á 60 skipum gerðu á mánudag atlögu að frönsk- um togurum, sem voru 14 mílur út af Bayonne í Frakklandi, og létu gijóti, járnboltum og jafnvel eld- sprengjum rigna yfír þá. Voru þeir að mótmæla ansjósuveiðum Frakk- anna, sem Spánveijar segja vera brot á samningum innan Evrópu- sambandsins og milli stjómvalda í Frakklandi og Spáni. Puech sagði, að spænsku sjó- mennirnir gætu ekki tekið að sér að halda uppi lögum og reglu innan franskrar landhelgi og hann skoraði á spænsku stjómina að grípa í taum- ana. í síðasta mánuði reyndu spænsku sjómennirnir að loka Hendaye-flóa af vegna þessa ágrein- ings. Reuter. Serbar hvílast SERBNESKIR hermenn hvíla sig og skipta á milli sín brauðhleif á vörubílspalli eftir að hafa snúið aftur frá vígvellinum við Gorazde. Mikil óvissa líkir um fram- hald aðgerða SÞ í Bosníu Belgrad, Washington. The Daily Telegraph. ÁRAS Serba á múslimabæinn Gorazde hefur sett mikinn þrýsting á ráðamenn í Evrópu og Bandaríkjunum að finna framtíðarlausn á deilunni í Bosníu. Utanríkisráðherrum Evrópusambandsins tókst þó ekki að ná samkomulagi um neinar aðgerðir á fundi í Lúxemborg á mánudagskvöld. Malcolm Rifkind, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði við blaðamenn að það yrði að endurskoða stefnu SÞ. Hann dró í efa að hægt væri að vernda griðasvæði múslima í Bosníu en ef friðargæslulið SÞ í Bosniu yrði dregið til baka vegna Gorazde, gæti það haft mjög slæm áhrif á þróun mála annars staðar í heimin- um. Hafa margir látið í ljós þann ótta að ef SÞ gefist upp gagnvart Serbum geti einræðisherrar í öðrum heimshlutum, á borð við Sadd- am Hussein íraksforseta, túlkað það sem svo að þeir megi haga sér að vild. Flestir forystumenn Sameinuðu þjóðanna virðast vera sammála um að Gorazde sé í raun þegar á valdi Serba, þó svo að þeir hafí ekki her- numið borgina sjálfa. Einungis sé nú hægt að vona að þeir muni ekki efna til blóðbaðs þar. Tugir þúsunda óbreyttra borgara hafast nú við í Gorazde. Vestrænir hemaðarsérfræðingar virðast margir telja að skynsamleg- ast sé að láta SÞ sjá um mannúðar- hlið mála í Gorazde. Skynsamlegast sé að nota hinn vestræna herafla í Bosníu á öðrum griðasvæðum músl- ima, s.s. Zepa og Srebrenica í vest- urhluta Bosníu. Þar er þó þegar að fínna töluverðan liðssafnað, j sem Michael Rose hershöfðingi, yfirmað- ur herafla SÞ í Bosníu, vildi flytja til Gorazde þegar fyrir fjórurn vik- um. Heimildir í röðum Serba herma líka að Ratko Mladic hershöfðingi, hernaðarlegur leiðtogi Bosníu- Serba, ætli sér næst að ráðast á múslimabyggðir við austurlanda- mæri Bosníu og Serbíu. Þar hafa Serbar átt erfítt uppdráttar þar sem til varnar hafa verið sameiginlegar sveitir múslima og Króata. Óttast menn að ef þarna blossi upp átök á nýju sé hætta á að stríðið breiðist aftur út til Króatíu. Sumir segja að SÞ hafi í raun einungis tvo kosti. Annars vegar að sinna mannúðarmálum einvörðungu, s.s. að hlúa að særðum og aðstoða flóttamenn eða þá hins vegar að ráðast til atlögu gegn Serbum, t.d. með loftárásum á Pale og flutnings- leiðir í sjálfri Serbíu. Engin ríkis- stjórn virðist þó vera hlynnt síðari kostinum. Bandarísk stjórnvöld hafa verið töluvert gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi í deilunni en án stuðnings banda- rískra herþotna eru sveitir SÞ á jörðu niðri lítils megnugar. Þá hafa misvís- andi yfirlýsingar bandarískra ráða- manna einnig verið gagnrýndar, en einungis er rúm vika liðin frá því Warren Christopher, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði að vernda ætti griðasvæðin á sama hátt og friðargæsluliðana sjálfa. Bill Clinton Bandaríkjaforseti ítrekaði á mánudag að hann teldi koma til greina að aflétta vopnasölubanninu á múslima. En það eru ekki bara evrópskir ráðamenn sem hafa gagnrýnt Clint- on. Margir bandarískir þingmenn telja einnig að Bandaríkjastjórn hafí ekki sýnt nægilega forystu í málinu. „Það vantar stefnumörkun. Heimur- inn horfír til Bandaríkjaforseta," sagði Richard Lugar, einn öldunga- deildarþingmanna Repúblikana. Sagði hann trúverðugleika NATO og bandarískrar utanríkisstefnu vera í hættu. Þá hefur demókratinn Lee Hamilton, formaður hermálanefndar þingsins, krafist þess að ályktunum SÞ verði framfylgt með fullu afli. ESB herðir eftir- / Þýskalandi HARALDUR V. Noregskonungur veifar til áhorfenda í gamla borgarhlutan- um í Dresden í Þýskalandi. Norsku konungshjónin eru í fjögurra daga opinberri heimsókn í Þýskalandi sem lýkur á morgun og er það í fyrsta sinn sem Noregskonungur ákveður að heimsækja Þýskaland fyrst landa utan Norðurlandanna. Þá gerist það einnig í fyrsta sinn að opinber heim- sókn í Þýskalandi hefst í Berlín. Athygli vakti að er Richard Weizácker, forseti Þýskalands, bauð konungshjónin velkomin kvað hann Þjóðveija vona að norska þjóðin myndi samþykkja aðild að Evrópusambandinu (ESB). lit með styrkjum Bein lína fyrir þá sem vilja veita upplýsingar Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. RÁÐHERRANEFND Evrópusambandsins hyggst nú skera upp herör gegn svindli með styrki þess. Upplýst svindl nemur sem svarar 34 milljörðum íslenskra króna árlega. Grunur leikur á að til séu fyrir- tæki, sem nánast sérhæfi sig á þessu sviði. Til að stemma stigu við svindlinu verður meðal annars fjölgað eftirlitsmönnum og opnuð sérstök „svikasímalína", sem hægt verður að hringja í ókeypis alls staðar að frá ESB-löndunum. Þó upp komist um svindl fyrir 34 milljarða íslenskra króna árlega leik- ur grunur á að sú upphæð sé aðeins brot af þeirri fjárhæð, sem í raun sé svikin út úr sjóðum ESB. Mest er svindlað á styrkjakerfi landbúnað- arins. í gegnum eftirlit með úthlut- unum er ljóst að svindlið fer fram í neti fyrirtækja, sem nýta sér opin landamæri, að eftirlit í einstökum löndum er afar misjafnt og að dóm- skerfí landanna taka ólíkt á slíkum málum. Þróunin í svindlinu virðist stefna í átt að hærri upphæðum og stærra neti fyrirtækja, sem stöðugt nota fágaðri aðferðir í svindlinu. ESB ætlar nú að freista þess að bæta eftirlit og hefur kynnt þrí- þætta áætlunin í því skyni. í fyrsta lagi verður fjölgað eftirlitsmönnum, sem munu auka tölvunotkun til að greina styrkumsóknir betur og freista þess að rannsaka á kerfís- bundinn hátt hvaða aðferðir svikar- arnir beiti og á hvaða sviðum mest sé svindlað. I öðru lagi verður reynt að fræða fólk um þessi mál. Liður í því er að fólk geti hringt ókeypis tii Brussel, bæði til að leita upplýs- inga og eins til að fólk geti sagt frá á eigin máli, ef það hefur grun um eitthvað misjafnt. í þriðja lagi verður leitast við að samhæfa viðurlög ESB-landanna gegn svindli, því enn sem komið er er hvergi refsivert að svindla á Evrópusambandinu og því erfitt að grípa til viðurlaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.