Morgunblaðið - 20.04.1994, Síða 15

Morgunblaðið - 20.04.1994, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. APRIL 1994 15 Að framtíð skal hyggja eftir Sigríði Önnu Þórðardóttur Haraldur Helgason, nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð, rit- ar grein í Morgunblaðið í síðustu viku undir yfirskriftinni „Framhalds- skóla hvað?“. í greininni gætir mis- skilnings sem þörf er á að leiðrétta. í umræddri grein segir að áhrif nemenda í stjóm skólanna verði skert verði framhaldsskólafrumvarpið að lögum. Hið rétta er að áhrif þeirra sem innan skólanna starfa, nemenda og kennara, munu aukast. Eitt af markmiðum frumvarpsins er að af- marka betur völd og ábyrgð og færa stjómunarskipulag framhaldsskól- ans í nútímalegra horf. Leið til að ná þessu markmiði er að ætla skóla- nefndum afmarkaðra, skýrara hlut- verk og stærra en þær hafa haft hingað til en eins og greinarhöfundi er eflaust kunnugt um, hafa skóla- nefndir fram til þessa verið valdalitl- ar innan skólanna. Greint verður á milli hlutverka skólameistara og skólanefndar, en samkvæmt gildandi lögum og reglu- gerð eru skilin víða óljós og hefur það sætt gagnrýni af hálfu beggja aðila. Stjórnun skólanna verður efld og það mun koma nemendum til góða. Innan skólanna verða jafnframt skólaráð þar sem kennarar og nem- endur verða ráðandi. Ákvarðanir skólanefndar munu að verulegu leyti byggjast á þeirri vinnu sem fer fram innan skólans, — þ. á m. á þeim ákvörðunum sem teknar verða í skól- aráðum. Það er því ekki verið að draga úr áhrifum nemenda nema síður sé. Þvert á móti eflir skilvirk- ari stjórn áhrif nemenda á skólastarf- ið. Betri nýting námstímans Greinarhöfundur telur það jákvætt að skólaár verði lengt og námstími styttur þar sem íslenskir nemendur verði nú tilbúnir undir nám í háskóla á sama aldri og nemendur annarra landa. Ótti hans við að nemendur útskrifist með færri kennslustundir að baki er ástæðulaus. Það er alþekkt meðal skólafólks, að lengri og samfelldari námstími nýtist betur við skipulagningu náms heldur en tími sem klipptur er í sund- ur með löngum fríum. I frumvarpinu er kveðið á um að kennslutími á hveiju ári verði lengdur. Mikið álag er í dag á kennurum og nemendum framhaldsskóla vegna tímaskorts þar sem hver dagur sem brott fellur, til dæmis vegna lögboðinna frídaga, hefur áhrif á yfirferð námsefnis og árangur kennslu. Nauðsynlegt er að breyta starfsháttum í framhaldsskól- um og ástæða til að skoða hvort stytta megi þann tíma sem ætlaður er til prófahalds en nú fara sex til átta vikur á ári í prófahald og frá- gang prófa. Rýmkun kennslutíma gefur færi á auknum sveigjanleika í kennsluháttum, en rannsóknir sýna að fjölgun kennsludaga um aðeins „Ljóst er því að um grundvallarmisskilning er að ræða þegar full- yrt er að fækkun bók- námsbrauta muni hafa í för með sér fábreytt- ara val.“ tíu á ári getur haft merkjanleg áhrif á námsárangur nemenda. Þrátt fyrir að ýmis rök mæli með eins árs styttingu á heildarnámstíma til stúdentsprófs er ljóst að hún get- ur ekki komið til framkvæmda fyrr en ákveðnum skilyrðum hefur verið fullnægt. Forsenda þess að takast megi að stytta námstíma í fram- haldsskólum er að nám í unglinga- deildum taki mið af kröfum fram- haldsnáms og að skólaár nemenda á báðum skólastigum verði lengt. Áfangakerfið eflt Höfundur greinarinnar hefur áhyggjur af því að þrengt verði að vali nemenda og segir að forsendur áfangakerfisins í bóknámi séu þar með brostnar. Þessar áhyggjur eru óþarfar. Þó að námsbrautum til stúdentsprófs verði fækkað frá því sem nú er, verð- ur val innan hverrar brautar aukið. Gert er ráð fyrir að námsbrautir til eftir Helgu Björgu Stefánsdóttur Mig langar í nokkrum orðum að ræða menntun og kjör meinatækna vegna yfirstandandi verkfalls okk- ar. Meinatæknar útskrifast eftir þriggja og hálfs árs háskólanám með B.sc-gráðu frá Tækniskóla ís- lands. Tæknifræðingar sem útskrif- ast frá sama skóla með sambæri- lega menntun að baki hafa verulega hærri laun en meinatæknar. Skyldi ástæðan vera sú að 95% meina- tækna eru kvenkyns? Nauðsyn endurmenntunar Þróun á rannsóknarstofum hefur orðið gífurleg síðustu árin. Tækja- kostur hefur tekið stakkaskiptum og rannsóknarstofur víða verið tölvuvæddar. Meinatæknar hafa því þurft að auka menntun sína jafnt og þétt. Forsvarsmenn ríkisspítal- anna voru mjög skilningsríkir gagn- vart þessu til skamms tíma og feng- um við því eins og aðrar heilbrigðis- stéttir styrki til að sækja menntun og námskeið til útlanda. Fyrir nokkrum árum var tekið fyrir þetta að mestu vegna sparnaðar á þeim bæ. Ég tel þetta mikla afturför því við, eins og aðrar heilbrigðisstéttir, verðum að fylgjast með þróun á stúdentsprófs verði að grunni til þrjár og að endurskoðuð verði uppbygging á námi til stúdentsprófs. Með því að skilgreina einungis þrjá brautar- kjama í bóknámi verða námsbrautir framhaldsskólans: tungumálabraut, náttúrufræðabraut og félagsfræða- braut. Til viðbótar brautarkjarna koma kjörsvið brautar og frjálst val. Állar núverandi námsbrautir til stúd- entsprófs geta því fallið inn í þessa nýju skilgreiningu á námsbraut sem kjörsvið, þ.e. frekari sérhæftng á til- teknu sviði. Þá yrði hagfræði kjör- svið á félagsfræðabraut, eðlisfræði á náttúrufræðabraut svo að dæmi séu tekin. Ljóst er því að um grundvallarmis- skilning er að ræða þegar fullyrt er að fækkun bóknámsbrauta muni hafa í för með sér fábreyttara val. Námsframboð framhaldsskólans hef- ur þvert á móti verið of einhæft hing- að til. í stað þess að tengja saman námshefðir bóknáms og verknáms, eins og ætlunin var með stofnun fjöl- brautaskólanna, hefur vægi bóknáms stóraukist á undanförnum árum. Frumvarpið felur í sér skipulags- breytingu í þá átt að stækka kjarna, fjölga kjörsviðum og samræma kröf- ur. Með þessu er verið að skipu- leggja nám, þannig að það verði heildstæðara og tekið sé mið af loka- markmiðum. Vert er að hafa í huga að það var aldrei hugmyndin með áfangakerfinu að nám samanstæði „Tæknifræðingar sem átskrifast frá sama skóla með sambærilega menntun að baki hafa verulega hærri laun en meinatæknar.“ okkar sviði til þess að geta með sann hreykt okkur af heilbrigðis- þjónustu á heimsmælikvarða. Meinatæknastéttin er þar mikil- vægur hlekkur. 10.000 krónur á mánuði Ég útskrifaðist fyrir rúmum 10 árum sem meinatæknir. Full laun eftir 13 ára starf eru nú um 77.000 kr. á mánuði. Meinatæknar fá ekki greidda óunna yfirvinnu eða lestíma eins og margar aðrar stéttir. Að jafnaði vinnum við um fjórar vaktir á mánuði. Fyrir þær fáum við greidda yfirvinnu, enda búnar að skila fullri dagvinnu þegar þær eru unnar frá kl. 16 til 8 næsta morg- un. Launin sem við fáum fyrir vakt- irnar eru á bilinu 10-30.000 kr. á mánuði eftir því hve mikil vinna liggur að baki. Á stærri stofnunum vinna 1-2 meinatæknar þessar Sigríður Anna Þórðardóttir af einangruðum námsbrautum held- ur var lögð megináhersla á að náms- efni hvers áfanga nýttist á sem flest- um námsbrautum. Markmiðið með þeim ákvæðum frumvarpsins sem lúta að starfsnámi er að námið verði í samræmi við þarfír einstaklinga, atvinnulífs og þjóðfélagsins í heild. vaktir. Þá bera þeir alfarið ábyrgð á þeim rannsóknum sem unnar eru á þeim tíma. Fyrir nokkrum árum greiddu rík- isspítalar niður dagheimilisgjöld meinatækna sem og annarra starfs- stétta spítalanna. Sama gilti um börn sem voru í vistun hjá dag- mæðrum. Nú er búið að taka fyrir þetta vegna spamaðar. Greiðsla fyrir eitt barn hjá dagmóður er nær 30.000 kr. á mánuði. Hér er um mikla kjaraskerðingu að ræða. Þessi niðurgreiðsla var í mínum huga aðalkostur þess að vinna hjá ríkisspítulum, enda fjögurra barna móðir og þar af með tvö börn á forskólaaldri. Eftir að hafa greitt skatta og skyldur til ríkis, félagsgjöld, líf- eyrissjóð og pössun fyrir börnin held ég eftir um 10.000 kr. í ráð- stöfunartekjur á mánuði. Af þessu má sjá að það borgar sig engan veginn fyrir mig að vinna við núver- andi aðstæður. Það virðist markviss stefna stjórnvalda að sem flestar konur á barneignaraldri skuli vera heimavinnandi, hvort sem þeim þykir það ljúft eða leitt og að ekki beri að nýta þá sérmenntun sem þær hafa aflað sér. Við þetta verð- ur ekki unað. Launastefna ríkisins og víðar í þjóðfélaginu er hrunin. Meinatæknar hafa ekki fengið við- Leitað var álits nemenda Haraldur segir réttilega að leitað hafi verið ráða hjá fjölmörgum aðil- um úr ýmsum greinum þjóðlífsins við gerð frumvarpsins. Það er á hinn bóginn rangt hjá honum að nemend- ur hafi verið undanskildir úr þeim hópi. Félagasamtök nema á fram- haldsskólastigi og háskólastigi, líkt og aðrir sem málið varðar, fengu senda áfangaskýrslu nefndar um mótun menntastefnu er hún kom út í janúar 1993 og voru beðin um umsögn. Nefndinni bárust fjölmarg- ar vandaðar umsagnir sem komið hafa að góðu gagni við frágang loka- skýrslu nefndarinnar. Engin umsögn barst hins vegar frá Félagi fram- haldsskólanema. Menntun er undirstaða framfara Með frumvarpinu er sérstök áhersla lögð á að efla starfsmenntun sem margir telja eitt brýnasta verk- efni í menntunarmálum íslensku þjóðarinnar. Með því er stuðlað að fjölbreytni og séð til þess að fleiri eigi kost á að ljúka framhaldsnámi en raunin er í dag. Öllum er ljóst að menntun er undirstaða framfara. Það veltur á menntuninni hvernig okkur reiðir af í samvinnu og sam- keppni við aðrar þjóðir. Það er því brýnt að leggja þyngri áherslu á menntun þjóðarinnar í framtíðinni en það er einmitt megintilgangurinn með frumvarpinu. Höfundur er alþingismaður og formaður ncfndar um mótun menntastefnu. Helga Björg Stefánsdóttir líka launahækkanir og sambærileg- ar stéttir undanfarin ár. Verkfall meinatækna er því nauðvörn sem ekki var undan vikist. Með von um að ráðamenn skilji alvöru málsins og að eitthvað raun- hæft verði gert til að leiðrétta okk- ar kjör. Höfundur er meinatæknir við meinefnafræðideild Landspítalans. Menntun og kjör meinatækna NÝUA BJLAHÖLJLJN FUNAHOFÐA 1 S:€572277 BÍL-ATOFtG FUNAHÖFÐA 1 S.6834-4-4 Auglýsingin okkca r - er á r g n g u r ykkar MMC L-300 4WD diesel árg. '91, ek. 78 þ. km., grár, álfelgur, 5 g., 8 manna. Góöur feröabíll. Verð kr. 1.750.000 stgr., ath. skipti. ______ Toyota Touring XL 16v 4WD árg. '90, ek. 55 þ. km., drapplitur. Óaöfinnanlegur bíll. Verö kr. 1.000.000 stgr., ath. skipti. Toyota Corolla 1,6 GLi árg. '93, ek. 5 þ. km., grænn, 5 g., 5 dyra. Verð kr. 1.350.000 stgr., ath. skipti. Honda Civic 1.6 GL árg. ’91, ek. 38 þ. km.f 5 g., 4ra dyra, brúnn. Verð kr. 860.000 stgr., ath. skipti - engin útborgun. Subaru Pick-up 4WD árg. ’91, ek. 14 þ. km., rauður, hús. Verð kr. 850.000 stgr., ath. skipti. Benz 190 árg. '89. rauður, álfelg- ur. Fallegur bíll. Ek. 51 þ. km. Verð kr. * 1.690.000, sk. á jeppa. Jeep Wrangler árg. '89, rauöur. Vel útbúinn bfll. Ek. 89 þ. km. Verð kr. 1.400.000. GMC Jimmy árg. '91, svartur. Einn með öllum hugsanlegum búnaði. Ek. aðeins 48 þ. km. Verð kr. 2.900.000. MMC Lancer 1600 GLXi árg. '93, vínrauö- ur, sjálfsk., álfelgur, sóllúga, ek. 119 þ. km. Verð kr. 1.390.000. Toyota Corolla 1300 XL árg. '90, rauður, sjálfsk., vökvastýri, ek. 25 þ. km. Verö kr. 750.000.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.