Morgunblaðið - 20.04.1994, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 20.04.1994, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1994 , 8-2 UJA/S&LASS / Cöút-TUA/l.T O1993 Farcus Cartoons/Dislfibuled by Umversal Press Syndicale iJaejo., reyncLu- þd- crb \zeJðcx þjars týrin.gano~ f Með morgxinkaffinu ekki verið með gamla hatt- inn þinn, hefði ég ekki þekkt þig aftur. Áster . . . . fjölskylduferð. TM Reg. U.S Pat Otl — ali nghts reserved ® 1994 Los Angeles Times Syndicate II ' ' : Þú hefur ekki komið í heila viku. Ertu búin að vera lasin? BRÉF TTL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Reykvíkingar þurfa ekki á kjördæmapoti að halda Frá Braga Eyjólfssyni: Sameiginlegt framboð Alþýðu- bandalags, Aiþýðuflokks, Framsókn- arflokks og Kvennalista, R-listinn, hefur á stefnuskrá sinni að koma á skýrri hverfaskiptingu í borginni mgð það fyrir augum að íbúar geti haft raunveruleg áhrif á nánasta um- hverfi sitt eins og það er kallað. Þetta hljómar ágætlega en hvað verður þegar kemur að framkvæmd- inni? Verður þetta ekki til þess eins að færa kjördæmapotið inn í borgina þannig að íbúar í einu borgarhverfi þurfi að fara að keppast við þá hinu megin við götuna um fjárveitingar til þess að ráðast í einhveijar nauð- synlegar framkvæmdir, hvort sem er hraðahindrun, umferðarljós eða úrbætur á skólalóð? Á endanum hlýtur borgarstjórn sjálf að ákveða hvemig fjármunum borgarinnar er varið, það eru ekki aðrir til þess kosnir. Hvernig ætlar sameiginlegt framboð að láta velja hverfisstjórnimar? Á líka að kjósa þær á fjögurra ára fresti af pólitísk- um lista? Ég sé ekki betur en að þessi hug- mynd R-listans verði til þess eins að koma á enn einu bákninu sem lúti einhverri stjóm sem íbúum borgar- innar verði skylt að bera sín mál upp við og ef hverfisstjómin náðarsam- legast ákveður að taka málið upp á sina arma þá eigi hún að annast samskipti við borgarstjóm og beijast Gagnasafn Morgunblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. við aðrar hverfísstjórnir um það að heija út þá peninga sem þarf til þess að ráðast í þetta eða hitt verkefnið. Kjördæmapot er af hinu illa, að mínu viti. Menn sjá það af lands- stjórninni hvernig almannafé hefur oft og einatt verið sóað í óarðbærar og óþarfar framkvæmdir vegna framgöngu þeirra alþingismanna sem taka þrönga sérhagsmuni sinna byggðarlaga fram yfír hag alls al- mennings. Uppbygging Reykjavík- urborgar er ekki kjördæmapoti að þakka og ef Reykvíkingar hefðu reitt sig á þær aðferðir væri áreiðanlega öðru vísi um að litast í borginni. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur starfað í þágu borgarbúa allra en ekki veitt þeim hagsmunahópum Frá Gunnari Þór Sveinssyni Athugasemd vegna greinar er birtist í Morgunblaðinu 12. marz um verðmismun smurstöðvanna á þjónustu og vörum. Í greininni er birt tafla sem á að sýna verð á þjónustu sem veitt er þegar bifreið er smurð, verð á olíu sem sett er á hana og kemur sú niðurstaða að verðmismunur er allt að 59%. Ég sem starfsmaður hjá smurstöðinni Klöpp, Olís, við Vegmúla fór að kanna þennan mis- mun því hann kom mér vægast sagt á óvart. Kom þá í ljós að grein- in sem slík er villandi og í flestum tilfellum röng. Það kemur ekki fram í hveiju þjónustan er fólgin, hvað er innifalið í henni og ekki hvaða olía er notuð né hver gæði hennar eru. Hjá Olís við Vegmúla er notuð í könnuninni semi-synthetic olía sem kostar 952 kr. 3'h lítri. Ef sambærileg olía væri notuð sem Esso og Skeljungur gáfu upp í greininni þá mundi hún kosta hjá okkur 567 kr. Einnig vantar ísetn- ingargjald á verðið hjá alla vega einni smurstöð en það er yfirleitt mest sem hæst hafa hrópað hvetju sinni. Þeir borgarbúar sem það kjósa eiga greiðan aðgang að viðtölum við borgarfulltrúa, stjórnkerfi borgar- innar og borgarstjóra sjálfan. Hverfastjórnir að hætti sameig- inlegs framboðs Alþýðubandalags- ins, Alþýðuflokksins, Framsóknar- flokksins og Kvennalistans yrði ekki til neins annars en sundra Reykvík- ingum og mynda nýja sérhagsmuna- hópa til þess að draga úr sambandi almennra Reykvíkinga við þá aðila sem raunverulega taka ákvarðanir. Bákn af því tagi yrði að mínu mati ekki til neins annars en óþurftar og vonandi lítur það aldrei dagsins ljós. BRAGI EYJÓLFSSON, Dyngjuvegi 17, Reykjavík. 300 kr. Ef tekið er tillit til allra þessara þátta þá kernur í ljós að þjónustan hjá Olís smurstöðinni Klöpp við Vegmúla kostar 2.582 kr., hjá Esso 2.725 kr. og hjá Skelj- ungi 2.895 kr. Þjónustan hjá Pennzoilumboðinu og verðið sem þeir gáfu upp er ekki yfir allan bíl- inn né bæta ísvara eða frostlegi á bílinn, einnig nota þeir aðra olíu en gefið er upp í tilboðinu sem þeir auglýsa en hún er Pennzoil Turbo 15-40 olía sem er ódýrari og ekki eins góð og uppgefín olía er. Vekur það furðu mína að þessi grein hafi birst í Morgunblaðinu án þess að blaðamaður hafi sannreynt og kynnt sér þjónustuna og verðið á þessum tilteknu smurstöðvum betur. Skora ég því á Morgunblaðið að birta nýja könnun sem er ítar- legri og fellst í vettvangskönnun sem mundi eflaust veita lesendum blaðsins nákvæmari og raunhæfari samanburð á þessari þjónustu. Fyrir hönd smurstöðvarinnar Klappar, GUNNAR ÞÓR SVEINSSON Bakkaseli 18, Reykjavík. Verð á smurþjónustu HÖGNI HREKKVÍSI Víkveiji skrifar Afmælismót íþróttabandalags Reykjavíkur á skíðum fór fram í barna- og unglingaflokkum í Bláfjöllum nú um helgina, en ÍBR á 50 ára afmæli á þessu ári. Það var Skíðaráð Reykjavíkur sem skipulagði mótið. Á laugardag var keppt í svigi í öllum aldursflokkum í einmuna veðurblíðu, en heldur blautu færi. Á sunnudag var keppt í stórsvigi og þegar líða tók á keppnina skall hann á með slíkri blindaþoku að vart sást porta á milli fyrir keppendur, hvað þá að áhugasamir áhorfendur gætu fylgst með keppendunum ungu frá upphafspunkti, þar til þeir komu í mark. Þrátt fyrir þoku, gekk keppnishaldið allt lipurlega fyrir sig og tímaáætlanir virtust standast í hvívetna. xxx Góðir gestir sóttu Reykvíkinga heim á þessu afmælismóti, en það voru 16 ungmenni frá Nor- egi á aldrinum 10 til 16 ára sem kepptu sem gestir á mótinu. Skemmst er frá því að segja að þessi ungu frændsystkin okkar sýndu glöggt með hvaða blóma skíðaíþróttin í Noregi er um þessar mundir því krakkarnir voru hreint frábærir og röðuðu sér undantekn- ingalítið í verðiaunasæti í flestum aldursflokkum. Ekki útilokað að hér gæti áhrifa frá Lillehammer. Einn ungur Norðmaður, líklega 10 ára strákur, varð tii dæmis fyrir því í fyrri ferðinni í svigi á laugar- dag að detta og missa af sér annað skíðið. Hann spratt á fætur eins og píla og hentist áfram, á einu skíði og lauk þannig-ferð sinni, og var í áttunda sæti eftir fyrri ferð! í þeirri síðari bætti Norsarinn ungi um betur og var í fyrsta sæti. xxx * Asunnudagskvöld fór svo fram í Ráðhúsi Reykvíkinga af- hending verðlauna og viðurkenn- inga, þar sem Árni Sigfússon, borg- arstjóri hafði það hlutverk með höndum að hengja viðurkenningar- peninga um háls allra þátttakenda og afhenda verðlaunagripi. Þar var mikil þröng á þingi og stolt ljómaði úr augum, ekki hvað síst yngstu keppendanna, sem voru yfir 50 talsins, sem kepptu í flokki átta ára og yngri. Ungviðið mændi upp til borgarstjórans, eftir að hafa fengið verðlaunapening um hálsinn og einhvern veginn læddist að Vík- veija sú grunsemd að minnstu kríl- in, sem stóðu vart út úr hnefa, ætluðu sér ekki að hátta sig úr verðlaunapening sínum, þótt að þau brygðu sér í náttfötin, stuttu síðar þetta kvöld. XXX Sérstaka athygli Víkveija vakti hópur Norðmannanna, á sunnudagskvöld. Útitekinn og hraustlegur hópurinn var prúðbú- inn svo að eftir var tekið og fram- koma þessara norsku barna og unglinga var svo prúðmannleg að til fyrirmyndar var. Norðmenn geta svo sannarlega verið stoltir af ís- landssendingum sem þessum. Ekki svo að skilja að reykvísku skíða- æskunni hafi verið eitthvað áfátt í framkomu eða klæðaburði, síður en svo. Það vakti Víkveija einfald- lega ánægju að fylgjast með frænd- um okkar frá Noregi hvort sem var á skíðum eða í Ráðhúsinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.