Morgunblaðið - 20.04.1994, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.04.1994, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1994 51 Hálfan fórum hnöttinn kríng Frá Ármanni Kr. Einarssyni: Síðast liðin páskavika var engin undantekning frá reglunni hvað ferðalög snerti, þótt veðrahamurinn setti vissulega strik í reikninginn. Fólksstraumurinn var óstöðvandi, bæði innan lands og utan. Ferðalag mitt náði ekki lengra en að skrifborðinu og ég var ósköp sátt- ur við það. Ég blaðaði í nokkrum bókum, sem mér höfðu borist að undanförnu. Rakst ég þá á tvær bækur eftir fyrrverandi starfsfélaga minn Þórð Kárason lögreglumann frá Haga í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Önnur bókin bar heitið, sem er yfir- skrift þessa bréfs, „Hálfan fórum hnöttinn kring“. Það eru frásagnir og ferðapistlar höfundar, ásamt eig- inkonu Élínar Guðrúnar Gísladóttur. Hin bókin heitir Laxárdalsætt og er niðjatal Jóhanns Jónssonar (1805-1863), en hann var langafi höfundar. Jóhann var fátækur kot- bóndi á Skógarströnd og dó 58 ára gamall. Þá hafði hann eignast 23 böm með tveimur konum. Þetta hef- ur kannski ekki þótt saga til næsta bæjar í þá daga. En nú á síðari hluta tuttugustu aldar, þegar barnafjölda hjóna má oftast telja á fingram ann- arrar handar, kemur okkur þetta spánskt fyrir sjónir. Ég vissi að Þórður var ættfróður og ritfær vel. Hann getur líka bragð- ið fyrir sig bundnu máli. í tómstund- um hefur hann talsvert fengist við skriftir. En Þórður er enginn kyrr- setumaður og á sér ýmis fleiri áhuga- mál. Hvers konar fróðleikur og ferða- iög er yndi hans og ánægja, eins og best kemur fram í „Hálfan fórum .hnöttinn kring“. Ég var ekki hikandi að velja þá bók sem páskalesningu. í huganum ferðaðist ég með höfundi í lengri og skemmri ferðir hér heima og erlend- is. Of langt mál yrði að rekja efnið nánar. Ég get þó ekki stillt mig um að taka upp stutta umsögn á kápus- íðu. Þar segir meðal annars: Þórður Kárason hefur lifað tímana tvenpa eða fleiri eins og flestir miðaldra ís- lendingar. Hér er lífsferillinn í hnot- skum. Vinnumaður, móskurðarmaður, reiðingstorfristumaður, verbúðamað- ur, síldveiðimaður, kolamokari á tog- ara, plægingamaður, lögreglumaður í 42 ár, byggingamaður, múrsmiður, bókbindari, fararstjóri, leiðsögumað- ur, varðstjóri, fortíðargruflari og íjöl- munasafnari. Svo mörg eru þau orð eða réttara sagt störf. Talsvert margar myndir eru í bókunum og gefa þær efninu aukið gildi. Ég var sannarlega ekki fyrir von- brigðum með bókina. Hún er stór- fróðleg, skemmtileg og frásögnin öll yljuð notalegri kímni. Að lokum vil ég færa höfundi mínar bestu þakkir fyrir ánægjulega dægrastyttingu. Eflaust eiga þessar bækur eftir að vera mörgum forvitnileg lesning. Er ég setti punktinn við þessar fáu línur flugu mér í hug hinar spaklegu ljóðlínur listaskáldsins góða: Ég er kominn upp á það, allra þakka verðast, að sitja kyrr á sama stað, og samt að vera að ferðast. ÁRMANN KR. EINARSSON, Sléttuvegi 11, Reykjavík. Pennavinir ÁSTRÖLSK flugstjórafrú safnar símkortum, póstkortum og frí- merkjum: Mrs. V. Potts, Miriam Villa, Narong Gardens, 1/23-25 Narong Road, Caulfield North, Vic. 3161, Australia. FIMMTÁN ára sænskur piltur með mikinn íslandsáhuga: Thomas Johansson, Hyttan 103, S-710 23 Glanshammar, Sweden. ÞRÍTUGUR einhleypur karlmaður frá Paraguay með margvísleg áhugamál: Enrique Rodriguez Castillo, P. O. Box 7, Encarnacion, Paraguay. ÞRÍTUGUR Letti sem er að læra íslensku og skrifar bréf sitt á sæmi- legri íslensku vill eignast pennavini til að fá æfingu í notkun málsins: Andris Gulbis, Jurmalas gatve 65-41, Riga 1067, Latvia. LEIÐRÉTTING Knapi rangfeðr- aður í frétt Morgunblaðsins í gær þar sem fjallað var um opna Alftarós- mótið var ranglega farið með heiti eins knapans. En það er hann Sig- urður Ingvar Ámundason sem varð fjórði í fjórgangi barna 10—13 ára. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. VELVAKANDI DÝRTAÐ FARAÍ FJÖLSKYLDUGARÐ- INN MÓÐIR hringdi og var afskaplega óánægð með þá hækkun sem orðið hefur á aðgangseyri að Fjölskyldu- garðinum í Laugardal. Ekki stend- ur fólki lengur til boða að velja um hvort það vill eingöngu fara í Hús- dýragarðinn heldur fylgir Fjöl- skyldugarðurinn með í pakkanum. Búið er að hækka verðið úr 200 kr. fyrir fullorðna upp í 450 krón- ur. Henni fínnst alveg afleitt að fólk skuli ekki hafa val um það í hvorn garðinn það vill borga sig inn 1 í Grafarvogi. Finnandi vinsam- lega hafi samband við Hafliða í síma 683850 frá kl. 9-17 eða 33552. Skólataska tapaðist KALLI, 9 ára nemandi í Langholts- skóla, varð fyrir því að týna skóla- töskunni sinni, sennilega í nám- unda við strætisvagnabiðskýlið á Laugarásvegi. Þetta er svört bak- pokataska með Harley Davidson skreytingu og full af vísindum 4. bekkjar sem ætlunin var að nota til vitsmunaþroska og gagnaöflun- ar fýrir vorprófin. Finnandi vin- samlega hringi í símar 74212. GÆLUDÝR Týnd læða GRÁBRÖNDÓTT læða, hvit á hálsi og bringu, tapaðist frá Þinghóls- braut 25, Kópavogi fyrir nokkru, Eyrnamerking hennar er R2H123. Þeir sem hafa orðið hennar varir hafi vinsalega samband í síma' 642250. Kettlingar ÞRÍR gullfallegir, kassavanir kettl- ingar fást gefins. Upplýsingar í síma 684556. Hundur í heimilisleit TÍK, blanda af collie og springer spaniel, þarf að komast á gott heimili vegna ofnæmis á núverandi heimili. Upplýsingar í síma 98-12815. Týndur páfagaukur GULUR páfagaukur flaug út um glugga í Reykjahverfi í Mosfellsbæ sl. sunnudag. Hafi einhver fundið hann er hann vinsamlega beðinn að láta vita í heimasíma 667615 og vinnusíma 22400. Ólöf. Týnd læða SVÖRT tveggja ára læða með hvít- an blett á hálsi tapaðist frá Hrísmó- um 8 í Garðabæ fyrir fimm vikum. Hafi einhver orðið ferða hennar var er hann vinsamlega beðinn að hringja í sírria 657344 (Hjálmareða Dagbjört) eða í síma 652292 (Ási og Guðrún). HREINSUN BORGARINNAR HRINGT var til Velvakanda og hann beðinn að koma þeirri ábend- ingu til borgaryfirvalda að nú væri tími til kominn að taka til hendinni og gera borgina hreina. Það er ekki nóg að senda unglinga út um bæinn á sumrin og hreinsa götur. Það þarf að efla hreinsun borgar- innar, hún er mjög óhrein, svo og fjörur og sveitir í kring. Hreinsunin þarf að vera skilvirkari og þurfa borgaryfirvöld að taka sig mjög á í þessum málum. 201242-2669 TAPAÐ/FUNDIÐ Týnt hjól SEM NÝTT 18 gíra Huffy kven- hjól, gráyijótt með „ultra“grænum framgaffli, hvarf frá Meistaravöll- um 7 fyrir u.þ.b. viku. Hafi einhver orðið var við þetta hjól, sem er mjög sérstakt, er hann vinsamlega beðinn að láta vita í síma 12431. Hildur. íþróttataska tapaðist ÍÞRÓTTATASKA tapaðist laug- ardaginn 9. apríl við Höfðabakka Regnhlífakerra tapaðist BLÁ regnhlífakerra hvarf frá Eiði- smýri 20. Þeir sem gætu gefíð upplýsingar um kerruna eru beðnir að hringja í síma 610072. Upplýsingar óskast GETI einhver gefið upplýsingar um skipverja á rússneska togaranum Obelon er hann vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 688165 eftir kl. 19. Nike úlpa tapaðist HÁLFSÍÐ Nike-úlpa tapaðist úr búningsherbergi á gervigrasinu í Laugardal um mánaðamótin febrú- ar-mars á þeim tíma sem 3. og 4. flokkur drengja frá Fram og Vík- ingi vora við æfingar. Ulpan er tvílit, vínrauð og fjólublá. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 688525 eða skili úlpunni til húsvarðar á gervigrasinu í Laugar- dal. Loftnetsstöng fannst LITIL svört loftnetsstöng, með merkingu, fannst á bílaplani neð- arlega á Grettisgötu sl. laugardag. Eigandi má hafa samband í síma 13732. KÁNTRÝ-KÁNTRÝ Fáksfélagar, haldið verður KÁNTRÝKVÖLD SÍDASTA VETRARDAG í Félagsheimili Fáks. Miðar seldir á skrifstofu 18., 19. og 20. apríl. Húsið opnað kl. 22.00 og hleypt er inn til kl. 24.00. Tökum fram kántrý klæðnaðinn og dönsum inn í sumarið með kúrekahattinn. Aldurstakmark 20 ára. Kvennadeild Fáks. Uppselt hefur veríð a a\\ar sýningarnar í vetur. Enn eru fáein sæti iaus næsta iauqardaq. Missið ekki af ipessari frábæru skemmtun. Pantanir í síma 91-29900. öertHboð a gietíngu Þorvaldur Halldórsson Gunnar Tryggvason ná upp góclri stemmningu Þægilegt umhverfi - ögrandi vinningar! OPIÐ FRA KLUKKAN 19:00 - 03:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.