Morgunblaðið - 06.05.1994, Síða 22

Morgunblaðið - 06.05.1994, Síða 22
22 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994 Þróun húsnædís- mála í Bretkmdi BRETAR voru fyrstir þjóða heims að iðnvæðast og gengu fyrstir í gegnum hina svonefndu „mannfjöldasprengingu"; á 19. öld lét nærri að mannfjöldinn fjórfaldaðist, úr 9 milljónum í 33 milljónir. Strax árið 1850 bjó rúmur helmingur Breta í þéttbýli. Hliðstætt þróunar- stig náðist ekki á íslandi fyrr en um 1930. Þessi byltingarkennda þróun skapaði gífurleg úrlausnarefni í húsnæðis- og skipulagsmálum, en um leið víðtæka viðleitni manna til að finna lausn vandans, fyrstu byggingarfélög og byggingarsam- vinnufélög verka- manna voru t.d. stofnuð fyrir alda- mótin 1800. Þegar á 19. öld gripu stjórnvöld talsvert inn í þróun húsnæðis- og skipulagsmála. Slíkrar stefnu gætti meira er Fijálslyndi flokkurinn, með sína „sósíal-líberal“-stefnu var við völd. Megináhersla var lögð á heilsusamlegt borgarskipulag og að hið opinbera skapaði einkaframtak- inu lagalegan og skipulagslegn ramma. Markaðskerfið var hins vegar ráðandi afl í húsnæðismálum. Um síðustu aldamót bjuggu 90% Breta í leiguhúsnæði á fijálsum markaði, sem á 19. öld hafði vaxið fram sem meginform húsnæðis- markaðarins í borgum og bæjum. Innan þessa forms rúmuðust allar gerðir húsnæðis allt frá íburðar- miklu lúxushúsnæði fyrir þá sem mest áttu undir sér og niður í úr sér gegna leiguhjalla fátækrahverf- anna. „Heimili fyrir hetjur“ Upphaf verulegra ríkisafskipta af húsnæðismálum má í Bretlandi rekja allt aftur til loka fyrri heims- styijaldarinnar. í flestum öðrum Evrópulöndum átti hliðstæð aukn- ing ríkisafskipta sér yfirleitt ekki stað fyrri en við lok seinni heims- styijaldarinnar. _ Breska þjóðin hafði fært miklar fórnir í fyrri heimsstyijöldinni og það þótti borin von að hinn fijálsi markaður gæti einn og óstuddur bætt úr hinum gífurlega húsnæðis- skorti, sem hafði myndast. Lykil- setning í húsnæðismálum þessara ára var „Homes Fit For Heroes", þ.e. heimili er sæmdi hinum ungu hermönnum sem sneru heim frá vígvöllum Evrópu. Einnig er ljóst að ótti stjórnvalda við félagslegan óróa og jafnvel uppreisn alþýðu, svo sem gerst hafði víða á meginlandinu á þessum árum, hafði talsvert að segja. Samstaða allra stjórnmála- afla náðist um umfangsmestu ríkis- afskipti af húsnæðismálum sem hingað til höfðu átt sér stað í nokkru þjóðlandi. Aðhaldssamir embættismenn breska fjármála- ráðuneytisins hristu höfuðið yfir óráðssíunni, en urðu að láta í minni pokann. Jafnframt því sem millistríðsárin mörkuðu upphaf umfangsmikilla bygginga opinbers leiguhúsnæðis (sjá meðfylgjandi töflu) hófst mikil uppsveifla séreignarhúsnæðis. Þetta kann að virðast mótsögn, en það sem gerðist var að hlutur opin- berra leiguíbúða og séreignarhús- næðis jókst stórlega á kostnað leiguhúsnæðis á einkamarkaði, sem eins og fyrr sagði hafði verið alger- lega ríkjandi í Bretlandi. Þrenns konar hreyfiöfl ollu á þessum tíma aukningu á hlutfalli séreignarhúsnæðis; Ströng húsaleigulög, sem sett voru í fyrri heimsstyijöldinni, urðu til þess að arðsemi leiguhúsnæðis stórminnkaði. Fyrir marga leigu- sala var sá kostur vænstur að selja leigjendunum viðkomandi húsnæði. A þriðja áratugnum styrktist mjög veðlánakerfi hinna svonefndu byggingarfélaga („Building Societi- es“), sem bætti stórlega lánamögu- leika fólks vegna kaupa eigin hús- næðis. Rétt er þó að undirstrika, að á þessum árum réðu verkamenn i Bretlandi almennt ekki við hús- næðiskaup, það var enn sem komið var fyrst og fremst bundið við milli- stéttina og efri stéttirnar. Einnig varð veruleg verðhjöðnun í Bretlandi á árunum um og eftir 1930, þar á meðal á íbúðarhús- næði. Atvinnuleysi var mikið, en þeir hópar millistéttarinnar, sem héldu vinnunni, lækkuðu lítið eða ekkert í launum, samfara miklu verðfalli á húsnæði. Þetta gerði millistéttinni enn auðveldara en ella að eignast húsnæði. Leiguíbúðakapphlaup og lífskjarbylting Við lok seinna stríðsins líktist staðan í Bretlandi um margt ástandinu við lok fyrri heimsstyij- aldar. Vandamálin voru þó í raun stærri, húsnæðisskorturinn enn umfangsmeiri. Verkamannaflokkurinn vann fyrstu eftirstríðskosningarnar og vatt bráðan bug að því að efla til muna hið félagslega íbúðakerfi, sem varð einn helsti burðarásinn í því velferðarkerfi sem hafist var handa ivwnx mi 882030 - fax 882033 ff Armúla 1, sfmi 882030 - fax 882033 Ægir Breiðfjörð, lögg. fastsaii, hs. 687131. Símatími laugardag og sunnudag kl. 13-16 Skipti - Fossv. eða Gbæ. Ok.kur vantar raöh. eða einb. í Fossvogi eöa Flötum í Garðabæ, í skiptum fyrir glæsil. 120 fm íb. í Foldum í Grafarvogi. Arnartangi - Mos. - raðh. Gott endaraðh. úr timbri á einni Itœð, tæpir 100 fm. Friðsæll staður. Stór fallegur garður með af- glrtri verönd f suður. Parket. Verð 8,4 millj. Áhv. 3,2 langtlán. -ivassaleiti - tvær íb. - skipti. Gott endaraðhús á þremur hæð- um ca 212 fm með góðum innb. bílsk. Séríb. í kj. Vel staðsett eign. Ýmis eignask. t.d. einb. á einni hæð. Hvannalundur - Gbæ - einbýli. Falleg ca 124 fm einb. á einni hæð ásamt 39 fm bílsk. 3 rúmg. svefn- herb., stórt og gott eldhús. Stendur í stórum og fallegum garði á kyrrlátum stað. Verð 13,5 millj. Viðarrimi 61 . Ca 183fmeinb. á elnni hæð. 36 fm bílek. með yfirhaeð fyrír jeppa. Húslö selst tílb. tíl innr. Hægt að hafa 3 eða 4 svefnherb. Verð mlðast við 12 mlllj. staðgr. Sveigjanleg greiðslukjör. Garðabær - skipti. Fallegt ca 320 fm einb. v. Eskiholt. Stórar stofur m. arni, 4-5 svefnherb. 50 fm innb. bílsk. Falleg- ur garður. Mikið útsýni. Eignaskipti mögul. t.d. á minni eign í Garðabæ. Jórusel - einbýli. Sérlega fallegt og vel við haldið hús ca 255 fm. Húsiö er á þremur hæðum með innb. bílsk. 5 svefn- herb. Snyrting á öllum hæðum o.fl. Fallegur garður, liggur að auöu svæði. Mögul. skipti á minni eign í Vesturbæ. Skipti - nýi miðbær. Höfum glæsil. ca 80 fm íb. á 3. hæð í Ofanleiti í skiptum f. 4ra herb. m.bíl- skúr, í Neðsta-, Mið- eða Ofanleiti. Hveragerði - parhús. Mjög fallegt ca 85 fm parhús. Stór verönd og heitur pottur. Útsýni. Áhv. ca 4,4 millj. lang- tímalán. Boðahlein - 60 og eldri. Mjög gott 85 fm endaraðh. á einni hæð. Mjög vel staðsett m. sólstofu og garð í suður. Frábært útsýni yfir flóann tll Suöur- nesja. Garðurinn liggur að hrauninu í kring. Verð 8,5 millj. Laust strax. Hvammar - Hf. - 2 íb. - hæð. Mjög fallegt nýl. tvíbýli sem í eru 2 góðar hæðir. Annars vegar 102 fm og hins vegar 157 fm. Hæðirnar seljast saman eða hvor í sínu lagi. Bílskúr fylgir hvorri hæð. Háaleitisbraut - 4ra. Tæpl. 100 fm endaíb. á 4. hæð. Góð stofa, björt og góð íb. Mikiö útsýni. Verð 7,6 millj., áhv. 4,4 millj. langtímal. Blikahólar - 4ra. Falleg nýupp- gerð íb. á 4. hæð ca 98 fm. Nýtt á eldhúsi og baði. Nýmáluö. Verð 7,1 millj. Áhv. 1,2 millj. langtímalán. Leirubakki - 4ra. Mjög rúmg. ca 121 fm ib. á 2. hæð. Einnig getur fylgt ca 40 fm rými í kj. Lyngmóar - Gbæ - 3ja + bflskúr. Mjög rúmg. og falleg ca 92 fm íb. á 1. hæö f lítlu fjölb. Stórar svalír í suöur. Pægil. og góð aðetaða. Parket. Verð 8,3 mlllj. Áhv. 1 millj. Álftamýri - 3ja - laus. gós ca 76 fm íb. á 3. hæð. 2 rúmg. svefnherb. og góð stofa. Parket. Áhv. 4,6 millj. langt- lán. Lykiar á skrifst. Vantar. Okkur vantar 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir á skrá. Einnig sérhæðir t.d. í Hlíðum. Dalbraut - 4ra + bflsk. Mjög rúmg. ca 115 fm íb. á 1. hæð ásamt bílsk. með vatni og rafmagni. Steinsnar í laugarn- ar og dalinn. Húsið nýl. tekið í gegn að ut- an. Mjögul. skipti á 2-3ja herb. íb. Blöndubakki - 4ra. ca 104 tm íb. á 3. hæð ásamt 12 fm herb. í kj. Hægt að hafa þvottah. I ib. Áhv. ca 2 millj. langtl. Stutt I skóla og alla þjónustu. Gott verð. Gunnarssund - Hf. - 3ja - iaus. Nýuppgerð ca 78 fm fb. á jarðhæð með sérlnng. Allar innr. í ib. eru nýjar. Parket. Nýtt raf- magn o.fl. Stelkshólar 3ja. Mjög björt og góð íb. á 3. hæð í lítilli blokk. Bílsk. getur fylgt. Hagstætt verð. Laus strax. Hjálmholt - 3ja - skipti. góö ca 71 fm íb. á jarðhæð í þríb. Gengið beint inn, engar tröppur. Þvhús og geymsla í íb. Verð 6,4 millj. Kóngsbakki - 2ja-3ja. góö ca 70 fm íb. á 3. hæö. Þvhús í íb. Eitt gott svefnherb. og svefnkrókur frá stofu. Blokkin viðgerð á kostnaö seljanda. Parket. Jökiasei - 2ja-3ja. ca 65 fm Ib. á 1. hæð. Þvottah. f ib. Park- et. Nýl. innr. 2 svefnherb. Áhv. 2,2 millj. þar af veðd. 1,8 millj. Æsufell - 2ja herb. ca 54 tm íb. á 7. hæð I lyftublokk. Laus fljótl. Gott verð. Áhv. veðd. 1450 þús. Árlegar breytingar í % á verði íbúðarhúsnæðis í Bretlandi á tímabil- inu 1982-1992. Öftustu tölurnar sýna breytingar á milli ársfjórðunga 1992. við að koma á fót að lokinni styijöld- inni. Þrátt fyrir gífurlega aukningu félagsíbúðabygginga tókst stjórn Verkamannaflokksins ekki að ná settum markmiðum, sem átti þátt í því að íhaldsflokkurinn vann kosn- ingarnar 1951. íhaldsmenn drógu ekki úr byggingum leiguíbúða, heldur þvert á móti juku þær og náðu þær hámarki á árunum 1953- 1954, á allra síðustu stjórnarárum Winstons Churchills. Á sjötta áratugnum fór lífkjara- byltingarinnar svonefndu að gæta í Bretlandi, eins og annars staðar á Vesturlöndum eftirstríðsáranna. Öflun eigin húsnæðis fór að verða innan seilingar æ stærri þjóðfélags- hópa, þar á meðal verkalýðsstéttar- innar. Þróunin leiddi smátt og smátt til stefnubreytingar hjá Verka- mannaflokknum, sem framan af lagði megináherslu á byggingu leiguíbúða sveitarfélaga. Ríkis- stjórn Harolds Wilsons, sem tók við völdum árið 1964, markaði í raun þá stefnu að sjálfsagt væri að styðja almenna húsnæðiseign. í samræmi við þetta kom Wilson-stjórnin á víð- tækum skattaafslætti til handa íbúðareigendum. Breska raðhúsamenningin Það vekur athygli að um 80% alls húsnæðis á Bretlandi er í sér- býli, oft einbýlishús, en þó enn oft- ar raðhús. Einmitt raðhúsið er mjög einkennandi fyrir Bretland og á sér langa og virðulega sögu í breskum arkitektúr, eða allt aftur á 17. öld. Hlutfall sérbýlis í Bretlandi er hærra en í öðrum löndum heims á hliðstæðu iðnvæðingarstigi. í Bret- landi hefur lengi gætt vantrúar gagnvart fjölbýli, einkum háhýsum. Hlutfall blokkarhúsnæðis er þó all hátt á Lundúnasvæðinu, þar nálg- ast það helming alls húsnæðis og er reyndar enn hærra í Skotlandi. í hugum margra hlýtur félagsleg íbúð ætíð að vera í blokk. Þannig er málum ekki háttað í Bretlandi, því meira en 60% alls félagslegs húsnæðis er í sérbýli, oftast það sem Bretar kalla „semi-detatched“ eða „terraced house“. Á síðasta áratug voru sveitarfélögin því alls ekki að selja blokkaríbúðir, heldur að mestu leyti húsnæði í sérbýli. Rétt er þó að undirstrika að sér- býlishúsnæði í Bretlandi líkist ekki sérbýlishúsnæði á íslandi hvað stærð snertir, hús í Bretlandi eru yfirleitt miklu minni en tíðkast hér á landi. Þetta endurspeglast svo í því að húsrými á mann á Bretlandi er aðeins 27 fm á mann og eru Bretar í þessu nokkrir eftirbátar nágranna sinna og Evrópusam- bandsfélaga handan Ermarsunds, hvað þá ef gerður er samanburður við land eins og ísland, þar sem húsrými á mann er um það bil 50 fm. Einkavæðingin mikla Samdráttur velferðarkerfa, aukning einkavæðingar og endur- vakning markaðshyggju, sem í dag einkennir efnahagsmál flestra landa heims, hófst fyrst í Bret- landi, þ.e. við valdatöku ríkisstjórn- ar Margrétar Thatcher árið 1979. Flaggskip einkavæðingarbylgj- unnar í Bretlandi níunda áratugar- ins var víðtæk einkavæðing leigu- húsnæðis sveitarfélaganna, sem fólst í kaupréttarlögunum („Right To Buy“) frá 1980. Sala leiguíbúða sveitarfélaga var einnig umfangs- Lög um nuil á um- livcrfisálirifiim UM mánaðamótin tóku gildi lög um mat á umhverfisáhrifum, en samkvæmt þeim er eftirleiðis skylt að meta áhrif tiltekinna fram- kvæmda á umhverfið. Umhverfisráðherra fer með yfirsljórn þessara mála og er það í hans verkahring að ákveða, hvaða framkvæmdir þurfi að fara í mat á umhverfisáhrifum. Embætti skipulagsstjóra ríkisins annast síðan afgreiðslu mats- skyldra framkvæmda, en fram- kvæmdaraðili sér um að láta gera matið sjálft og ber kostnað af því. Tilgangur mats á umhverfisáhrif- um er að stemma stigu við um- hverfisröskun, áður en ráðist er í framkvæmdir, bæði á fram- kvæmdastigi, rekstrarstigi og þeg- ar starfsemi hættir. Sem dæmi má nefna, að þegar umhverfisáhrif sorpurðunarstaðar eru skoðuð, þá þarf að liggja fyrir áætlun um uppbyggingu svæðisins, rekstur og hvernig gengið verður frá honum, þegar starfsemi lýkur. Tilgangurinn með mati á um- hverfisáhrifum er að tryggja, að þekkt séu áhrif staðsetningar, starfsemi, eðlis og umfang fram- kvæmdarinnar á umhverfi, náttúruauðlindir og samfélag, áður en ákveðið er, hvort leyfa beri framkvæmdina. Þannig má koma í veg fyrir skaða, áður en hafizt er handa. Fyrir tilstilli matsins gefst almenningi einnig færi á að kynna sér áhrif framkvæmdar á umhverfið eftir formlegum leiðum, áður en framkvæmdir hefjast og leggja fram athugasemdir. •

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.