Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 1
FOSTUDAGUR 6. MAÍ 1994 Skattmann stríðir við Kraltagengið ALLIR þekkja Súpermann og Kóngulóar- manninn og sögu þeirra. Nú hefur stjórn Alheimsferðamálaráðsins tekið sig til og kynnt til sögunnar Skattmann og Krafta- gengið. Það er myndasaga um baráttu milli tveggja súperhetja. Skattmann er fulltrúi stjórnvalda/ríkisstjórna og klaufalegra og oft óskipulegra athafna þeirra í skattlagn- ingu á ferðaþjónustu en Kraftgengið verst djarflega og reynir að sýna Skattmann fram á mátt og megin umfangsmestu iðngreinar í heimi. Formaður Alheimsferðamálaráðsins, Geof- frey Lipman, sagði þegar hann kynnti Skatt- mann og Kraftagengið að skattar á ferðalög og ferðaþjónustu tækju út yfir allan þjófabálk. „Við urðum að finna leið til að þeir sem móta pólitíska og efnahagslega stefnu legðu við eyr- un. Skattmann og Kraftagengið eru til þess gerð að færa áhyggjur okkar í leikrænan bún- ing og með málefnalegum rökum.“ ■ Samræmt 60 stunda námsefni fyrir dagmæður er komið í handbók Félagsmálaráðuneytis Forsíða bæklingsins. ÚT ER komin handbók á vegum Félagsmálaráðuneytisins sem hef- ur að geyma fyrsta samræmda námsefnið fyrir dagmæður á Is- iandi. Arið Í991 voru 2.354 börn í dagvist hjá dagmæðrum og þar af 822 börn í gæslu sjö klst. á dag eða lengur. Núna eru á 8. hundrað dagmæður starfandi, þ.e.a.s. sem hafa tilskilin leyfi. Ingibjörg Broddadóttir deildarsér- fræðingur í Félagsmálaráðuneytinu segir að samantektin á námsefni fyrir dagmæður sé brautryðjenda- st'arf þó námskeið fyrir dagmæður hafi verið haldin víða með góðum árangri. Ekki má taka börn í gæslu gegn gjaldi nema hafa leyfi sem sveitastjórnir veita. Til að fá leyfi þarf að sækja námskeið. Ingibjörg segir að þetta námsefni geti eins nýst starfandi dagmæðrum sem og þeim sem eru að byrja. Hún segir að dagmæður hafí leyst úr brýnum vanda útivinnandi for- eldra vegna þess að fæðingarorlofi lýkur um 6 mánaða aldur barna en leikskólar hafa ekki tekið við þeim fyrr en þau eru 2ja ára nema í undan- tekningartilvikum. Ingibjörg segir að í kjölfar laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, sem tóku gildi vorið 1991, hafi verið sett reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum. Þar er kveðið á um að sveitarfélög beri ábyrgð á að nám- skeið séu haldin fyrir dagmæður en félagsmáiaráðuneyti beri að leggja til samræmda námsskrá og náms- gögn. Námsefnið gerir ráð fyrir 60 stunda námskeiði en efnið er samið eftir tillögum nefndar sem félags- málaráðherra skipaði 1993. í henni sátu Guðbjörg Viggósdóttir og Rann- veig Tómasdóttir dagmæður og Liija Eyþórsdóttir og Emelía Júlíusdóttir umsjónarfóstrur. Regína Ásvalds- dóttir félagsráðgjafi starfaði með þeim og til ráðgjafar var Ingibjörg Broddadóttir. Hugað að ótal þáttum um uppeldismál Námsefnið skiptist í 10 kafla, s.s. um næringu, heilsu og umönnun ungra barna, slysavarnir og öryggi, hagnýta uppeldisfræði, þroskaþætti barna og foreldrasamstarf. Félags- þjónusta og barnavemd fær umfjöll- un og réttindi, skyldur og reglur dagmæðra. Sálfræðingarnir Álfheiður Stein- þórsdóttir og Guðfínna Eydal skrif- uðu um þroskaþætti bama og for- eldrasamstarfs og útbjuggu leiðbein- ingarefni fyrir kennara og Guðjón Bjarnason í félagsmálaráðuneytinu ritaði um tilkynningaskyldu við bamaverndarnefndir og Slysavarna- félagið og Rauði krossinn lögðu til efni sem tengist öryggismálum barna. ■ Dræm sala í ferðir til fslands í sumarbyrjun FLUGLEIÐIR ætluðu að hefja beint flug til Ztírich í Sviss 7. maí næstkomandi en hafa aflýst fyrstu þremur ferðunum végna dræmr- ar sölu. Beina flugið hefst því ekki fyrr en 28. maí. Fyrirhugað er að fljúga til Keflavíkur um helgar fram í lok september. Saga Reis- en verður með leiguflug til Akureyrar frá 10. júní fram til 19. ágúst. Veðrið í Sviss var heldur leið- Vþ inlegt í vetur. Richard Gug- w gerli, frkvstjóri Flugleiða- %£% skrifstofunnar í Zurich, segir að það hafi haft sín áhrif á sölu ferða til íslands. „Það hefur sýnt sig að Svisslend- ingar kjósa að fljúga suður á bóg- inn ef veturinn er langur. Þá eru ferðir á fjarlæga staði líka mjög vinsælar núna. Margar þeirra eru ódýrar í samanburði við íslands- ferðir, vikuferð til Bali kostar til dæmis 20.000 krónum minna en sambærileg ferð til Islands. Fólk fer nú sparlega með peninga og það hugsar sig tvisvar um áður en það fer þangað sem verðlagið er hátt.“ Sala í íslandsflugið yfir hásumarið hefur gengið betur. „Það eru nokkur flug sem við hefð- um getað fyllt tvisvar,“ sagði Gug- gerli. Nokkuð skrlfað um lýðveldisafmælið Norðurlöndin voru saman með stóran sýningarbás á stærstu ferðasýningunum í Sviss í vetur og einnig stærstu íslandsferðasal- arnir, Saga Reisen og Island To- urs. Flugleiðir voru ekki með bás þar en studdu myndasýningu, ís- land, Undur Norðursins, sem var haldin víða í Sviss. ísland hefur þar að auki fengið nokkra umfjöll- un vegna 50 ára lýðveldisafmælis- ins í fjölmiðlum og 250 Svisslend- ingar, sem verða 50 ára á árinu, tóku þátt í happdrætti Flugleiða um fimm 50% afsláttarflugnúða til landsins. Svisslendingar kjósa Bali. Flugleiðaskrifstofan í Ziirich er nú umboðsmaður BWIA, flugfé- lags Trinidad, í Sviss. „Það fellur vel inn í okkar starf,“ sagði Gugg- erli. „Þar er aðallega um vetrar- ferðir að ræða en sumarferðir til íslands.“ Það hefur dregið veru- lega úr sölu Ameríkuferða með Flugleiðum frá Sviss.„Samkeppnin á þeirri leið er mjög hörð. Fólk kýs að fljúga beint en í gegnum Lúx- emborg og ísland, nema það eigi erindi til Islands." ■ Nafnleyndin ekki alger gagnvart þeim er sækja um opinberar stöður ÓSKI umsækjandi um opinbera stöðu nafnleyndar, er sú nafn- leynd ekki alger, lögum samkvæmt, en eftir þeim upplýsingum sem Daglegt líf aflaði sér, er ekki vitað til þess að reynt hafi á þetta lagaákvæði, sem nú er um 40 ára gamalt. Þetta ákvæði er að finna S lögum fá nöfn umsækjenda upplýst. um réttindi og skyldur starfs- Nýju stjórnsýslulögin byggja manna ríkisins frá árinu 1954, en sömuleiðis á þessu og breyta stöð- í lögum númer 38, annarri máls- unni í engu. Réttur fjölmiðla til grein, fimmtu grein- ar segir hvorki meira né minna: „Veita skal umsækjendum og viðurkenndum fé- lögum opinberra starfsmanna kost á að fá vitneskju um það hveijir sóttu um.“ Með öðrum orðum eiga allir sem eru að einhveiju leyti aðilar máls, þ.e.a.s. umsækjendur um viðkomandi starf og viðurkennd fagfélög opin- berra starfsmanna, rétt á því að Ekkiervitaó til að reynt hafi ó þetta 40 óra gamla lagaókvæði að fá nöfn þeirra umsækjenda, sem óska nafnleyndar, er hinsvegar enginn. Meginreglan í stjómsýslulögunum er sú að þegar aðili máls vill fá ljósrit af gögnum, sem hann er sjálfur aðili að, þá þarf hann sjálfur að bera sig eftir þeim upplýsingunum. Síðan á það að vera í verkahring viðkomandi ráðuneyta eða stofnana að leiða menn í allan sannleikan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.