Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994 4 Malaría í hitabelti MALARÍUSTOFNAR eru misjafnir og misjafnlega sterkir eftir heimshlutum, en þrífast vel í hitabeltisloftslagi. Helgi Guðbergsson héraðslæknir í Reykjavík segir að mismunandi malaríulyf séu gefin eftir því hvert ferðinni er heitið vegna þess að til eru stofnar sem eru ónæmir fyrir lyfjum. ■"Malaría berst með ákveðinni IDtegund af móskítóflugum. 13 Kvenfluga af tegundinni anop- heles, sem sogið hefur blóð *"*úr malaríusjúklingi, ber í sér o sníkil sem hún skilur eftir þeg- ar hún bítur næst. Þegar sní- klar eru komnir í blóðrásina, ferðast þeir til lifrarinnar og gjj fjöiga sér hratt. §*■ Nýtt bóluefni í augsýn í tímaritinu Asiaweek var '■H nýlega greint frá bóluefni sem eykur til muna mótstöðu gegn mal- aríu. Bóluefnið heitir SPf66 og hefur verið í þróun í Kólumbíu frá árinu 1988. Gerð hefur verið rann- sókn á virkni þess og í Asiaweek segir að 20 þúsund manns hafi tek- ið þátt í henni. Þar segir jafnframt að niðurstöður hafi fram að þessu lofað góðu. Ekki hafi komið fram merkjanlegar aukaverkanir og bóluefnið virðist hafa skjót áhrif á ónæmiskerfi líkamans. Lokahnykkur rannsóknarinnar er próf sem verið er að gera í Tanza- níu í Afríku. Þar taka 600 böm þátt í rannsókninni, en algengt er að moskítóflugur bíti þau um 20 sinnum á dag. Endanlegar niður- stöður munu liggja fyrir síðar á þessu ári. Meðan flugurnar stinga . . . Nú er svo komið að margir sýkla- stofnar era orðnir ónæmir fyrir lyfj- um. Sumar moskítóflugur sem bera sýkla í sér era einnig orðnar ónæm- ar fyrir skordýraeitri. Bóluefni eða lyf gegn malaríu koma vissulega ekki í veg fyrir smit, því meðan - flugumar stinga, heldur malaría áfram að berast milli manna. Hins vegar geta malaríutöflur og bóluefni hjálpað líkamanum til að vinna á einkennum sýkingarinnar, sem oft getur dregið menn til dauða. I Asiaweek kemur fram að árlega sýkist hálfur miljarður manna af malaríu á hveiju ári. Þar af deyja um þijár miljjónir í kjölfar- ið, aðallega börn. í rannsóknum hefur hið nýja bóluefni fækkað veik- indatilfellum vegna malaríu um 77%. Asiaweek hefur eftir fulltrúum alþjóða heilbrigðisstofununarinnar að bóluefnið verði væntanlega tekið í almenna notkun árið 1998. í Heimilislækninum er meðal annars fjallað um malaríu. Þar kem- ur t.d. fram að nokkrum dögum eftir að maður sýkist, eyði sníklarn- ir rauðum blóðkornum. „i flestum tilfellum verða margir sníklar eftir . og fjölga sér í lifrinni og hluti þeirra losnar af og til út í blóðrásina. Þess vegna fá sjúkiingar með ákveðin 1. stig: Hækkandi likamshiti, skjálfti og höfuðverkur. 3. stig: Lækkandi líkamshiti og svitakóf. afbrigði malaríu endurtekin köst, þar til þeir fá rétta meðferð." Engin einkennl fyrst Fyrstu einkenna verður yfirleitt vart 9-30 dögum eftir bit flugunn- ar. Einkennum er prýðilega lýst í bókinni Where There Is No Doctor og þar kemur fram að oftast líði tveir til þrír dagar milli malaríu- kasta, sem koma upp í hvert skipti sem sníkiar sleppa út í blóðrásina. Hvert kast stendur yfir í nokkrar klukkustundir og má skipta því í þijú stig. 1. stig Fyrst fá sjúklingar kuldahroll. Samhliða fínna þeir oft fyrir höfuð- verk og getur skjálfti varað í 15-60 mínútur. TIL MINNIS KLÆÐIST hæfilega þykkum fatnaði utan dyra eftir sólsetur. Föt skulu vera úr ljósu efni, síðar skálmar og langar ermar. Á óklædda hluta líkamans skal borinn áburður sem fælir flug- urnar frá. Slíkan áburð má fá í lyfjabúðum án lyfseðils. Varist að bera mikið af honum á unga- börn. Soflð, ef þess er kostur, í húsa- kynnum sem sérstaklega eru var- in fyrir flugum. Herbergi með loftkælingu er oftast nokkuð ör- uggt. Hafið skordýraeitur við höndina. Notið mýflugnanet kringum rúmið á nóttunni og gætið að hvergi sé smuga sem flugur kom- ast inn um. Fáanlegur er búnað- ur sem má koma fyrir innan dyra og gerður til að granda flugum. Lyf eru ekki einhlít. 2. stig Líkamshiti hækkar mikið í kjöl- farið og fer oft í 40 gráður. Slapp- leiki verður mikill og húðin roðnar. Stundum fá sjúklingar óráð á þessu stigi. Líkamshiti helst yfírleitt hár í nokkrar klukkustundir. 3. stig Sjúklingur byijar að svitna og líkamshiti lækkar. Sældarlíf í hitabeltl Anopheles-moskítóflugan er ekki í Norður-Evrópu en hún lifir sældar- lífi í hitabeltinu og næsta ná- grenni. Læknar skrifa upp á malar- íulyf fyrir ferðamenn á leið til svæða þar sem hún er algeng. Lyfjameð- ferð á að hefjast viku áður en lagt er af stað í ferðalagið og henni á að halda áfram í mánuð eftir að ferð lýkur. Ef ofangreind einkenni gera vart við sig, er nauðsynlegt að leita læknishjálpar sem allra fyrst. í blóðprófi sést hvort malaríusýking er til staðar og með réttri meðferð hverfa einkennin á fáum klukkutím- uni. Meðferð þarf þó að halda áfram í nokkrar vikur til að koma í veg fyrir að sjúkdómurinn taki sig upp aftur. í bókinni Where There Is No Doctor gefur höfundurinn, David Werner, nokkur ráð. í fyrsta lagi að forðast moskítóflugur og sofa undir laki eða moskítóneti. Ef barn er með í för, er sérstaklega mikil- vægt að veija svefnstað þess með slíku neti. Síðast en ekki síst ráð- leggur hann ferðamönnum á áhættusvæðum að taka malaríutöfl- ur sínar samkvæmt fyrirmælum lækna. ■ Brynja Tomer FERÐABLAÐIÐ International Living birtir árlega ítarlega úttekt á því hvar í heiminum sé best/verst að búa. Tekið er tillit til margra þátta, svo sem efnahags, uppbyggingar stjórnkerfis, menning- ar/skólakerfis en þá er m.a. farið eftir hver er fjöldi safna og kvik- myndahúsa, fjöldi nemenda á framhaldsskólastigi miðað við mann- fjölda og læsi, afþreyingar, heilsugæslu, umhverfisþáttar og frelsis og er þá átt við almenn borgararéttindi, mál og ritfrelsi o.þ.h. Upp- lýsingar um einstaka þætti eru fengnar m.a. úr skýrslum stofnana SÞ og tölfræðiritum. Island kemur mjög vel út úr þessari könnun og varð í 6. sæti að stigum yfir „bestu löndin“ en alls voru 193 lönd tekin með í þessari viðamiklu úttekt. Bandaríkin með flest stig Bandaríkin fengu flest stig og síðan komu Kanada, Þýskaland, Sviss, Svíþjóð, ísland, Lichtenstein, Noregur, Nýja-Sjáland og Lúxem- borg. Bandaríkin hlutu samtals 84 stig en ísland var með 77 stig. Svo mjótt var á munum hjá topp-tíulöndunum. Það liggur nokkum veginn í hlutar- ins eðli að ísland var því hátt í flest- um fyrmefndum þáttum. Almenn gróska og hellbrigðl í góðu standi hér ísland var númer 1. í heilsu/heilsu- gæslu, númer 8. af þeim grósku- mestu en þar voru Sviss og Svíþjóð efst en lægst að stigum vora Króa- tía^ Armenía og Úganda Island var meðal 28 landa sem fengu fullt hús stiga fyrir frelsis- þáttinn. Ekkert Afríkuríki komst á þann lista og af Suður- og Mið- Ameríkuríkjum aðeins Belize og Costa Rica. Allmörg eyríki í Eyja- álfu komu vel út úr þeim þætti. ísland komst ekki í hóp efstu í menningarþáttunum. Þar hlutu Bandaríkin, Bretland, Ítalía og U Kanada 100 stig og Frakkland, Þýskaland og Grikkland milli 90-98 stig. ísland fékk 74 stig. Á þeim lista vora' þijú Norðurland- anna, Noregur, Svíþjóð og Finn- fslendinga- slóöir í Höin á lýðveldisárinu r Hversu heitt er hjá þeim? Borg °C - Abidjan 31 - Amman 28 Z Aþena 25 - Bagdad 36 - Bahrein 33 ' Beirút 26 . Boston 19 - Dar es Salaam 30 BuenosAires 18 ! Dublin 15 - Edinborg 14 ■ Fíladelfía 23 j Jeddah 35 - Hong Kong 28 ■ Kaíró 33 j Kúveitborg 34 § £ ! 1 - Lima 21 - Manila 34 5 I Nikosía 29 3; ■§ . Oklahoma 26 .1 | ■ Sanaa 28 ll j Seoul 23 l Singapore 31 Teheran 29 IN TRAVEL Scandinavia mun standa fyrir gönguferðum á fs- lendingaslóðir í Kaupmanna- höfn í sumar. í frétt frá ITS segir að lögð verði áhersla á þætti sjálfstæðisbaráttunnar, sem eigi sögulegar rætur og minnismerki í Kaupmannahöfn, í tilefni lýðveldisársins. Gengið verður um miðborg Hafnar og endað með því að skoða minningarsafn Jóns Sigurðssonar í Jónshúsi. Gönguferðir á íslend- ingaslóðir nú era nokkuð frá- bragðnar gönguleiðum síðasta . sumars. Þær hefjast alla sunnu- daga kl. 11 f.h. við tröppur Ráð- hússins á Ráðhústorginu frá og með 15. maí og til og með 4. sept- ember. ■ FERÐAMENN í Hollandi geta fengið milli 15-50% afslátt af hótelgistingu ef borgað er með Visa greiðslukorti. Meðal hótela sem veita afslátt er Hótel Okura sem er 5 stjörnu hótel og gefur 50 % afslátt um helgar. Þá gefur Mariott 25% af- slátt á öllum dögum vikunnar og Intercontinental í Haag býður milli 20-35% afslátt af gistingu. Þessi tilboð gilda þar til í febrúar 1995. t-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.