Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994 C 7 land. Verst var ástandið í Tsjad, Eþíópíu, Sómaníu, Búrkína Fasó og Afganistan. Island var ekki heldur . meðal efstu í umhverfismálum en var þó fyrir ofan meðallag. Ecuador var langhæst og hið eina sem fékk 100 stig. Síðan komu Austurríki, Noreg- ur, Chile, Bandaríkin og Botswana. Verst var þeim málum komið í Bahrein og næst voru Bangladesh, Hong Kong og Mónakó. ísland var ekki meðal þeirra ell- efu dýrustu landanna. Sýrland, írak og Gabon voru dýrust.' Þar voru Svíþjóð, Noregur og Finnland með- al þeirra tíu dýrustu. Ódýrustu eru Ecuador og síðan Zimbabwe, Níger- ía og Venesúela Tíu stigaiægstu flest í Afríku Tíu verstu löndin í heild voru Tsjad (einnig í fyrra), síðan Djibuti sem leysti Eþíópíu af, en síðan voru svo Eþíópía og Sómalía, Búrkina Fasó, Sýrland, Miðafríkulýðveldið, A Guinea-Bissau, írak og Miðbaugsg- ínea. Yfirleitt voru Afríkuríki með af- leita niðurstöðu í flestum þáttunum og stigalægst voru eftirfarandi lönd Eþíópía, Búrkína Fasó, Mósambik, Rúanda og Mali. Costa Rica bar af í Mið- og Suður-Ameríku Costa Rica bar af í Mið- og Suð- ur-Ameríku í flestum þáttanna en Ecuador var þó það land sem lætur sér annast um umhverfismál og það ' var einnig ódýrast eins og áður segir. Bahrein, Bangladesh og Hong Kong voru talin þau lönd sem sinna síst umhverfismálum. Og á eftir Ecuador sem ódýrustu lönd komu Zimbabwe, Nígería og Ven- esúela. Þau lönd sem frelsi telst hvað minnst í voru Súdan, Kúba, Sómal- ía, Haiti, Búrma, írak, Kína, Norður Kórea og Saudi-Arabía. ■ Jóhanna Kristjónsdóttir Tívolí vinsælast sem fyrr og Japanir eyöa mestu í APRÍLHEFTI „Dansk Turisme“ sem er gefið út af Danska ferða- málaráðinu eru ýmsar athyglisverðar greinar um ferðaþjónustu í Danmörku, vinsælustu afþreyingarstaði og söfn sem gestir sækja til og fleira. Þar er einnig grein um ferðir viðskiptamanna til Danmerk- ur utan annatímans, ráðstefnugesti og fleira. Tafla sem er birt með sýnir að Japanir í viðskiptaerindum eyða um 2.100 Dkr. á sólarhring. Banda- ríkjamenn eyða um 1.800 Dkr og síðan Norðmenn 1.600 Dkr. íslend- ingar eru ekki nefndir til sögunnar. Lesa má úr töflunni að Finnar og ítalir eru gesta sparsamastir. Augljóst er af greinum í blaðinu að Danir róa að því öllum árum eins og fleiri að ná til sín alþjóðleg- um ráðstefnum. Þeir telja sig standa betur að vígi en aðrar Norð- urlandaþjóðir vegna þess að SAS hefur Kastrup sem heimavöll. Danir binda miklar vonir við að fá fleiri ferðamenn frá Japan á næstu árum. SAS flýgur til fjöl- margra staða í Austurlöndum fjær, þ.á.m. verður Tókýó og Ósaka bætt á áætlun fljótlega. SAS er hætt flugi til Los Angeles og hefur þess í stað samvinnu við Continental Airlines á flugleiðinni. Biritir eru listar yfir þá afþrey- ingarstaði og söfn sem mest eru sóttir og er Tívolí sem fyrr í fyrsta sæti með 4 milljónir gesta sem er lítilsháttar fækkun frá árinu á und- an. Næstur kemur Dyrehavsbakken með 2,2 milljónir. í Legoland komu tæplega 1,3 milljónir og milljón í Dýragarðinn. Af söfnum skoðuðu langflestir Louisiana eða um 530 þúsund og helmingi færri komu í Glyptotekið. Thorvaldssensafnið er í 6. sæti safna með 96 þúsund gesti. Ungmenni á í MARS 1991 fóru þrír íslenskir skólanemar og kennari á „Æskulýðsmót barna á norðurslóðum" sem haldið var í Síberíu. Mótið sóttu 250 unglingar frá löndum sem tengjast Norðurskautssvæðinu. Tilgangur mótsins var að sameina æsku þessara landa, vekja virðingu hennar fyrir viðkvæmri náttúru Norðursins, þjóðlegum siðum og venjum. Unglingarnir tóku þátt í samræðuhópum og kepptu í þjóðlegum íþrótt- um. Adventure Club, fyrirtæki hins þekkta heimskauta- fara dr. Dmitry Shparo, skipulagði mótið, sem þótti takast vel að sögn Matthíasar Kristiansen, fararstjóra íslensku krakkanna. Nú á að halda annað mót undir svipuðum formerkjum. Að þessu sinni standa bæði Finnar og Rússar að mótinu sem verður í Moskvu og finnsku borginni Kuhmo 27. júní til 8. júlí nk. „Við búumst við hópum frá Bandaríkjunum, Kanada, Finnlandi, Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Grænlandi, ís- landi, Japan og 12 norðurhéruðum Rússlands,“ segir dr. Dmitry Shparo. Hann segir, að 10-12 unglingar megi vera í hverjum hópi, ásamt tveimur kennurum eða fararstjórum. Ætlast er til að ungmennin hafi með sér þjóðbúninga og þjóðfána, einnig veggspjöld eða fræð- andi myndbönd til að kynna land sitt og þjóð á mótinu. „Það skemmtilegasta við þessar ferðir er að fá tæki- færi til að kynnast nýju fólki,“ segir Matthías Kristians- en. „Ég veit að þátttakendur í síðustu ferð halda ennþá sambandi við þá sem þeir kynntust eða við rússnesku fjölskyldurnar sem þeir gistu hjá. Auk þess er mjög áhugavert að kynnast öðrum venjum og hefðum.“ Matt- hías segir rússnesku unglingana áhugasama um að kynnast útlendingum, því að þeir hafi fengið lítil tæki- færi til þess hingað til. Þátttakendur dvelja fyrstu 2 dagana í Moskvu, skoða Rauða torgið, söfn og gamlar kirkjur í Kreml. Síðan er farið með lest til Petrozavodsk, höfuðborgar Karelia- fylkis. í héraðinu, sem er á milli Hvítahafsins í austri og finnsku landamæranna í vestri, eru um 50.000 vötn. Þaðan er siglt til Kizhi-eyju, þar sem er heimsótt mikið sögu- og menningarsafn sem er undir vernd Menn- ingarstofnunar SÞ. í tengslum við siglinguna verða sýnd- ir gamlir bátar. Frá Petrozavodsk er farið með lest til Kostomuksha og er búið hjá rússneskum fjölskyldum í þijá daga. I Kostomuksha er opnunarhátíð Æskulýðs- mótsins. Á hátíðinni verður keppt í þjóðlegum íþrótta- greinum og staðið fyrir hringborðsumræðum um mál- efni þjóða á norðurslóðum. Einnig fá unglingarnir tæki- færi til að æfa sig í tréskurði, minjagripa- og póstkorta- gerð. Þriðja júlí er hefðbundin hátíðaathöfn þegar farið er yfir landamærin. Síðan er haldið til finnska bæjarins íslensku þátttakendurnir Auður Elfa Kjartansdótt- ir, Gunnar Steinsson og Leifur Leifsson á Rauða torginu. í ferðinni voru frumbyggjar Síberíu sóttir heim. Kuhmo og gist verður hjá finnskum ijölskyldum eða í sumarbúðum. Hátíðadagskrá æskulýðsmótsins er haldið áfram í Kuhmo til 7. júlí, en þá fara þátttakendur til síns heima um Helsinki-flugvöll. Áætlað þátttökugjald er 550 Bandaríkjadalir sem inni- felur allan kostnað í Rússlandi, en flugfar til Rússlands er ekki innifalið. ■ Oddný Sv. Björgvinsdóttir Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir Sjö milljónir manna skoða Mont-St-Michel, klettaeyjuna við norður- strönd Frakklands, á hverju ári. Fyrsta kapellan var reist þar á 8. öld en klaustur Benediktsreglunnar hefur sett svip á hana síðan á 10. öld. Menningin lokkar ferða- menn til Frakklands MEIRIHLUTI ferðamanna sem heimsækir Frakkland segist fara þang- að út af menningunni. Menning er víðtækt orð en í Frakklandi er það nátengt mat, víni og lífsstíl þjóðarinnar. En menningarviðburðir, söfn og sögufrægir staðir auka ágæti landsins og æ fleiri útlendingar láta þá ekki fara fram hjá sér. irakar fljóta inn í fsrael ÍSRAELSKA blaðið Jerusalem Post sagði frá því að þrír írakar hefðu beðið um hæli í Israel. Þeir voru í heimsókn í Jórdaníu sem er eitt örfárra landa sem veitir íröskum þegnum tíma- bundið dvalarleyfi. írakarnir létu sig fljóta á dekkj- um yfir Dauðahafið uns komið var að bakkanum ísraelsmegin. Þeir voru teknir til yfirheyrslu hjá lög- reglu og ekki ljóst hvað um þá verður. Þetta er í þriðja skiptið á skömmum tíma sem Irakar fara þessa leið inn í Israel og er þetta litið tortryggnisaugum og óttast að mennirnir séu sendir af stjórn- inni í Bagdad. Þeir segjast vera að flýja harðstjórn þar og vilji ekkert frekar en fá að setjast að í ísrael og lifa þar í friði. ■ Bjor dýrastur í Zaire í könnun breska ferðaritsins Business Traveller kemur fram að dýrasti bjórinn er í Afríku- ríkinu Zaire, næst koma Seyc- helles eyjar og síðan Island og segir að bjórinn kosti 3.60-3.80 dollara. Aftur á móti er ódýrasta bjórinn að fá í Tékklandi, þar sem hann kostar aðeins 35 sent. Næstódýr- astur er hann í Bhutan og síðan kemur Venesúela. Þessi könnun var gerð í febrúar og áður en bjór- lækkun var afráðin hér. Að sjálf- sögðu skal haft í huga að þetta er söluverð úr búð en ekki veit- ingahúsaverð. ■ Um 50 milljónir ferðamanna skoða franskar kirkjur á hveiju ári, 38 milljónir fara á söfn og 10 milljónir skoða sögufræga staði eins og víg- velli, grafreiti fallinna hermanna og sögusöfn. Notre Dame er vinsælasta kirkjan og um 12 milljónir manna skoða hana á ári. Pompidou-listasafnið kemur næst tneð 7,6 milljónir gesta, og Mont-St- Michel, klettaeyjan á norðurströnd- inni sem hefur verið kölluð „undur Vesturlanda“, er í 3. sæti með 7 milljón gesti á ári. Aðsókn á 34 ríkissöfn hefur auk- ist um 60% sl. 10 ár. 60% þeirra sem skoða frægustu listasöfn þjóðarinnar eru útlendingar. Aðeins 36% þeirra sem fóru í Louvre í fyrra voru Frakk- ar. 40% voru aðrir Evrópubúar, 14% Kanada- og Bandaríkjamenn og 5% Japanir. Um 1.250 mismerkilegar skemmt- anir og hátíðir verða haldnar víðs vegar um Frakkland í ár. Það er hægt að fá lista yfir þær og 400 mismunandi listahátíðir frá Maison De La Fance, Ferðamálaráði Frakk- lands, 8. Av. de L’Opéra, 75001 París og einnig listann „Logis de France“ með nöfnum og heimilis- föngum 4.100 hótela um allt Frakk- land. Flest þeirra eru í þorpurn og dreifbýli. Þau leggja öll áherslu á að framreiða mat af svæðinu sem þau eru á og bjóða hagstætt verð. Þeim er skipt í þrjá gæðaflokka. Meðal- verð fyrir máltíð er á bilinu 80-190 franskir frankar, 950-2.300 ísl. kr. og herbergin frá 200-300 frankar fyrir manninn, 2.500 til 4.000 ísl. kr. á nótt. a b.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.