Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994 C 3 Kristín Jónsdóttir og Erna Einarsdóttir. Morgunbiaðið/Sverrir Mikill styrkur að vita af Samhjálp kvenna ÞEGAR þær Erna Einarsdóttir og Kristín Jónsdóttir greindust með bijóstakrabbamein fyrir nokkrum árum fengu þær báðar heimsókn frá konu úr Samhjálp kvenna. Hún spjallaði og upplýsti þær um ýmis atriði sem þær varðaði á þeirri stundu. Atvinnulausum settar skorður vilji þeir mennta sig Allt nám, sem tekur lengri tíma en átta vikur á ári, gerir það að verkum að viðkomandi fellur út af atvinnuleysisbótum. „Það var mjög gott að vita af þessum konum þegar ég stóð frammi fyrir því að hafa greinst með btjóstakrabbamein," segir Kristín Jónsdóttir. Hún sagðist í sjálfu sér ekki hafa þurft mikið á konunum að halda á sínum tíma en bara þetta skipti fyrir aðgerð og vissan fyrir því að þær væru þarna til aðstoðar ef hún þyrfti á að halda hefði verið sér mikils virði. Ema tekur í sama streng og segir ennfremur að með nærveru þeirra hafi augu sín opnast fyrir því að fleiri en hún hafi lent í þessari að- stöðu. Þær benda líka á að auk þess sem konurnar í Samhjálp kvenna eru til taks fyrir og eftir aðgerð þá hafa þær einnig stuðlað að ýmsu öðru sem kemur sér vel, til dæmis sérstakri leikfimi og sundi fyrir konur eftir aðgerð og af og til standa þær fyrir opnu húsi. Þangað koma fyrirlesarar og kynna nýjung- ar og þær framfarir sem eiga sér stað í baráttunni við bijóstakrabba- mein. „Það er stórkostlegt að vita af þessum konum sem eru í frítíma sínum að vinna mjög óeigingjarnt og fómfúst starf,“ segir Kristín. ■ ATVINNULEYSI er útbreiddast hjá þeim hópum, sem minnsta menntun hafa og hjá yngra fólki fremur en hinu eldra. Um það bil 70% atvinnulausra hafa áhuga á starfsnámi og um 4% þeirra eru í starfsnámi. Ahuginn er mestur i yngstu aldurshópunum og hafa um 80% þeirra sem eru yngri en 40 ára áhuga á starfsnámi en aðeins um 30% hinna eldri. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu félagsmálaráðherra um rannsókn á afleiðingum atvinnuleysis. Hinsveg- ar eru atvinnulausum ýmsir ann- markar háðir vilji þeir afla sér menntunar á meðan á atvinnuleysis- tímabilinu stendur í stað þess að sitja aðgerðarlausir og bíða eftir tækifæri sem kannski kemur og kannski ekki. Fyrirkomulag atvinnuleysisbóta hefur verið töluvert til umfjöllunar í kjölfar vaxandi atvinnuleysis hér á landi. Með breytingum á lögum um atvinnuleysistryggingar á sl. ári var stigið skref í átt til þess að auka svigrúm atvinnulausra til að afla sér frekari menntunar og starfsþjálfunar á meðan atvinnu- leysi varir. Sá böggull fylgir þó skammrifi að aðeins er heimilt að sækja námskeið, starfsþjálfun eða aðra endurmenntun í átta vikur á hveiju ári. „Allt nám, sem tekur lengri tíma en átta vikur, gerir það að verkum að viðkomandi fellur út af atvinnuleysisbótum á meðan hann er í náminu. Fólk þarf að vera atvinnulaust og í atvinnuleit til að fá atvinnuleysisbætur," segir Mar- grét Tómasdóttir, forstöðumaður Atvinnuleysistryggingasjóðs. Sá, sem fær fullar atvinnuleysisbætur, þarf að hafa unnið 1.700 eða fleiri dagvinnustundir á síðustu tólf mán- uðum. Lágmarksbætur, sem eru 25% bætur, eru miðaðar við 425 dagvinnustundir á árinu. Bæturnar hækka síðan um 1% við hveijar unnar 17 klukkustundir til viðbótar upp að hámarkinu 1.700 klukku- stundum. Kvennalistakonur lögðu fram frumvarp á Alþingi um þetta efni fyrir nokkru án þess að það hafi komið til kasta nefnda þingsins. í því er gert ráð fyrir að unnt verði að stunda nám á grunnskólastigi, framhaldsskólastigi og annað nám sem úthlutunarnefnd metur í eitt misseri í senn á meðan atvinnuleysi varir. í greinargerð með frumvarp- inu segir að það hljóti að vera ölium til hagsbóta, jafnt atvinnulausum sem samfélaginu í heild, ef atvinnu- leysistíminn er nýttur til endur- menntunar, námskeiða eða starfs- þjálfunar. Ekki verði séð hvaða rök séu fyrir því að takmarka þessa heimild við átta vikna námskeið ef önnur skilyrði fyrir töku atvinnu- leysisbóta eru uppfyllt. Þeir, sem stunduðu nám með at- vinnuleysi, yrðu þar með að nýta tíma, sem er flestum mjög erfiður, til jákvæðrar uppbyggingar jafn- framt því að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Þess má að lokum geta að Danir eru komnir nokkuð vel á veg með kerfí, sem gefur at- vinnulausum aukin tækifæri til mennta og starfa, en frá því var greint í Daglegu lífi sl. föstudag.B JI Morgunblaðið/Kristinn Saffran-brauð með kúrennum og ávöxtum Meðhöndlun saffrans er ekki flókin, en nokkrar grundvallarregl- ur þarf að virða þegar jafn verð- mætt krydd er notað. Pínulítið er nóg. Sé notað of mikið saffran, hverfur hinn fínlegi og eftirsóknar- verði keimur fyrir römmu bragði, sem minnir helst á lyf. Margir leyfa saffran-ilminum að „blómstra" í heitu vatni, áður en kryddinu er bætt út í matinn. Þá er sjóðandi vatni hellt yfir þræðina og látið liggja á þeim allt frá hálftíma upp í heila nótt. Saffran þolir talsverða suðu og gott er að leyfa því að sjóða með matnum í 5-15 mínútur, svo litur og ilmur samlagist matnum vel. Dýrar eftirlíkingar Eins og alltaf þegar dýr eða eftirsóknarverð afurð er annars vegar, eru eftirlíkingar hins vegar. Saffran er ekki undanskilið og al- gengast er að einhvers konar duft- blöndur séu seldar sem saffran. Þeir sem á annað borð kunna að meta hið sanna saffran-bragð láta sig hafa að greiða hátt gjald fyrir. Eftirlíkingar af saffrani eru æði misjafnar og einfaldast er að mæla á móti þeim öllum og mæla aðeins með að keyptir séu saffran-þræðir. Þeim mun minna sem unnið er með kryddjurtir áður en þær eru seldar, þeim mun betra. Saffran er sagt hafa lækningar- mátt og er reyndar ekki eina jurt- in sem sögð er búa yfir heilsubæt- andi krafti. í bókinni Foods of Love eftir Max de Roche segir einnig að saffran hafi kynörvandi áhrif á þá sem neyta þess. Vitnað er<-í fornar heimildir Grikkja og sagt að til forna hafi þeir trúað því að ef stúlka borðaði saffran- kryddaðan mat á hveijum degi, gæti hún ekki staðist nokkurn karlmann að viku liðinni. Þá er talað um að saffran hafi örvandi áhrif á blóðrás og góð áhrif á æxlunarfæri kvenna. ■ Brynja Tomer BRAUÐIÐ er svolítið sætt, en flokkast þó ekki undir sætabrauð. Uppskriftin er miðuð við að bak- aðir séu tveir stórir brauðhleifar, um 1 kg hvor, eða 4-5 smærri brauð. Deigið á að vera létt og auðvelt í meðhöndlun. Sé það þurrt og stíft þarf að bæta svo- litlu vatni við, en ef það klístrast við hendur, þarf að bæta við hveiti. Nota má rúsínur í staðinn fyrir kúrennur. 'Atsk. (um 20 stk.) saffron-þræðir 'h I sjóðandi vatn Vatn hitað að suðumarki og saffran látið liggja í vatninu í a.m.k. hálftíma áður en hnoðað er í brauðið. 1,5 kg hveiti 1 msk. salt 'Atsk. múskat 2 pk. þurrger (um 20 g) 250 g mjúkur púðursykur 250 g lint smjör ______________3 egg______________ 100-200 g kúrennur rifinn börkur af 5 appelsínum rifinn börkur af 4 sítrónum Vatn með saffrani er hitað upp þar til það er ilvolgt og þá er því blandað saman við hveiti. Linu eða bræddu smjöri hnoðað sam- an við ásamt salti, púðursykri, mú- skati og kúrennum. Egg pískuð saman og bætt saman við. Um 4 msk. af vatni eru hitaðar þar til vatnið er ilvolgt og er ger þá leyst upp í því. Þess þarf að gæta að vatn sé ekki of heitt, því þá missir gerið eiginleikann að lyfta deiginu. Ger- blöndu er blandað saman við deigið og það látið hefast i skál á hlýjum stað í um það bil hálftíma. Hafið rakan klút yfír skálinni á meðan og hitið blástursofn í 170 gráðu hita, annars konar ofn í 180 gráður. Meðan deigið er að lyfta sér, er börkur af apþelsínum og sítrónum rifinn. Til að koma í veg fyrir rammt bragð, er gott að setja ávextina í sjóðandi heitt vatn í smástund og þurrka síðan vel af berkinum áður en hann er rifinn á rifjárni. Þegar deigið hefut' um það bil tvö- faldað umfang sitt, er það hnoðað örlítið aftur og ávaxtaberki blandað vel saman við deigið. Þá er deigi skipt í 2-5 brauðhleifa sem bakaðir eru á hveitistráðri plötu eða í smurðu móti i 60-90 mínútur eftir stærð. Til að koma í veg fyrir að brauðin springi að ofanverðu, má skera gmnnar rákir ofan í brauðin áður en þau eru bökuð. Erfítt að gefa upp nákvæman bökunartíma, því verulega getur mun- að eftir ofni sem bakað er í. Því þarf að fylgjast með brauðunum meðan verið er að baka þau í fyrsta sinn og hækka hita eða lækka eftir því sem við á. ■ BT Vanrækt böm geta þjáðst af offitu síðar FYRIR börn þá vanræksla foreldra eitt form misbeitingar sem leitt getur til offitu á fullorðinsárum, samkvæmt danskri rann- sókn, sem birt var í breska læknatímaritinu Lancet fyrir skömmu, en rannsóknaraðilar könnuðu fyrst og fremst umhirðu og stuðning foreldra gagnvart börnum sínum. í ljós kemur að níu og tíu ára börn, sem fengu lítinn sem engan stuðning frá hendi foreldra, eru sjö sinnum Iíklegri til að eiga við offituvanda að etja á fullorðinsá- rum en þau sem nutu verulegs stuðnings foreldra án þess þó að um ofvernd væri að ræða. Og áhættan reyndist tíföld þegar kom að börnum, sem bjuggu við mjög lélega umhirðu; líkamlega, félags- lega og andlega. Líkur eru leiddar að því að slíkir einstaklingar séu þá í meiri hættu en aðrir að fá hjarta- og æðasjúkdóma á síðar á ævinni. Rannsóknaraðilar benda á að vanræksla foreldra á börnum geti haft í för með sér ofát og aðgerða- leysi, sem síðan geti auðveldlega og á skömmum tíma leitt til of- fitu. Til að ráðast gegn þessu vandamáli benda sérfræðingarnir á að vel mætti hugsa sér for- varnarúrræði inni í skólakerfinu og þá strax á fyrstu árum skólagöng- unnar. ■ VILTU GRENNAST? Zero 3 kúrinn er árangursríkur og sívinsæll megrunarkúr. Nú einnig í endurbættum útgáfum: Zero 3 - sá eini sanni Zero 3 - með C vitamfni Zero 3 Taille - árangursríkara Zero með aukajurtakrafti Zero 3 Forte- sterkur, fyrir mikla matmenn Svensson® heilsubúðin í Mjódd, Opiö mánud. - föstud. kl. 13-18 Pöntunarsími 667580

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.