Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 5
4 C MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994 H- V angefnir framleiða tískufatnað fyrir Ameríkumarkað ÞAÐ er um það bil ár síðan fyrir- tækið Hlín hf, við Háaleitisbraut fór að framleiða tískufatnað úr íslensku gæruskinni fyrir Banda- ríkjamarkað. Það er styrktarfé- lag vangefinna í Reykjavík sem á fyrirtækið og þar vinna við framleiðsluna, með aðstoð tveggja leiðbeinanda, nokkrir vángefnir einstaklingar, sumir hluta úr degi og aðrir allan dag- inn. Framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins er Brynhildur Kristjánsdótt- ir klæðskeri. Um það bil tvð hundruð vangefn- ir einstaklingar eru á þremur dag- stofnunum og einum vernduðum vinnustað sem styrktarfélagið er með og eru þeir á öllum aldri. Reynt er að skipta vistmönnum niður eftir aldri á dagheimilin. „Við höfum þjálfað skjólstæðinga okkar í vinnu eftir getu sem er misjafnlega mikil og höfum reynt að taka það fólk sem er mjög dug- legt og útvega því vinnu úti í þjóðfé- laginu,“ segir Magnús Kristinsson, formaður stjórnar Hlínar. „Fyrir- tækið Hlín var stofnað fyrir um það bil ári en þá hafði undirbúningur staðið yfir um tíma og hönnuður og saumakona verið með í að und- irbúa og þjálfa fólk. Aðaltilgangur- inn var að reyna að fá fjölbreytni í störf fyrir vangefna." Magnús segir að fólkinu líki vel að vinna við saumaskapinn, það fínni að þetta sé ekkert föndur held- ur alvöru vinna og það hefur verið mjög hvetjandi og afköstin sífellt verið að aukast.Einnig séu áform um að gefa starfsmönnum kost á að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu. „Það er hvetjandi fyrir starfsfólkið og ekki síst fyrir þá vangefnu að eiga þess kost að eignast hlut í sínu fyrirtæki því það er oft mjög erfítt fyrir vangefna að fá vinnu úti í bæ“, segir Magnús. Fyrirtækið á nú í viðræðum við sænska og danska aðila um sölu á Engifer gegn æxlismyndun? EF VIÐ erum það sem við etum borgar það sig sannar- lega að borða skynsamlega. Japanskir vísindamenn hafa rannsakað yfir 120 græn- metis- og kryddjurtategund- ir með tilliti til þess hvort og þá hversu mikla vörn þær gætu hugsanlega veitt gegn krabbameini. Seyði voru prófuð m.t.t. getu til að hindra æxlismyndum. Meðal þeirra tegunda, sem höfðu hvað máttugust áhrif, voru m.a. salatblöð, blómkál, steinselja, engiferjurt og avókadó. Hins vegar reyndist engifer, sem notað er í thai- lenska matargerð, svokallað Languas galanga áhrifamest. Vísindamennimir einangruðu í því ákveðið efni, sem virtist geta komið í veg fyrir æxlis- vöxt skv. tilraunum, sem gerð- ar voru á rannsóknastofu. Þetta kemur fram í ritinu As- iaweek. Annað afbrigði af engifer, svokallað Zingiber cassumunar sýndi svipaða nið- urstöðu. Vísindamenn segja að engifer kunni að vera lykillinn í baráttunni við æxlismyndanir og leggja til að menn gefi þess- ari kryddjurt aukinn gaum.B Morgunblaðið/Kristinn gæruskinnsfatnaði þar. Framleiðsla Hlínar hér hefur m.a. verið seld hjá Rammagerðinni og íslenskum markaði 5 Keflavík. Auk fatnaðar úr gæru hafa starfsmenn verið að framleiða kerrupoka og ýmsa smá- hluti eins og gæruskó og hárbönd. Mestur hefur áhuginn verið að undanfömu fyrir skinnvestum sem farið er að framleiða og viðtökur við gærupokunum lofa góðu. Auk "Þad er hvetj- andi ffyrir starfsfólkiö og ekki síst fyrir þó vangefnu aö eiga þess kost aö eign- ast hlut í sínu fyrirtæki því þaö er oft mjög erfitt fyrir vangefna aö fó vinnu úti í bæ." þess sem fyrirtækið selur í verslan- ir þá er saumað eftir pöntunum ein- staklinga. „Það hefur verið erfítt að mark- aðssetja vömna og við vildum gjam- an komast í samband við fleiri sölu- aðila. Við emm stolt af því að vera að vinna úr íslensku hráefni og af því að framleiðslan skuli sífellt vera í þróun“, segir Magnús að lokump grg Eiga foreldrar að láta systkini rífast í friði? SYSTKYNI rífast og við því er ósköp lítið að gera, annað en leyfa þeim að útkljá deilur sínar. Þetta á við nema rifrildi valdi því að barn- ið hljóti líkamlegan eða andlegan skaða. Foreldr- ar eiga sem sagt ekki að skipta sér af rifrildi barna sinna. Breski sálfræðingurinn Meg Eastman heldur þessu fram í bók sinni, Taming The Dragon In Your Child, sem nýlega kom út. Hún hefur sér- hæft sig í fjölskylduráðgjöf og segir óráðlegt að skipta sér af deilum barna sinna, nema þau skaði hvert annað líkamlega, eða tilfínn- ingalegt jafnvægi barnsins sé í hættu. Önnur undantekning frá reglunni er þegar ágreiningsefnið er stöðugt hið sama, en í slíkum tilfellum ráðleggur hún eftirfar- andi. ■ Varast ber að taka afstöðu með öðru barninu og á móti hinu. Hjálpar fólki við að finna sitt eigið sjálf HÚN HEFUR búið yfir andlegum hæfileikum frá þriggja ára aldri. Hún hefur notað tímann til að undirbúa og byggja upp andlega kennslu fyrir þá, sem eru tilbúnir að vakna til fullrar meðvitundar um sitt andlega sjálf og nota það bæði sjálfum sér og öðrum til framdráttar. Maia Khan er 31 árs fráskilin tveggja barna móðir, býr í bænum Boulder í Colorado, er Indveiji í föðurætt og íri í móðurætt. Hún fullyrðir að núverandi líf sé sitt sjötta líf sem andlegur kennari hér á jörðu og jafnframt að formæður hennar í sex ættliði í föðurætt hafi haft samskonar hlutverki að gegna. Hún segist njóta stuðnings löngu látins indversks kennimanns, Hala að nafni, og sé fær um að falla í trans . Hún hefur háskólagráður í viðskipta- og þjóðfélagsfræðum, en segist lifa samkvæmt köllun, sem miði að því að hjálpa fólki við að finna sitt eigið sjálf. Hún leggur þó fyrst og fremst áherslu á að hún sé ekkert annað mannvera og stundi sem ákveðinn en kennslu sína mest með því að tala við fólk, spyrja spuminga og segja dæmi- sögur svo fátt eitt sé nefnt. Maia Khan var stödd í fyrsta skipti hér á landi fyrir skömmu og tók bæði fólk í einkatíma og hélt námskeið fyrir stærri hópa. Hún ætlar að heim- sækja ísland aftur í haust og hefur ■ hyggju að setja hér upp nokkurs konar auka-aðalstöðvar, eins og hún orðar það, fyrir Evrópubúa, enda ekki ætlunin að vera á faraldsfæti vítt og breytt um heiminn. Höfuðstöðvar sínar „The Human Spirit Found- ation" hefur hún hinsvegar í heima- bænum Boulder. Orkulind Hún segir að ísland búi yfir ótrú- legri orku sem hún fínni úti í náttúr- unni, í fjöllunum, vatninu, vindinum, eldinum og jörðinni og sú mikla orka sé jafnframt beisluð í íbúum þessa mikilfenglega lands. Hvergi annars staðar hafí hún fundið til svo ríkrar orkulindar, hvorki í nátt- úrunni né mannfólkinu. Aðalatriðið sé það að fínna kjarnann og vinna með hann á uppbyggilegan hátt þar líf hvers einstaklings hafi tilgang í upphafí. Hinir meðfæddu eiginleikar skipta miklu meira máli en hinir lærðu og þar komum við að kjarna málsins. „Atvinna og þjóðfélagsstaða skiptir engu samanborið við til- fínningarnar, sem streyma frá hjartanu. Ég sé það þó fyrst og fremst í íslendingum að lífsmáti þeirra endurspeglar ekki þeirra eigið sjálf eins staðfastlega og þeir vildu.“ Maia hefur um 600 nemendur á sínum snærum vítt og breitt um heiminn og stundar sín störf ýmist með heimsóknum, bréfaskiptum, snældu- eða myndbandsupptökum. „Ég er sjálf í sambandi við fólkið, sem ég er með hverju sinni, og læt Maia Khan leggur óherslu ó að líffið sjálft gangi í gegn- um hjartaó, andlega jafnt sem líkam- lega. því í té persónulega þau skilaboð, sem eiga við hveiju sinni. Þau skila- boð, sem ég hef fram að færa, snúast ekki um það hvað þú gerir, heldur hver þú ert og hluti af þessu öllu saman er að gefa fólkinu hlut- deild í mínu eigin lífi. Ég vil meina að samanborið við aðra andlega leiðtoga sé ég mjög manneskjuleg á minn hátt enda legg ég ofurkapp á að deila mínu lífí og minni reynslu með því fólki, sem ég er að fást við hveiju sinni. Ég vinn ekki eins og félagsráðgjafí og ég er ekki með neinar skyndilausnir. Vinna mín byggir á allt öðrum grunni. Trúln Maia vill ekki láta setja sig í hóp þeirra yfirskilvitlegu, eins og hún orðar það, þar sem að með því sé hún sett undir ákveðin hatt sem ekki sé svo gott að komast undan. „Mitt aðalmarkmið er það að kenna fólki að lifa lífinu lifandi - vera meðvitað um sitt andlega sjálf - í stað þess að dansa skýjum ofar á fölskum forsendum svo það geti haft að leiðarljósi framvegis sál- rænt mikilvægi lífsins. Ég tengi saman hluti í lífi þess og minni það síðan á hvað það er sem, býr innra með því.“ Þegar talið berst svo loks að trú- málum vill Maia sem minnst um þau tala, en liggur samt sem áður ekki á skoðun sinni. „Trú er eitt- hvað, sem er afar persónulegt mál hvers og eins, en ég trúi því að við séum öll leidd áfram, hvert á sinn hátt. Hinsvegar ef trú þýðir stofnun eða aðgangur að lífinu sjálfu þá er ég ekki trúuð,“ segir Maia að lokum. ■ Jl Þau bera bæði ábyrgð á rifrildinu. ■ Gott er að spyrja börnin, hvort í sínu lagi, hvað þau hafi gert til að leysa úr ágreiningnum. ■ Hægt er að hjálpa barninu að standa á rétti sínum, Tilfinningsveiflur eru oft miklar hjó systkynum. Stundum eru þau bestu vinir í heimi og þess á milli rífast þau eins og hundur og köttur. án þess að það hefni sín á mótheijanum. ■ Það má minna börnin á að þó þau séu sanngjörn, er ekki víst að aðrir séu sanngjarn- ir við þau. ■ Foreldarar verða að muna að börn þurfa á viðurkenn- ingu og örvun að halda. Auk þess þurfa þau stundum að fá að vera í einr- úmi og eiga sitt einkalíf, eins og fullorðnir. ■ Foreldrar ættu að rifja upp í huganum hvernig þeir bregðast sjálfir við, þegar þeim sinnast við ein- hvern. ■ Lausnin fundin fyrir reykingafólk Reyklausir vinnustaðir verða æ fleiri og margir reykingamenn eru að gefast upp á því að geta ekki lengur púað að vild í vinnu. Það kann að vera komin lausn á vanda þeirra sem kjósa að halda áfram að reykja hvar sem er þvi Belg- inn Gabriel van der Elst hefur fundið upp sérstakt reykingartæki. Uppfinningamaðurinn kom með eldrautt tækið á alþjóðlega sýningu uppfinningamanna sem haldin var í Genf á dögunum. Reykvélin gerir það að verkum að reykurinn safnast í fílter en fer ekki út í umhverfið. ■ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994 C 5 Siggi Grétars þjálfar aðra í að skora mörk ALLIR nema einn stóðu á einum fæti þegar ég kom á æfingavöll Grasshoppers i Ziirich. Sigurður Grétarsson var sá eini sem stóð í báða fætur, með hendur fyrir aftan bak. Hann er hættur að keppa í knattspyrnu og farinn að gefa fyrirskipanir sem þjálfari eftir 12 ár sem atvinnuleikmaður. 2 Sigurður er 32 ára og hefði átt ■■ eftir nokkur ár sem leikmaður Q í Sviss ef hnéð á honum hefði “! ekki gefið sig í fýrravor. „Það “ var erfitt í upphafí að sætta sig Z við að ég yrði að hætta að keppa,“ sagði hann. „Lengi vel fór ég ekki á völlinn. En nú er ég kominn yfir það og hef gam- ^ an af þjálfarastarfinu.“ 2! Hann hefur sótt þijú af fímm þj álfaranámskeiðum sem svissneska knatt- spyrnusambandið heldur og stefnir að því að fá full réttindi sem þjálfari í Sviss. Hann sótti um starf aðstoðarþjálfara hjá gamla liðinu sínu í Luzern í vor og var talinn eiga góða möguleika á að fá það þangað til í kom ljós að aðeins þjálfari með full þjálfararéttindi kom til greina. Sig- urður er því enn að leita_ að föstu þjálfarastarfi. Hann og Ýr Gunn- laugsdóttir, kona hans, myndu helst vilja vera áfram í Sviss. „Okkur lang- ar að vera lengur úti. Það yrði ekki auðvelt að fara út aftur ef við færum heim núna.“ Útungunarvél „Unglingastarfið hjá Grasshopp- ers felst fyrst og fremst í því að finna góða stráka sem eiga framtíð fyrir sér sem atvinnumenn,“ sagði Sigurð- ur. „Það er eins konar útungunarvél fyrir fyrstu deild. Það skiptir eigin- lega meira máli að þjálfa strákana svo vel að þeir komist áfram með Grasshoppers en að liðinu gangi vel í keppnum og mótum. Því fleiri sem virðast eiga erindi í atvinnumennsku því betra.“ Lið Sigurðar er í öðru sæti í sínum riðli. Grasshoppers er eitt besta fót- boltaliðið í Sviss. Það á við fjárhags- erfiðleika að etja eins og flest önnur fótboltafélög og getur ekki lengur leyft sér að kaupa of marga rándýra fótboltakappa. Æ ríkari áhersla er því lögð á að ala upp góða menn í unglingastarfinu. „Það hefur lengi tíðkast í Hollandi. Eindhoven er til dæmis með heimavist- arskóla þar sem nem- endur hafa góðan tíma til að æfa fótbolta. Við tókum þátt í móti með þeim um páskana og þeir báru af. Ungl- ingastarfið þar skilar mörgum leikmönnum upp í fýrstu deild og sumir eru seldir til ít- alíu fyrir ofíjár.“ Draumastarfið Tveir af strákunum í 16 manna hópi Sigurðar eru komnir með samn- ing hjá Grasshoppers. Félagið hefur samið við fyrirtæki fyrir þá um að þeir fari þangað í læri og ljúki því á þremur árum í stað tveggja svo að þeir hiafi nægan tíma til að stunda knattspyrnu með náminu. Einn til tveir aðrir geta átt von um sams konar samning. „Það þykir mikil- vægt að strákarnir læri eitthvað áður en þeir fara út í atvinnu- mennsku,“ sagði Sigurður. „Þá hafa þeir eitthvað að snúa sér að þegar knattspyrnuferlinum lýkur.“ Sjálfur lærði Sigurður rafvirkjun áður en hann fór til Þýskalands árið 1982 og þaðan til Grikklands og Sviss að spila fótbolta. Hann dreymdi strax á unglingsárunum um að verða Það var erfitt í upphafi að sstta sig við að ég yröi að hætta að keppa SIGURÐUR segir 15 og 16 ára strákum hjá Grasshoppers í Zurich fyrir verkum. Þeir þjálfa fjórum sinnum í viku. Einn dag í viku gera þeir ekkert nema æfingar. „ Morgunblaðið/Anna Bjamadóttir ÞJALFARINN sýnir hvernig á að hoppa rétt yfir grindur. atvinnumaður. „Dreymir ekki alla stráka einhvern tímann um það?“ Nú hjálpar hann strákunum „sínum“ að láta drauminn rætast. Hann tekur starf sitt alvarlega og strákarnir bera virðingu fyrir honum, ekki síst vegna þess að hann var afburðaleik- maður sjálfur. Bróðurpartinn af því sem hann miðlar þeim lærði hann sem leikmaður. „Þjálfaranámskeiðin eru aðallega gagnleg til að læra hvernig best er að stjórna, byggja upp æfíngar og þess háttar. Hér áður fyrr mætti ég á æfingar, keppti og hafði ekki áhyggjur af öðru en að standa mig vel. Nú þarf ég að sjá til þess að allt gangi upp, eiga við foreldra og hvetja strákana. Þjálfarinn þarf að vinna ótrúlegt skipulagsstarf. En ég hef gaman af því af því að það tengist knattspyrn- unni.“ ■ Anna Bjarnadóttir Samþykki allra þarf til hunda- og kattahalds í fjölbýlishúsum TIL AÐ mega halda hunda eða ketti í fjöleignarhúsi hefur það nú verið bundið í landslög að samþykki þurfi að liggja fyrir allra þeirra eigenda, sem hafa hvers kyns sameiginlegt húsrými. Auk þess hefur það verið lögleitt að reglur um hunda- og kattahald skuli skráðar í húsreglur fjölbýlishúsa, sé það á annað borð heimilað. Reglur um hunda - og katta- hald ffjölbýlishúsa eiga nú að vera skróðar í húsreglur Þetta er m.a. að finna í nýjum lögum um fjöleig-narhús sem taka munu gildi um næstu áramót. Þetta ákvæði byggir fyrst og fremst á því að nokkuð er um að börn og fullorðnir hafi ofnæmi fyrir þessum dýrum. Getur slíkt ofnæmi haft það alvarleg áhrif að fólk geti jafnvel þurft að flytja úr eigin íbúðarhús- næði gangi ekki að fá skilning sameigenda á þessu vandamáli. Hingað til hefur ekki verið að finna neitt í lögum eða reglugerð- um um kattahald hér á landi og hafa risið ýmsir túlkunarörðugleik- ar vegna banns við slíku i húsregl- um þó ekki sé vitað til þess að slík- ur ágreiningur hafi nokkurn tím- ann komið til kasta dómstóla. Aft- ur á móti hvað viðvíkur hundahaldi hefur verið í gildi reglugerð í Reykjavík undanfarin fimm ár, útgefin ' af heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgaf. Þar kemur meðal annars fram: „Ef sótt er um leyfí til að halda hund í fjölbýlis- húsi skal skriflegt samþykki allra íbúðareigenda í sama stigagangi ■fylgja umsókn. Sé um að ræða raðhús eða parhús skal samþykki aðliggjandi íbúða fylgja umsókn. í fjölbýlishúsi, þar sem sér- inngangur fylgir íbúðum, þarf samþykki allra íbúðaeigenda.“ ■ JI Haítuþér hruustum með f v * Multi Vit MULTIVIT NÁTTÚKULEGT í frumskógi vitamina og bætieftia getur verið erfitt að velja rétta glasið. Glösin með gula miðanum tryggja að þú fáir vönduð, náttúruleg bætiefhi, sem sett eru sarnan með tilliti til íslenskra aðstæðna og samþykkt af lyfjanefnd. Þegar þú tekur MULTIVIT færðu 22 valin bætiefni í kroppinn, 12 vítamín og 11 steinefhi. Með því að taka MULTIVIT daglega, byggir þú líkamann upp og stuðlar að heilsu og hreysti. Guli miðinn tryggir gæðin. Fcesl í apótekum og beilsiihillutn matvöruverslana. Eilsuhúsið Kiinglunni sími 689266 Skólavörðustíg sími 22966

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.