Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994 Grænlandskynning á uppstigningardag Á VEGUM Ferðamálaráðs Vestnorðurlandanna þriggja, íslands, Grænlands og Færeyja, verður Grænlandskynning í Norræna húsinu á uppstigningardag, 12. maí. Þar verða einnig kynntir ferðamöguleik- ar á Grænlandi og sýndir bæklingar þaðan. Grænlenskur kór sem kemur til landsins af þessu tilefni syngur nokkur lög, efnt er til ferðahapp- drættis og sýning verður á sel- skinnspelsum og minjagripum frá Grænlandi. Fyrirlesarar verða Guðmundur Olafsson fornleifafræðingur, sem segir frá nýjum fornleifarannsókn- um í Vestribyggð, Ingvi Þorsteins- son náttúrufræðingur segir frá ferðum um Suður-Grænland í máli og myndum, Ólafur Örn Haraldsson landfræðingur segir frá skíðaleið- angri yfir Grænlandsjökul og sýnir einnig myndir. Þá segir Ingimundur Stefánsson kvikmyndagerðarmaður frá fjallaleiðangri á Stáningsstölp- um og Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur talar um Angm- assaliksvæðið. Einnig er vert að geta að Bente Endresen og Peter Rasmusen kynningarfulltrúar munu segja frá uppbyggingu ferða- mála á Grænlandi. ■ Enn verðlaun lil Emirates ENN fær flugfélag Dubai, Emirates, viðurkenningu. Nú frá Ferða- málaráði Singapore. Þetta er í fyrsta skipti sem ferðamálaráðið verðlaunar erlent flugfélag sem flýgur til Singapore. Viðurkenning- in er veitt fyrir mikið og gott kynningarstarf Emirates á Singapore sem kjörnum ferðamannastað. Verðlaunum og viðurkenningum hefur rignt yfir Emirates sl. ár og þetta er 54. viðurkenningn sem það fær og 13. á þessu ári. Við- urkenning ferðamálaráðs Sin- gapore sem hefur verið veitt árlega síðustu 9 ár þykir ein- hver sú eftirsóknar- verðasta í Austurlönd-, um fjær að sögn blaðs- ins Travel-Asia Pacific Óhætt er að segja að sjaldgæft sé að flugfélag afli sér jafn mikils orðstírs og Emirates hefur tek- jst á örfáum árum. Þessa daga er að ljúka mikilli ferðakaup- stefnu í Dubai og Emirates bauð sérstaklega ódýr far- gjöld sem varð til þess að meirihluti flaug með því. „fslandsferð fjöl- skyldunnar komin öt FERÐABLAÐI hefur borist ritið „Islandsferð fjölskyldunnar" sem er eins og titill gefur til kynna upplýsingablað um það sem er í boði nánast út um allt land í sum- ar í tengslum við átakið „ísland — sækjum það heim“. Ritinu er dreift í 100 þúsund eintökum og verður sent inn á öll heimili í landinu. Að útgáfu standa sam- gönguráðuneyti, Esso og MS. Halldór Blöndal ráðherra skrifar ávarp. Þarna er meðal annars fróðleikur um iandið, náttúru, mannlíf og menningu svo og upplýsingar um alls konar viðburði og afþreyingu vítt og breitt um landið. Einnig er dagskrá þjóðhátíðarinnar á Þing- völlum 17. júní svo og listahátíðar í Reykjavík. Á forsíðu er happdrættisnúmer og daglega frá júní og fram í sept- ember verða dregnir út vinningar í beinni útsendingu í útvarpi og sjón- varpi og verður vinningaskrá birt daglega í blöðum. Úrval glæsilegra vinninga er í boði, bækur, búnaður til ferðalagi, ferðavinningar o.m.fl. Svo farið sé nokkrum orðum um efni eru pistlar um verksvið upplýs- Hvað búa margir i borgum? Land % Sviss 60 Malasía 44 Maldiveseyjar 26 Laos - 20 Macau 100 Papúa Nýja Gínea 17 Saudi-Arabía 78 Nígería 37 Nepal 12 Frakkland 74 Ítalía 69 Bretland 89 Bhutan 6 ingamiðstöðva ferðamála, fjölskyld- una á ferð, ljósmyndun á íslandi, veiðiferð fjölskyldunngar, um golf, jöklaferðir á íslandi og síðast en ekki síst er að geta ítarlegs og að- gengilegs lista um dagskrá og dægradvöl víðs vegar um landið í allt sumar. Framkvæmdastjóri „íslandsferð- ar §ölskyldunnar“ er Tómas Guð- mundsson. ■ Fjfirar Jænda- ferðif akveónar Á VEGUM Stéttarsambands bænda verður efnt til nokkurra ferða í sumar og haust. Farnar verða tvær ferðir til Þrándheims með leiguflugi og hafa 40 sæti verið tekin frá fyrir „bændaferð- ir“. Fyrri ferðin er 26. júní - 11. júlí en hin er frá 26. júlí - 1. ágúst. Þá verða tvær ferðir í haust, 26. október - 1. nóvember til Vínar og Búdapest og seinni ferðin er til Þýskalands og farið 6. nóvember og stendur í viku. I fyrri Norðurlandaferðinni er farið um Noreg og Svíþjóð og gist fjórar nætur í bændaskólum en annars á hótelum eða í orlofshúsum. Seinni ferðin er einkum farin til að horfa á uppfærslu á leiksýningu sem er um Stiklastaðabardaga þar sem lið Ólafs helga barðist við bændur. Þessi sýning er flutt árlega á Stiklastöðum. ■ helgina ÚTIVIST FYRSTA lágfjallaganga Úti- vistar er 8; maí og gengið á Helgafell. I ár eru syrpurnar tvær, háfjallasyrpa og lág- fjallasyrpa, og er sú síðar- talda einkum ætluð þeim sem hafa áhuga á fjallgöngum en vilja byrja rólega. Fjöllin í lágfjallasyrpunni eru Helgafell, Grænadyngja, Stóri-Bolli, Jórutindur, Sand- fell við Hagavík, Þyrill, Vörðufell, Keilir, Hrómund- artindur og Hrafnabjörg. Þessi fjöll eru tiltölulega auð- veld uppgöngu og ágætt tæki- færi fyrir þá sem ekki eru van- ir fjallgöngum að leggja nú af stað. Lágfjallgöngur verða annan hvern sunnudag í sumar. Lagt er af stað frá Umferðarmið- stöðinni kl. 10.30 og hægt er að koma í ferðina við biðskýlið á Kópavogshálsi, Ásgarði í Garðabæ og við Sjóminjasafnið í Hafnarfirði. Fí Á sunnudag verða þijár dagsferðir Ferðafélagsins. Sú fyrsta er Skógfellavegur sem er gömul þjóðleið milli Vatns- leysustrandar og Grindavíkur. Leiðin liggur frá Vogum, skammt austan Snorrastaða- tjarna, Litla Skógfells og Stóra Skógfells, Sundhnúka og niður í Járngerðarstaðahverfi í Grindavík. Á sama tíma er einnig ferð í Eldvörp en skammt frá þeim í Sundvörðuhrauni eru rústir af byrgjum sem er ekki vitað um aldur á né til hvers þessir kofar voru notaðir. Getgátur eru um að útilegumenn hafi hafst þarna við en þykir fremur ólíklegt, en ýmsir telja að menn hafi hugsað sér þarna skjól ef Tyrkir gerðu aftur strandhögg. Þá er einnig skíðaganga á Hellisheiði. Fimmtudag 12. maí kl. 13 er 4. áfangi í Lýðveldis- göngunni og gengið frá Lækj- arbotnum að Sandskeiði. Laugard. 14. maí er hin ár- lega fuglaskoðunarferð um Suðurnes í samvinnu við Nátt- úrufræðifélag íslands. Brottför er kl. 10. ■ I gegnum brju gðng ng yfir f jögur sund FÆREYJAR samanstanda af nítján eyjum og eru sextán þeirra í byggð. Allar liggja nálægt hver annarri fyrir utan Suðurey, sem er syðsta eyjan. Til að komast sem fljótast og best milli staða hafa Færeyingar komið sér upp samgöngukerfi, sem er einstakt í sinni röð. Kostnaðurinn við það að koma þessu kerfi upp hefur tekið sinn toll því hann var ein af meginástæðum þess að kreppa ríkir nú á eyjunum. Samt sem áður halda þeir sam- göngum gangandi enn sem komið er og getur maður komist hvert sem er á eyjunum nær hvenær sem er á stuttum tíma. Kerfið saman- stendur af a.m.k. fjórtán göngum, sem eru sum rúmlega þriggja kíló- metra löng, um 20 ferjuleiðum, sem geta margar tekið bíla og ótal rútum, sem keyra á milli feija eða áfangastaða. Áfangastaðir eru svo tengdir saman með vegum, sem eru flestir malbikaðir. Yfir vetrartímann er notaður fjöldinn allur af snjóruðningstækjum við að halda samgöngum opnum. í Færeyjum er aðeins ein brú á milli eyja. Rétt áður en kreppan skall á hófust framkvæmdir við göng, sem hefðu tengt saman Straumey og Voga. Göngin hefðu orðið svip- uð að stærð og gerð og fyrirhuguð Hvalfjarðargöng, en aðeins tókst að gera innganginn að þeim áður en kreppan skall á. Til þess að gera betur grein fyrir samgöngukerfi Færeyja, skulum við fara í smá ferðalag. Við hefjum för okkar í bænum Akrabergi, sem er syðsti bær á Suðurey, syðstu eyjunni. För okk- ar er heitið til Fuglaeyjar, sem er nyrsta eyjan. Við byijum á að taka rútuna til feijubæjarins Drel- nes. Þaðan fer feijan til Þórshafn- ar. í Þórshöfn tökum við aðra feiju til Toftar á Austurey, keyrum þaðan í gegnum ein göng til Leir- víkur. Frá Leirvík tökum við feij- una til Klaksvíkur, ökum þaðan í gegnum tvö göng til bæjarins Nordepils þar sem við tökum enn eina feijuna til Svínaeyjar og það- an með feijunni komum við svo til Fuglaeyjar. Þegar þeim áfanga er náð getum við svo valið um ferju eða rútu til annars af tveim bæjum eyjarinnar því hvort tveggja er hægt. A ferðalaginu höfum við þar með keyrt í gegnum þijú göng, siglt yfir fjögur sund og notað þijár rútur. Eitt furðufyrirbæri hefur þetta kerfi þó getið af sér. Það er að finna á Kalsey, sem er Hó fjöll og heiöorreyn- asf torfær yfir vetrar- tímann. löng og mjó og þekja fjöll mestan hluta hennar. Þar eru fjórir bæir, sem standa eftir henni endilangri. Til að greiða fyrir samgöngum á Kalsey hafa verið boruð þijú göng í gegnum nær alla eyjuna, sem er um 15 km löng. En svo þegar vindar gnauða í gegnum göngin þá tónar eyjan og er hún því án efa „heimsins stærsta blokk- flauta". ■ Valgnrður Bragason Höfundur er nemi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.