Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 1
PSP
Y; V' ®
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
FIMMTUDA GUR12. MAÍ1994 BLAÐ
BARTOIM
FINK
Stöð 2 sýnir á JÖstudagskvöld
kl. 23.05 myndina Barton
Fink. Hún jjallar um leikrita-
skáld sem hefurslegið í gegn
með nýjasta leikriti sínu á
Broadway og ákveður að
reyna jýrir sér í kvikmynda-
heiminum í Hollywood. Þegar
þangað kemur kynnist Barton
jljótlega manni að najni
Charlie Meadows, góðlegum
ogeinlœgum tryggingasölu-
manni. ►
Næstu föstudaga sýnir Sjónvarpið fransk-
an heimildarmyndaflokk í þremur þáttum
þar sem stiklað er á stóru í sögu Sovét-
ríkjanna. Rússneska byltingin 1917 og
atburðarásin sem hún hratt af stað vekja
upp grundvallarspurningar um sögu 20.
aldarinnar. Hvernig varð stærsta sósíal-
istaríki heims til? Hvernig þandist það
út og liðaðist loks sundur eftir misheppn-
að valdarán? Hvernig gat slíkt veldi verið
ófært um að brauðfæða þegna sína?
Hvernig tókst þjóðunum innan Sovétríkj-
anna að lifa af 75 ára tímabil stríða,
hungursneyða og harðstjórnar, og hvern-
ig gat slíkt stjórnkerfi, spillt frá fyrstu
tíð, orðið fyrirmynd ríkja um allan heim?
GEYMIÐ BLAÐIÐ