Morgunblaðið - 12.05.1994, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 12.05.1994, Qupperneq 12
12 C dagskró MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAI 1994 Barrymore ákreiká nýjan leik STJARNA leikkonunnar Drew Barrymore skín skært vestan- hafs þessa dagana en nýlega var frumsýnd í Bandaríkjunum nýjasta mynd hennar, kúrekamyndin „Bad Girls“, þar sem hún leikur kúreka ásamt leikkonunum Madeleine Stowe, Andy McDowell og Mary Stuart Masterson. Drew Barrymore vakti fyrst athygli fyrir leik sinn í E.T. þá barnung. Síðan lá leiðin niður á við en nú hefur hún tekið sér tak og er farin að leika kvikmyndum á fullu á ný Lífið hefur ekki alltaf verið dans á rósum hjá hinni 19 ára gömlu Barrymore. Hún vakti fyrst athygli fyrir leik sinn í metað- sóknarmynd Ste- vens Spielbergs, ET. Henni tókst næstum því að rústa leikferli sín- um eftir það með leik í lélegum kvik- myndum, ýmiss konar athæfi sem vakti hneykslan og komst á forsíð- ur slúðurblaða. Hún átti á tímabili við áfengis- og eit- urlyfjavanda- mál að stríða og hafði ekki gott orð á sér sem sam- vinnuþýð við kvikmyndatökur. Henni tókst þó að snúa við blað- inu. Hún hætti að drekka og neyta eit- urlyfja og fyrir um tveimur árum lét hún þau boð út, ganga að hún væri snúin aftur til kvik- myndanna og nú skyldi verða tekið eftir henni. Það hefur svo sannarlega tekist. Hún fékk mjög góða dóma fyrir leik sinn í myndunum ;,Gun- crazy“ og „Poison Ivy“. Síðan lék hún titil- hlutverkið í einni af þremur sjónvarpsmynd- um sem gerðar voru um Amy Fisher, tániiigs- Kúrekastelpur - Barrymore ásamt Mary Stewart Masterson í nýjustu myndinni sem hún leikur í. stúlku sem sökuð var um að hafa reynt að. myrða eiginkonu miðaldra ástmanns síns. Myndin sem Barry- more lék í fékk mest áhorf að mynd- unum þremur og var enn einn leik- sigur fyrir hana. Auglýsir gallabuxur Það næsta sem liggur fyrir er að leika á móti Whoopi Goldberg og Mary-Louise Parker í kvikmynd um alnæmi og eins og þetta sé ekki nóg þá sjást myndir af henni í öllum helstu tímaritum Bandaríkj- anna þar sem hún auglýsir galla- buxur. En aukinni frægð fylgir meiri fjölmiðlaúmfjöllun og Barrymore fer ekki varhluta af henni. Hún segist stöðugt vera að lesa slúður um sig sem engan veginn standist í raunveruleikanum. Nýjasta slúðrið er að hún sé á föstu með rokkaran- um Billy Idol. Hún hitti hann nýlega þegar hún afhenti Billboard-tónlist- arverðlaunin og daginn eftir las hún í bandaríska dagblaðinu ÍJSA Today að þau væru par. Einnig gekk sú saga fjöllunum hærra í Hollywood að hún og Christian Slater hefðu gengið apótek úr apóteki til að reyna að verða sér úti um lyfseðilskyld lyf. Hið sanna var að eitthvert óprúttið par gekk apótek úr apóteki til að kría út lyfin. Barrymore segir að svona at- burðir verði til þess að hana iangi lítið út á meðal fólks því hvenær sem hún láti sjá sig fari Gróa á Leiti af stað. Þess vegna sé. svo komið að hún fari varla í bíó leng- ur, hvað þá á dansstaði. Hún segist eyða mestum tíma í þröngum vinahópi, þar sem einung- is er litið á hana eins og hveija aðra manneskju. „í þeirra hópi get ég verið ég sjálf og þau dæma mig aidrei fyrirfram," segir hún. „Það er frábært." Helsta tómstundagamanið er að horfa á sjónvarpið. „Á hveijum miðvikudegi um nokkurt skeið hafa ég og vinkonur mínar hist, eldað góðan mat og horft á Beverly Hills 90210 og Melrose Place og haft gaman af,“ segir hún. „Miklu betra verður lífíð ekki. í fyrstu sögðu strákarnir sem við þekkjum að við værum ferlega lummó, en nú grát- biðja þeir um að fá að vera með.“ Vondur starfsandi Það gekk ekki áreynslulaust að fá hlutverk í nýju kúrekamyndinni fyrir Barrymore. Myndin fjallar um kúrekastelpur í villta vestrinu sem hefna sín á manni sem hafði haft þær fyrir rangri sök. Myndinni var í fyrstu leikstýrt af Tamra Davis og upphaflega átti gerð myndarinn- ar ekki ?.ð kosta mikið. Davis var búin að lofa Barrymore hlutverki í myndinni, en þær fyrirætlanir breyttust skyndilega þegar Fox- sjónvarpsstöðin keypti kvikmynda- réttinn og hætti við að nota Barry- more. Þá hafði hún ekki leikið í dýrri kvikmynd í fjögur ár og var hún ákveðin í að ná hlutverkinu aftur. Til þess þurfti hún að tala við alla yfirmenn sjónvarpsstöðvarinn- ar og sannfæra þá um að hún væri rétta manneskjan í hlutverkið. Ekki er vitað hvort hún hafi feng- ið meira borgað fyrir leik sinn en upphaflega stóð til, en Barrymore segir að það skipti ekki máli. „Pen: ingar skipta mig ekki öllu máli. í mínum augum eyðileggja þeir fólk,“ segir hún. „Ég þarf bara nóg til að borga leiguna." Gerð myndarinnar gekk ekki áfallalaust fyiir sig og meðal annars var skipt um leikstjóra. Þær sögur gengu að leikkonunum fjórum hefði samið illa og stöðugar eijur hefðu sett mark sitt á framleiðsluna. Bany- more játar því að samkomulagið hafi ekki verið sem best. „Þegar líða tók á upptökurnar var ástandið orðið þannig að enginn var lengur undrandi á hegðun hinna,“ segir hún. „Það samdi bók- staflega engum. Þetta var botninn. Ég hef aldrei lent í öðru eins. Yfir- leitt finnst mér gaman að vinna. Ég vil helst vinna mína vinnu og fara síðan heim. Ég reyndi eins og ég gat að halda mér utan við deil- urnar.“ Hún segir að þetta hafi óhjá- kvæmilega haft áhrif á vinnu við myndina til að bytja með. Til dæm- is þegar verið var að taka upp atriði þar sem þær áttu að vera að tala saman í bróðerni hafi verið greini- legt að mikil spenna ríkti þeirra á meðal. En smátt og smátt fóru leikkon- urnar að kunna að meta hvor aðra og kynnast betur. Barrymore segir að það hafi gerst þegar þær voru ijarri mannabyggðum við upptökur í fimm mánuði og þær hafi í raun orðið að vingast. BÍÓIIM í BORGINIMI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN Ace Ventura ★ ★ Ottaleg hringavitleysa en óvæntur smellur bæði í Bandaríkjunum og hér heima. Furðulegast er að Jerry Lewís - eftirherma skuli hitta svona í mark * hjá ungviðinu. Ottaiaus ★ ★ Vi Jeff Bridges og Rosie Perez halda á lofti hálfmislukkaðri og óaðlaðandi mynd um lífið og dauðann. Hús andanna ★ ★ ★ Vi Afar vel gerð og leikin epísk stór- mynd. Bille August hefur lánast að koma kjarna hinnar efnismiklu skáld- sögu Isabel Allende eftirminnilega til skila á hvíta tjaldinu. Leikur hlægjantli láns ★ ★ ★ Þriggja stjörnu og þriggja klúta mynd um örlög, ástir og vonir þriggja kyn- ,;slóða kínverskra kjarnakvenna. Frá- bærlega leikin og vel skrifuð. BIÓHÖLLIN Ace Ventura, sjá Bíóborgina Konungur hæðarinnar ★ ★ ★ Ljúfsár kreppusaga frá Steven Soder- þergh, vel leikin og vandlega gerð, um ungan og úrræðagóðan dreng sem ! verður að standa á eigin fótum þegar ljölskyldan yfirgefur hann. Fingralangur faðir ★ Kolómögulegur faðir leggur á flótta með börnunum sínum tveimur og þau betrumbæta hann. Undarlegt samkr- ull með Patrick Swayze í aðalhlutverki og vænunt skammti af fjöl- skylduvæmni í lokin. Systragcrvi 2 ★ 'h Framhaldsmynd eldhressrar gaman- myndar með Whoopi Goldberg kemst ekki með tærnar þar sem fyrri mynd- in hafði hælana. Líf þessa drengs ★ ★ ★ Vel leikin og óvenjuleg mynd um upp- vaxtarár unglings í bandarísku dreif- býli við kröpp kjör á sjötta áratugnum. Beethoven 2nd ★ Gæludýramynd um hundafjölskyldu í hættu. Varla nema fyrir yngstu börn- in. Rokna túli ★ ★ Átakalítil teiknimynd um leitin að Kóngi rokksöngvara. Einkum við hæfi yngstu áhorfendanna. HÁSKÓLABÍÓ Backbeat ★ ★ ★ Vi Einkar athyglisverð mynd um upphaf Bítlanna og óþekkta bítilinn, Stu Sut- cliffe, ástir hans og vináttu. Slær aldr- ei feilnótu. Nakin ★★★'/! Óvenjuleg, litrík og margbrotin saga úr Bretlandi samtímans. Frábær leikur en skemmtilegastur er David Thewlis í aðalhlutverkinu. Það neistar af honum. Þrír litir: Blár ★★★ Þungbúin og krefjandi mynd um ást- vinamissi og dýrkeypt frelsi. Eftir- minnileg kvikmyndataka, tónlist og leikur í aðalhlutverki. Lit.li búddha ★ ★ Stórmynd Bertoluccis virkar best þeg- ar hann heldur sig við fortíðina en nútímasagan er flöt og spennulaus. Listi Schindlers ★ ★ ★ ★ Spielberg leiðir áhorfandann í allan sannieikann um útrýmingu gyðinga í mikilvægustu mynd sem gerð hefur verið um helförina. í nafni föðurins ★ ★ ★ ★ Áhrifamikil og stórkostlega vel leikin harmsaga feðga sem sendir voru í fangelsi fyrir sprengjuárás sem þeir aldrei frömdu. Þungur áfellisdómur yfir bresku Ættarkerfi. Mynd sem lætur engan ósnortinn. LAUGARÁSBÍÓ Ögrun ★ ★ ★ Meinfyndin, óvenjuleg og vel leikin áströlsk mynd um holdsins freisting. Tombstone ★★★ Enn einn vestrinn um Earpbræður, Doc Holliday, Clantongengið og til- tektina í Tombstone. Ábúðamikil, of- beldisfull, vel tekin og mönnuð. REGNBOGINN Kalífornía ★ Tveir góðir leikarar bregðast einsog flest annað í innantómri ofbeldismynd um ólánsfólk á langferð. Trylltar nætur ★ ★ 'h Sérstæð frönsk verðlaunamynd um ungan mann með alnæmi. Höfundur hennar og aðaleikkari er nú látinn úr sjúkdómnum en hann hefur skilið eft- ir sig átakamikla og umhugsunarverða mynd. Lævís leikur ★ ★ Lítið spennandi sakamálamynd í film noir stílnum um gömlu góðu trygg- ingasvikin. Einhvern veginn varðar mann ekkert um hvernig fer fyrir þessu liði. Kryddlegin hjörtu ★★★'/! Ástríðufull, vel leikin og gerð mynd. Mexíkóskt krydd í tilveruna. Píanóið ★ ★ ★ Einkar vel gerð og leikin nýsjálensk verðlaunamynd um mállausa konu sem kynnist ástinni í óbyggðum og píanóið sem verður örlagavaldurinn í lífi hennar. Gott mál. SAGABÍÓ Fúll á móti ★ ★ 'h Gömlu góðu gleðigjafarnir Lemmon og Matthau sýna að þeir hafa engu gleymt í prýðisgamanmynd sem því miður dettur niður á lokasprettinum. Hetjan hann pabbi ★ Vi Endurgerð franskrar gamanmyndar með Gérard Depardieu, sem endurtek- ur hér hlutverk sitt. Sól og sumar en gamansemin rís ekki hátt. Pelikanaskjalið ★ ★ Vi í nýjustu Grishammyndinni drepur lengdin spennuna líkt og í Fvrirtækinu en Pelikanaskjalið er á allan hátt vand- virknislega gerð og útlitið er óað- finnanlegt. STJÖRNUBÍÓ Fíladelfía ★ ★ ★ Tom Hanks fer á kostum í vandaðri og tímabærri eyðnimynd Jonathans Demmes sem segir frá eyðnisjúkum lögfræðingi er höfðar mál gegn fyrrum vinnuveitendum sínum. Áhrifarík mynd. Dreggjar dagsins ★ ★ ★ ★ Anthony Hopkins vinnur leiksigur í hlutverki yfirþjónsins tilfinningalausa í frábærri bíóútgáfu á skáldsögunni Dreggjar dagsins. Hreinasta konfekt. Morðgáta á Manhattan ★ ★ 'h Woody Allen - rnynd af léttara taginu segir af dularfullu morðmáli á Man- hattan. Ekki rismikil en skemmtileg afþreying með góðum leikarahópi og nokkrum þrælfínum bröndurum Al- lens, sem minna á gamla daga. Gæludýraspœjarinn í fáðmi dýra sinna, cn kvikmyndin um ævintýri hans cr sýnd í Bíó- höliinni og Bíóborginni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.