Morgunblaðið - 15.05.1994, Side 2
2 C SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
VÖNDUÐ RYÐFRÍ
HÚSASKILTI
Sérhönnuð með
eigin texta.
PIPAR OG SALT
Klapparstíg 44,
sími 623614.
EITT það mikilvægasta sem hafa
þarf í huga þegar gluggapóstar
eru málaðir er að láta málning-
una kyssa glerið aðeins, mála
sem sagft aðeins útá glerið.
Það á alls ekki að setja málara-
límband á glerið og mála síðan
póstana, svipað og gert er þegar
CLASSICA
Sterkbyggð gróðurhús fyrir íslenska veðráttu
Heildverslunin Smiöshús - E. Sigurjónsdóttir,
Smiðshúsi, 225 Bessastaðahreppi, sími 650800.
málaðir eru veggir innan-
dyra, því þegar límbandið
er síðan tekið kemur smá-
brún, sár, og þar á vatn
greiðan aðgang inn undir
málninguna með þeim af-
leiðingum að hún flagnar
mun fyrr en ella. Það á held-
ur ekki að mála og skera
síðan meðfram með rakvéla-
blaði því það hefur sömu
afleiðingar í för með sér.
Rétt aðferð er að mála
að minnsta kosti síðustu
umferðina þannig að málað
sé aðeins út á glerið þannig
að ekkert sár myndist.
Málningin lokar sem sagt
leið vatnsins og endist Ieng-
ur en ella.
Áður en málað er þarf
að skrapa.gluggapóstana og
til þess eru til ágætar sköfur
sem rétt er að fjárfesta í.
Síðan þarf að setja grunn á
bera fleti, þar sem sér í við-
inn, þannig að viðloðunin
verði betri. Grunnurinn er mun
þynnri en málningin og drekkur sig
því betur' inn í viðinn og kemur um
leið í veg fyrir sveppagróður.
Mismunandi er hvort menn nota
hálfþekjandi eða þekjandi málningu
á glugga. Liturinn er auðvitað einn-
ig mismunandi, en rétt er að hafa
í huga að dökkir litir draga í sig
meiri hita en ljósir og því er hætt-
ara við að málningin flagni ef dökk-
ir litir eru notaðir. Þá er einnig
hættara við að viðurinn springi ef
dökkir litir eru notaðir, vegna hit-
ans.
í eina tíð var algengt að glugga-
póstar inni væru stíflakkaðir og
hefur slíkt færst í vöxt á síðustu
árum. Póstarnir fá þá fallega
glansáferð og að sögn málarameist-
ara dugar lakkið ekkert síður en
venjuleg málning. Það er talsvert
meiri vinna að lakka gluggana en
að mála þá því öll forvinna verður
að vera mun betri og nákvæmari,
eigi áferðin að vera fallega glans-
andi.
Gardena...fyrir gróður og garða!
COMBISYSTEM §
Sama skaftið fyrir fjölmörg áhöld!
cs
í|pGARDENA
■ ÞEGAR mála á
hús er ágæt regla að
mála þakið fyrst. Síð-
an veggi og enda á
þakskegginu, glugg-
um og hurðum. Þó
er rétt að benda á að gott getur
verið að ljúka alveg við þakskeggið
áður en veggur er málaður því ef
reisa þarf stiga er gott að eiga eft-
ir að fara eina umferð yfir vegginn.
■ SKJÓL VEGGIR
eru mjög algengir og
þeim þarf að halda
við eins og öðru í
garðinum. Þar sem
skjólveggir eru tvö-
faldir og borðin skarast getur verið
mikil vinna að mála eða fúaverja
inn á milli. Sumum hefur vaxið það
mjög í augum að mála slíka veggi
og hafa því notað málningar-
sprautu. Ef slíkt er gert þarf að
muna eftir að hafa stórt pappa-
spjald við vegginn þannig að máln-
ingin sprautist ekki í gegn og út
um allt. Ekki er nauðsynlegt að
bera jafn oft á viðinn inni í veggn-
um eins og þá fleti sem snúa út,
því þar er veðrunin mun meiri.
■ NAUÐSYN-
LEGT er að halda
öllu timbri vel við.
Ef ekki er reglulegt
eftirlit og viðhald á
timburhúsum, timb-
ursólpöllum og timburskjólveggjum
er hætt við að viðurinn skemmist
og þá kemur oft á hann grá slikja.
Hæfilegt ætti að vera að mála ann-
að hvert ár.
■ VARASAMT
getur verið að mála
timbur of oft og of
mikið. Málningin get-
ur þá lokast og komið
í veg fyrir að loft
berist í gegn, en það er nauðsyn-
legt til að viðurinn fúni ekki. Þetta
á reyndar einnig við um stein. Máln-
jngin má ekki vera það þétt að hún
nái ekki að anda.
■ ÞAÐ getur verið
gott að nota dýr efni
i fyrstu umferð ti!
dæmis á steinveggi,
t.d. Steinvara 2000,
en nota síðan ódýrari
málningu í aðra umferð. Hún er
þá oftast með meiri glans og auð-
veldara að þrífa hana auk þess sem
loft nær þá frekar að komast að
steininum.
■ ÍSLENDINGAR
eru gjarnir á að ijúka
upp til handa og fóta
þegar sólin sést og
fara að mála. Vari
er tekinn við því að
mála í miklu sólskini því málningin
þornar of hratt og nær ekki að loða
eins vel við yfirborðið og ætlast er
til. Ákjósanlegasta veðrið til að
mála í er þegar loft er rakt, jafnvel
rigning, en flöturinn sem mála á
þarf að sjálfsögðu að vera þurr
þannig að ekki má rigna á hann.
H EFNI sem þynna
má með terpentínu
má jafnvel nota þeg-
ar frost er úti. Það
má því rigna eldi og
brennisteini, eða vera
talsvert frost þegar málað er, svo
fremi sem flöturinn sem mála á sé
þurr.
■ MIKILVÆGT er að nota sama
efnið og notað var síðast því ann-
ars gæti svo farið að nýja efnið
loði ekki nógu vel við það gamla.
■ HITALA GNIR í
bílaplön og stéttir eru
mjög algengar nú
orðið. Hjá BYKO
fengust þær upplýs-
ingar að metrinn af
rörunum kosti 53 krónur og það
þarf um fjóra metra í hvern fer-
metra. Að auki þarf festingar og
annað þannig að reikna má með
að fermetrinn kosti um 240 krónur.
■ ■ GÆTA verður þess ef verið
er að slá með sláttuorfi að fara
ekki of nálægt tijám. Ef girnið í
orfinu vefst utan um stofninn og
börkurinn skemmist allan hringinn
er hætt við að tréð eyðileggist.