Morgunblaðið - 15.05.1994, Síða 9

Morgunblaðið - 15.05.1994, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1994 C 9 GRASLAUST Aldrei að slá! HVERSU oft á sumri hefur mað- ur bölvað í hljóði þegar grasið er orðið það hátt í garðinum að ekki verður lengur komist hjá því að fara út og slá. „Ég skal sko malbika þetta næsta sumar,“ hefur maður stundum hugsað en hefur ekki látið verða af því - ennþá. Við Fannafold í Reykjavík er að finna garð þar sem ekkert gras er, bara möl og auðvitað runnar og síðar meir er ætlunun að setja blómabeð, en ekkert,_ gras. Þarna búa hjónin Harald Óskarsson og Marína Candi, en aðalástæðan fyrir grasleysinu er að Marína er með ofnæmi fyrir grasi. „Maður hafði séð nokkra garða þar sem mikið var um steina en alltaf eitthvert gras. Við ákváðum hins vegar að gera tilraun og stíga skrefið til fulls. Við segjum oft í gríni að ég hafi ofnæmi fyrir grasi og Harald fyrir sláttuvélum þannig að þetta hentar okkur ágætlega," sagði Marína i samtali við Morgun- blaðið. Hún sagði það nokkra vinnu að halda garðinum við þrátt fyrir að ekki þyrfti að slá. „Við erum nýbyij- uð að standsetja garðinn, settum jarðvegsdúk undir allt og sturtuðum síðan tveimur bílhlössum af möl úr Hvalfirði yfir, mölin þaðan er fal- legri og það er aðeins litur í henni þannig að hún er ekki eins grá. Við finnum fyrir því núna að mölin vill hreyfast dálítð og það þarf að sópa henni á réttan stað. Eg held samt að viðhald á garðinum verði minna en við hefðbundna garða, annars verður þú að tala við mig eftir tíu ár, þá skal ég segja þér hvernig til tókst, þetta er tilraun hjá okkur,“ sagði Marína. Hleðsla gijótveggja er vandaverk HLEÐSLA grjót- garða er mikið vandaverk og því varla á færi annara en handlaginna manna. Nokkrir aðil- ar á landinu hafa sérhæft sig í hinni fornu íslensku bygg- ingarlist. Einn þeirra sem gerir mikið af því að hlaða gijótgarða er Steinþór Einarsson, skrúðsgarðsmeistari hjá Skrúðgarðaþjón- ustunni. Hann er þessa dagana að ijúka við 150 metra langan garð hjá ÍSAL í Straumsvík og er veggurinn rúm- lega metri á hæð. En er þetta ekki gríðar- lega mikil vinna? Morgunblaðið/Sverrir ARNÓR Björnsson, til vinstri, Steinþór Einars- son í miðið og Óskor Póll Björnsson ónægðir við vegginn oð loknu stnrfi. „Jú, þetta er mikil handavinna ef til vill eitthvað dýrari enda er því það þarf að velja sérstaklega allt gijót í hvem vegg og til að það falli vel saman notum við hamar og meitil til að meitla það saman,“ segir Steinþór sem segir að þetta sé hin forna íslenska byggingarlist. „Til að veggurinn standist ís- lenska veðráttu þarf líka að gæta að því að allt efni sem notað er í vegginn og í kring um hann sé frostþolið því annars getur farið illa. Ef vandað er til verksins geta veggir sem þannig eru hlaðnir staðið um aldur og æfi.“ En eru svona veggir ekki miklu dýrari en ef gerðir eru veggir úr timbri eða steinsteypu? Nei, það held ég ekki. Þeir eru mikil vinna við að finna rétta gijótið. Oft er grjótið sótt að Hrauni í Ölfusi og þá þarf að sprengja til að ná því, en í vegg- inn í Straumsvík náði ég í gijót í hrauninu fyrir ofan Hafnarfjörð og þurfti að leita lengi áður en ég fann góðan stað til að taka það. Síðan gengur mikið af þegar verið er að hlaða og ætli það geti ekki oft verið um helmingur efnis- ins sem komið er með á staðinn sem ekki er hægt að nota. Lengd- armetrinn í veggnum í Straumsvík kostaði um fímmtán þúsund krón- ur og ég held það sé ekki mikið dýrara en veggir úr öðrum efn- um,“ sagði Steinþór. ALLAR STÆRÐIR SLATTUVELA IFVRIR ALLAR STÆRÐIR GARÐAI Morgunblaðið/Sverrir ^lÉítUvél m alkq SféttUVÓI Qop MOf„,ey MURREY: Garðsláttuvélar, minitraktorar og tætarar ALKO: Rafmagnssláttuvélar handsláttuvélar rafmagnsmosatætarar rafmagnsorf rafmagnsgreinakurlarar rafmagnshekkklippur safnkassar ECHO: Bensínorf bensínhekkklippur keðjusagir kantskerar Oregon keðjur í keðjusagir Smiöjuvegi 4c, Varahlutaþjonusta ■ METPOST stál- stólpum, sem seldir eru í BYKO og Húsa- smiðjunni, er ætlað að auðvelda uppsetn- ingu á girðingum, skjólveggjum og sólpöllum. Metpost eru sérstakir fleygar sem reknir eru niður í jörðina. Fleyglögunin er sögð gera að verkum að engin hætta sé á frostlyftingu. Ofan á fleygnum er skór sem ber við jörð. Skórinn er þannig hannaður að stálið fleyg- ast inn í staurinn og heldur honum föstum án þess að þurfi að bolta eða skrúfa. Timbrið kemst ekki í snertingu við jarðveginn og er sagt að það eigi síður á hættu að fúna. Metpost ef til í ýmsum gerðum og stærðum. Stólpi fyrir 4“ staur hefur kostað um 1.300 kr. og fyrir 3“ staur um 900 kr. Auk fleyga eru til stólpar til að bolta í steypt plön og til að steypa í veggi. Seljendur segja að þessi leið hafi þann óumræðanlega kost að henni fylgi ekki allt það umstang sem fylgir því að grafa fyrir undir- stöðum og steypa þær niður. Limgerðisplöntur, skógarplöntur, tré, áburður, trjákurl og margt fleira. Nýtt: Lífmold, ljúf til ræktunar. Opið 8-19 - um helgar 9-17 skógræktarfélag reykjavíkur Fossvogsbletti 1, fyrir neðan Borgarspítalann, sími 641770. Beinn simi söludeildar 641777

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.