Morgunblaðið - 15.05.1994, Side 12
MÓRGUNBLÁÐÍÐ
12 c' SUNNUDAGUR 15. MÁÍ 1994
ENDURVINNSLA
Moldarbætir
unninnúr
TALIÐ er að um 3-400 kg af garðaúrgangi falli til í meðalstórum
húsagarði á ári, á landinu öllu samtals þúsundir tonna. Lengst af fór
megnið af þessum úrgangi á haugana með sorpi en garðaúrgangur
er ekki sorp heldur hluti af hringrás náttúrunnar og efni í næringar-
ríka mold. Frá því að möguleiki opnaðist á að losna við garðaúrgang
í sérstökum gámum á gámastöðvum Sorpu hefur stór hluti garðeig-
enda nýtt sér þá þjónustu og þangað hafa borist um 3 þús. tonn af
garðaúrangi árlega auk þess sem ómældu magni er ekið á jarð-
vegstippa sveitarfélaganna og ljóst er að enn eru þeir til sem henda
garðaúrgangi með húsasorpi. Fáir hafa enn sem komið er tekið málin
í eigin hendur og endurunnið þann jarðveg sem til fellur í garðinum
í safnhaugum. Hins vegar hefur Sorpa til þessa ekki nýtt möguleika
til að búa til mold úr gróðurúrgangi en nú er að verða breyting á því.
Á vegum Sorpu er nú farið að safna garðaúrgangi í svokallaðan
moldarbanka, sem er með útibú á gámastöðvum Sorpu og höfuðstöðv-
ar á sérstöku svæði við höfuðstöðvar Sorpu í Gufunesi. Þar er garðaúr-
ganginum komið fyrir á sérstöku svæði þar sem hann verður með-
höndlaður á þann hátt sem þarf til þess að hægt verði að búa til úr
honum á innan við þremur mánuðum úrvalsjarðveg. Moldarbæti, kall-
ar Magnús Stephensen deildarstjóri tækni- og þróunardeildar Sorpu
afurðina, sem verður tilbúin síðla sumars.
Morgunblaðið/Emil-
MAGNÚS Stephensen viö stæðu of trjngreinum og gnröoirgongi sem senn
veröur molaður og búinn til úr moldarbætir.
Starfsmenn Sorpu fylgjast með
að hitastig í haugunum sé rétt því
ef út af bregður fer ferlið úr skorð-
um. Einnig er fylgst með aðgangi
súrefnis að efninu því án þess og
rétts hitastigs ná örverurnar ekki
að sinna sínu hlutverki. Þegar rétt
er að verki staðið verður til úrvals
lyktarlaus moldarbætir.
Ekki skorni
fslendingar þekkja illa þefjandi
skarna sem framleiddur var á árum
áður með endurvinnslu en Magnús
segir að ekki sé um sambærilega
afurð að ræða. í moldarbæti sé nið-
urbrotið fullkomið og afurðin lyktar-
laus.
Igarðaúrganginum eru fólgin mikil
verðmæti," segir Magnús, „ekki
síst í landi þar sem er léleg mold
og það litla sem við eigum af henni
er að fjúka burt. Við megum ekki
rjúfa lífkeðjuna með því að henda
garðaúrgangi með húsasorpi," segir
hann og skorar eindregið á alla þá
sem ekki hafa aðstöðu eða áhuga á
að koma upp eigin safnhaugum að
afhenda Sorpu úrgang úr görðum
sínum og láta hana breyta þeim í
úrvalsjarðveg.
6 milljóno tilroun
Magnús hefur umsjón með þeirri
tilraun sem sveitarfélögin sem
standa að Sorpu hafa ákveðið að
ráðast í og veija til 6 milljónum
króna.
Á sérstakt svæði hefur frá því í
apríl verið safnað saman tijám, tijá-
greinum og afklippingum tijáa,
mosa og grasi sem til fellur hjá garð-
yrkjustarfsmönnum sveitarfélag-
anna og því er blandað saman við
þann garðaúrgang sem almenningur
skilar á gámastöðvamar.
Öllu er komið fyrir í sérstökum
haugum þar sem Magnús og starfs-
menn hans taka að sér að stýra því
náttúrulega ferli sem kallað er com-
posting á erlendum málum og gerir
að verkum að úrvalsmold verður til
á sem skemmstum tíma.
FullunniA innnn 3 mónoAa
Ákveðinnar óvissu gætir enn sem
komið er um framleiðslutímann og
hvort við íslenskar veðuraðstæður
verði unnt að ná því marki að mold-
arbætir verði tilbúinn á 10 vikum
eins og þar sem þessi starfsemi er
lengst á veg komin erlendis en stefnt
er að því að hringrásinni ljúki á inn-
an við þremur mánuðum.
Í AUSTURRÍKI er framleiöslo á moldarbæti ó húu stigi. Myndina tók Magn-
ús Stephensen þar í landi ú svæði þar sem veriö er að vinna moldarbæti
úr garAaúrgangi. Hér er veriA oA snúa haugum eins og gera þarf reglu-
lega þær 10 vikur sem endurvinnslon tekur. Sorpa hefur eignast vél eins
og þú sem tengd er drúttarvélinni.
Framleiðsla moldarbætisins fer
þannig fram að í Sorpu er garðaúr-
gangurinn malaður, blandað við
hann úrgangstréflísum frá Sorpu og
síðan settur í garða þar sem hann
er látinn liggja undir yfirbreiðslu.
Sérstök vél hefur verið keypt til
landsins sem tengd er við dráttarvél
og ekur um og snýr haugunum
reglulega til þess að lofta um þá og
tryggja aðgang súrefnis að úrgang-
inum til að hraða fyrir starfi örver-
anna sem bijóta niður úrganginn og
breyta honum í jarðveg.
Að sögpi Magnúsar Stephensens
hafa sveitarfélögin sem eiga Sorpu;
Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörð-
ur, Garðabær, Mosfellsbær, Sel-
tjarnames, Bessastaðahreppur og
Kjalarneshreppur, enn sem komið
er ekki ákveðið hvað gert verður við
framleiðsluna þegar hún verður full-
búin. Miðað við að takist að fram-
leiða 8.000 rúmmetra af mold verður
kostnaðurinn á rúmmetra ekki fjarri
söluverði þeirrar sigtuðu moldar sem
hér er á markaði.
Hugsanlegt er að sveitarfélögin
nýti moldarbætinn í eigin garðyrkju-
starfi en engin ákvörðun liggur fyrir
um það fremur en um það hvort
almenningi verði gefinn kostur á að
kaupa moldarbætinn til að blanda
við jarðveg í eigin görðum.
Óvíst hvaó gert verAur viA
framleiAsluna
Annar hugsanlegur möguleiki
væri að verkefnið yrði nýtt til að
ýta undir framleiðslu á hágæðagróð-
urmold hér á landi þar sem moldar-
bætinum yrði blandað saman við
mold, pakkað niður og seldur á
markaði hér á landi í samkeppni við
innflutta gróðurmold.
Þá hafa heyrst hugmyndir um að
moldarbætir verði hafður á gáma-
stöðvum Sorpu og þar géfist almenn-
ingi, sem kemur á gámastöðvarnar
að losa sig við garðaúrgang, kostur
á að taka með sér heim tilbúinn
moldarbæti.
Góður moldarbætir er að sögn
Magnúsar of sterkur og næringar-
ríkur til að unnt sé að nota hann tii
ræktunar einan sér; málið er að
blanda honum saman við annan jarð-
veg til að auka næringargildi hans,
hvort sem er á flötum eða í beðum.
Magnús segir að víða erlendis sé
húsdýraáburður ekki notaður sem
áburður heldur endurunninn ásamt
garðaúrgangi og moldarbætirinn
síðan nýttur til áburðar eða jarð-
vegsbætingar.
Magnús segir ekki vafa á að
„komposering" eða moldarbætisgerð
sé framtíðarstarfsemi hér á landi. í
því sambandi nefnir hann t.d. að
forsenda þess að íslenskur landbún-
aður fáist viðurkenndur sem lífrænn
erlendis sé að garðaúrgangur sé
endurunninn í moldarbæti til jarð-
vegsnæringar við framleiðsluna.
Vilji íslenskir bændur eða rækt-
endur fá viðurkennda lífræna fram-
leiðslu þurfi nýting á endurunnum
garðaúrgangi til jarðvegsbætingar
því að vera þáttur í framleiðslu
þeirra.
Til að hægt sé að nýta garðaúr-
gang í þá hringrás sem Sorpa ætlar
að annast segir Magnús mikilvægt
að fólk blandi ekki í garðaúrganginn
timbri eða gijóti. Ekki er rétt að
skilja ílát og poka eftir í gámum
heldur skal hvolfa úr þeim. Ekki
kemur að sök þótt lífilsháttar lífrænn
úrgangur á borð við ávaxta- eða
grænmetishýði fylgi með en þetta
ferli miðast þó ekki við endurvinnslu
á slíkum úrgangi. Það verkefni bíður
framtíðar.
■ TIL að meta
áburðarþörf gróðurs
í garðinum er hægt
að fá jarðvegssýni
greind hjá Rann-
sóknarstofnun land-
búnaðarins. Mælt er með því að
láta gera slíka rannsókn þegar
garður er nýr og eftir það fjórða
eða fimmta hvert ár. Hins vegar
er til sú þumalputtaregla að í venju-
legan garð þurfi 6-10 kg af blönd-
uðum áburði á hveija 100 fermetra
sé borið á á hveiju vori eins og
mælt er með. Best er að bera á í
þurru veðri, anhars er hætt við að
áburður brenni gróður, og strá jafnt
á allan garðinn. Pétur N. Ólason
í Gróðrarstöðinni Mörk mælir með
að ef húsdýraáburður er notaður
sé honum blandað saman við tilbú-
inn áburð. Gamall húsdýraáburður
er talinn bestur.
■ VINSÆLDIR
klifuijurta og vafn-
ingsplanta hafa vaxið
undanfarin ár en þær
þykja henta vel til að
lífga uppp á húshlið-
ar, stóra steinveggi. eða girðingar.
Bergflétta vex á veggnum án þess
að hún sé bundin upp, skógartoppur
er önnur vafningsplanta sem vefur
sig um band eða grind. Humall er
harðger og getur dafnað á skugg-
sælum stað, vex afar hratt og vefur
sig um band eða grind. Þá eru
ýmsar rósir hentugar við veggi eða
grind, svo og bergsóley. Ymsar
inniplöntur er tilvalið að festa við
grindur, svo sem hojur, jasmínur
og þríburablóm. Timbron-grindur
fyrir vafningsplöntur og klifuijurtir
fást t.d í BYKO og Húsamsmiðj-
unni og kosta frá 900 krónum.
■ MIKILVÆGT er
að undirbúa jarðveg-
inn áður en gróður-
sett er til að loft og
vatn geti leikið um
moldina en það er
forsenda þess að plönturnar nái
öruggri rótfestu. Nauðsynlegt er
að stinga vel upp og blanda í jarð-
veginn áburði og bætiefnum. Varist
að setja áburð óblandaðan beint í
holur sem gróðursett er í. Hús-
dýraáburður bætir alla mold og er
heppilegast að stinga hann upp með
moldinni svo hann blandist efsta
laginu. Mýrarmold er gott að bæta
með grófum sandi eða vikri sem
blandast efsta laginu. í leirkennda
mold er mælt með að blanda mosa
og húsdýraáburði. Nauðsynlegt er
að losa um fast undirlag til að ræt-
ur komist í gegn.
■ GOTT er að
gróðursetja í röku
veðri, að morgni eða
kvöldlagi, til að
plönturnar þorni ekki
í sól. Jafnan er rétt
að vökva jarðveginn að lokinni
gróðursetningu.
■ GOTT getur ver-
ið að setja húsdýra-
áburð neðst í holu
þegar gróðursetja á
tré og runna því þá
ná ræturnar í áburð-
inn næsta ár á eftir og er það talið
auka vöxtinn og gera plöntunni
gott.
ILMBJÖRK EÐA BIRKI
(Betula pubescens)
Nú er rétti tíminn til að huga að vali
og kaupum á skógarplöntum.
Góðar skógarplöntur á góðu verði.
Gerum ræktunarsamninga.
Ráðleggjum um plöntuval.
Sendum plöntur hvert á land sem er.
^ SÆKIÐ SUMARIÐ TIL OKKAR
GRÓDKARSTÖÐIN
i'l Í C'
STJÖKMlOHÓr IH. SÍIUIHN2HH
(írórtriirstiiO .m opinhi'i i styrltjii
— 25sm
SITKAGRENI
(Picea sitchensis)
~í 20 sm
— 15 sm
— 10 sm