Morgunblaðið - 22.05.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.05.1994, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1994 B 17 + mmi . ■ ■■■. xíftaverk vorsins er óvíða jafn afgerandi og í hrjóstrugum fuglabjörgum. Myrk hamrabeltin hafa staðið gegn hamförum óveðranna við strendur landsins vetur- langt. Ólgandi brim og riístandi byljir hafa lamið hrjúfa bergveggina og þvegió af þeim menjar lífsins. Ekkert stendur eftir nema nakinn kletturinn í dempuðu litrófi jarðlit- anna. Skyndilega fylbst björgin af lífi og litum. Ærandi skvaldur sjófuglanna er sam- felldur óður til vorsins og lífsins. Astleitið kurrið og kvakið í múkkanum spibr undir eilíft nöldrið í ritubyggðinni. Þar eru sam- lynd hjón ó hverri syllu. Skrækir bngviunnar og baritónbaul ólkunnar bbndast við lóg- róma teistutíst. Grómi bjargsins lýsist upp af bjartleitum fjaðurhömum og fugbdriti og sólstafir sem spegbst af blikandi öldum bða fram mild litbrigði bjargveggjanna. Hið órvissa kraftaverk vorsins fer um líf- ið og tilveruna. I einni svipan er allt breytt. Skafbrnir hjaðna og kbkinn bróðnar þegar vetur konungur dregur að sér krumlurnar. Gróðurinn vaknar úr dvala dimmra nótta og grænar nólar gægjast úr sverðinum. Jörðin angar af nýkviknuðu lífi. Næturnar lýsast og fugbsöngurinn rétt dúrar um lóg- nættió. Það er upprisutíð. Vorið er árstíð æskunnar og ungviðis- ins. Kiðlingar og lömb leika í haganum. Mannabörnin njóta þess að láta goluna gæla við sig og sólargeislana ylja kropp- inn. Kraftaverk vorsins er lífsins undur. Myndir Ragnar Axelsson Texti Guóni Einarsson +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.