Morgunblaðið - 31.05.1994, Side 1

Morgunblaðið - 31.05.1994, Side 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA C 1994 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAI BLAD adidas i Heildsala: Sportmenn Faxafeni14, sími 688040 FRJALSIÞROTTIR TORFÆRUAKSTUR / NORÐURLANDAMOT Jón Amar bætti met Þráins Náði 7.896 stigum á sterku tugþraut- armóti í Götzis í Austurríki JÓN ARNAR Magnússon, UMSS, bætti ellefu ára íslandsmet Þráins Hafsteinssonar ítugþraut, þegar hann fékk 7.896 stig á sterku tugþrautarmóti í Götzis í Austurríki um helgina, en met Þráins var 7.592 stig, sett 1983. „Það er viss léttir að metið er fallið og einnig að ég hef náð lágmarkinu fyrir Evrópumeistara- mótið í Helsinki," sagði Jón Arnar, sem var ekki yfir sig ánægð- ur með árangur sinn í nokkrum greinum. Arangur minn í fjögur hundruð metra hlaupinu var lélegur og einnig í spjótkasti og fimmtán hundruð metra hlaupinu, sem er mín lélegasta grein,“ sagði Jón Arnar, sem sagðist einnig geta gert betur í 100 m hlaupi, kúluvarpi, hástökki og 110 m grindahlaupi. „Ég kann alltaf best við mig í lang- stökki og þá bætti ég mig í kringlu- kasti og stangarstökki.11 - Nú er stutt í 8.000 stigin. Nærðu þeim árangri í sumar? „Já, ég hef trú á því — ég verð þá að vera vel upplagður og hitta á góða daga. Á mótinu hér í Götzis missti ég hundrað stig í fjögur hundruð metra hlaupinu. Ef ég kroppa síðan þrjátíu til fjörtíu stig- um meira í hinum greinunum, þá er áttaþúsund stiga markið ekki íjarlægt.“ - Hvað er nú framundan hjá þér? „Næstu stóru verkefnin er Evr- íslandsmet Jóns Arnars Jón Arnar Magnússon náði þessum árangri í einstökum greinum: 100 ni hlaup: 10,80 sek. Langstökk: 7,63 m Kúluvarp: 14,31 m Hástökk: 1,99 m 400 m hlaup: 50,28 sek. 110 m grind.: 14,73 sek. Kringlukast: 45,80 m Stangarstökk: 4,70 m Spjótkast: 52,16 m 1500 m hlaup: 4.57,33 mín. ópubikarmót í Danmörku og Evr- ópumeistaramótið í Helsinki. Ég mun undirbúa mig vel fyrir þessi mót, en á næstu dögum mun ég safna kröftum. Það tekur þrjár vik- ur að jafna sig eftir tugþrauta- keppni.“ Jón Arnar, sem varð í tólfta sæti á mótinu, sagði að Edvard Hámáláinen hafði verið sigurvegar- inn með 8.735 stig. „Hann er geysi- lega sterkur og líklegúr til að bæta heimsmet Dan O’Brian." Jón Arnar Magnússon. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson íslendingar sigursælir ÍSLENSKIR ökumenn voru heldur betur í sviðsljósinu í Álvengen í Svíþjóð um helgina, þar sem keppt var í torfæruakstri — í flokki götu- og sérútbúnum bílum. Einar Gunnlaugsson varð sigurveg- ari í sérútbúnum bílum og Þorsteinn Einarsson í flokki götubíla. Hér á myndinni veltir Þórir Schi- öth Jaxlinum sínum í flokki sérútbúna bíla. ■ Sjá nánar / C4 HANDKNATTLEIKUR Gísli Felix Bjamason aftur í KR Gísli Felix Bjarnason, markvörð- ur, hefur gengið ft'á félaga- skiptum úr Selfossi í KR, þar sem hann lék áður, en hann hefur varið mark Selfyssinga undanfarin þtjú ár. Að sögn Björns Péturssonar, varaformanns handknattleiksdeild- ar KR, verða allir leikmenn meist- araflokks áfram með á næsta tíma- bili, þar á meðal Hilmar Þórlinds- son, sem kjörinn var efnilegast leik- maður 1. deiídar. „Mörg félög reyndu að fá Hilmar, en liann hafn-. aði öllunt gylliboðum og ákvað að taka þátt í áframhaldandi uppbygg- ingunni hjá okkur," sagði Björn. GOLF: BJÖRN KNÚTSSON SIGURVEGARIÁ STIGAMÓTI í LEIRUNNI / C5

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.