Morgunblaðið - 31.05.1994, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 31.05.1994, Qupperneq 4
4 C ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1994 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ -tt ínémR FOLK ■ MAN. Utd. keypti varnarleik- manninn David May frá Blackburn í gær á tvær millj. sterlingspunda. Hann er 23 ára. ■ LUC Nilis, leikmaður And- erlecht og belgíska landsliðsins, hefur skrifað undir þriggja ára samning við hollenska félagið PSV Eindhoven. Nilis er 27 ára fram- heiji og er í HM-liði Belga. Kaup- verðið var ekki uppgefið. ■ JOHN Barnes, leikmaður Li- verpool, fékk draum sinn uppfylltan um helgina er hann fékk að hitta nýkjörinn forseta Suður-Afríku, Nelson Mandela. Liverpool lék í æfingamóti í Jóhannesarborg um helgina. ■ ARCHIE GemmiII, fyrrum landsliðsmaður Skota, sem verið hefureinn af þjálfurum Nottingham Forest sl. sjö ár, var látinn fara frá félaginu um helgina. ■ CHELSEA keypti um helgina Scott Minto frá Charlton Athletic fyrir 775 þúsund pund. Minto er 22 ára varnarmaður og hefur leikið með U-21s árs liði Englands. ■ AGOSTINO Di Bartolomei, fyrrum miðvallarleikmaður Roma og AC Milan, framdi sjálfsmorð í gær. Har.n skaut sig á heimili sínu á suður Ítalíu. Hann var 39 ára og var atvinnumaður í knattspyrnu í 15 ár, en hætti að leika 1987. ■ JACK Charlton, landsliðsþjálf- ari Ira, sagði að Þjóðveijar verði að teljast líklegir til að verja heims- meistaratitilinn þrátt fyrir að hafa tapað fyrri írum 2:0 í vináttuleik á sunnudag. „Þetta eru frábær úrslit fyrir þjéð eins og íra, en ég er enn á þeirri skoðun að Þjóðverjar verði heimsmeistarar. Þessi úrslit breyta því ekki,“ sagði Charlton. ■ ÍRAR urðu fyrstir til að leggja Þjóðverja að veili í Þýskalandi síð- an að Þjóðverjar töpuðu fyrir Hol- lendingpim í EM 1988. H GUIDO Buchwald, varnarmað- ur hjá_Stuttgart, meiddist í leiknum gegn Irlandi — vöðvaþræðir í læri slitnuðu. Hann verður frá keppni í tíu daga. ■ RUDI VöIIer kom inná sem varamaður hjá Þjóðverjum og fögn- uðu áhorfendur honum geysilega. Miklar líkur eru á að hann leiki við hlið Jiirgens Klinsmanns í HM, eins og hann gerði á Ítalíu 1990. ■ JÍJRGEN Klinsmann segir að það komi vel til greina að hann gangi til liðs við Bayern Munchen, ef hann fer ekki til liðs á Spáni. ■ STUTTGART hefur selt Sviss- lendinginn Knup til Karlsruhe. Félagið hefur keypt Franko Foda frá Bayer Leverkusen. ■ BOCHUM tryggði sér um helg- ina rétt til að leika í úrvalsdeildinni í Þýskalandi næsta keppnistímabil. Þórður Guðjónsson leikur með lið- inu. H BOAVISTA og Maritimo tryggðu sér sæti í UEFA-keppninni næsta tímabil með því að gera jafn- tefli í leikjum sínum í portúgölsku deildarkeppninni á sunnudaginn. Aðeins 9 mörk voru gerð í deildinni um helgina. Benfica, sem tryggði sér titilinn í 30. sinn í síðustu viku, gerði markalaust jafntefli við Gu- imaraes. KAPPROÐUR Keppa í Noregi Sex ræðarar halda á morgun tij Noregs, þar sem þeir tata þátt í opna Norðurlandamótinu í kappróðri, sem fer fram um næstu helgi. „Strákarnir hafa undirbúið sig vel og við höfum verið heppnir með veður að undanförnu," sagði ítalinn Leone Tinganelli, þjálfari strákanna. Leone sagði að hann vissi að þrjú lið frá Noregi myndu keppa á mótinu og tvö frá Svíþjóð, en ekki væri vitað hvað mörg lið kæmu frá Finnlandi og Danmörku. TORFÆRUAKSTUR Stórkostleg tilþrrf á Norður landamótinu ÍSLENSKIR ökumenn héldu merki landsins á lofti í Norðurlanda- mótinu í torfæru á laugardaginn. Ekin var önnur umferð af fjór- um, sem gilda til Norðurlandameistara, tvær hinar síðari verða hér á landi í haust. Akureyringurinn Einar Gunnlaugsson vann í flokki sérútbúinna jeppa á Norðdekk-Drekanum, en Svíinn Lars Jonsson á Sleipni varð annar. íslandsmeistarinn Gísli G. Jónsson á Kókómjólkinni frá Þorlákshöfn varð þriðji. í flokki götujeppa vann Grindvíkingurinn Þorsteinn Einarsson, Ragnar Skúlason frá Keflavík varð annar og Svíinn Henrik Vesa þriðji. er samt gífurlegur í Svíþjóð og til marks um það keppa oft yfir tvö hundruð rallbílar í tugum móta á hveiju ári. Telja Svíar að með auk- inni kynningu geti torfæran orðið mjög vinsæl íþrótt í landinu. Á hvetju ári eru haldin um þtjú hundr- uð bílkrossmót í landinu, þannig að akstur í keppni er vinsæl tóm- stundaiðja. Þá hafa Svíar átt fjöl- marga rallökumenn á heimsmæli- kvarða og heimsmeistara í Formula 1 kappakstri. Markaðurinn fyrir torfæruna er því fyrir hendi, en kynninguna vantar enn sem komið er. Norðurlandamótið er fyrsta skrefið. Yfirvegun skilaði árangri „Ég hef mikla trú á torfærunni á Norðurlöndum, það eru ekki nema fjögur ár síðan við kynntumst henni fyrst og buðum síðan íslendingum til Svíþjóðar. Það er búið að smíða marga jeppa og áhuginn vex,“ sagði Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Ragnar Skúlason varð annar í flokki götujeppa um helgina. Hér hefur jeppi Ragnars oltið á hliðina, og starfsmenn mótsins reyna að koma honunt á réttan kjöl á ný. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Einar Gunnlaugsson frá Akureyri sigraði t flokki sérútbúinna jeppa í annarri umferð Norðurlandamótsins. Hann fagnaði einnig sigri í fyrstu umferð um fyrri helgi. Tilþrifin í keppninni í Gautaborg voru með ólíkindum, stökk og veltur skiptu tugum. Keppt vat' í sex þrautum í hvor- Gunnlaugur um flokki j mular- Rögnvaldsson og sandgryf|um skrifar skammt frá Gauta- borg. Keppendur frá íslandi, Svíþjóð og Noregi tóku þátt í þessari Norðuriandakeppni, en fyrsta umferð hennar fór fram í Stokkhólmi í fyrri viku. Þar vann Einar í flokki sérútbúinna jeppa og Þorsteinn í flokki götujeppa. Mikill áhugi hefur skapast á þessari íþrótt á Norðurlöndum, sem hefur verið stunduð hérlendis í 25 ár. Svíar skoðuðu keppni hérlendis fyrir fjór- um árum og ákváðu eftir það að smíða keppnistæki. Þeir heimsóttu síðan landið fyrir tilstilli Jeppa- klúbbs Reykjavíkur og Bílabúðar Benna og unnu m.a. sigur í einni keppni í flokki sérútbúinna jeppa. Síðan þá hafa nokkrir jeppar verið smíðaðir og Svíar hafa sitt eigið meistaramót. Þeir áttu sinn skerf af tilþrifum í keppni helgarinnar, ökumenn tókust á af fullri hörku og hátt í tuttugu veltur litu dagsins ljós. Menn gáfust ekki upp fyrr en í fulla hnefana, eða þeir gerðu sig seka um mistök í akstri, sem kost- uðu veltur. Svíinn náði forystu í sérútbúna flokknum náði Svíinn Lars Jonsson forystu í fyrstu þraut, en hann ók keppnistæki, sem vann sigur í móti hérlendis fyrir tveimur árum. En Einar Gunnlaugsson, sem hefur verið ósigrandi í ár náði for- ystu eftir tvær þrautir og lét hana ekki af hendi allt til loka. íslands- meistaranum Gísla G. Jónssyni mis- tókst í annarri þraut; jeppinn sat fastur á kviðnum í upphafi þrautar og hann fékk engin stig á meðan Einar fékk 280 og Lars 270. Það reið baggamuninn fyrir hann hvað toppbaráttuna varðar. En Gísli gafst ekki upp, hægt og bítandi saxaði hann á forskot annarra keppenda, sýndi oft skemmtileg til- þrif, en velti þó í einni þraut. í Ioka- þrautinni náði hann framúr Glsla G. Sigurðssyni á Kjúklingnum á stigum og nældi í þriðja sætið. Egilsstaðabúinn og tannlæknirinn Þórir Schiöth á fjórhjólastýrðum Jaxli sínum vakti lukku Svía, sem kölluðu hann tannlækninn fljúg- andi. Þórir sveif oft torfærurnar á skemmtilegan hátt, endaði m.a. einu sinni á tré í lok þrautar. Hann missti af sigurmöguleikanum í ann- ari þraut, þegar hann bakkaði of langt og fékk aðeins 40 stig af 300 mögulegum. í annarri þraut reyndi Þórir að forða veltu í hliðarhalla. Jaxlinn fór engu að síður á hliðina, upp á framendann, snarsnerist þannig um sjálfan sig og endaði á hjólunum. Áhorfendur vildu meina að Þórir hefði verið að pússa víg- tennur Jaxlsins uppúr sandi, en framan á jeppanum eru járntennur hluti af skreytingu hans. Þessi uppákoma var bara ein margra í keppninni, hver veltan af öðrum skemmti áhorfendum, sem voru í færra lagi. Áhugi á akstursíþróttum Svínn Lars Jonsson í samtali við Morgun- blaðið eftir keppnina, „ég er mjög ánægð- ur með annað sætið, ég hagnaðist á því að margir toppökumanna íslenska liðsins tóku áhættu og urðu fyrir skakkaföllum. Það er ekki alltaf best að stíga bensíngjöf- ina í botn og láta slag standa. Yfirvegun skilar stundum betri árangri," sagði Lars, en hann ók jeppa með nýrri vél sem skil- ar 500 hestöflum án nitró-búnaðar. Yfirvegun var einmitt það sem gaf Einari fyrsta sætið í þriðju keppninni í röð. Hann er enn ósigraður á árinu og hefur forystu í sérútbúna flokknum til Norðurlandameistara. „Mér fannst braut- irnar í Stokkhólmi skemmtilegri, þær voru lengri og reyndu meira á aksturs- hæfni keppenda. Jarðvegurinn í brautun- um er öðruvísi en við þekkjum, mun mýkri og kom sífellt á óvartl Stundum höfðu dekkinn fullt grip, þar sem reyndist vonlaust að labba í braut- arskoðuninni," sagði Einar Gunn- laugsson. Hann varð 90 stigum á undan Lars með 1.560 stig á móti 1.470. Gísli G. Jónsson fékk 1.380 stig, nafni hans Gísli G. Sigurðsson 1.365 og Haraldur Pétursson 1.320 stig. „Við erum ennþá fremri Svíum í akstri, en þeir eru allir að koma til og hafa smíðað ágæta jeppa. Eg er kominn í góða stöðu til Norð- urlandameistara og læt hana ekki af hendi baráttulaust. Svíarnir fá allavega ekki að komast í titilinn. Islandsmótið er framundan og sig- urinn í síðustu mótum hefur gefið mér aukið sjálfstraust. Helstu keppinautarnir í íslandsmótinu verða líklega Gísli G. Jónsson og Þórir Schiöth, þá breiddin sé alltaf að aukast. Helgi Shiöth verður líka sterkur. Ég hef oft byijað keppnis- tímabil vel, en endað illa. Núna vonast ég til að halda þetta út, er með sterkari jeppa og aukið sjálfs- traust," sagði Einar. í flokki götujeppa náði Ragnar Skúlason forystu í fyrstu þraut ásamt Norðmanninum Thorgeir Jo- hanson, en Ragnar og Þorsteinn Einarsson áttust síðan við um fyrsta sætið eftir það. Hann fór of utar- lega í þraut og fékk engin stig. Svínn Henrik Vesa náði flestum stigum í þrautinni og var kominn í fyrsta sætið, þegar tveimur þraut- um var ólokið. Vesa var 10 stigum á undan Þorsteini og 110 á undan Ragnari. Þorsteinn náði í 285 stig- um í fimmtu þraut, Ragnar 265 og Vesa 250. í síðustu þraut fékk Vesa aðeins 150 stig, Ragnar 285 stig og Þorsteinn 220. Þessi stig nægðu Þorsteini til sigurs, en Ragn- ar varð annar og Vesa þi’iðji. „í flokki götujeppa eru Svíar nokkuð langt á eftir hvað varðar lengd, breidd og útbúnað jeppanna. I Is- landsmótinu mun ég keppa í flokki sérútbúinna jeppa. Það verður fróð- legt að sjá hvort ég hafi hugrekki til að takast á við þá bestu af full- um styrk. Svo tek ég aftur vel á móti Svíunum 1 haust ásamt öðrum keppendum í flokki götujeppa," sagði Þorsteinn. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1994 C 5" IÞROTTIR GOLF / STIGAMOT Hugsaði um það eitt að slá góð högg - segir Björn Knútsson eftir sigur í karlaflokki í Leirunni Frosti Eiðsson skrifar BJORN Knútsson úr Golfklúbbn- um Keili varð öruggur sigurveg- ari á öðru stigamóti ársins, Opna Maxfli-mótinu sem haldið var á Hólmsvelli í Leiru um helg- ina. Björn var einn þriggja kepp- enda sem lék á pari fyrri daginn og hann fylgdi því eftir síðari daginn með þvf að leika á tveim- ur höggum yfir pari síðari dag- inn við mjög erfiðar aðstæður. Sex höggum munaði á Birni og næstu mönnum. Kylfingar fengu ágætt veður á laugardeg- inum en á sunnudaginn gerði rok og úrhellisrigningu sem gerði keppendum mjög erfitt fyrir enda var mikill munur á spilamennsku flestra á milli daga. jr Eg hugsaði um það eitt síðari daginn að slá góð golfhögg en velti ekki fyrir mér stöðunni né hvað möguleika ég ætti á sigri. Ég er búinn að leika keppnisgolf í Bandaríkjunum í all- an vetur og ætti því að vera í góðri æfingu. Samt hef ég ekki verið að leika vel undanfarnar vikur og ár- angurinn á þessu móti kemur mér á óvart,“ sagði Björn í spjalli við Morgunblaðið eftir keppnina. Björn var kominn þremur höggum yfir parið eftir fyrstu níu holurnar síðari daginn. Síðari níu lék hann því á einu höggi undir pari en hann náði „fuglum,“ á fjórtándu, fimmtándu og átjándu holu. Þetta er í annað sinn sem Björn sigrar á stigamóti, fyrra skiptið var fyrir tveimur árum, einnig á Leir- unni. ÉíéMR FOLK ■ EINAR Guðberg Gunnarsson, sem er framkvæmdastjóri Golf- klúbbs Suðurnesja fór holu í höggi á þrettándu brautinni sem er 176 metrar. Einar notaði járnkylfu númer fimm og boltinn fór í holuna á flugi. Þetta er í fyrsta skipti sem Einar fer holu í höggi. ■ KYLFINGAR sem heyrðu af atvikinu á eftir að inn í hús var komið á laugardag tóku fréttunum fálega og sögðu við Einar að hann hefði átt að vera búinn að þessu fyrr. Verðlaunin fyrir að fara holu í höggi á þriðju brautinni í ein- hvetju af opnu mótunum á Leirunni eru nefnilega bifreið af Hyundai gerð sem metinn er á 1,4 milljónir. ■ JÓN ÓLAFUR Jónsson úr GS hefur verið næstur holu á Bergvík- inni í upphafshöggi á báðum opnu mótunum til þessa. Jón var 3,19 metra frá holunni á Bústoðarmót- inu og hann gerði enn betur á laug- ardag þegar bolti hans hafnaði 1,04 metra frá holunni. Haft var á orði að Jón Ólafur væri að færa sig nær holunni og hann yrði til alls vís á næsta móti; Opna Cobra-mót- inu sem fram fer á Leirunni eftir tæpan mánuð. ■ EF einhver kylfingur hreppir bílinn í sumar þá verður hann að fórna áhugamannaréttindum sínum í íþróttinni í tvö ár þar sem kylfing- ar mega ekki taka við hærri verð- launum en sem nemur andvirði 40.000 krónd. Morgunblaðið/Frosti Björn Knútsson úr Keili sýndi mikið öryggi á Hólmsvelli í Leiru og lék sex höggum betur en næsti maður. Á stærri myndinni sést hann í glompu. Helgi Dan Steinsson (neðri mynd) kom á óvart með að ná öðru sætinu. Hér slær hann á létta strengi við félaga sinn úr Leyni; Birgi Leif Hafþórsson. Helgi kom á óvart Helgi Dan Steinsson úr Leyni á Akranesi náði öðru sæti og sínum langbesta árangri á stigamóti en hann er með fimm í forgjöf og því í fyrsta flokki. Helgi var einn þriggja sem lék á pari vallarins fyrri daginn og þann síðari var hann átta höggum yfir parinu. Hann kom því inn á 152 höggum ásamt þeim Einari Long Þórissyni GR og Þórði Emil Ólafs- syni úr Leyni. Bráðabana þurfti því til að knýja fram um annað og þriðja sætið. Einar helltist úr lestinni þegar á fyrstu holu í bráðabananum þegar bolti hans hafnaði í tjörninni fyrir framan 16. flöt en Skagamennimir voru báðir á pari. Úrslitin réðust síðan á átjándu holunni þegar pútt Helga fyrir „fugli,“ hafnaði í hol- unni. „Ég er búinn að æfa vel í vetur og fór í ferð út með landsliðinu í mars sem skilaði miklu. Það var erfitt að fara út síðari daginn og ég var orðinn rennandi blautur strax eftir eina holu og ég er ánægður með að spila átta höggum yfir við þessar aðstæður," sagði Helgi. Árangur á mótinu gaf stig í stiga- keppni kylfinga en gaf ekki stig til landsliðs. Ástæðan efsú að aðeins eitt verkefni er framundan hjá landsliðinu og það ekki fyrr en í september. Það er Eisenhower-bik- arinn; heimsmeistarakeppni áhuga- manna sem fram fer í Frakklandi. Karen Sævarsdóttir varð sigur- vegari í Stigamótinu á Leir- unni í kvennaflokki. Keppnin í kvennaflokki var einvígi Karenar og Herborgar Arnarsdóttir. Karen hafði þijú högg á Herborgu eftir fyrri daginn og fjórum höggum munaði á þeim eftir síðari daginn. Völlurinn var í ágætis standi en það var veðrið ekki. Við vorum að gantast með að hæfileikarnir mundu ekki skína í gegn hjá okk- ur í þessu veðri og það kom á daginn,“ sagði Karen sem keppti á sínu fyrsta móti í sumar en hún er nýlega komin til landsins frá Bandaríkjunum þar sem hún var við nám í vetur. „Ég var ekki ánægð með gær- daginn og var staðráðinn í að bæta mig í dag en því miður voru ekki tök á því í þessu veðri. Veðr- ið hefur verið mjög gott undan- farna daga og svekkjandi að þurfa að leika síðari hringinn við þessar aðstæður," sagði Karen. Aðeins þijár stúlkur af þeim sex sem skráð voru í mótið luku keppni. Hinar þijár hættu eftir níu holur síðari daginn. Óhætt er að segja að veðrið hafi því haft yfirhöndina í þessum flokki en mikill munur var á skori þeirra þriggja sem kláruðu, á milli daga. Þrettán högga sveifla var hjá Karenu sem lék á 76 höggum fyrri daginn en 89 þann síðari og ellefu höggum munaði á skori þeirra Herborgar Amarsdóttur og Ólafar Maríu Jónsdóttur milli daga. Úlfar keppti í Helsingborg I llfar Jónsson, kylfingur úr Hafn- arfirði, tók þátt í fyrsta mótinu í sænsku mótaröðinni í Helsingborg um siðustu helgi. Hann hafnaði í 35. sæti af 150 keppendum sem hófu keppnina. „Ég er mjög sáttur við þennan árangur. Það var gott að komast í gegnum niðurskurðinn eft- ir tvo daga, en þá fengu aðeins 50 af 150 keppendum að halda áfram,“ sagði Úlfar. Úlfar sagðist hafa byijað frekar illa fyrsta daginn, lék á 76 höggum og var í 100. sæti og útlitið ekki of gott á að komast áfram. Annan daginn gekk allt upp hjá honum, lék á 68 höggum og færðist upp í 25. sæti og fékk því að halda áfram. Þriðja daginn lék hann á 75 höggum og 73 þann fjórða og hafnaði í 35. sæti. Siguiwegarinn í mótinu lék á 277 höggum, eða 7 undir pari vallar- ins og fékk fyrir það hálfa milljón íslenskra króna. Ulfar lék á 292 höggum og fékk að eigin sögn „ein- hveija smáaura." „Eg get ekki annað en verið sátt- ur því þetta var fyrsta mótið hjá mér í tvær vikur. Mér gekk yfirleitt vel inná flatirnar, en púttin voru misjöfn. Það eru nokkrir hlutir sem ég þarf að laga og nú er ég að vinna í því,“ sagði Ulfar. Næsta mót hefst á fimmtudag rétt utan við Helsing- borg, en síðan verður farið yfir til Danmerkur og leikið í Álaborg, ítRÓrn FOLK ■ ÞORSTEINN Hallgrímsson, íslands- og Stigameistarinn frá því í fyrra hyggst taka sér nokkurra vikna frí frá keppni vegna meiðsla. Þorsteinn er meiddur í baki og hann sagði að eina ástæðan fyrir því að hann keppti í mótinu á Leir- unni vera þá að hann væri í höfuð- borginni vegna nálastungumeð- ferðar ■ MÓTSHALDARAR voru hræddir um að þeir þyrftu jafnvel að grípa til þess að fresta mótinu eftir mikið úrhelli síðari daginn. Vatnspollar mynduðust víða á brautum og var fært frá þeim sam- kvæmt reglum. Ekki má færa frá á flötum og því hefði þurft að fresta keppninni ef að pollar hefðu mynd- ast þar. M KEPPENDUR voru margir daufir í dálkinn yfir veðrinu seinni daginn og óhætt að segja að þeir hafi ekki verið spenntir að fara út. Sigurður Pétursson, kennarinn hjá GR var þó fljótur að koma, auga á tvo ljósa punkta. Veðrið væri ágæt afsökun fyrir að koma inn á lélegu skori og svo væri óþarfi að hafa svaladrykk með í golf- pokanum; nóg væri að horfa til hirnins og opna munninn. ■ BJÖRN Knútsson úr GK fékk fyrstu verðlaun án forgjafar og Kristinn Oskarsson úr GS fékk önnur verðlaun með forgjöf. Þeir duttu báðir í lukkupottinn þegar dregið var úr skorkortum kepp- enda. Björn hreppti ferðavinning frá Samvinnuferðum-Landsýn og Kristinn úttekt úr verslun Phil Hunter í Golfskála GS. ■ ARNAR MÁR Ólafsson golf- kennari úr Keili stóð sig best í keppni atvinnumanna á mótinu. Arnar lék á 155 höggum, höggi minna en Sigurður Pétursson, GR. Jón Karlsson, kennari í Golf- klúbbnum Oddi lék á 157 höggum og varð_ í þriðja sæti. ■ BJÖRG VIN Sigurbergsson ú r Keili á lægsta meðalskor meistara- flokksmanna eftir tvö fyrstu stiga- mótin. Björgvin sem lék frábæit golf á fyrsta mótinu á Hvaleyrinni er með 73,25 högg að meðaltali eftir hringina fjóra. Sigurjón Arn- arsson úr GR hefur hitt flestar flatir að meðaltali (60,62%), Örn Ævar Hjartarson úr GS hefur notað fæstu púttin; 30,25 á hring og Leynismaðurinn Þórður Emil Ólafsson hefur farið flestar holur undir pari eða að meðaltali 2,75 á hring. ■ EINAR Long Þórisson úr GR hefur oftast verið á braut eftir upphafshögg eða í 67% tilfella eft- ir mótin tvö. Þess má geta að Þor- steinn Hallgrímsson hitti þrettán brautir af fjórtán síðari daginn sem er 93% Þessar upplýsingar eru fengnar úr tölfræðispjöldum en Guðbrandi Sigurbergssyni kylf- ingi úr Keili hefur verið falið að sjá um að tölfræðin verði rétt hjá meistaraflokkskylfingum í sumar. ■ BRIDS-OPEN er nafn á nýst- árlegu móti sem fram fer í Grafar- holti nk. föstudag. Brids-spilarar og kylfingar munu leika á 18 holna golfmóti og grípa síðan í spilin um kvöldið. Þegar hafa átján pör verið bókuð í mótið þar á meðal munu fyrrum heimsmeistarar í brids mæta. Leikið verður með punkta- fyrirkomulagi eins og tíðkast hefur í Opna GR mótinu sem notið hef- ur mikilla vinsælda undanfarin ár og verður vægi greinanna jafn mikið. ■ SIGURÐUR Pétursson golf- kennari og Aðalsteinn Jörgensen fyrrum heimsmeistari í brids verða til að mynda paraðir saman. Litlum sögum fer af kunnátt u Sigurðar í brids en sömu sögu er reyndar hægt að segja af kunnáttu A'ðaJ- steins í golfíþróttinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.