Morgunblaðið - 07.06.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.06.1994, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA llx 5 Íí 1994 JMtargnmfrfafeUk ■ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ BLAD adidas TRAINING bómullar- fatnaðurinn er kominn í verslanir HANDKNATTLEIKUR Fynum landsliðs- þjálfari Júgóslava í sigti Selfyssinga Zedomir Stankovie, fyrrum landsl- iðsþjálfari Júgóslavíu í hand- knattleik, hefur samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins verið í viðræðum við Selfyssinga og hefur sýnt áhuga á að taka við liðinu. Hann hefur ósk- að eftir nánari upplýsingum um leik- mennina og gerir ráð fyrir að gera upp hug sinn innan skamms. Til greina kemur að vinstri handar skytta úr júgóslavneska landsliðinu komi með honum, ef hann slær til. Sölvi B. Hilmarsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, vildi ekki staðfesta þetta, en sagði ljóst að Selfyssingar ættu eftir að ráða þjálfara í staðinn fyrir Einar Þorvarð- arson, sem hætti í vor eftir að hafa þjálfað Selfyssinga í þijú ár, og örv- henta skyttu vantaði í liðið eftir að Sigurður Sveinsson skipti yfir í Vík- ing. Málið væri í athugun og ekki væri tímabært að ræða möguleikana, sem í boði væru. Rússar lögðu Hvít-Rússa Rússar eru efstir í A-riðli í Evrópukeppninni í handknattleik, sem nú fer fram í Portúgal, og Spánveijar í B-riðli, eftir þijár umferðir ( riðlakeppninni. Rússar sigruðu Hvít-Rússa með átta marka mun um helgina og Spánveijar lögðu bæði Portúgala og Slóvena að velli. Hvít- Rússar eru í öðru sæti í A-riðli og Frakkar í því þriðja. Svíar eru í öðru sæti í B-riðli og Danir í því þriðja. ■ Úrsllt / B11 Morgunblaðið/Frosti NBA-stjama í heimsókn KÖRFUBOLTABÚÐIR hófust í gær í íþróttahúsinu Austurbergi og Fellaskóla. Þrír bandarískir körfuknattleiksþjálfarar sjá um þjálfun á námskeiðinu; þeir Dave Hopla sem er einn fremsti og eftirsóttasti skotþjálfari í Bandaríkjunum, Paul R. Ward sem þjálfað hefur ýmis háskólalið og John Reynolds sem er eftirsóttur þjálfari. Gestur þeirra er NBA-leikmað- urinn Anthony Bowie sem leikur með Orlando Magic. Um áttatíu börn og unglingar sækja námskeiðið sem stendur frá níu á morgnana til fjögur á daginn. NBA-leikmaðurinn leit við á æfíngu í gær, svaraði spumingum og sýndi ýmsar listir. FRJALSAR IGOLF Glæsilegt heimsmet Haile Gebresilasie bætti heimsmet Aouita í 5000 m um tæpa eina og hálfa sekúndu ÚHar ofarlega í Helsingborg Haile Gebresilasie frá Eþíópíu setti heimsmet í 5000 m hlaupi á laugardag, þegar hann fékk tímann 12.56,95 mínútur á móti í Hollandi. Said Aouita frá Marokkó átti fyrra metið, 12.58,39, sem hann setti í Róm sumarið 1987. Það leit ekki út fyrir að Gebr- esilasie, 21 árs lögreglumaður, ætlaði að takast það markmið sitt að slá heimsmet Aouita, því hann byijaði ekki mjög vel. En hann sótti í sig veðrið þegar á leið og hljóp síðasta hringinn á 58 sekúnd- um. „Ég er hrifinn að rigning- unni,“ sagði hann eftir hlaupið og vísaði til veðursins. „Ég átti ekki von á því að slá metið fyrr en í síðasta hringinn var komið. Ég Haile Gebresilasie ætlaði að hlaupa á 12.55, en sætti mig við 12.56,“ sagði hann. ÚLFAR Jónsson varð í 11. til 15. sæti á atvinnumannamóti i' golfi í sænsku mótaröðinni, sem haldið var i Helsingborg um helgina. Ulfar rétt slapp inn í fimmtíu manna hóp þegar skorið var niður eftir tvo daga, enda gekk hon- um illa fyrstu tvo dagana. Hann lék á 76 höggum fyrsta daginn og 73 annan daginn. Þriðja og fjórða dag- inn lék hann hins vegar mjög vel, á 72 höggum þriðja daginn og á pari, 71 höggi, fjórða og síðasta daginn. Samtals lék hann á 292 höggum, en sá sem sigraði lék á 283 höggum. Úlfar sagði í samtali við Morgunblað- ið að leiðindaveður hefði verið allt mótið, og það hefði sett strik í reikn- inginn hjá flestum. Hann sagðist ánægður með árangurinn, hann hefði bætt sig allan tímann. „Mér fínnst þetta allt vera á réttri leið og ég er allur að koma til. Sjálfstraustið jókst eftir því sem á leið og síðasta daginn lék ég af miklu öryggi, lenti aldrei í vandræðum," sagði Úlfar. Hann sagði að munurinn á efsta manni og þeim næsta hefði verið fjögur högg, og því hefði lítið þurft að koma til svo hann blandaði sér í toppbaráttuna. Úlfar sagðist æfa mikið, átta til tíu tíma á dag og hann tæki sér sjald- an frí. Næsta mót sem hann tekur þátt í verður um næstu helgi í Dan- mörku, nálægt Álaborg. Úlfar hefur rétt til að taka þátt í fjórum mótum, en verður að fara í úrtökumót í Stokkhólmi 20. júní nk. Þar getur hann unnið sér rétt til að taka þátt í öllum mótum sem eftir eru af móta- röðinni á Norðurlöndunum. Úrtöku- mótið sem hann komst í gegnum í apríl sl. veitti honum aðeins þátttöku- rétt á fjórum mótum, og því þyrfti hann að taka þátt í Stokkhólmi vildi hann vera með áfram. Þnóun heimsmetsins í5000 m hlaupi 13:35.0 Kuts (Sovétr.) 13.10.57 13:12.86 Quax (N.Sj.) 5.7.77 13:34.8 Clarke (Ástral.) 16.1.65 13.08.4 Rono(Kenýu) 8.4.78 13:33.6 Clarke 1.2.65 13:06.20 Rono 13.9.81 13:25.8 Clarke 4.6.65 13:00.41 Moorcroft (Br.) 7.7.82 13:24.2 Keino(Kenýu) 30.11.65 13:00.40 Aouita(Mar.) 27.7.85 13:16.6 Clarke 5.7.66 12:58.39 Aouita 22.7.87 13:16.4 Viren(Finnh) 14.9.72 12:56.96 Gebresilasie 4.6.94 13:13.0 Puttemans(BeL) 20.9.72 KNATTSPYRIMA: FRAMARAR BURSTUÐU VAL / B3 i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.