Morgunblaðið - 07.06.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.06.1994, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Fort Lauder*, dale A S-AMERIKA ÁSTRALÍA Punta del Este Fremantle Luckland Um helgina lauk Whitbred siglinga- keppninni meö sigri Nýsjálensku skútunnar Yamaha. Siglingakeppnin hófst 25. sept. í fyrra en siglt var í fyrsta áfanga frá Southampton á Englandi til Punta del Este í Argentínu. Annar áfangi var frá Punta del Este til Fremantle í Ástralíu og var lagt upp 13. nóvember. 6Fort Lauderdale - Southampton Brottför2í. mai 1994. 3.818 sjómilur. Southampton ,/--••3^ „ ATLANTS KYRRA |™ Punta del Este ■ (ajjWFort Lauderdale Brottför2. april 1994. 5.475 sjómiiur. 3Fermantle - Auckland Brottför 8. jan. ’94. 3.272 sjómílur. HAF 4Auckland ■ Punta del Este Brottför 19. feb. 5.914 siómílu Stormasvxoi S'tormasvædi bfám FOLK ■ GUÐMUNDVR Erlingsson, knattspyrnumarkvörður, sem um árabil lék með Þrótti í Reykjavík er fluttur til Hveragerðis og ætlar að leika með 4. deildarliði Hamars. ■ FORSETI Búlgaríu kvaddi knattspyrnulandsliðið með viðhöfn áður en það hélt á HM í Bandaríkj- unum í gær. Órói hefur verið í hópn- um vegna peningamála og sagði for- maður knattspyrnusambandsins því af sér í síðustu viku, en framheijinn Nasko Sirakov sagði að liðið léki ekki fyrir peninga á HM heldur fyrir íþróttina og föðurlandið. ■ BRASILÍUMENN gerðu 1:1 jafntefli við Kanadamenn í Ed- monton um helgina og voru gestirn- ir allt annað en ánægðir. Sumir leik- menn Brasilíu neituðu að skipta á peysum við mótheijana eftir leikinn og þökkuðu ekki fyrir viðureignina, en Kanada fagnaði einum stærsta sigrinum á knattspymuvellinum að viðstöddum fleiri áhorfendum en nokkru sinni fyrr. ■ HUGO Sanchez er aldursforseti landsliðs Mexíkó á HM í knatt- spyrnu, en hann er 35 ára. Mexíkó fékk ekki að vera með 1990 vegna þess að teflt var fram ólöglegu ungl- ingaliði, en landsliðsmaðurinn Car- los Hermosillo segir að landsliðið nú sé það besta síðan 1962. ■ JOSIP Weber lék fyrsta lands- leik sinn fyrir Belgíu um helgina og gerði fimm mörk í 9:0 sigri gegn Zambíu, en það er stærsti sigur Belgíu í knattspyrnu. ■ WEBER er frá Króatíu, en fékk belgískan ríkisborgararétt í mars. Hann hefur verið markakóngur í belgísku deildinni undanfarin þijú ár. ■ HOLLIHYCHE náði besta tíma ársins í 100 m hlaupi kvenna, þegar hún hljóp á 11,03 á Bandaríska háskólameistaramótinu um helgina. ■ DAN O’Brien frá Bandaríkj- unum sagði um helgina að hann ætlaði að bæta heimsmet sitt I tug- þraut og verða fyrstur til að bijóta 9.000 stiga múrinn. ■ LINFORD Christie átti ekki í erfiðleikum með að sigra í 100 m hlaupi á boðsmóti Alþjóða fijáls- íþróttasambandsins í Sevilla í fyrra- dag, hljóp á 10.31 í 40 stiga hita og var ánægður. „Eg er ánægður með byijunina, en ég þarf fimm mót til viðbótar til að ná mínu besta.“ Kanadamaðurinn Bruny Surin fór á 10,39 og Rússinn Alexander Por- komoski á 10,56. ■ JAVIER Sotomayor, ólympíu- meistarinn frá Kúbu, stökk 2,42 m í hástökki og reyndi við 2,46, en heimsmet hans frá því í fyrra er 2,45. ■ CARLA Sacramento frá Port- úgal náði besta tíma ársins í 1.500 m hlaupi, hljóp á 4.7,65. ■ SVETLANA Dimitrova frá Búlgaríu náði sama áfanga í 100 m grindahlaupi, þegar hún hljóp al2,65 sekúndum. ■ NATALYA Shikolenko frá Hvíta-Rússlandi setti persónulegt met í spjótkasti með 71,40 m kasti. ■ DERARTU Tulu frá Eþíópíu náði næst besta tíma ársins í 5.000 m hlaupi, þegar hún hljóp á 15.40,29 mínútum. UPPSKERA Islenskir íþróttamenn hafa löngum gert sér glaðan dag að tímabili loknu, haldið upp á afraksturinn á svo nefndri upp- skeruhátíð. AIls staðar er yfír einhveiju að gleðjast og lagt er á ráðin um að gera betur næst. Stundum tekst það, stundum ekki, en víst er að í skipulögðu íþrótta- starfi er markmiðið ekki aðeins að efla einstaklinginn á sál og líkama heldur að ná árangri í keppni — standa keppinautun- um framar. Oft hefur mikilvægi þess að vera með verið áréttað og er það göfugt markmið, þar sem það á við. Það hefur mikið að segja hjá börnum og unglingum, í al- menningskeppni og hjá þeim, sem komnir eru á efri ár en vilja halda í félagsskapinn, sem íþróttunum fylgir. Hins vegar á það ekki við í harðri keppni þeirra bestu og getur frekar orðið til þess að rífa niður það sem gert hefur verið, en byggja ofan á það sem fyrir er. Tap getur verið óumflýjanlegt, en stöðug niðurlæging, þar sem aldrei sér til sólar, er langt því frá að vera uppbyggileg. 10 lið hafa leikið í 1. deild karla í knattspyrnu síðan 1977 og hefur ekki alvarlega verið rætt um fjölgun. Samkvæmt reglugerð KSI skulu vera átta lið í 1. deild kvenna, en í 2. deild þau lið, sem ekki eiga sæti í 1. deild. Sagt hefur verið að vaxtarbroddurinn í íslenskri knattspyrnu sé hjá kvenfólkinu og víst er að knattspymustúlk- um hefur ekki aðeins fjölgað heldur hefur þeim farið mikið fram. En hefðin er sterk og ekki fer á miili mála að þar sem lengst og best hefur verið unnið er getan mest. Reyndar skera fimm lið sig úr í 1. deild kvenna og af úrslitum fyrstu leikja í deildinni að þessu sinni að dæma virðast hin þijú varla eiga erindi í deild með hinum að svo stöddu. 15:1 talar sínu máli. Keppikefii einstaklinga og liða hlýtur að vera að komast í fremstu röð. Engu að síður ber Spurningin um ad vera með á réttum stað, í deild vid hæti að hafa hugfast að ekki er væn- legt til árangurs að sækja meira af kappi en forsjá í því efni frek- ar en á öðrum vettvangi. Upp- bygging tekur tíma og þó vilji sé til að eiga lið í 1. deild er ekki þar með sagt að það sé alls staðar tímabært. Það er eitt að smala saman í lið og annað að tefla fram frambærilegu liði. Reglugerðin segir átta lið í 1. deild kvenna og við það verða stúlkumar að búa að óbreyttu. Með áframhaldandi sókn, upp- byggingu og vöxt í huga má samt ekki líta á ákveðinn fjölda liða sem heilaga tölu. Ef deildin ber ekki átta lið eiga liðin að vera færri. Tveggja stafa tala í efstu deild í knattspyrnu er sjaldséð og bendir til að eitthvað mikið sé að. í fyrra hætti eitt lið í 1. deild kvenna í kjölfar stórra tapa og þrjú lið í deildinni að þessu sinni hafa varla haft er- indi sem erfiði. Það er langt í næstu upp- skeruhátíð í íslenska knatt- spyrnuheiminum, en allir hafa að einhveiju að stefna. Stúlk- urnar í lakari liðum 1. deildar kvenna koma ekki til með að gleðjast yfir mörgum sætum sigrum, en þær verða reynslunni ríkari. Hún er líka mikilvæg og leiðir vonandi til aukinnar upp- byggingar með keppni í deild við hæfi í huga. Steinþór Guðbjartsson Ætlar markmaðurinn ÞÓRÐUR ÞÓRÐARSOM hjá ÍA að láta drauminn rætast? I marki eða í bflnum ÞÓRÐUR Þórðarson er kunnugt nafn í íslenskri knattspyrnu. Þórður var í gullaldarliði Skagamanna, en nú er sonarsonur og alnafni kominn í mark íslandsmeistaranna og farinn að skipa frændum sínum og bróður fyrir úti á vellinum. Hann er jafnframtfyrsti Skagamaðurinn í marki ÍA síðan Davíð Krist- jánsson var í stöðunni 1976, en Davíð hljóp reyndar í skarðið og tók fram skóna á ný sumarið 1982, þegar Bjarni Sigurðs- son meiddist. Sex aðkomumenn hafa verið fengnir til liðs við Skaga- menn til að veija markið síðan ^I 1976. Þórður, sem Eftir er 22 ára, hefur Steinþór verið varamark- Guðbjartsson vörður undanfarin tvö ár, en greip tækifærið, þegar það bauðst, hefur staðið sig vel og á stóran þátt í að íslandsmeistararnir sitja einir á toppnum í 1. deild. En var hann hræddur um að sagan endurtæki sig, þegar Kristján Finnbogason fór aftur í KR s.l. haust? „Jú og ég var ákveðinn í að fara í annað lið, ef annar markvörður kæmi, en nokkur félög höfðu haft samband við mig. Strákarnir í lið- inu fóru til formannsins og sögðu honum hvernig málin stóðu og ég fékk tækifærið, sem heimamenn hafa ekki fengið undanfarin ár.“ Þú varst miðherji í yngri flokk- unum, en hvernig stóð á því að þú fórst að leika í marki? „Þegar ég var á eldra ári í 3. flokki fékk Matthías Hallgrímsson mig til að fara í markið. Þegar ég var yngri var ég alltaf slæmur í hnjánum, það vantaði markmann og ég sló til og þetta hefur gengið vel síðan.“ Hvemig var að sitja á bekknum í tvö ár? „Það var ömurlegt, hræðilegt.“ En mega markmenn í yngri flokkum IA ekki eiga von á því með fyrri ár í huga? „Ég hugsaði ekkert út í það í Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Þórður Þórðarson kann vel við sig á bílunum hjá Bifreiðastöð ÞÞÞ. yngri flokkunum, en var viss um að annar maður yrði fenginn, þeg- ar staðan losnaði." Gera stuðningsmennirnir meiri kröfur til þín, en þú áttir von á? „Nei, alls ekki. Það er ekkert verið að þrýsta á mig. Ég heyri úti í bæ að fólk veit að ég er að spila fyrstu alvöruleiki mína og ég finn fyrir góðum stuðningi. Þetta hefur gengið vel og byijunin hjá okkur er betri en í fyrra — þá vorum við með níu stig eftir fjórar umferðir,. en erum nú með 10 stig.“ Olafur Þórðarson er föðurbróðir þinn, Sigursteinn Gíslason er annar frændi og Stefán bróðir. Hvað áhrif hefur það á fjölskyldutcngslin að vera saman í liði? „Góð. Ég arga stundum á litla bróður ef hann stendur sig ekki, en svo vinnum við líka saman hjá afa og kaffitímarnir fara allir í tal um fótboltann." Er sá „gamli“ ekki harður við ykkur? „Hann er einn af þessum hörðu og skilur ekki að við þurfum að fara á æfingu rúmlega fimm — vill að við vinnum til sjö og förum þá á æfingu, en hann leyfir okkur samt alltaf að fara.“ Einu sinni var haft eftir bróður þínum að hann ætlaði að verða atvinnumaður í knattspyrnu eða keyra bílana hjá afa. Voru sömu draumar hjá þér? „Já. Stefnan er alltaf að komast út, því ég fer ekki aftur í skóla, en það er líka gaman að keyra bíl- ana.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.