Morgunblaðið - 07.06.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.06.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ1994 B 5 ÍÞRÓTTIR TENNIS Opna franska mótið varsögulegt Tvöfah hjá Spánverjum SPÁNVERJAR fögnuðu tvöföldum sigri á Opna franska mótinu í tennis á sunnudaginn. Aranxta Sanchez Vicario sigraði frönsku stúlkuna Mary Pierce 6-4 6-4 í úrslitum í einliðaleik kvenna, og Sergi Bruguera sigraði landa sinn Alberto Berasategui með þrem- ur hrinum gegn einni í úrslitaleiknum íeinliðaleik karla. Úrslitaleik- ur kvennanna hófst reyndar á laugardaginn, en honum var fréstað vegna rigningar og framhaldið á sunnudeginum. Spánverjar fögn- uðu sínum mönnum grfðarlega, og Jóhann Karl, Spánarkonungur, fylgdist með leikjunum og afhenti löndum sínum verðlaunin. Aranxta Sanchez Vicario þurfti nokkuð að hafa fyrir sigrin- um gegn Mary Pierce. Sú síðar- nefnda var dyggilega studd af heimamönnum, sem gerðu sér von- ir um franskan sigur, þann fyrsta í 27 ár. Pierce, sem sigraði Steffi Graf í undanúrslitum, byijaði vel ,en þegar á leið reyndust taugar spænsku stúlkunnar sterkari, og sigraði hún með tveimur hrinum gegn engri. Þetta var annar sigur Sanchez Vicario á Opna franska, en hún sigraði fyrir fimm árum síðan, aðeins sautján ára gömul. „Það var andlegi styrkurinn sem skipti mestu máli, og þolinmæðin,“ sagði sú spænska eftir sigurinn. „Eg beið eftir réttu tækifærunum, og þetta er stór dagur fyrir mig, mikill sigur,“ sagði hún. Börðumst eins og brjálæðingar Það var ljóst fyrir úrslitaleikinn í karlaflokki að Spánveiji myndi standa uppi sem sigurvegari. Hvort það yrði Bruguera eða nýja stjarn- an Berasategui var hins vegar spurning. Bruguera sigraði í fyrstu Reuter Arantxa Sanchez Vicario fleygði tennisspaðanum upp í loft þegar hún hafði innsiglað sigur sinn gegn Mary Pierce í úrslitum í einliðaleik kvenna á Opna franska tennismótinu. Sergi Bruguera (til hliðar) var í miklum ham gegn landa sínum Alberto Berasategui í úrslitaleiknum og sigraði 3:1. hrinunni 6-3, og aðra hrinu sigraði hann einnig, en í það skiptið með sjö lotum gegn fimm. Bruguera slakaði á í þriðju hrinu og tapaði henni 2-6. Lengra komst hinn tví- tugi Berasategui ekki, og fjórðu hrinuna tók Bruguera með tilþrif- um og sigraði með sex lotum gegn einni, og þar með leikinn með þremur hrinum gegn einni. Líkt og hjá Sanchez Vicario var þetta annar sigur Bruguera á Opna franska mótinu. „Við börðumst eins og bijálæðingar allan tímann og vorum báðir örþreyttir eftir öll þessi hlaup,“ sagði Bruguera, en báðir eru þeir lítið fyrir að sækja að netinu. „Hann lék frábærlega í þriðju hrinunni, og er líklega með bestu forhönd sem ég hef þurft að kljást við, hann nær svo miklum snúningi á boltann. Bakhöndin hjá mér sem og uppgjafirnar eru hins vegar kraftmeiri en hans,“ sagði Bruguera um Berasategui, en hann hafði ekki tapað hrinu á mótinu fyrir úrslitaleikinn. Morgunblaðið/Golli Raj Bonifacius sigraði í einliðaleik karla á Stórmóti Þróttar. Pogorelova sigraði þrefalt Elena Pogorelova, Þrótti, sigraði þrefalt á Stórmóti Þrótt- ar í tennis, sem lauk um helgina. Raj Bonifacius, fjölni, sigraði nokkuð auðveldlega í einliðaleik karla. Pogorelova er rússnesk og hefur leikið tennis með rússn- eska landsliðinu, en þjálfar nú hjá Þrótti. Hún sigraði írisi Staub í einliðaleik 6-1 og 6-3, og stóð uppi sem sigurvegari í tvfliðaleik ásamt Kristínu Gunnarsdóttur og í tvenndarleik ásamt Atla Þorbjörnssyni. Þess má geta að Hrafnhildur Hannesdóttir, sem sigraði á mótinu í fyrra, var ekki með að þessu sinni. Raj Bonifacius, sem er bandarískur, sigraði Einar Sigur- geirsson í einliðaleik karla. Úrslitaleikurinn varð ójafnari en menn höfðu gert sér vonir um. Bonifacius hafði mikla yfir- burði gegn Einari, sem er íslandsmeistari, og sigraði 6-1 og 6-1. Einar náði hins vegar að sigra í tvíliðaleik ásamt Olafi Sveinssyni, en þeir lögðu áðurnefndan Raj Bonifacius og Sigurð Norðdal með tveimur hrinum gegn engri; 6-2 og 6-4. RALLYKROSS Kom þriðji í mark en sigraði samt Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Svelnn Símonarson kom fyrstu í mark í bílkrossinu, Gunnar Þór Hilmarsson annar og Ólafur Baldursson þriðji. Ólafur stóð þrátt fyrir það uppi sem sigurvegari. KEPPENDAFJÖLDI i bflkrossi vex með hverri keppni og um helgina óku 42 ökumenn í bflkrossi Bif- reiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur. Keppt var í þremur flokkur, sigur- vegari í krónuflokki varð íslands- meistarinn Ólafur Baldursson á Lada, Brynjar Kristjánsson á Oldsmobile vann teppaflokkinn og Guðbergur Guðbergsson vann flokk rallykross bfla á Porche. m' Irallykross flokknum hafði Guðberg- ur nokkra yfirburði á öflugum Porsche bílnum, vann tvo ufidanriðla, sem gaf honum bestu Gunniaugur staðsetningu í rás- Rögnvaldsson markinu. Hann náði skrífar síðan forystu í úrslit- um, sem hann lét ekki af hendi þar til yfír lauk. Högni Gunn- arsson á Toyota varð í öðru sæti og Guðmundur Fr. Pálsson þriðji á Esc- ort, en hann hefur ekki náð öllu afli útúr öflugri RS Ford keppnisvél bíls síns. Sú vél á að geta skilað 450 he- stöflum. Brynjar Kristjánsson lagði keppinauta sína að velli í teppaflokkn- um, þar sem stórir amerískir bílar mætast. Hjálmar Hlöðversson á Cam- aro varð annar og Einat' Hjaltason á Ford Futura þriðji. Mikil keppni var í krónuflokki og þrír bílar komu í einum hnapp í mark í úrslitariðlinum. Sveinn Símonarson á Skoda var fyrstur í mark, Garðar Þór Hilmarsson á Sapporo annar og Ólafur Baldursson þriðji. En þó Ólafur kæmi þriðji í mark, þá vann hann samt sam- kvæmt reglum sem settar voru á fyrir keppnistímabilið. Þar segir að árangur úr undanriðlum gildi 40% á móti árangri í úrslitariðli. Þessi regla var sett á til að auka keppni í undanriðlun- um, þannig að menn væru ekki að dóla fram að úrslitum í undanriðlunum þremur. Sveinn fékk hamingjuóskor strax eftir keppni, en Ólafur verðlaun- in við verðlaunaafhendingu síðar, þar sem menn áttuðu sig ekki á gildi nýju reglnanna. Næst munu menn átta sig betur á stöðunni og harkan verður því væntanlega meiri. „Mér var tilkynnt við verðlaunaaf- hendinguna að ég hefði unnið. Það var vissulega ánægjulegt, því í fyrstu kepn- inni gekk ekkert hjá mér. Úrslitin núna hjálpa mér við að veija meistaratitilinn, en fímm mót af sex telja til stiga. Mér verður því að ganga vel á næstu mót- um,“ sagði Ólafur Baldursson í sam- tali við Morgunblaðið. „Ég smíðaði upp nýjan Lada keppnisbfl í vetur fyrit' krónuflokkinn. Bílarnir mega ekki kosta of mikið, þvi hver sem er getur keypt þá á 150.000 krónur eftir keppni. Mikilvægast er að hafa fíöðrunina í lagi og einhvern kraft. Krónuflokkurinn er skemmtilegur, en ég hef líka vet'ið aðstoðarökumaður í rallakstri. Það væri gaman að keyra í því líka síðar,“ sagði meistarinn Ólafur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.