Morgunblaðið - 07.06.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.06.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1994 B 3 ÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNA / 1. DEILD KARLA Framynr- spilaðiVal FRAMARAR léku við hvern sinn fingur í viðureign sinni við Val á Laugardalsvelli í síðasta leik 4. umferðar 1. deildar karla í gærkvöldi. Þeir yfirspiluðu Valsmenn lengst af og sigruðu mjög verðskuldað 3:0. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Fram- ara í 1. deild í ár, en áður höfðu þeir gert tvö jafntefli og tapað fyrir Skagamönnum. Liðin standa þó jöfn að vígi hvað stigin varðar — bæði með fimm stig. Valur B. Jónatansson skrifar arteinn Geirsson, þjálfari Fram, var að vonum ánægður með sigurinn. „Þetta gekk loksins upp. Við vor- _______ um búnir að leika vel síðustu tvo leiki á undan, en vorum óheppnir og því vissi ég að þetta kæmi. Við lékum mjög vel og ég er sérstaklega ánægður með varn- arleikinn. Liðið var mjög sannfær- andi og ég er því bjartsýnn á fram- haldið. Við ætlum okkur að vera með í toppbaráttunni," sagði þjálf- arinn. Það eru orð að sönnu hjá Mar- teini að Framliðið virkaði mjög sannfærandi í öllum aðgerðum sín- um. Leikmenn liðsins voru mjög hreyfanlegir og samstíga. Helgi • og Ríkharður mjög eitraðir í framlínunni, miðjan öflug og hug- myndarík með Hólmstein Jónasson sem besta mann og vörnin föst SIGLINGAR Endeavour sigraði og settimet Ross Field, skipstjóri á skútunni Yamaha, stýrði skútu sinni til sigurs í Whitbread siglinga- keppninni, sem lauk í Southampton sl. föstudag. Yamaha sigraði í flokki minni báta (60 feta), fór hina 32 þúsund mílna löngu sigl- ingu á 120 dögum og 14 klst. Endeavour frá Nýja Sjálandi varð fyrst í flokki stærri báta (80 feta); bætti met skútunnar Steinlager, sem var 128 dagar og 9 klst., um átta daga og fjórar klst. Þetta var sérlega sætur sigur fyrir skipstjórann á skútunni, Grant Dalton, sem þurfti að sætta sig við annað sætið fyrir fjórum árum, þegar Steinlager sigraði. Síðasti leggurinn var frá Fort Lauderdale í Flórída til Southamp- ton á Englandi, þar sem keppnin hófst 25. september á síðasta ári. KEILA / EM íslensku liðin neðariega m Islenska karlaliðið í keilu varð 5 12. sæti á Evrópumótinu, sem fór fram í Hollandi og lauk um helgina, en stúlkurnar unnu einn leik og urðu í næst neðsta sæti. Danir urðu Evrópumeistarar karla, en Hollendingar sigruðu í kvenna- flokki. Úrslit / B10 fyrir. Að sama skapi var Valsliðið dapurt og átti ekkert svar við góð- um leik Framara. Það var aðeins yngsti leikmaðurinn á vellinum, Eiður Smári, sem gerði eitthvað af viti en fékk litla aðstoð frá sam- heijum sínum. Fyrri hálfleikur var algjörlega eigh Framara og það voru aðeins 10 mínútur búnar af leiknum er Hólmsteinn hafði komið Fram yfir. Ríkharður bætti öðru marki við um miðjan hálfleikinn og þannig var staðan í hálfleik. Eina færi Vals í hálfleiknum fékk Steinar Adólfsson eftir frábæran undir- búning Eiðs Smára, en skaut langt framhjá úr dauðafæri. Jafnræði var á með liðunum í byijun síðari hálfleiks og Vals- menn virtust vera að finna taktinn um miðjan hálfleikinn, en þá sögðu Framarar; hingað og ekki lengra. Helgi Sigurðsson bætti þriðja markinu við og þá var sem allur vindur væri úr Hlíðarendastrákun- um og þeir játuðu sig sigraða. Framarar gátu leikið sér að vild og fengu tvívegis ágæt færi á loka- mínútum ieiksins, sem ekki nýtt- ust. Staðan / B10 1B^%Gauti Laxdal tók aukaspymu frá vinstri og sendi boltann ■ ^Jinní vítateig Vals og þar var Hólmsteinn Jónasson sem skoraði með föstu skoti úr vítateignum á 10. mín. 2B^%Hólmsteinn Jónasson óð upp hægri kantinn og sendi síðan ■ ■^innfýrir vörn Vals á 23. mín. Ríkharður Daðason stakk sér inn fyrir vörnina og skoraði framhjá Lárusi Sigurðssyni, sem kom út á móti. 3B#^Mikil þvaga við vítateig Vals þar sem þrír Framarar voru ■ %#að beijast um boltann, en Helgi Sigurðsson náði loks til knattarin8 og skoraði með góðu skoti frá vítateig í bláhomið á 63. mín. KORFUKNATTLEIKUR i Morgunblaðið/Ámi Sæberg Helgl Slgurðsson lék vel með Fram í gær. Hann gerði þriðja mark liðsins og er það hér í uppsiglingu. Tveir sigrar og tap íslendingar leika við íra í undanúrslitum í kvöld á evrópska „smáþjóðamótinu" í Dublin ÍSLAND hafnaði íöðru sæti ísínum riðli á alþjóðlegu móti, Promotion Cup, i Dublin á írlandi um helgina og leikur við Ir- land, sem vann Lúxemborg í gærkvöldi 87:69, í undanúrslitum í kvöld. Móti þessu var komið á af alþjóða körfuknattleikssam- bandinu, FIBA, til eflingar íþróttarinnar í þeim löndum, sem ekki hafa náð árangri í Evrópukeppni landsliða. Mótið fer nú fram ífjórða sinn en íslendingar eru með íþriðja skipti. ísland vann Gíbraltar 90:49 og Andorra 99:90 um helgina, en tapaði í gær fyrir Kýpur með átta stiga mun, 83:75. Fyrst var leikið gegn Gíbraltar og voru yfirburðirnir miklir. Liðið þurfti ekki að sýna stórleik. Það náði fljótlega 20 stiga forystu. Allir leikmennirnir komu inná og skoruðu. Islenska liðið hóf leikinn gegn Andorra af miklum krafti og lék stífa pressuvörn. Strákarnir náðu fljótlega góðri forystu og mestur var munurinn 22 stig. Kæruleysi var áberandi í seinni hálfleik og þá náði Andorra að minnka muninn án þess samt að ógna sigri íslands. „í síðari hálfleik breyttum við uppstill- ingunni í sóknarleiknum til að geta brugðist við ef bakverðimir lentu í villuvandræðum," sagði Torfi Magnússon, landsliðsþálfari. „Þetta gekk ekki upp og fyrir vikið náðu Andorramenn að saxa verulega á forskotið." Slakur sóknarieikur íslenska liðið hóf leikinn gegn Kýpur með pressuvörn allan völlinn og gekk hún mjög vel til að byija með. Á fyrstu mínútunum náði liðið að „stela“ boltanum þrisvar af mót- heijunum, en hittnin var slök og því náði liðið ekki að fylgja eftir góðum vamarleik og ná forystunni. Kýp- urbúar náðu fljótlega að bijóta pressuvörnina á bak aftur og gerðu nokkrar auðveldar körfur. Þá breyttu Islendingar í svæðisvöm og síðan maður á mann vörn. Þeir voru sex stigum yfir í hléi og byijuðu vel í seinni hálfleik, voru með sjö stiga forystu um miðjan hálfleikinn. Þá hljóp allt í baklás í sókninni og á átta mínútna kafla gerðu strákamir aðeins sex stig gegn 19 stigum mótheijanna. Á þessum kafla misstu strákarnir boltann hvað eftir annað í sókninni og alls 16 sinnum í hálfleiknum, sem er meira en landslið getur leyft sér. Kýpurbúar náðu undirtökunum og sigruðu ör- ugglega. Nökkvi Már Jónsson kenndi kæmleysi um. „Við vorum komnir í þægilega stöðu, níu stigum yfir í byijun seinni hálfleik, og héldum að þetta kæmi að sjálfu sér, en undir lokin náðum við ekki að spila eins og við eigum að okkur og því fór sem fór.“ Jón Kr. Gíslason, fyrirliði, sagði að slakur sóknarleikur hefði gert útslagið. „Fyrstu tveir leikirnir voru of léttir og leikmenn því ekki nógu vel undirbúnir fyrir leikinn gegn Kýpur. Þegar við fengum mót- spyrnu vorum við ekki tilbúnir og sóknarleikur okkar var í molum.“ Torfí tók í sama streng. „Liðið spil- aði ágæta- vöm í fyrri hálfleik og sóknin gekk þokkalega, en sóknar- leikurinn brást algerlega í seinni hálfleik, skytturnar náðu sér ekki á strik og liðið missti boltann allt of oft.“ Guðmundur Bragason var á sama máli. „Sóknarleikurinn brást, þriggja stiga skotin duttu ekki nið- ur. Það var um verulegt vanmat að ræða hjá okkur, en lið Kýpur spil- aði mjög vel.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.