Morgunblaðið - 07.06.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.06.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1994 B 7 Morgunblaðið/Golli ekstur ndeildur Stjörnumanna, sagði eftir leikinn, að dóm- arinn hefði ekki verið samkvæmur sjálfum sér varðandi þetta atvik. „Svipað atvik gerðist stuttu áður og þá gerði hann ekk- ert. Það er mjög svo skiljanlegt því það á ekki að vera hægt að dæma hendi þeg- ar boltanum er þrumað af hálfs metra færi í hendina á manni, það hlýtur að vera óviljandi," sagði Ragnar. ÞAÐ má segja að FH-ingar hafi sloppið með skrekkinn þegar þeir unnu Breiðablik 1:0 í Kaplakrika á sunnudaginn. Hafnfirðing ar voru mun betri ífyrri hálfleik, komust yfir snemma í þeim síðari en gerðust þá allt of kærulausir og Kópavogsstrákarnir voru óheppnir að jafna ekki. Vorum sterkari á endasprettinum Skúli Unnar Sveinsson skrifar FH-ingar léku með ágætum í fyrri hálfleik og sóttu án afl- áts framan af en án þess þó að skora. Allir börðust vel og spilið var ágætt enda hef- ur liðið endurheimt Andra Marteinsson sem stjórnaði leik liðsins af röggsemi. Sóknir FH voru þungar en Blikum tókst ekki að skapa sér eitt einasta færi í fyrri hálfleik en komust þó betur inn í leikinn er á leið, eftir að draga fór af heimamönnum sem byijuðu með miklum hamagangi. Þeir gáfu gestunum engan frið og framheij- arnir pressuðu grimmt þannig að varnarmenn og miðjumenn Blika fengu engan tíma til athafna. Hægri kanturinn var þó gjörsam- lega máttlaus hjá FH. Jón Erling skorar Jón Erling kom FH í 1:0 snemma í síðari hálfleik og Hörður átti skot rétt framhjá skömmu síð- ar. Eftir þetta var sem mestur vindur væri úr FH-ingum, um sinn. Blikar tóku völdin í sínar hendur og þar fór Tékkinn Laso- rik fremstur í flokki, skemmtilegur leikmaður. Blikarnir gerðu of mik- ið af því að senda knöttinn of nærri markinu því þar réði Stefán markvörður FH ríkjum. FH-ingar fengu nokkur færi er á leið en á lokamínútunum mátti ekki muna miklu að gestirnir næðu að jafna. Lasorik átti þrjú skot rétt framhjá og Stefán bjargaði skalla frá Arnari. Þar með fögnuðu Hafnfirðingar sigri en hann stóð tæpt því Blikar voru ágengir við mark þeirra eftir að FH komst yfir. „Mér líst vel á að vera kominn heim. Ég fékk Moggann út til mín og hafði því fylgst með FH-liðinu og mér finnst þetta bara gamla góða FH. Ég hef reyndar ekki séð hin liðin og veit því ekki hvort okkur tekst að vera jafn ofarlega og í fyrra, en við munum reyna. Við þurfum reyndar að laga ýmis- legt hjá okkur. Við réðum leiknum fram að markinu en leyfðum þeim þá að komast allt of mikið inn í hann og það þarf að laga,“ sagði Andri Marteinsson, besti maður FH eftir sigurinn á sunnudaginn. LEIFUR Geir Hafsteinsson gerði fyrsta mark Stjörnunnar í 1. deildinni í sum- ar, gegn ÍBK á sunnudagskvöldið. Fram að því hafði Garðarbæjarliðið leikið 327 markalausar mínútur í deildinni. Á myndinni hér til hliðar er Leifur Geir í baráttu við Kristin Guðbrandsson í leiknum. Að ofan er Jón Erling Ragnars- son, hetja FH, með Guðmundi Hreiðarssyni markverði Breiðabliks. Jón Erling hefur gert bæði mörk FH í deildinni í sumar. Morgunblaðið/Bjarni Markaskorarar * - sagði Sigursteinn Gíslason eftir sigur IA gegn Þór „ÉG er vissulega ánægður með sigurinn," sagði Sigursteinn Gíslason, leikmaður ÍA, eftir 2:1 sigur gegn Þór á Akranesi á laugardag. „Við vorum sterkari á endasprettinum og náðum þvf að knýja fram sigur. Leikurinn gleymist fljótt enda ekkert augna- yndi, en ég er þeirrar skoðunar að við höfum ekki enn náð að sýna okkar rétta andlit. Samt get ég ekki annað en verið afar ánægður með stigafjölda okkar. Við erum þegar komnir með 10 stig, sem er stigi meira en eftir jafn margar umferðir í fýrra. Þórsarar voru erfiðir eins og oft áður. Þeir eru með mjög gott lið, sem á örugglega eftir að hrökkva í gang.“ Sigþór Eiríksson skrifar frá Akranesi Qað var vítaspyma átta mínút- fyrir leikslok, sem Mihjalo Bibercic skoraði úr af öryggi, sem færði íslandsmeist- urunum nauman sigur í frekar bragð- daufum leik. Skaga- menn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og það var í samræmi við gang leiksins að þeir náðu forystunni strax á 12. mínútu. Þeir hefðu hæglega getað bætt við örðu marki skömnmu síð- ar þegar Bjarki Pétursson átti sendingu á Bibercic, sem skaut framhjá úr góðu færi. Norðanmenn fengu besta færi sitt í fyrri hálfjeik á 38. mínút þeg- ar Ormarr Örlygsson gaf fyrir mark ÍA, en Bjarni Sveinbjörnsson skallaði framhjá. Þórsarar komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og þurfti Þórður Þórðarsin, hinn ungi og efnilegi markvörður Skagamanna, að taka á honum stóra sínum þegar hann varði glæsilega skalla Páls Gíslasonar eftir aukaspyrnu. Mínútu síðar brunuðu Skagamenn fram og Bjarki Pétursson átti góðan skalla, sem Ólafur Pétursson varði, en á næstu mínútu kom jöfnunarmark Þórsara. Svo virtist, sem jafntefli yrði niðurstaðan, en það var síðan víta- spyrnan, sem færði heimamönnum sigurinn. Þeir voru mun ákveðnari á lokakaflanum og skömmu áður en vítið kom braust Ölafur Þóraðr- son í gegnum vörn norðanmanna og átti fast skot að marki, sem fór rétt framhjá fjærstöng. Bæði lið eiga örugglega eftir að leika mun betur en þau gerðu á laugardag. Skagamenn eru að fá lykilmenn aftur inn eftir meiðsl og Þórsarar eru með mjög reynslumik- ið og efnilegt lið, sem hlýtur að fara að láta til sín taka. Mihajlo Bibercic gerði sigurmark IA gegn Þór úr vítaspyrnu. IallPálmi Haraldsson vann boltann á eigin vallarhelmingi og ■ %Jóð með hann upp miðjuna á 12. núnútu. Hann renndi á Harald Ingólfsson, sem var rétt utan vítateigs Þórs. Sem Haraldur ætlaði að senda boltann áfram, fékk hann aðstoð frá Dragan Vit- orovic, boitinn fór til Bjarka Péturssonar, sem var á auðum sjó, og hann skoraði af öryggi af stuttu færi. 1m 4| Ormarr Örlygsson fékk góða sendingu fram völlinn, hægra ■ I megin, frá Dragan Vitorovic. Ormarr varð á undan tveimur varnarmönnum ÍA, sem hann átti í kapphlaupi við, renndi sér á bolt- ann og sendi glæsilega fyrir markið. Þar var Bjarni Sveinbjömsson óvaldaður á móts við vítapunkt og jafnaði með góðu skoti. Þetta var á 60. mínútu. 2a "• Á 82. mínútu átti Sigurður Jónsson sendingu inn á Kára ■ I Stein Reynisson. Hann var á fullri ferð og ætlaði framhjá Þóri Áskelssyni, en varnarmaðurinn brá honum og réttilega dæmd vítaspyma. Mihjalo Bibereic tók spymuna og var öryggið uppmálað. ■ Ur 0Amar Grétarsson missti boltann á miðj- um vallarhelmingi Blika á 51. mínútu. Jón Erh'ng Ragnarsson gaf á Andra sem iék laglega inn í vítateiginn hægra megin og gaf fallega fyrir á fjærstöngina þar sem Jón Erling var mættur aftur og skallaði í friði í netið. FH-ingar sluppu með skrekkinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.