Morgunblaðið - 17.06.1994, Síða 1

Morgunblaðið - 17.06.1994, Síða 1
Þlðnustan best hjá Aer Lingus, KLM og Swissair AER Lingus, Swissair og KLM eru bestu flugfélögin í Evrópu sam- kvæmt skoðanakönnun Rannsókn- arstofnunar ferðamála í Evrópu. Hún náði til 10.000 farþega sem áttu leið um þrjá millilandaflug- velli Lundúnaborgar Heathrow, Stanstead og Gatwick. Svarendur _______________voru af 70 þjóðem- um. Þetta kemur fram í júníhefti EuroBusiness- tímaritsins. Flugfarþegum þótti Aer Lingus vera með bestu flugáhafnirnar í innanlandsflugi, bæði á viðskipta- farrými og á al- mennu. Swissair var með bestu sætin á viðskiptafar- rými og KLM var með besta mat- inn. Lufthansa og SAS fengu viður- kenningu fyrir þægileg sæti á al- mennu farrými og góðan mat. Samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið á ferðaþjónustu í Evrópu er sætakostur og mynd- bandssýningar aðal óánægjuefni hjá farþegum á löngum flugferð- um. Sætin eru of þröng og óþægi- leg þegar vélarnar eru fullar, og farþegar verða pirraðir þegar eitt- hvað bilar, t.d. ef að léleg hljóm- gæði em þegar þeir horfa á bíó- myndir. ■ Flugfarþegum þótti Aer Lingus vera með bestu flugóhafnirnar í innanlands- flugi. Morgunblaðið/Golli LEIKSKÓLASTJÓRINN Margrét Pála Ólafsdóttir ásamt nokkrum hressum stelpum á Hjalla. Árangur jákvæður af kynjaskiptingu leikskólabarna FIMM ár em nú liðin síðan leikskólinn Garðavellir, öðm nafni Hjalli, við Hjallabraut í Hafnarfirði fór út á þá braut að kynjaskipta deildum með það að markmiði að stuðla að auknu jafnrétti milli kynjanna. Leikskólastjórinn, Margrét Pála Ólafsdóttir, átti hugmyndina að þessu byltingarkennda fyrir- komulagi, eins og sumir kölluðu það, en í upphafí sýndist sitt hveijum um ágæti þessarar uppeldisstefnu og margir vom til að fordæma hana. Ferðamálaráð Vill tengja nafn Leifsstöðvar við Reykjavík MEIRIHLUTI stjórnar Ferða- málaráðs vill að svipað og nafn John F. Kennedy flugstöðvarinnar er tengt nafni New York verði nafn Flugstöðvar Leifs Eiríksson- ar tengt nafni Reykjavíkur. í bókun frá fundi stjórnarinn- ar kemur fram að hefð sé fyrir því víða um heim að anefna aðalflugvelli eftir höf- uðborg landsins jafnvel þótt að þeir séu í töluverðri fjar- lægð frá henni. ^ Dæmi um þetta eru flug- S vellirnir Heathrow við Lond- £ on, Schiphol við Amsterdam lil og Arlanda við Stokkhólm. Ef þessi breyting gengi eftir mundi flugstöðin vera skráð Reykjavík/Flugstöð Leifs Eiríks- sonar í stað Reykjavík/Kefla- vík/Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Morgunblaðið/Björn Blöndal Land og fólk í myndum í Leifstöð TÍU ljósmyndum eftir nokkra af helstu ljósmyndumm landsins hef- ur verið komið fyrir í landgangi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Til- gangurinn er að veita erlendum ferðamönnum sem m.a. millilenda hér, myndræna innsýn í land, þjóð og atvinnulíf. Þetta er samstarfs- verkefni flugvallarstjóra, Ferða- málaráðs, Útflutningsráðs, Ferða- skriftstofu íslands og samstarfs- nefndarinnar „Islenskt, já takk“. í erlendum flughöfnum blasa oft við ferðamönnum e.k. kynning- ar á landi og þjóð sem þeir heim- sækja. Markmiðið með uppsetn- ingu myndanna er að styrkja ímynd lands, þjóðar og atvinnulífs, og leggja áherslu á hreinleika landsins og náttúrugæði og stað- festa ísland í hugum ferðamanna. Myndirnar em festar á spjöld og skaga skáhallt út frá veggjun- um tvær og tvær saman. Þær eru eftir Sigurgeir Siguijónsson, Guð- mund Ingólfsson, Lárus Karl Inga- son og Pál Stefánsson. Skyggna Myndverk sá um stækkanir og auglýsingastofan Grafít annaðist hönnunarvinnu. ■ Að sögn Margrétar Pálu hefur árangurinn verið mjög jákvæður fyrir bæði kynin og hafa ýmsir aðr- ir leikskólar svo og grunnskólar, hérlendis og erlendis, sýnt þessu fyrirkomulagi áhuga, tekið upp ýmsa þætti þess og aðlagað eig- in aðstæðum. Margrét Pála segir að í ljósi þess góða árangurs, sem sýni- legur er, sé þetta fyrir- komulag örugglega til frambúðar. Börnin séu mjög hamingjusöm svo og um 98% foreldranna, eins og hún komst að orði. Ekkl notuð leikföng sem kalla á kynjaskiptingu „í aðalatriðum em það þrír þættir, sem við leggj- um áherslu á til að ná sem bestum árangri fyrir bæði kynin. í fyrsta lagi em kynin aðskilin um 80% af þeim tíma, sem þau eru hér til að tryggja öllum réttláta skipt- ingu á kennslu, athygli, hvatningu og leikrými á þeirra eigin forsend- um. I öðru lagi erum við ekki með nein leikföng, sem kalla á kynja- skiptingu svc sem dúkkukróka eða bílahorn, heldur erum við eingöngu með ókynbundin leikföng á borð við kubba, leir, vatn og sand. Og loks vinnum við eftir formúlu, sem við köllum drengjauppeldi og stúlkna- uppeldi, það er félagsþjálfun og ein- Lögó er sér- stök rækt við félagslegt uppeldi drengja. Hvað viökemur stúlkunum er þjólfun sjólfs- vitundar, kjarks og sjólfstæöis mikilvægasti þátturinn. staklingsþjálfun og er hún mismun- andi mikil eftir því hvort kynið á í hlut. Við leggjum til dæmis sérstaka rækt við félagslegt uppeldi drengja svo sem hegðun, vináttu og nálægð- arþjálfun. Hvað við kemur stúlkun- um er þjálfun sjálfsvitundar, kjarks og sjálfstæðis mikilvægasti þáttur- inn,“ segir leikskólastjórinn og vitn- ar til rannsókna, sem benda allar í þá áttina að drengir njóti alltaf meiri athygli en stúlkur innan veggja skólakerfis- ins og að kynin einoki störf, hegðun og eigin- leika á hefðbundinn hátt þannig að gömlu kynja- hlutverkin festast æ bet- ur í sessi. Innlegg í jafnréttisbaráttuna „Ég hef alltaf verið sannfærð um að þessi stefna hafi verið rétt enda hefur það komið á daginn að árangurinn er mjög góður. Við höfum reynt að fylgjast með krökkun- um okkar eftir að þau fara héðan og eftir því sem við komumst næst gengur þeim mjög vel. Ég tók þessa stefnu upp vegna þess að ég er mjög jafnrétt- issinnuð og vildi prófa leið, sem ég hafði trú á að stuðlaði að jafnrétti kynjanna. Þetta er mitt innlegg í jafnréttisbaráttuna og ég er sann- færð um að það skilar sér þegar til lengri tíma er litið. Fyrst ekki tekst að gefa báðum kynjum rétt- láta möguleika í kynjablönduðu skólastarfi værí æskilegt að skól- arnir tækju þetta „módel“ upp í auknurn mæli,“ segir hún að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.