Morgunblaðið - 17.06.1994, Page 3

Morgunblaðið - 17.06.1994, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ1994 B 3 Morgunblaðið/Emilía FJÓRTÁN ungir uppfinningamenn tóku þátt í sumarnámskeiði ITR. Hér eru þau í smíðastofunni ásamt Braga Einarssyni hugvitsmanni, Gísla Þorsteinssyni og Valdóri Bogasyni smíðakennurum. leiðsluferlið gengur fyrir sig. Ýmis hugtök voru jafnframt brotin til mergjar, svo sem hugmynd, líkan, frumgerð, prófun, mynsturvemd, markaður, markhópur, hönnun, eig- inleikar, rannsóknir, nýjung, rétt- vörpun, skávörpun og mælikvarði og snið. Félag ungra uppfinningamanna Ungir hugvitsmenn stofnuðu fyrir skömmu eigið félag, m.a. til að efla nýsköpun á íslandi. Það hefur hlotið nafnið Félag ungra uppfínninga- manna og var Einar S. Einarsson, 15 ára nemi í Foldaskóla, kjörinn fyrsti formaður þess, en hann hefur verið ötull uppfínningamaður á síð- ustu árum. Allir sem eru innan við tvítugt, og hafa ýmist tekið þátt í keppni eða notið kennslu á sviði hönnunar, eiga kost á að ganga í hið nýja félag. Því er jafnframt ætl- að að styrkja samstarf ungra upp- finningamanna, taka að sér verkefni fyrir atvinnulífíð, koma á framfæri hugmyndum félaga, stofna til sam- skipta við erlend félög, taka þátt í alþjóðlegum sumarskólum í nýsköp- un og samkeppni hér og erlendis og koma upp funda- og vinnuaðstöðu fyrir félaga. Félagar hafa flestir sótt námskeið í nýsköpun með kennara og hugvits- mann sem leiðbeinendur. Þeir hafa fengið þjálfun í teikningu og aðstoð í að búa hlutina til. Aðaláherslan hefur verið á gagnlegan og söluvæn- an nytjahlut með mynsturvemd eða einkaleyfi í huga auk þess sem verk- efni hafa borist frá atvinnulífínu. Bestu hugmyndunum úr árlegri hug- vitskeppni grunnskólanna er reynt að koma í framleiðslu með aðstoð nýstofnaðrar þróunardeildar Tækni- skóla íslands og iðnaðarráðuneytis. Nú er verið að vinna að sölu nokk- urra hugmynda og eru þó nokkrar þeirra komnar á framleiðslustig, t.d. kassi undir símaskrá sem er hug- mynd 8 ára pilts úr Foldaskóla. Jóhanna Ingvarsdóttir KJARTAN Freystemsson EINAR S. Einarsson. GUÐRÚN Lárusdóttir. V estfirðingar hafa áhyggjur af stöðu skólamála í fjórðungnum Erna M. Sveinbjarnardóttir skólastjóri Morgunblaðið/Þorkell ERFITT hefur verið að manna kennarastöður í vestfirskum skólum og árangur grunnskól- anna þar í samræmdu prófunum er undir meðaltali. Framhalds- skóladeildin á Patreksfirði stendur á brauðfótum því hún er ekki starfrækt nema 15 nem- endur náist á hverju hausti. Að sögn Ernu M. Sveinbjarnardótt- ur skólastjóra grunnskólans á Patreksfirði er mörgum fjöl- skyldum um megn að senda börn sín í framhaldsskóla. Erna hefur starfað við grunn- skólann á Patreksfirði í tvo ára- tugi. Á þeim tíma hefur hún séð fáa unglinga úr hverjum árgangi fara burtu og ljúka hefðbundnu framhaldsskólanámi á venjulegum tíma eins og þar sem framhalds- skóli er í byggðarlaginu. „Það er dýrt og oft unglingum ofviða að vera fjarri heimilum sínum lang- dvölum og námið gengur ef til vill ekki sem og skyldi þar sem stuðn- ing heimilis vantar,“ segir hún. Dýrt og erf Itt að senda börn burtu í f ramhaldsskóla Erna segist sjálf hafa upplifað þennan mismun til mennta þegar hennar eigin böm fóra í framhalds- skóla og hún bendir á að það sé óhemju dýrt hveiju meðalheimili að kosta tvö til þrjú böm til mennta svo ekki sé talað um tilfinninga- legu hliðina. Hún hef- ur reynt að stuðla að framhaldsnámi heima í héraði en oft án mikils árangurs að því er hún segir. Fyrr á árum var iðnskóli á Patreks- fírði og öldungadeild var starfrækt á staðnum frá 1991-93 í tengslum við Menntaskólann á ísafírði. Þetta var verslunarbraut sem lauk með verslunar- prófí. Framhaldsskóli á brauðfótum Framhaldsskóli Vestfjarða var svo stofnaður fyrir fáum árum, en áður voru þar Menntaskólinn og Iðnskólinn. á ísafírði. í samningi ríkis og sveitarfélaga á Vestfjörð- um var kveðið á um að útstöðvar yrðu á Patreksfirði og Hólmavík. Á Patreksfírði var komið á 1. bekk á almennri bóknámsbraut. „20 nem- endur innrituðust á haustönn en 17 á vorönn. „Með því átti bjöminn að vera unninn, en svo er ekki,“ segir Erna. „Þessi framhaldsskóli okkar stendur á brauðfótum. Ekki varð ljóst fyrr en í ágúst sl. að nægur nemendafjöldi yrði, ráðu- neytið setti það skilyrði að ekki yrðu færri en 15 nemendur. Enn er þetta tvísýnt, mér sýnist þó að nægur fjöldi nemenda verði í haust.“ Erfltt að fá 15 nemendur Emu fínnst ótrúlegt að það skuli vera spurning um að ná 15 nem- endum eða ekki. „Meðalfjöldi nem- enda í árgangi hér á suðurfjörð- um Vestfjarða er 34. Alltaf eru ein- hveijir ákveðnir að fara í sérstakt nám sem þeir verða að sækja annað. Þeir sem eftir em ættu að vera nógu margir til að mynda framhaldsskóla- bekk. Ég er undr- andi á að ungling- ar skuli ekki koma hingað í hópum svo þeir geti verið heima einum vetri lengur." Ema segist vita um öll hin sjónarmiðin, að grasið sé oft grænna hinum megin við lækinn og svo spennandi að fara að heiman eftir lok gmnn- skóla. Oft reynist það þó ekki svo og þar að auki er það dýrt. Hún segir daglegan akstur milli Tálknafjarðar og Patreksfjarðar með framhaldsskólanemendur vera framkvæmanlegan og ráðuneytið hafi alls ekki verið neikvætt varð- andi styrk til þeirra nemenda sem kæmu þaðan. „Fyrir nemendur sem aðeins kæmust heim til sín um helgar var kannaður möguleiki á húsnæði og fengust strax góð við- brögð,“ segir Erna. Nemendur úr 9. og 10. bekk frá nágrannabyggðum hafa kýnnt sér skólann og árangur sl. vetur er góð kynning, því útkoman varð betri en nokkur þorði að vona. Samgleðst þeim sem gátu haft börnin helma „Það var ánægjulegast að sjá hvað krakkamir þroskuðust og blómstraðu í þessum litla fram- haldsskóla okkar og kváðust vera hæstánægð. Ég samgleðst innilega foreldram þeirra að hafa fengið að hafa bömin heima, þó ekki sé nema þennan eina vetur í viðbót og geta fylgst með þroska þeirra og námi. Sjálfsagt tekur nokkur ár að festa svona skóla í sessi. Það tekst ekki nema allir taki höndum saman og það er líka hægt að klúðra því,“ segir hún. „Allir flokkar höfðu það á stefnuskrá sinni fyrir kosningar að styrkja framhaldsskólann. Vonandi era það ekki innantóm kosninga- slagorð. Stuðningur sveitarfélaga verður líka að koma til. Við íbúam- ir hér eigum að ákveða hvað við viljum í þessum efnum og vinna samkvæmt því. Margir möguleikar era fyrir hendi og þá gjaman tengdir atvinnulífínu. Þetta gerist ekki af sjálfu sér.“ Emu er heitt í hamsi þegar skólamálin í fjórðungnum hennar eru til umræðu. „Það hljóta allir að sjá hvaða byggðahagsmunir era í húfi. Framhaldsskólinn tengist flestum þáttum búsetu í þessum viðkvæmu jaðarbyggðum, ekki síst atvinnumálum, sem era mál mál- anna í dag.“ Hún segir að spoma verði við því að unga fólkið flytji í burtu og spoma þannig við frek- ari fólksfækkun á Vestfjörðum. ■ Guðbjörg R. Guðmundsdóttir „Þessi framhalds- skóli okkar stendur á brauðfótum. Ekki varð ljóst fyrr en í ágúst sl. að nægur nemendafjöldi yrði, ráðuneytið setti það skilyrði að ekki yrðu færri en 15 nemend- ur. Enn er þetta tví- sýnt, mér sýnist þó að nægur fjöldi nem- enda verði í haust.“ að margir neiti slíkum átrúnaði, gefa þeir oft auga sérkennilegum klettum og landslagi sem er ein- hvernveginn til þess fallið að álfar eigi sér þar búsetu. Umsjón með verkinu hefur Kol- brún Oddsdóttir landslagsarkitekt og Erla Stefánsdóttir sem er höfundur. Erla er sjáandi og hefur verið höfundur fleiri álfakorta, eins og álfakorts Hafnar- íjarðar og nýs álfa- korts yfir Ísafjörð. „Þetta er aðferð til þess að njóta og tengjast náttúrunni. Álfar eru náttúru- vættir og era til í alls kyns myndum, allt frá örsmáum dvergum upp í margra kíló- metra stórar ljósver- ur, sumar eru eins og sólargeislar, sem ekki er hægt að sjá, heldur fínnast eins og hiti á kinn. Aðrir álfar eins og huldufólk eru í mannsmynd og mörgum svip- ar til mynda í ævintýrabókum.“ Kolbrún segist hafa kynnst Erlu fyrst þegar hún var að vinna að fram- kvæmdum við útivist- arsvæði í Fossvogin- um, „þar var eitthvað sem hamlaði fram- gangi verksins, verk- færi skemmdust og dularfullir atburðir gerðust. Erla var þá kölluð til, hún komst að því að verið var að raska bústað lítilla jarðdverga. Þá var stígnum sem unnið var við beint annað eftir leiðsögn Erlu, og þá gengu fram- kvæmdirnar snurðu- , laust fyrir sig“. ÁlfaskoðunarferAlr farnar um Hafnarfjörð Erla hefur haft álfaskoðunar- ferðir fyrir íslendinga eftir korti sínu í Hafnarfirði. Hún segir að fólk sem komi í ferðirnar hafí oft orðið vart við eitthvað, og þó að sumir hafi ekki orðið varir við neitt þá fínnist fólki þetta ævintýralegt og skemmtilegt, og að það njóti útiverunnar á annan hátt en áður. Erla segir að til þess að geta notið kortsins þurfi að slappa af og fara í eins konar hugleiðslu, þannig er hægt að kom- ast í tengsl við náttúruna og sjá og finna fyrir álfabyggðinni. Álfar era misjafnir eins og mannfólkið, Erla kortleggur aðeins byggðir vinsamlegra og kátra vera sem styggjast ekki við umgang manna. Sérstök stemning í álfabyggðum Að sögn Erlu er sérstök stemmn- ing þar sem álfar era, sem fólk verður vart við, þó að það sjái þá ekki. „Heildarspil náttúrann- ar sem er öll lifandi hefur þessa stemmningu. Álfar geta verið alls staðar, það er ekkert eitt einstakt „álfa- legt“ landslag til, heldur fara bústaðir álfa eftir or- kulínum sem eru eins konar lífæðakerfi jarð- arinnar, þær geta verið kílómetra breiðar." En afhveiju álfakort yfir Elliðaárdalinn? Kolbrún Oddsdóttir landslagsarkitekt svarar þessu; „Það var búið til lítið kort yfir Elliðaárdal- inn fyrir sex árum, sem nú er uppselt. Þar eru kortlagðir góð- ir hvíldarstaðir og meiri fjölbreytni býðst íbúum í hverfunum í kring til að nýta útivistarsvæðið. Að auki hefur þetta ferðamannagildi. Ferðamönnum finnst þessi átrún- aður íslendinga vera forvitnilegur, Iandslagið seiðandi og ævintýra- legt og þeir líta á Ísland út frá sterkri náttúru þess. Þetta er kort- lagning ævintýranna, og þó að fólk komi ekki auga á álfana þá vinnur ímyndunaraflið.“ Áætlað er að byija á kortlagn- ingu í júlí í sumar og að það komi út um jólin. Kostnaður við verkið mun verða ein til ein og hálf milljón króna. í þeirri upphæð er undirbún- ings-, hönnunar-, og prent- unarkostnaður. „Þetta er mikil og skemmtileg vinna sein hefur sérstök áhrif á mig“ segir Kolbrún. Það er nýbúið að kort- leggja álfabyggð á ísafirði, og mun það kort koma út nú fyrir Jónsmessu. ■ Þóixlís Hadda Yngvadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.