Morgunblaðið - 21.07.1994, Page 16
16 FIMMXUDAGUR 21. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
John Maior stokkar upp í ríkisstjórn breska Ihaldsflokksins
Yngt upp í leit
að vinsældum
Reuter
JEREMY Hanley, nýr formaður breska íhaldsflokksins, kampa-
kátur í gær eftir fund með John Major forsætisráðherra.
gaumsjón á sinni_könnu, þokast nú
upp á við og verður atvinnumála-
ráðherra. Við starfi Portillos tekur
Jonathan Aitken. Ljóst er að skáld-
sagnahöfundurinn Jeffrey Archer,
fyriverandi þingmaður _________________
og eitt sinn varaformaður „Vill athygli
flokksins, kom ekki til fr£ Verka-
greina í formannsemb- „
ættið vegna ásakana um mannaflokkl
að hann hefði tekið þátt
í vök að verjast vegna fjölmargra
hneykslismála undanfarna mánuði
sem hafa grafið undan áliti flokks
og ríkisstjórnar og þannig gert
efnahagsvandann enn torveldari
viðfangs. Þörfin á manna-
breytingum í forystu til
að laga ímyndina var nú
orðin brýn.
Vitað var að Major
hafði hug á að fá ungan
í innheijaviðskiptum. Mál hans er
til rannsóknar.
Ekki var hreyft við mikilvægustu
ráðherrum stjórnarinnar, þeim
Clarke íjármálaráðherra, Douglas
Hurd utanríkisráðherra og Michael
Howard innanríkisráðherra.
íhaldsflokkurinn hefur átt mjög
mann í stað Fowlers. Hann vildi
jafnframt að næsti formaður yrði
alþýðlegri og vinsæælli maður sem
ætti auðveldara með að ná til
ýmissa óánægðra en annars
tryggra íhaldskjósenda og efla bar-
áttukjark þeirra. Hanley er 48 ára
gamall, vel menntaður og sonur
Hálf öld frá því reynt var að ráða Hitler af dögum
Deilt um hvernig minn-
ast beri tilræðismanna
KLAUS von Stauffenberg, lengst til vinstri á myndinni, og Hitl-
er finim döguni fyrir tilræðið, sem Hitler lifði af.
London. Reuter.
JOHN Major, forsætisráðherra
Bretlands, gerði í gær mestu breyt-
ingar á ríkisstjórn sinni frá því að
hann tók við völdum árið 1990.
Mest kemur á óvart að Jeremy
Hanley, 48 ára gamall aðstoðar-
varnarmálaráðherra, skuli taka við
formennsku í íhaldsflokknum af
Norman Fowler er sagði af sér for-
mennskunni í kjölfar ósigra íhalds-
manna í sveitarstjórnakosningum
og Evrópuþingskosningum í vor og
sumar. Flokksformaður mun fram-
vegis sitja í ríkisstjórninni sem verð-
ur því skipuð 23 mönnum; auk
þeirra er fjöldi ráðherra á lægri
stigum í Bretlandi. Major yngir upp
í stjórninni og er talið að ætlunin
sé að draga athyglina frá Tony
Blair, 41 ára gömlum þingmanni
sem er nær öruggur um að verða
kjörinn leiðtogi Verkamannaflokks-
ins í dag.
Archer úti í kuldanum
Pjórir ráðherrar voru látnir taka
pokann sinn, þeir John Patten
menntamálaráðherra, John Mac-
Gregor samgönguráðherra, Peter
Brooke, er fór með málefni þjóðar-
arfleifðar og Wakeham lávarður
sem var framkvæmdastjóri ríkis-
stjórnarinnar í lávarðadeiidinni og
hafði því stöðu ráðherra. David
Hunt, sem margir höfðu giskað á
að yrði formaður í stað Fowlers,
var aðeins færður til, hann var gerð-
ur að stjórnsýsluráðherra í stað
Williams Waldegrave er verður
landbúnaðarráðaherra. Hunt var
atvinnumálaráðherra og er sagður
hafa verið undrandi og óánægður
er þessi niðurstaða lá fyrir. Við
embætti Brooke tók Stephen Dor-
rell.
Við embætti Pattens tók önnur
tveggja kvenna í ríkisstjórninni,
Gillian Shepard en hún hafði einnig
verið nefnd í tengslum við for-
mannsstólinn. Michael Portillo, sem
var næstráðandi Kenneths Clarke
íjármálaráðherra og hafði fjárla-
Reuter
Heita að
styðja Kim
Jong-il
ALLT að milljón Norður-
i Kóreumanna fylgdist með því í
gær er allir helstu áhrifamenn
> landsins hétu Kim Jong-il
j stuðningi sínum á aðaltorgi
höfuðborgarinnar Pyongyang.
Samtímis vottuðu þeirm Kim
Il-sung, föður hans, hinstu virð-
ingu sína en hann lést i síðustu
viku. Telja fréttaskýrendur
þetta vera til marks um að gera
hafi átt umheiminum grein fyr-
ir því að Kim Jong-il verði arf-
taki föður síns. Ekki hefur þó
verið greint frá því hvenær Kim
Jong-il tekur opinberlega við
öllum helstu embættum lands-
ins.
Bonn. Reuter, The Daily Telegraph.
ÞJÓÐVERJÁR minntust þess í gær
að fimmtíu ár vóru liðin frá því að
hópur yfirmanna í hernum, undir
forystu Klaus von Stauffenbergs,
reyndi að ráða Adolf Hitler af dög-
um. Von Stauffenberg kom
sjjrengju fyrir í fundarherbergi í
Ulfagreninu (Wolfshcanze), bæki-
stöðvum Hitlers í Póllandi. Lifði
Hitler tilræðið af og voru tilræðis-
mennirnir teknir af lífi. Ekki eru
allir á eitt sáttir um það í Þýska-
landi, hvernig minnast beri þessa
atburðar. Að minnsta kosti fimm
þúsund manns voru handteknir í
kjölfar tilræðisins og telja sagn-
fræðingar að þar af hafi allt 2800
verið teknir af lífi. Einnig hefur
verið bent á að það hafi ekki verið
fyrr en eftir tilræðið að útrýminga-
búðir nasista hófu fulla starfsemi.
Minntist ekki á kommúnista
Helmut Kohl, kanslari Þýska-
lands, fluttí í gær ávarp á þeim
stað í Berlín, þar sem von Stauffen-
berg og félagar hans voru skotnir
eftir tilræðið. í ræðu sinni íjallaði
kanslarinn um þátt andspyrnu-
hreyfingarinnar Weisse Rose (Hvítu
rósarinnar) í Múnchen og andstöðu
háttsettra manna innan hersins.
Hann sagði að þeir Þjóðveijar, sem
börðust gegn nasismanum, hafi
ekki verið margir en hins vegar
„þeir bestu“. Það hafi verið þessu
fólki að þakka að Þjóðveijum hafi
aftur tekist að finna sér stað meðal
fijálsra þjóða að stríðinu loknu.
Kanslarinn minntist hins vegar
ekki á kommúnískar andspyrnu-
hreyfíngar og hefur því verið harð-
lega mótmælt af þýskum vinstri-
mönnum, sem saka kanslarann og
aðra ráðamenn um að gera vísvit-
andi lítið úr þeim andspymumönnum,
sem síðar komust til valda í Austur-
Þýskalandi, að stríðinu loknu.
Sonur Stauffenbergs hefur hins
vegar mótmælt að myndir af til
dæmis Walter Ulbricht, sem síðar
varð leiðtogi austur-þýska komm-
únistaflokksins, skuli hafa verið
hengdar upp við hlið mynda af föð-
ur hans í minningarsafni, sem kom-
ið hefur verið upp í fyrrum höfuð-
leiklistarfólks. Hann hefur verið
nær óþekktur meðal almennings en
hefur setið á þingi frá 1983 og
varið kjördæmi þar sem flokkurinn
stóð mjög tæpt.
Kosið verður til þings ekki síðar
en um mitt ár 1997 en Major getur
hvenær sem er rofið þing og efnt
til kosninga ef hann telur stöðuna
vænlega. Svo er ekki sem stendur,
flokkurinn hefur sjaldan átt erfiðar
uppdráttar í skoðanakönnunum og
einkum er f'orsætisráðherrann sjálf-
ur óvinsæll. Ýmislegt bendir þó til
þess að efnahagskreppunni í Bret-
landi fari senn að ljúka. Spáir Efna-
hags- og framfarastofnunin,
OECD, í París því að hagvöxtur
fari vaxandi í Bretlandi og geta þá
orðið snögg umskipti meðal kjós-
enda. íhaldsflokkurinn hefur á hinn
bóginn verið við völd í 15 ár og
kjósendur margir orðnir þreyttir á
flokknum, vilja einfaldlega skipta
um forystu.
Bainst um miðjuna
Þótt mestu skipti hvernig Major
flokksleiðtoga og forsætisráðherra
tekst upp í baráttunni er árangur
flokksformanns talinn geta skipt
miklu um það hvernig íhaldsmönn-
um tekst að bregðast við breyttri
ímynd Verkamannaflokksins.
Blair er 10 árum yngri en Maj-
or, vel menntaður og hefur höfðað
mjög til millistéttarflokks sem er
óánægt með ríkisstjórnina. Hann
hefur tekið upp á sína arma sum
baráttumálum íhaldsmanna um
„gömlu, góðu gildin". Blair leggur
áherslu á gildi fjölskyldunnar og
góðra siða, einnig hefur hann hamr-
að á því að haldið skuli uppi lögum
og reglu. Hvers kyns óknyttir,
þjófnaðir og rán eru að verða þjóð-
arböl og fær lögregia lítt við ráðið,
hefur hreinlega gefist upp sums
staðar. Málflutningur Blairs, sem
auk þessa boðar efnahagsstefnu
sem hugnast vel hægfara kjósend-
um á miðjunni, hefur því fengið
góðan hljómgrunn.
stöðvum Klaus von Stauffenbergs.
Eru rök hans þau að þessir menn
hafi síðar staðið að uppbyggingu
alræðiskerfis . er hafi verið lítið
skárra én'það kerfi er Hitler bar
ábyrgð á. A móti hefur verið bent
á að von Stauffenberg var mikill
stuðningsmaðui' Hitlers framan af
stríðinu.
Aðrir afkomendur þeirra er stóðu
að tilræðinu þann 20. júlí 1944
hafa hvatt til að þeirra er börðust
gegn Hitler verði minnst sameigin-
lega. Sögðu þeir í yfirlýsingu að í
kjölfar sameiningar Þýskalands
yrðu menn að hætta að skilgreina
andspyrnuna út frá austri og vestri.
Efnaður
sjóliðs-
foringi
BRESKUR undirforingi í flot-
anum, Rohan Mitchell, vann á
miðvikudag sem svarar 230
milljónum króna í knatt-
spyrnugetraunum. Hann hafði
átta af tíu leikjum rétta. Mitc-
hell er 38 ára gamall pipar-
sveinn, hefur verið á sjó frá
því að hann var 17 ára og á
aðeins eftir að vera hálft ann-
að ár í flotanum til að geta
farið á eftirlaun.
25 ár frá
tunglgöngu
ÞESS var minnst víða um heim
í gær að 25 ár voru liðin frá
því að menn stigu fyrst fæti
sínum á tunglið. Bandarísku
geimfararnir Neil Armstrong
og Edwin Aldrin lentu þá lít-
illi feiju sinni á yfirborði mán-
ans og voru fyrstir til að ganga
þar um en félagi þeirra, Mich-
ael Collins, varð að láta sér
nægja að fylgjast með úr sjálfu
geimfarinu.
Nýr forseti
H-Rússlands
ALEXANDER Lúkasjenko sór
í gær embættiseið sem fyrsti
þjóðkjörni
forseti
Hvíta-Rúss-
lands og til-
nefndi þegar
umbótasinn-
aðan mark-
aðshyggju-
mann, Mík-
haíl Tsígír, í
stöðu forsæt-
isráðherra.
Lúkasjenko vann yfirburðasig-
ur í forsetakjörinu, hlaut um
80% atkvæða, en hann hefur
verið talinn afturhaldssamur
þjóðernissinni og skoðana-
bróðir Vladímírs Zhírínovskíjs
hins rússneska.
Aung San
Suu Kyi verði
látin laus
Mannréttindasamtökin Am-
nesty International segja að
u.þ.b. 2.000 þingmenn um all-
an heim hafi undirritað skjal
þar sem hvatt er til þess að
friðarverðlaunahafinn Ayng
San Suu Kyi, leiðtogi andstæð-
inga herforingjastjórnarinnai'
í Burma, öðru nafni Myanmar,
verði Iátin laus úr stofufang-
elsi. Hún hefur vet'ið í haldi í
fimm ár. Auk þessa undirrit-
uðu 14 friðarverðlaunahafar
Nóbels skjal sama efnis sem
afhent var stjórn Burma.
Minnast inn-
rásar Tyrkja
GRIKKIR og Tyrkir á Kýpur
minntust þess í gær, hinir fyrr-
nefndu með sorg en hinir með
gleði, að 20 ár voru liðin frá
því að Tyrkland gerði innrás
á norðurhluta eyjarinnar. Her-
foringjastjórn var þá enn við
völd í Grikklandi og báru Tyrk-
ir því við að hagsmunum tyrk-
neskumælandi Kýpurbúa væri
ógnað. Síðan hefur eyjan í
reynd verið klofin í tvö ríki.
Lúkasjenko