Morgunblaðið - 21.07.1994, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ1994 21
_______LISTIR_____
Hollensk nýlist
MYNPLIST
Nýlistasafnid
Málverk/Ljósmynd-
ir/Hljóðverk og innsetning
Patricia Spolder/Marloes
Hoogenstraaten/Sander
Doerbecker
Opið alla daga 14-18 til 7. ágúst.
Aðgangur ókeypis.
EIN sterkasta stoðin undir starf-
semi Nýlistasafnsins við Vatnsstíg
hefur frá upphafi verið öflug tengsl
við erlenda listamenn, söfn og sýn-
ingarsali, og samvinna við slíka að-
ila um skipulag sýninga á
grunni gagnkvæmra skipta;
þannig hafa ungir íslenskir
listamenn fengið tækifæri til
sýninga í útlöndum, og erlendir
straumar borist hingað.
Enn í dag er lögð mikil rækt
við þessi tengsl, og sýningin
sem þar stendur nú er skipti-
sýning í þessum anda. Þar hafa
Nýlistasafnið og „Quartair
Contemporary Art Initiatives"
í Hollandi tekið höndum saman; í
Nýlistasafninu er að finna verk
þriggja ungra hollenskra lista-
manna, og í ágúst verður opnuð í
Haag sýning á verkum þriggja
ungra Islendinga. Til þessa verkefn-
is hafa m.a. fengist styrkir frá ýms-
um hollenskum aðilum, og á sýning-
unni hér er hveijum listamanni helg-
aður ákveðinn salur í Nýlistasafn-
inu.
Patricia Spoelder
í efsta salnum eru málverk
Patriciu Spoelder, en hún stundaði
listnám í Haag, Utrecht og Amst-
erdam. í verkum sínum tekur hún
fyrir nokkur einkenni neysluþjóðfé-
lagsins, eins og þau birtast okkur í
daglegu lífi; pylsur og bjúgu í kjöt-
borði verslana, rekkar af skóm, inn-
viðir ferðaskrifstofu eða verslunar
með eldavélar, auglýsingar um hlífð-
arhjálma og gleraugu fyrir málm-
iðnaðarmenn.
Allt er þetta efni svo hversdags-
legt að við veitum því tæpast nokkra
athygli. Framsetning listakonunnar
á því er hins vegar svo nöturleg,
að áhorfandanum verður næsta
hverft við; með daufum litum og
grófri málun breytir hún glæstum
umbúðum auglýsinganna í gleði-
snautt og grámyglulegt umhverfi
stöðnunar og ieiða, sem maðurinn
situr fastur í.
Myndefni af þessu tagi má að
nokkru rekja til poplistarinnar, en
þar var viðhorfið hlutlaust fremur
en gagnrýnið, þó þar hafi verið und-
antekningar á. Hér kemur hins veg-
ar fram afar gagnrýnin endurspegl-
un hins staðlaða borgarþjóðfélags,
sem sjaldan birtist í þeim myndheimi
eða þeirri glansmynd, sem er haldið
að okkur dag hvern.
Marloes Hoogenstraaten
Á pallinum getur að líta
svart/hvítar ljósmyndir frá hendir
Marloes Hoogenstraaten, en hún
hefur einkum unnið með myndbönd
og ljósmyndir, og gjarna nýtt sér
tölvutæknina í verkum sínum. Lista-
konan stundaði nám í Eindhoven
og Tilburg, og hefur átt verk á
ýmsum ljósmynda- og myndbanda-
sýningum í Hollandi, Belgíu og
Þýskalandi.
Þau fáu verk sem hér eru á veggj-
um gefa væntanlega aðeins tak-
markaða mynd af því sem hún fæst
við, en þessi örlitla innsýn í vinnu-
brögð listakonunnar er vel þess
virði. Einkum er úrvinnslan á mynd-
unum í verki nr. 4 athyglisverð, og
það er einnig ákveðinn styrkur í
drungalegri uppbyggingu tvímynd-
arinnar „Hús mánans“ (nr. 3). Ljós-
myndun hefur komið fram sem vax-
andi listgrein hér á landi hin síðari
ár, og af þessum fáu myndum er
greinilegt að svo er víðar.
Sander Doerbecker
Á síðustu árum hefur Finnbogi
Pétursson vakið mikla athygli hér á
landi fyrir hljóðverk sín, og í neðstu
sölum Nýlistasafnsins er m.a. að
finna athyglisvert framtak Sander
Doerbecker í þessum miðli. Hann
lauk sínu listnámi 1984, en hefur
frá þeim tíma tekið þátt í sýningum
víða um heim, m.a. í Bandaríkunum,
Brasiííu, Ítalíu, Sviss og Þýska-
landi, auk heimalandsins.
Listamaðurinn hefur sett hér upp
tvö verk, annars vegar innsetningu,
sem byggir á samspili rýmis, ljóss
og hringrásar tímans, og hins vegar
hljóðverk, sem hann nefnir „Flowers
for Hiroshima". í því verki er raðað
upp nítján segulböndum (jafnmörg-
um og stafirnir eru í heiti verks-
ins), og úr hverju heyrist einn stafur
úr titlinum; heildarhljómurinn verð-
ur hins vegar að dimmum drunum,
sem minna á flugsveitina, sem varp-
aði sprengjunni örlagaríku á jap-
önsku borgina fyrir tæplega hálfri
öld. — Þetta er einföld en áhrifamik-
il framsetning á boðskap friðarins,
þar sem blómin skulu koma í stað
sprengjunnar.
Það er gott að fá tækifæri sem
þetta til að fylgjast með hvað ungt
listafólk í öðrum löndum er að fást
við; upplýsingar frá hveiju þeirra
liggja einnig frammi til skoðunar.
Hins vegar fylgir Nýlistasafnið
verkum þeirra ekki eftir með þeim
hætti sem vert væri, t.d. með því
að leggja örlitla vinnu í að nýta
þessar upplýsingar í sýningarskrá,
sem stæði undir því nafni. Væri
óskandi að þau mál færu brátt að
komast í betra horf hjá safninu, til
hagsbóta fyrir sýnendur jafnt sem
sýningargesti.
Eiríkur Þorláksson
VERK Patriciu Spoelder.
Stendur mikið til?
Langtímalán til framkvœmda
viö fasteignir
Islandsbanki veitir langtímalán til allt ab 12 ára vegna vibamikilla
framkvœmda á fasteignum svo sem til vibhalds á húsnœbi, vibbyggingar
eba annarra endurbóta. Þessi lán henta vel einstaklingum sem hyggja á
slíkar framkvœmdir.
• Lánin eru skuldabréfalán, tryggb með veði í fasteign
• Upphœð láns og vaxtakjör taka mið af greiðslugetu
umsœkjanda, tryggingum og fyrirhuguðum framkvæmdum
• Hámarkslánsfjárhœð er 3.000.000 kr.
• Hámarkslánstími er 12 ár
• Afborganir eru mánaðarlega
Ábur en lán er tekib abstobar starfsfólk bankans vibskiptavini vib ab
gera sér grein fyrir greibslubyrbi lánsins og þeim kostnabi sem
lánsvibskiptum fylgja og bera saman vib greibslugetuna. Á þann hátt er
metib hvort lántakan er innan vibrábanlegra marka.
Láttu ekki skynsamlegar framkvœmdir stranda á fjármagninu.
Langtímalán íslandsbanka er kostur sem vert er að athuga.
Kynntu þér möguleikana í nœsta útibúi bankans.
ÍSLANDSBANKI
Jótland/tególand
25. júlí - 7. agúst
3 i »CMÍÖ stgr.
Verð pr. mann miðað við 2 fullorðna
og 2 börn, 2-11 ára. Innifalið: Flug,
bíll í A-flokki í 13 daga m/ótakm. akstri,
öll flugvallagjöld. Munið ódýru bíla-
leigubílana í Danmörku hjá okkur.
ifLug til
JOtlíHld) land skemmtigarðana, t.d.
Lególand, Ljónagarðurinn í Givskud, Vatns-
garðurinn í Djuurs Sommerland, Actiongarðurinn
í Törring, SommerlandWest, Tivoli Friheden í
Árósum og margir fleiri skemmtistaðir fyrir alla.
Ávísanir á kráargistingu að hætti Dana eru seldar
hjáokkur. w ^ A
Verð á 2ja manna herb. lUMMK
Ferðaskrifstofa fjölskyldunnar
Flug og Lególand
s-öJoo*
SjrótOOO* Börn2-11 ára.‘Innifalið flug,
aðgangur að Lególandi oa öll flugvallagjöld.
Ferðaskrifstofan Alís,
sími 652266, fax. 651160
YDDA F26.209 / SÍA