Morgunblaðið - 21.07.1994, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 21.07.1994, Qupperneq 30
MORGUNBLAÐIÐ 30 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1994 F áðu Moggann tíl þín í fríinu Morgunblaðið þitt sérpakkað á sumarleyfisstaðinn Viltu fylgjast með í allt sumar? Morgunblaðið býður áskrifendum sínum þá þjónustu að fá blaðið sitt sérpakkað og merkt á sölustað nálægt sumarleyfisstaðnum innanlands. Hringdu í áskriftardeildina í síma 691122 eða sendu okkur útfylltan seðilinn og þú fylgist með í allt sumar. JHtagtmlAftfeifr - kjarni málsins! Iá takk, ég vil nýta þjónustu Morgunblaðsins og fá blaðið sent á eftirfarandi sölustað á tímabilinu frá____________________________ til □ Esso-skálinn Hvalfirði □ Ferstikla, Hvalfirði □ Sölustaðir í Borgarnesi □ Baula, Stafholtst., Borgarfiröi □ Munaðarnes, Borgarfirði □ Bitinn, Reykholtsd., Borgarfirði □ Hvítárskáli v/HvItárbrú □ Sumarhótelið Bifröst □ Hreðavatnsskáli □ Brú í Hrútafirði □ Staðarskáli, Hrútafirði □ lllugastaðir □ Hrísey □ Grímsey □ Grenivík □ Reykjahlíð, Mývatn □ Laufið Hallormsstað NAFN________________:______________________________:_____ KENNITALA ______________________ ' ■_________________ HEIMILI ' _________ ' ________________ PÓSTNÚMER - ___________________ SÍMI_________________ IJtanáskriftin er: Morgunblaöið, áskriftardeild, Kringiunni 1,103 Reykjavík. J Söluskálar Egilsstöðum □ Skaftárskáli, Kirkjubæjarklaustri J Víkurskáli, Vík I Mýrdal J Hlíðarlaug, Úthlíö Biskupstungum _l Laugarás, Biskupstungum □ Bjarnabúð, Brautarhóli _l Verslun/tjaldmiðstöð, Laugarvatni _1 Minniborg, Grímsnesi □ Verslunin Grund, Flúðum □ Gósen, Brautarholti _l Árborg, Gnúpverjahreppi J Syöri-Brú, Grímsnesi □ Þrastarlundur □ Þjónustumiöstöðin Þingvöllum □ Ölfusborgir □ Shellskálinn Stokkseyri □ Annað AÐSENDAR GREINAR Næstu 50 ár náðist og fiskimiðin, hvorutveggja að mestu fullnýtt nú þegar. Sumir virðast orðnir leiðir á þessu, til viðtals um að leyfa öðrum aðgang að fiskimiðunum og orkulindunum og efnahags- bandalögum umsjón með sjálf- stæðinu. Kannske eru það sigrarn- ir, fyrst í sjálfstæðismálinu, síðar í efnahagsmálunum með stríðs- gróðanum og landhelgisútfærslun- um, sem hafa gert okkur andlega löt. Uppbygging lykilþátta atvinnu- lífsins hefur strandað og stöðnun orðið á öðrum sviðum. Geirar iðnaðarins að hrynja eða hrundir, sjávarútvegurinn búinn að fullnýta dýrmætustu stofnana við landið. Uppbyggingarfæri Eru nú góð ráð dýr: Einn kostur væri að ganga í Evrópusambandið (sem breytir um nafn árlega núorð- ið) og leyfa evrópsku fjármagni að byggja upp atvinnuvegina hér eins og því þóknast. Annar kostur að selja aðgang að fiskimiðunum hæstbjóðanda og orkuna gegnum sæstrengi beint úr landi. Þessir kostir gætu gefið mörgum þæg- indalíf en mundu kosta okkur yfir- ráðin yfir eigin atvinnumálum og örlögum þar með. Einn er enn kostur, sýnu erfiðastur og áhætt- usamastur, sá að bjarga sér sjálf- ur, af því sem auðlindir, vit og dugur gefa. Uppbyggingarfærin eru mörg, atorkusamt og áræðið fólk getur gert stórvirki sé aðstaða fyrir hendi. Eitt sóknarfæri eigum við, sem sker sig úr og hefur gert lengi: vannýtta fallvatnsorku og jarðorku sem nægja mundu okkur að a.m.k. næstu 50 árin til þess að skapa vaxandi þjóð atvinnu. Uppbygging orkunýtandi starfsemi hefur legið niðri í áratug, orkunotkun lands- manna er hætt að aukast. Okkur hefur skort kjark, þekkingu og framtíðarsýn til þess að vinna að því gífurlega tímafreka og erfiða uppbyggingarstarfi sem tekur að byggja upp heilan atvinnuveg. Norsk aðferð Fyrir tæpum 90 árum gerðist atburður í Noregi sem varð frænd- um vorum skyldum gífurlegt fram- faraspor. Þá var stofnað fyrirtæki til þess að nýta norska fallvatns- orku til iðnaðarframleiðslu. Einar Benediktsson, skáld og hugsjóna- maður um orkuvinnslu, var þá í blóma lífsins. Þetta fyrirtæki, Norsk Hydro, er nú, bráðum aldar gamalt, stærsta kauphallarskráða iðnaðarfyrirtæki Noregs og þó víð- ar væri leitað. Norska ríkið á enn meirihluta í því. Þó okkur hafi skort getu frænda vorra fyrir tæpri öld er okkur nú ekki meiri muna vant en þeim þá að stofna orkunýt- andi iðnaðarfyrirtæki. Þetta mætti gera með ýmsum máta, þurfa allir að leggjast á eitt, þ.m.t. ríkisvaldið. Aðferð til að skapa stórt fyrirtæki á skömmum tíma væri að sameina hlut ríkis- ins í núverandi orku- nýtingarfyrirt ækj um (s.s. Járnblendifélag- inu, Áburðarverk- smiðjunni, Steinullar- verksmiðjunni og Kís- ilgúrverksmiðjunni) í eitt hlutafélag og leggja líka inn sölu- tekjurnar af SR en selja auk þess hlutabréf á almenn- um markaði. Erlendir samstarfsað- ilar yrðu mun öruggari me,ð sig um stórverkefni með stórt innlent fyrirtæki sem mótaðila. Vandi Landsvirkjunar Landsvirkjun er komin upp að vegg. Fjárfestingar í virkjunum skila ekki tekjum, erlendu risaál- verin eru lengi á leiðinni. Heljartök örþrifaráðanna hafa gripið fyrir- tækið, eina úrræðið sem sést er að færa hagkvæmustu ár landsins í hendur evrópsks fjármagns. Landsvirkjun ætlar að eyða miklu ---------------------- Það er borin von að Is- lendingar nái tökum á orkufrekum iðnaði, segir Friðrik Daníels- son, án öflugrar rannsóknarstarfsemi. fé í undirbúning sæstrengs á sama tíma og athuganir á orkufrekum iðnaðarkostum liggja í dvala og hafa gert í heilan áratug. Landsvirkjun, sem vélar um fjör- egg þjóðarinnar, þarf nú hjálp allra góðra manna, bæði eigenda sinna, ekki síst ríkisvaldsins, og annarra, til þess að vinna sig út úr erfiðleik- unum. Landsvirkjun vantar öflug- an innlendan viðskiptavin í orkuf- rekum iðnaði, fyrirtæki sem er uppbyggingarfúst og hefur sam- takamátt allrar þjóðarinnar á bak við sig, veldur stærri verkefnum og hefur styrk til þess að hefja og nýta umfangsmikla og flókna rannsókna- og þróunarstarfsemi. Rannsóknaþörfin Það er borin von að íslendingar nái nokkurntíma tökum á orkuf- rekum iðnaði eða einstöku geirum innan hans, án þess að til komi mjög öflug rannsóknarstarfsemi innanlands sem nýtist bæði fyrir- tækjunum sjálfum til þróunar- starfs og þekkingaröflunar þannig að þau geti verið í broddi fylkingar á sínu sviði í harðri samkeppni nútímans, en einnig þjónustustofn- unum og þjónustufyrirtækjum þeirra sem og opinberum stjórn- sýsluaðilum. Rannsóknaþátturinn er frum- skilyrði í uppbyggingu iðnaðar, reynslan sýnir að framtíðarvöxtur fyrirtækja er almennt nátengdur því hlutfalli tekna sem þau leggja í rannsókna- og þróunarstarf. Ná- lægð orkuiðnaðarfyrirtækjanna við öflugar rannsóknastofnanir sem hafa getu til að leysa erfið rann- NU ÞEGARvið höf- um haldið uppá vel- gengni þjóðarinnar fyrstu 50 lýðveldisárin og mesta mærðin farin að sjatna, er tími til að líta fram á við. Þá kemur strax í ljós að ekki er útlit fyrir sömu uppgangstíma og voru hér fyrstu áratugina eftir stríð. Þvert á móti virðast íslending- ar vera að verða ráð- villt þjóð sem skortir framtíðarsýn og markmið. Sjálfstæðið Friðrik Daníelsson PageMaker námskeið 94042 Tölvu- og verkfræðibjónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar Grensásvegi 16 • © 68 80 90

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.